Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1981, Page 19
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1981. 27 sndur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Guðrún Sigurðardóttir kveikti fyrir okkur á einum stórum aðventukransi i Blómavali. Auðvitað má með réttu ekki kveikja nema á einu kerti á sunnudaginn og síðan á tveimur næsta sunnudag á eftir og síðan koll af kolii. DB-mynd Bjarnlcifur. Guðrún og Birgit Wcber eru í óða önn að búa til skreytingar. Þær, ásamt Uffe Blaslev munu leiðbeina viðskipta- vinum Blómavals í gerð skreytinga og aðventukransa um helgina. Jólaundirbúningurínn á fullu í Blómavali Sýnikennsla í gerð aðventukransa og jólaskreytinga um helgina Jólin eru greinilega að nálgast þegar litið er inn í Blómaval i Sigtúni. Þar svigna allar hillur undan hvers konar jólaskrauti og kertum. Aðventukransarnir voru bústnir og fallegir með ilmandi greninu. í Blómavali var byrjað að selja greni snemma í vikúnni. Búnt með 1/2 kg kostuðu 35 kr. Voru til tvær tegundir af greni og auk þess tuja. Grenið kostaði sem svarar 23 kr. i fyrra og er þvi um rúmlega 50% hækkun að ræða. Jólatrén voru ekki komin i Blómavali frekar en annars staðar. í Blómavali er til gífurlega mikið úrval af gróskulegum pottaplöntum. Má þar nefna jólablómin sérstaklega, t.d. kosta alparósirnar 95 kr. og jóla- stjörnurnar 90 og 120 kr., eftir stærð. Blómaskreytingafólkið í þurrblómasmiðjunni, þau Birgit Weber, Guðrún Sigurðardóttir og Uffe Balslev, eru byrjuð á jóla- skreytingunum, sem bæði eru unnar með þurrkuðum jurtum, innlendum og erlendum, og auk þess úr hefðbundnu jólaskrauti. Um helgina verður sýnikennsla i gerð aðventukransa og jólaskreytinga í Blómavali, bæði laugardag og sunnudag. -A.Bj. VIDEO Video — Tœki — Fiimur Leiga — Sa/a — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480. Skólavörðustig 19 (Klapparstígsmeginl. KVIKMYNDIR Bílasmiðja Sturlu Snorrasonar Dugguvogi 23 — Sími 86150 Byggjum yfir Toyota pick-up bíla. Fallegarog vandaðar innréttingar. Ath. Nú eigum við húsin á lager og menn geta sett þau sjólfir á ef þeir vilja. Ýmsar gerðir af kýraugum fyrirliggjandi. HÆTTIÐ AÐ REYKJA Námskeið fyrir fólk sem vill hætta að reykja verður haldið í Lögbergi dagana 29. nóvember til og með 3. desember. Námskeiðin hefjast kl. 20. Skráning fer fram í síma 82531 og 13899 á venjulegum skrifstofu- íslenzka bindindisfélagið Reykinganefnd. Sveinn Björnsson kaupmaður Sveinn Björnsson varaborgarfulltrúi gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, til setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Á undanförnum árum hefur Sveinn unnið markvisst að fram- gangi margra góðra mála í borgarstjórn, t.d. íþróttamálum og öðrum æskulýðs- og félagsmálum. Stuðningsmenn Sveins Björnssonar telja að hann eigi erindi í borgarstjórn og hvetja alla sjálfstæðismenn til að styðja hann í prófkjörinu. STUÐNINGSMENN Sveínn Björnsson kaupmaður hefur upplýsingaskrifstofu að Laugavegi 1. Sími 11745.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.