Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1981, Síða 33
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981. 33 Jose Antonio Mellado Campos ber kræsingar i gesti f lokahófinu. Spánska ■ ■ ■ vistm nýtur vinsælda — Frá lokahófi þáfftakenda í síðustu keppni í H100 Sigurvegararnir, Guðrún Jónasdóttir og Rósa Óskarsdóttir, taka við sigurlaununum, helgarferð til Reykjavikur, úr höndum Antonió. Kynnir er Guðbergur Ellertsson. Spenningurinn i hámarki, úrslitaspilið haGð. F.v. Hallur Ellertsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Ellert Kárason og Rósa Óskarsdóttir. Úrslit fengust eftir 3 spil en þá höfðu konurnar 15 slögum betur en herramennirnir. Hjónin Birna Egilsdóttir og Sigurður Sigmarsson fiuttu bráðsmellna skemmtiþætti en þau tóku jafnframt þátt f spilavistinni. Þó spilakeppninni væri lokið gátu gestirnir f lokahóGnu ekki sctið á sér með að grípa f spil. Hér eru þau Lilja Jóhannsdóttir, Regfna Siguróladóttir og Stefán örn Jónsson grafalvarleg yfir spilunum. Það mun vera Eyrún Gunnarsdóttir sem fellur f skugga Stefáns á myndinni. Áður fyrr á árunum naut svonefnd „framsóknarvist” mikilla vinsælda hjá landanum. Margt eitt kvöld var setið borð við borð i samkomusölum víðs- vegar um landið og spilað. Voru fram- sóknarvistirnar drjúg tekjulind hjá mörgum félögum. Meira að segja sjálf- stæðisfélögin efndu til framsóknarvista og var afbrigðið þá nefnt félagsvist. En vinsældir framsóknarvistarinnar dvín- urðu, að þvi er talið var vegna þess hve opin hún var í báða enda, litlaus og lítið spennandi til lengdar. En vist kemur í vistar stað, segir mál- tækið. Fyrir tæpum tveim árum fluttist Spánverji til Akureyrar og heitir hann hvorki meira né minna en Jose Antonio Mellado Campos. Hann fór að vinna í skemmtistaðnum H-100. Hvatti hann eigendur staðarins til að efna til spila- kvölda. Það var gert og spiluð „spönsk vist” undir stjórn Antonios. Nutu spilakvöldin mikilla vinsælda í fyrra- vetur og í haust var þráðurinn tekinn upp að nýju. Lauk annarri keppninni í vetur með heljarmiklu lokahófi á sunnudagskvöldið fyrir verkfall þar sem meðfylgjandi myndir eru teknar. Það var um leið kveðjuhóf fyrir Antonio sem er að kveðja Akureyri á næstunni. Ætlar hann ásamt konu sinni, Fanneyju Jónasdóttur, sem er frá Akureyri, heim til föðurlandsins. Þar hefur Antonio hug á að setja upp veit- ingastað, sennilega á nágrenni við Enska barinn á Costa de sol. Er ekki ólíklegt aðstaðurinn fái nafnið H-100. Spánska vistin er að því leytinu til frábrugðin framsóknarvistinni að sama parið spilar saman alla keppnina sem stendur fimm kvöld. Ekki er skipt um borð eftir hvert spil heldur eru spiluð 12 spil í röð við sama borð. Hvert kvöld eru spilaðar 4 umferðir. Hafa spilakvöldin í H-100 verið mjög vel sótt og kjarninn af mannskapnum sem var með í síðustu keppni hefur verið með frá upphafi spönsku vist- anna. í lok siðustu keppni voru tvö pör jöfn í efsta sætinu. Annars vegar voru það feðgarnir Hallur Ellertsson og Ellert Kárason, hins vegar Rósa Óskarsdóttir og Guðrún Jónasdóttir. Spiluðu þau 4 spil til úrslita. Þegar spiluð höfðu verið 3 spil höfðu Rósa og Guðrún 15 slagi í forskot og þvi von- laust fyrir Ellert og Hall að jafna metin í síðasta spilinu. Hlutu þær helgarferð til Reykjavíkur í sigurlaun. -GS. Rúnar Gunnarsson með lambasteikina. Rögnvaldur Rögnvaldsson, ráðhúsherra Akureyringa, yrkir liðiega um nianna- ráðningar bæjarstjórnarinnar. Þau sitja í sandkassaleik Ekki alls l'yrir löngu var frá því greint i Visi hvernig bæjarstjórn Akureyrar bar sig til við að ráða starfsmann á félagsmálastofnun og vinnumiölunarstjóra. Rögnvaldur Rögnvaldsson, ráðhúsherrann okkar Akureyringa, gerði um þetta heil- mikinn brag. Fyrst segir Rögnvaldur frá Soffiu Guðmundsdóttur og Sig- urði Óla Brynjólfssyni, fulltrúum vintri meirihlutans í bæjarstjórninni, en sá 8 manna meirihluti virkaði ekki í þessum mannaráðningum. Þá segir Rögnvaldur frá ráðningu starfs- manns á félagsmálastofnun. Þar kepptu sálfræðingur og félagsfræð- ingur um hnossið. Sálfræðingurinn var ýmist fastráðinn, lausráðinn eða ekki ráðinn á meðan fundur bæjar- stjórnar stóð. Lokin urðu þau að hann var ráöinn en beðið með að ráða félagsfræðinginn þar til hann lyki prótl. Síðan segir Rögnvaldur l'rá ráðn- ingu vinnumiðlunarstjóra. Margir voru um hnossið. Framsókti studdi einn, A-flokkarnir annan og íhaldið þann þriðja. Urðtt tveir umsækjend- anna jafnir i atkvæðagrciðslunni og var þá dregið um hvor þeirra hlyti hnossið. Varð kandidat A-fiokkanna hlutskarpari þar en sá er talinn krati. Að öðru leyti ætti bragurinn að skýra sigsjálfur. Þau sitja í sandkassaleik, Soffía Guðmunds er keik en Sigurður Óli er sífellt á róli, það sýnir hvað staðan er veik. Fellt var að fastráða mann, fljóðið ei náð heldur fann. Þau lausréðu manninn, hann leysti af svanninn, lausnina stjórnin þar fann. Forstjórastarf eitt erfalt, Framsókn að máli stóð hallt. Kommar með krötum þar komu að jötum krata sem allt að því svalt. Atkvæði urðu þó jöfn, úfin og straumþung er dröfn. Kratinn vardreginn, kaldur og leginn, kominn I örugga höfn. Framsóknarforustan brást, frammámenn nú um það slást hvort hér eigi að ríkja kaupfélagsklíka krata eða sjálfstœðisást.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.