Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Qupperneq 4
4
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981.
Leið friðarhreyfingar er eina leiðin
ríkisstjórnir og herir austantjaldsríkj-
anna eða NATO-ríkjanna?
Chamberlain og
friðarhreyfingin
Gagnrýnendur friðarhreyfingar-
innar hafa leitað enn aftar í söguna,
allt aftur til ársins 1938 og éta þar
hver upp eftir öðrum.
Kjallarinn
Undirrituðum brá þó engin ósköp.
Ég veit að Norður-Atlantshafið er
fullt af rússneskum kafbátum og mér
kemur ekkert á óvart þótt Eystra-
saltið sé það líka. Og ég held að
fólkinu í friðarhreyfingunni komi
fátt á óvart lengur. Þess vegna
sprettúr þessi hreyfing upp, það er
ekki lengur hægt að biða eftir frum-
kvæði stjórnmálamanna eða
hernaðaryfirvalda meðan rússneskir
kafbátar með kjarnorkusprengjur
stranda eða bandariskar flugvélar
með kjarnorkusprengjur hrapa út um
allar trissur. Fólkið sjálft verður að
gera eitthvað.
Ýmsar misviturlegar athugasemdir
hafa verið gerðar um friðarhreyfing-
una í V-Evrópu í dagblöðum nú að
undanförnu. Margt af því er reyndar
ótrúlega einfeldningslegt eða byggt á
þekkingarskorti og útúrsnúningum,
rógburði og illvilja.
Nú er undirritaður svo sem enginn
talsmaður friðarhreyfingarinnar,
enda vart hægt að tala um talsmenn
óskipulagðrar hreyfingar ótal aðila
með mjög ólíkar skoðanir. Og hér á
landi er kannski ofrausn að tala um
slíka hreyfingu enn sem komið er
þótt málstaður evrópsku friðar-
hreyfingarinnar virðist eiga vaxandi
fylgi að fagna.
En snúum okkur að nokkrum
atriðum sem komið hafa fram í
blöðum að undanförnu.
Rússagrýlan
afturgengin
Rússagrýlan er eins og þrihöfða
þurs, enn virðist eitt höfuð eftir, þótt
ekki sé það rismikið. Eða er hún
gegnsæ afturganga?
Enn er farið að rifja upp söguna og
af því mætti sannarlega gera meira,
því NATO-sinnunum vill gleymast
eitt og annað í upprifjun sinni á sög-
unni.
Rifjuð er upp innrásin í Ungverja-
land, Tékkóslóvakíu, ógnanir í garð
Pólverja og innrásin í Afganistan.
Þetta á að sanna útþenslustefnu
Sovétríkjanna og bráða hættu á inn-
rás þeirra í V-Evrópu. En hér höfum
við svo sem ekkert sem sannar, né
heldur afsannar, útþenslustefnu hjá
Kremlstjórninni. Hins vegar hefur
hún gert það sem valdahópar og
stéttir gera venjulega, að sporna
gegn þvi með góðu eða illu að
völdum þeirra sé ógnað. Og völdum
hennar var mjög ógnað með þeim
hreyfingum sem mynduðust í Ung-
verjalandi 1956, Tékkóslóvakíu 1968
og Póllandi nú síðustu tvö ár. Við
skulum minnast þess að fjöldahreyf-
ingar eru valdhöfunum miklu hættu-
legri en innrásir.
Með innrásum sínum í Ungverja-
land og Tékkóslóvakíu var Kreml-
stjórnin að tryggja óbreytt ástand á
eigin áhrifasvæði. Það hljómar
kannski ankannalega, en ef friðar-
hreyfingin skapar hættu á innrás
Sovétrikjanna í V-Evrópu, þá væri
það helst af því að Kremlstjórnin ótt- *
aðist áhrif frá friðarhreyfingunni
meðal almennings í A-Evrópu og
vantreysti stjórnvöldum í V-Evrópu
að kveða hana niður.
Innrásin i Afganistan er að því
leyti sérstök að þar fór sovéski herinn
inn á svæði sem ekki var hefð-
bundið áhrifasvæði Sovétríkjanna.
Hins vegar var þar komin upp stjórn
mjög vinveitt Sovétríkjunum og inn-
rásin var réttlætt með að sú stjórn
hefði beðið um aðstoð.
Alls staðar annars staðar þar sem
Sovétríkin hafa haft afskipti, hvort
sem er í Angóla,Víetnam, á Kúbu eða
í Eþíópíu, hafa þau komið til hjálpar
að beiðni alþýðuhreyfinga sem hafa
haft stuðning mestallrar þjóðarinnar
eða viðurkenndra stjórnvalda.
Það er full ástæða til að fordæma
yfirgang Sovéatríkjanna við aðrar
þjóðir, en ef við ætlum að læra af
sögunni verðum við að setja atburði
hennarírétt samhengi.
Hvað um vestrænt
ofbeldi?
Þegar NATO-sinnarnir rifja upp
söguna hættir þeim til að rifja hana
upp ákaflega einhliða.
Hvað um innrás Breta í Egypta-
land sömu daga og sovéski herinn var
í Ungverjalandi? Það erekki svolangt
síðan sjónvarpið sýndi kvikmynd um
þann atburð.
Hvað um blóðuga styrjöld
Frakka í Indó-Kína á fyrri hluta 6.
áratugarins? ‘ Hvað um blóðuga
styrjöld Frakka í Alsir?
Hvað um Víetnam-stríð Bandaríkj-
anna eða öllu heldur styrjöld þeirra
um allt Indó-Kina, sem enginn
treystir sér lengur til að mæla bót en
margir vilja gleyma?
Hvað um þátt bandarísku leyni-
þjónustunnar, CIA, í valdaráninu í
Guatemala 1954? Aðild CIA að þessu
valdaráni er löngu sönnuð. Og
alþýða Guatemala er enn að súpa
seyðið af því þótt fátt fréttist af því
hroðalega ástandi sem þar ríkir nú.
Hvað um þátt CIA í valdaráninu í
íran 1952? Hvað um þátt CIA í inn-
rásinni við Svínaflóa á Kúbu 1961 ?
Hvað um blóðugt stríð NATO-
ríkisins Portúgal í Angóla, Mósam-
bik og Guinea-Bissau á 7. áratugn-
um?
Hvað um blóðug átök breska
hersins á frlandi? Hvað um ógnanir
breskra herskipa við ísland í land-
helgisdeilunni?
Hvað um valdarán hersins í
NATO-ríkinu Tyrklandi, sem ætti að
vera þeim sem fylgjastmeð alþjóða,-
málumenni ferskuminni?
Hvað um aðstoð Bandaríkjastjórn-
ar við herforingjastjórnina í E1 Salva-
dor sem fordæmd er af stjórnmála-
mönnum um allan heim, þ.á m.
mörgum sem eru hlynntir pólitísku
og hernaðarlegu samstarfi við
Bandaríkin?
Hér er fátt eitt nefnt.En eigum við
ékki að hætta að metast um hvorar
eru verri eða sýni meiri yfirgang,
Einar Ólafsson
Þá sýndi Chamberlain forsætisráð-
herra Breta Hitler mikla linkind og
sumir telja að með meiri hörku hefði
mátt kveða Hitler í kútinn á auðveld-
ari og sársaukaminni hátt en með
fjögurra ára heimsstyrjöld. Nú er
friðarhreyfingunni líkt við Chamber-
lain og Brésnef við Hitler.
Gagnvart þessari röksemd er.
maður eiginlega klumsa. Hvað sem
um Sovétríkin má segja þá ber það
vitni um ákaflega litla þekkingu á
sögunni að bera Þýskaland nasism-
ans saman við Sovétríkin nú. Þótt
með herkjum megi finna yfirborðs-
líkingu eru allar sögulegar, efnahags-
legar og félagslegar torsendur svo
gjörólíkar að einföld samlíking
verður fáránleg. Sama má segja um
samlíkinguna milli fjöldahreyfingar i
V-Evrópu nú og einstaklingsins
Chamberlain 1938.
Kafbáturinn í
skerjagarðinum
En hvað þá um kafbátinn í skerja-
garðinum?
Það er vissulega von að mörgum
bregði þegar rússneskur kafbátur
siglir upp á land í Svíþjóð, ekki síst ef
hann er búinn kjarnorkuvopnum.
Njósnarinn
danski
Og hvað um njósnarann í Dan-
mörku?
Undirritaður varð svo sem ekki
heldur hissa á honum. Raunar hefur
ekkert verið sannað upp á hann
ennþá þótt látið sé í það skína.
En það er vitaskuld barnaskapur
að láta sér koma á óvart að njósnari
frá KGB sé aðstörfum innan friðar-
hreyfingarinnar eða að KGB reyni að
hafa áhrif á hana með fjárstyrkjum.
Það er alþekkt að CIA og FBI hafa
sent menn inn í vinstri hreyfingar i
Bandarikjunum og víða um heim.
Það kæmi mér ekkert á óvart að
menn frá CIA væru með krumlurnar
inni í Einingu í Póllandi. En mér er
spurn: mundi álit okkar á Einingu
breytast eitthvað þótt þar fyndist út-
sendari frá CIA eða KGB? Mundum
við segja að grundvöllur Einingar
væri brostinn eins og ýmsir spekingar
segja núum friðarhreyfinguna?
Satt að segja finnast mér það ekki
mikil tíðindi þótt benda megi á einn
mann í Danmörku grunaðan um
njósnir fyrir Rússa.
Hreyfing gegn
kjarnorkuvopnum
eða Rússum?
Af hverju er ekki farið í kröfu-
íöngur gegn rússneskum kjarn-
orkuvopnum, innrásinni í Afganistan
eða ógnunum við Pólverja? spyrja
sumir.
Friðarhreyfingin stendur saman og
snýst um eitt mál, þ.e. baráttuna
gegn kjarnorkuvopnum. Ákveðin
baráttuleið hefur orðið ríkjandi og
um hana náðst samstaða, þ.e. að
berjast fyrst og fremst á heimavíg-
stöðvum, gegn kjarnorkuvopnum
heima fyrir, en um leið er lýst yfir
andstöðu við kjarnorkuvopn hvar
sem er, hvort sem er austan tjalds eða
vestan.
Fólk er upp til hópa hætt að treysta
á afvopnunarviðræður stórveldanna.
Eftir margra ára afvopnunarviðræð-
ur og ótal samþykktir kemur nýtt
vígbúnaðarstökk, kjarnorkubún-
aðarstökk. Samt eru þegar til kjarn-
orkuvopn til að sprengja mannkynið
upp mörgum sinnum. Það skiptir al-
menning í V-Evrópu engu máli hvort
það verður rússnesk eða bandarísk
eða jafnvel frönsk bomba sem
veldur dauða, örkumlum og öðrum
ósköpum í Evrópu. Við verðum að
gera eitthvað. En hvað getum við
gert?
Þau svör að nauðsynlegt sé að
Vesturveldin auki kjarnorkubúnað
sinn til að halda í við Rússa svo að
hægt sé að hefja afvopnunarvið-
ræður, þau svör gilda ekki lengur.
Einlægt fullyrðir hvor um sig að
hann þurfi að vinna upp forskot hins.
Við sjáum ekki fyrir endann á þeim
vítahring.
Eigum við þá að fara í friðargöngu
í Bonn, Brussel, París, London,
Kaupmannahöfn, Madrid eða
Reykjavik og krefjast þess að Sovét-
ríkin hætti að framleiða kjarnorku-
vopn, en láta afskiptalaus eða fagna
þeim kjarnorkuvopnum sem NATO
og NATO-ríkin eru að planta niður
mitt á meðal okkar? Hvað erum við
að gera með því annað en að taka
þátt í þeim vítahring sem ég nefndi
áðan?
Meðan Sovétríkin halda áfram að
planta niður kjarnorkuvopnum
halda Vesturveldin því áfram
og öfugt, nema fjöldahreyfingar
heima fyrir komi í veg fyrir það. Ef
við viljum stöðva kjarnorkuvopna-
kapphlaupið verðum við að hefjast
handa þar sem við eigum einhverja
möguleika, þ.e. heima fyrir.
Öll friðarhreyfingin er sammála
um að þetta sé eina úrræðið sem við
eigum möguleika á: að fólkið á
Vesturlöndum komi skilyrðislaust í
veg fyrir aukningu kjarnorkuvígbún-
aðar þar, en haldi um leið uppi kröf-
um um að Sovétríkin hætti við sínar
áætlanir.
Hinir sem eru ósammála geta ekki
bent á neina aðra leið en áframhald-
andi kjarnorkuvopnakapphlaup og
vonlausar afvopnunarviðræður. Og
þeir munu halda áfram að mála
Rússagrýluna á vegginn, finna njósn-
ara og vona að rússneskir; kafbátar
steyti á skeri meðan kjarnorku-
sprengjurnar halda áfram að hlaðast
upp — nema friðarhreyfingin snúi
dæminu við.
Einar Ólafsson
rithöfundur.
Svarthöfði Svarthöfði Svarthöfði Svarthöfði
Stjómarandstaða á skrifstof uplani
Sjálfstæðisflokkurinn verður að
fara að efla sljórnarandstöðu sína ef
hann ætlar að láta til sin heyra á kjör-
timabilinu yfirleitt. Stærsti flokkur
landsins getur ekki verið í stjórnar-
andstöðu heilt kjörtímabil þannig, að
hann hafi ekkert að segja um marg-
vislegar aðgerðir, sem miða að þvi að
þrengja kosti einstaklingsins í
landinu undir því yfirskini að
viðhalda skuli fullri atvinnu o.s.frv.
Auðvitað er sjálfsagt að viðhalda
fullri atvinnu og það var gert, m.a. i
stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar. Þá
er furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn
skuli ekki hafa skorið upp herör gegn
því tilræði við atvinnuvegina að
þurfa að annast allan rekstur út frá
einskonar núllpunkti, sem í raun
setur atvinnurekstur ýmist á hausinn
eða á rikið, eða þann hluta hans, sem
Allaballar telja gott að hafa rikis-
rekinn. Sjálfstæðisflokkurinn virðist
hafa lílið við þetta að athuga, þótt
liann glingri kannski eitthvað við að
andmæla. Hann er fastur í neti
lofthárrar frjálshyggju, sem er svona
álíka flókin í eyrum aimennings og
kenningar Freuds og dr. Jung, ellegar
þá að hann stendur upp fyrir haus í
formannapexi, sem getur í besta falli
skemmt einhverjum hluta lands-
rnanna.
Merkilegt er að við lestur bókar
Matthíasar Johannessen, ritstjóra um
Ólaf Thors, kemur i Ijós, að þótt
skammt sé um liðið, er verið að tala
um allt annan Sjálfstæðisflokk í
þeirri bók. Ekki vantaði þó klofning
og vandræði og mannameting á tíma
Ólafs. F.n það var eins og hann færi á
snjóskiðum yfir öll slík vandamál,
a.m.k. drógu þau ekki úr honum
þrekið í viðureigninni við Framsókn,
sem var einskonar Allaballi á þeim
tima. Og það var svo sem ekki verið
að spyrja að núlipunktinum í rekstri
Kveldúlfs. Það átti að setja hann á
hausinn með tilskipunum. Ólafur
brást ekki þannig við að hann kallaði
nokkra þriðja flokks skrifstofumenn
á vettvang til að tala máli Kveldúlfs.
Hann stóð sjálfur í eldlínunni og
barðist svo hrausllega við mikinn
meirihluta þingmanna og rikisstjórn,
að Kveldúlfi var sleppt. Það mætti
leila víða og lengi innan Sjálfstæðis-
flokksins í dag til að finna slíkar
hetjur.
Þrír forustumenn borgaralegra
flokka, þeir Geir Hallgrímsson,
Steingrímur Hermannsson ‘ og
Kjartan Jóhannsson eru ekki líkir
fyrirrennurum sínum hvað snertir á-
ræði og málflutning. Þetta er ekki
sagt þcim til lasts, en sagan er þeim
óþægileg hverjum og einum, og þeir
verka frekar á mann sem kurteisir
skrifstofumenn en forustumenn
flokka. Að hinu leytinu höfum við
svo Svavar Gestsson og Ragnar
Arnalds, sem virðist hafa þá
mátulegu ósvifni til að bcra, sem
gcrir þá að stjórnmálamönnum, en
ekki útskýrendum á prósentutölur,
sem berast kunna á borðið til þeirra.
Þetta þýðir að Svavar og Ragnar eru
hinir raunverulegu áhrifamenn
dagsins. Það er svo annað mál, að
þeir eru með þjóðfélagið á hægri leið,
þið vitið hvert. Upp á síðkastið hefur
komið í Ijós, að Eiður Guðnason
hefur ýmislegt til að bera, sem gæti
gert hann að öflugum stjórnmála-
manni í framtíðinni, einnig
Ragnhildur Helgadóttir. En þetta
fólk er yfirleitt ekki kallað á
vellvang.
Það kennir nokkurs ömurleika í
stjórnmálunum nú um stundir, og á
þauerfallinn einskonar auslantjalds-
grámi. Stóra sök á því eiga þeir
flokkar, sem nú standa í stjórnarand-
stöðu. Þcir vara ekki almenning nóg-
samlega við þeim hættum, sem eru
framundan, og stafa fyrst og fremst
af því, að Svavar og Ragnar Arnalds
eru hinir sterku menn ríkisstjórn-
arinnar. Ólafur Thors verður hins
vegar ekki kvaddur upp úr gröf sinni
til að þruma yfir lýðnum, en nú
þyrfti einn slikan.
-Svarthöfði.