Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Page 29
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981.
29
LAUSNIR A HEILABRJOTUM
-DB-V mynd: Bjarnleifur.
Flataskóli „ítröllahöndum”
1) Jón er 52 og Gunnar er 39.
2) Færið glös nr. 2 og 3 lengst til
hægri — færið 5 og 6 í eyðuna.
Eyðan sem þá myndast er fyllt með
glösum nr. 8 og 2, og trikkinu lýk-
ur með því að færa 1 og 5 yfir til
hægri. Mjögeinfalt!
3) Kvikmyndin mun vera 3 klukku-
stunda löng — en brúin er 1200 fet
á lengd.
4) 17 ferfætlingar, 26 fuglar.
5) 24 egg. Hæna verpir samkvæmt
þessu 1/3 eggi á dag, 6 hænur
verpa þá fjórum eggjum á dag og á
sex dögum er því 24 eggjum orpið
— ekki satt?!
6) Kl. 10.59 ogkl. 11.54.
7) Klukkan myndi segja að réttur
tími væri 4.23 1/3. En vegna þess
að litli visir fer í öfuga átt verður
að draga þá tölu frá 60 til að kom-
ast að hinum raunverulega tíma,
sem er 4.36 12/13.
8) VI—II = IV
9) Form F á að koma þar sem
spurningarmerkið er þvi það er
eina formið sem er stöðgut, þ.e.
getur ekki oltið um koll. Röð
formanna á efri línunni er stöðugt-
valt-stöðuvt-valt ols.frv.
10) B hlýtur að vera sama og 1 og þess
vegna er I sama og 0. Sem sagt:
9---
1 - - 1SL030
10-5-
Þá hlýtur M = 2 og 0 = 3. Dæmið
lítur svona út:
9 4 3 2
133 2 1
10-7 5 3
11) Reiknum með því að allir ljúgi. Þá
er dauðaorsök Sesselíu þessi:
Ef Gísli lýgur: Morð en Eiríkur
sakiaus.
Ef Eiríkur lýgur: Morð en Eiríkur
sekur.
Ef Gísli lýgur: Slys.
En það er ljóst að engar tvær þess-
ara staðhæfinga geta báðar verið
rangar. Annaðhvort er ein eða
allar rangar. En dómarinn sagði að
ef einn lygi, þá væri það sjálfs-
morð. En annaðhvort lýgur enginn
eða tveir. Þess vegna laug enginn,
Sesselía dó af slysförum.
12) Það er reitur D. Röð reitanna níu
er þessi:
Bókstafir fyrir utan = plús.
Bókstafir fyrir innan = minus.
Þeir lesast á þennan hátt:
+ 2:3 = :l
:3 +4= + 1
: 1 + 1=0
Og ykkur til upplýsinga um þessa
síðustu þraut, ekki síst fyrir þau ykkar
sem gátuð leyst hana, þá hefur hún
verið notuð í inntökuprófi í félagsskap-
inn Mensa sem er alþjóðlegur klúbbur
fyrir fólk með óeðlilega háa greindar-
vísitölu!
Ms
Kennararnir sögðu að skólinn legði
mikið upp úr því að skipuleggja ferðir á
sýningar og söfn og mælist þetta lif-
andi skólastarf vel fyrir hjá bömunum.
Haukur sækir myndefni sitt í íslensk-
ar þjóðsögur enda ber sýningin nafnið
,,í tröllahöndum”. Sagði hann að fleiri
skólar hefðu notfært sér tækifærið til
að kynna börnum þetta efni sem ein-
kennir svo mjög sögu þjóðar okkar.
Sýningin er í Galleri Lækjartorg og
stendur yfir til 29. nóvember.
Það vantaði svo sannarlega ekki
áhugann hjá þessum ungu sýningar-
gestum hans Hauks Halldórssonar, er
listamaðurinn leiddi þá inn í ævintýra-
|heim 'tröllanna sinna.
Gestirnir voru 6-9 ára börn úr Flata-
skóla í Garðabæ sem lögðu í menning-
arferð til miðbæjarins undir stjórn
kennara sinna. Haukur spjallaði fyrst
um inntak myndanna en siðan fengu
börnin sjálf pappir og blýant i hönd og
teiknuðu tröll undir leiðsögn hans.
Þjóöskáldiö
góða.
Hinn mikli
Hstamaöur
bundins
og óbundins
máls.
Almenna bókafélagið,
Austurstræti 18, sími 25544. — Skemmuvegi 36, Kóp. Sími 73055
Tómas Guðmundsson-Rit I-X
Ljóð I — Ljóð II — Ljóð III — Léttara hjal — Myndir og minningar —
Menn og minni — Æviþættir og aldarfar I — Æviþættir og aldarfar II —
Æviþættir og aldarfar III — Æviþættir og aldarfar IV.
ALBERT- stóra trompið
Reykjavík veröur að vinnast
Inngangur
Undirbúningur fyrir í hönd farandi kosningar
til borgarstjórnar Reykjavíkur er kominn i
fullan gang. Stjórnmálafiokkarnir hafa verið
að ganga frá sinum prófkjörsreglum og nú um
næstu helgi, sunnudaginn 29. nóv. og
mánudaginn 30. nóv., gengur Sjálfstæðis-
flokkurinn til prófkjörs.
Prófkjörsreglur
Það er söguleg staðreynd, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ávallt fengið stuðning miklu
stærri hl. kjósenda í Rvík í borgarstjórn-
arkosningum en í alþingiskosningum.
Ástæðurnar eru aðallega tvær. I. Reykvíking:
ar hafa viljað að stjórn borgarinnar væri í
höndum eins fiokks er bæri þar með einn á-
byrgð á borgarstjórn. 1 2. lagi hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn ávallt átt á að skipa sér-
staklega hæfum mönnum í embætti borgar-
stjóra. Það hefur sést í þátttöku í prófkjörum
Sjálfstæðisflokksins að í þeim hefur tekið þátt
stór hópur fólks, sem er ekki flokksbundið í
Sjálfstæðisfiokknum, en hefur tekið fegins
hendi það tækifæri, sem boðist hefur til
raunhæfs starfs, sem prófkjörið hefur boðið
upp á, og á þann máta að leggja sitt lóð á
metaskálarnar til þess að velja um, hvaða
einstaklingar verði í forsvari fyrir flokkinn i
borgarstjórn. Þessu frjálsa opna prófkjöri var
illu heilli lokað nú. Öll vinnubrögð í kringum
lokunina bera keim þess, að ekki sé sá friður
og friðarvilji ríkjandi innan fiokksins í dag,
sem menn voru að vona að heföi tekist á
síðasta landsfundi.
Afleiöingar
prófkjörslokunar
Reykjavik verður að vinnast. Þetta er sú dag-
skipan, sem ganga verður út til allra borgara
Reykjavikur, er vilja hag Reykjavíkur sem
mestan og vilja losna við þann sambræðing og
getuleysi sem við blasir nú eftir stjórnunar-
tíma núverandi borgarstjórnar. Því má Sjálf-
stæðisfiokkurinn ekki undir nokkrum kring-
umstæðum aðhafast neitt það, sem hrint gæti
stuðningsfólki frá sér. Ég fæ ekki séð, hvernig
lokun prófkjörsins getur fært fiokknum 1 at-
kvæði, en aftur á móti stuggar fiokkurinn með
lokuninni fólki frá sér, sem finnst að það sé
verið að taka frá sér réttindi sem voru byggð á
frelsi og opnun á starfsemi stjórnmálaflokks.
Þetta getur þýtt missi hundraða atkvæða, sem
viö verðum þó að vona hið besta í sambandi
við. Engar þær röksemdir, sem fram hafa
verið færðar fyrir lokuninni finnst mér vera
marktækar og koma til minnsta álits, þegar
höfð er hliðsjón af neikvæðu hliðunum. Aftur
á móti sé ég gægjast undan feldi þau öfl, er
ekki vilja frið i flokknum og með lokuninni
vilja koma höggi á þann einstaklinginn, sem
breiðast hefur fylgið af frambjóðendum Sjálf-
stæðisflokksins, sem náð hefur ekki eingöngu
út fyrir lið flokksbundinna sjálfstæðismanna
og til sjálfstæðismanna almennt, heldur hefur
fylgi hans náð langt inn í raðir í flokkum and-
stæðinganna. Ég persónulega þekki fjölda
dæma, þar sem meira að segja mjög ákveðnir
pólitískir andstæðingar hugmyndafræðilega
hafa veitt Albert Guðmundssyni og Sjálf-
stæðisflokknum brautargengi vegna þess
trausts, er Albert vekur hjá öllum þeim er til
hans þekkja eða til hans leita. Ef reynt er að
meta stöðu Alberts upp innan Sjálfstæðis-
fiokksins og stöðu hans meðal allra fram-
bjóðenda til næstu borgarstjórnar Reykja-
víkur frá sjónarmiði fjölmiðlafræði, er staðan
sú, og bið ég nú alla að horfa í sjálfs sín hug,
að þar er einn maður er stendur sér og fyrir
ofan alla aðra, Albert Guðmundsson. Hann
er þvi stærsta tromp Sjálfstæðisflokksins í
næstu borgarstjórnarkosningum. Hann er það
stóra og sérstæða, sem hinir flokkarnir eiga
ckki. Að Sjálfstæðisflokkurinn beri gæfu til
þess að bjóða upp á Albert Guðmundsson sem
næsta borgarstjóra i Reykjavík er í raun for-
senda fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn nái að
endurheimta stjórn Reykjavíkurborgar. En
það eru því miður ófriðaröfi innan Sjálfstæðis-
flokksins, sem vilja fara aðrar leiðir í þessum
málum. 1 þröngsýni sinni sjá þessi öfi ekki
stöðu Alberts og Sjálfstæðisflokksins eins og
stærsti hluti sjálfstæðisflokkskjósenda hefur
litið þessi mál og sýnt í verki i undanfarandi
prófkjörum. Hér getur verið i uppsiglingu
óafturkallanlegt slys fyrir Sjálfstæðisflokkinn’
og borgara Reykjavikur.
Aðeinseitt tilráða
Því er aðeins eitt til ráða. Allir þeir, sem trúa
og treysta Albert Guðmundssyni best til þess
að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs i næstu
borgarstjórnarkosningum og treysta Albert
Guðmundssyni best til þess að bera höfuðá-
byrgð á borgarmálefnum Reykjavíkurborgar á
næsta kjörtimabili, allir þeir sjálfstæðismenn,
sem líta á endurheimt Sjálfstæðisflokksins á
Reykjavikurborg, sem grunninn að
sameiningu og sigri Sjálfstæðisfiokksins i
næstu alþingiskosningum, verða að veita
Albert Guðmundssyni yfirburðafylgi í próf-
kjörinu á sunnudag og mánudag nk. Ábyrgð
meðlima Sjálfstæðisfiokksins er því meiri nú
en áður. En allir þeir er undirrita beiðni um
inngöngu í Sjálfstæðisfiokkinn um helgina á
kjörstað hafa kosningarétt. Því skora ég sér-
staklega á þá sjálfstæðismenn sem ekki eru
flokksbundnir aðgerast nú flokksmeðlimir.
Hið ótrúlega
Nokkur undanfarin kvöld hefi ég verið að
vinna að kosningu Alberts með þvi að hafa
samband við fólk og kynna Albert og stöðu
mála. Eftir þetta starf er fyrsta staðreynd, sem
fyrir liggur, að allir þekkja Albert, Albert er
orðinn húsgangur i orðtaki Reykvikinga.
Staðreynd tvö, fólk blátt áfram trúir því ekki,
að til greina komi, að Sjálfstæðisflokkurinn
bjóði upp á slíkan mann til borgarstjóra i
Reykjavík. Hinir aðilarnir eru blátt áfram
ekki nógu þekktir, þótt allt megi gott um þá
segja, og flestir munu verða i forustu í bæjar-
og landsmálum fyrir Sjálfstæðisfiokkinn á
næstu árum og áratugum, þá blátt áfram hafa
þeir ekki haft tínia og lag á að kynna sig
almenningi til þess að þeir nái þvi fjöldafylgi,
sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisfiokksins
verður að hafa.
Lokaorð
Sjálfstæðisflokkurinn þolir blátt áfram ekki
annað slys i viðbót við lokun prófkjörsins.
lætta „annað slys” væri, ef sjálfstæðismenn
væru nú ekki nægjanlega vökulir og tryggðu
Albert ekki nægjanlega glæsta kosningu i
prófkjörinu, létu slysið henda vegna einfaldrar
vanrækslu.
Það hefur verið sótt að hagsmunum Reykja-
víkur i mjög auknum mæli á siðastliðnu
kjörtimabili og þessi fjandskapur og ásókn
heldur áfram, nú siðast skrefatalningin.
Hlutur Reykjavíkur er í mörgum tilfellum
kominn i mjög slæma stöðu borið saman við
landsbyggðina. En við Reykvíkingar höfum
eftir þvi tekið að á Alþingi sem annars staðar
hefur Reykjavík ávallt átt traustan vörð i
Albert, stundum hefur þetta gengið svo langt,
að okkur hefur fundist að Reykjavik ætti
aðeins einn málsvara á Alþingi. Þessi ásókn
heldur áfram, þvi er meira i húfi nú en
nokkurn tíma áður að til forustu i Reykjavík
veljist stór og traustur einstaklingur eins og
Albert.
Því skora ég á alla sjálfstæðismenn sem vilja
hlut Alberts, Sjálfstæðisflokksins og Reykja-
vikurborgar sem mestan að leggja allt það er
þeir mega af mörkum hjá vinum og vanda-
mönnum og tryggja glaxilega kosningu
Alberts og tryggja þar með framtiðargengi
Sjálfstæðisflokksins og Reykjavíkurborgar.
Pétur Guðjónsson.
AUGLÝSING