Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. AUGLÝSING Einstæðar æviminningabækur HORFT TIL LIÐINNA STUNDA Eftir Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi skólastjóra á Eið- um. Það er alþjóð löngu kunn- ugt að Þórarinn er mikill fræðaþulur og jafnframt glettinn og spaugsamur. I bók sinni segir hann frá kynnum sínum af margskonar fólki sem hann hefur hitt á lífsleið- inni, meistara Kjarval jafnt sem kotbændum og sannar Þórarinn í bók sinni að hann hefur haft næmt auga fyrir því sem var að gerast í kring- um hann og frásagnarlistin bregst honum ekki. Bókin er prýdd fjölda mynda og teikn- inga. SJÓMANNSÆVI Eftir Karvel Ögmundsson. Karvel erlöngu landsþekktur aflaskipstjóri og dugmikill út- gerðarmaður, en hann man sannarlega tímana tvenna. 11. bindi æviminninga sinna segir Karvel frá uppvaxtarárum sínum á Snæfellsnesi og hin- um kröppu kjörum sem öll al- þýða bjó þá við. Hann hefur frá mörgu að segja og saga hans er jafnframt spegill af baráttu Islendinga frá erfiði og örbyrgð til velsældar. Brugðið er upp sterkri og skýrri mynd af atvinnuháttum og lífi fólks á fyrstu áratugum •aldarinnar. ÞÁLÆTÉG SLAG STANDA Saga ævintýramannsins Lofts Einarssonar í Höfnum skráð af Magnúsi Bjarnfreðssyni. Fáir núlifandi íslendingar hafa lifað öðru eins ævintýra- lífi og Loftur, en segja má að ævintýrin hafi komið til hans, þegar hann þá leitaði þeirra ekki. Þótt Loftur hafi gjarnan viðurnefnið „ríkiu þá hefur það ekki alltaf átt við. Hann velti sér einn daginn upp úr peningum og heimsins lysti- semdum, en hinn næsta svaf hann örsnauður á bekkjum í almenningsgörðum. En það var sama á hverju valt. Loftur lét einfaldlega slag standa og hafði ekki teljandi áhyggjur af morgundeginum. Jón BjaraasímFm gwbsvík Bændur afltÍott BÆNDUR SEGJA ALLT GOTT Bókaverð Verð útgáfubóka Arnar og Örlygs hf. er sem hér segir: Verð kr.: Bændur segja allt gott........279,00 Charles Darwin................247,00 Djúpið........................216,00 220 gómsætir sjávarréttir.....345,80 Horft til liðinna stunda......340,00 Hvað gerðist á íslandi 1980...469,00 Jörvagleði ...................247,00 Landið þitt — ísland ........ 672,00 Líf í ljóma frægðar (bæði bindin)............. 296,40 Sagan um Þráin ...............239,00 Sjómannsævi ..................340,00 Stóra bomban ................ 296,40 Sumarblóm í Paradís...........234,65 Togaraöldin...................592,80 Vigdís forseti - President Vigdís 268,50 Þá læt ég slag standa.........296,40 Þjóðsögur og þættir úr Mýrdal.. 248,00 Þrautgóðir á raunastund....... 283,00 Binni bóndi og drekinn ógurlegi . 74,10 Fótboltafélagið Falur á Islandi . 59,30 Gegnum holt og hæðir.........148,20 Hreyfimyndabókin Dýrin ...... 49,40 Hreyfimyndabókin Hljóðin .... 49,40 OliverTwist................ 59,30 Rasmus Klumpur og uppskeran . 24,70 Rasmus klumpur og kappsigling í furðuheimi ............. 24,70 Rasmus klumpur smíðar skip .... 24,70 Rasmus klumpur skoðar pýramída.................. 24,70 Tíu litlir indíánar ......... 59,00 Það er gaman að telja........ 74,10 Gegnum holt og hæðir - hljómplata og snælda ........168,00 Eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík. Tvær fyrri ævi- minningabækur Jóns: Bænda- blóð og Hvað segja bændur nú? hlutu mjög góðar viðtökur bæði gagnrýnenda og almenn- ings, enda hefur fyrrum Garðsvíkurbóndi einkar lipran penna og létta lund og kann að segja þannig frá'' ævikjörum íslenskra bænda og bænda- menningu að bækur hans geymast en gleymast ekki. í hinni nýju bók sinni fatast Jóni hvergi flugið, er hann segir frá lífshlaupi sínu og sveitunga sinna. VIGDÍS FORSETI Bókin Forsetakjör 1980 er út kom í fyrra seldist upp á skömmum tíma. Bókin er nú endurútgefin, og hefur verið aukin og endurbætt. Kemur hún bæði út á íslensku og ensku. Nefnist íslenska útgáfan: Vigdís forseti — Kjör hennar og fyrsta ár í embætti, en útgáfan á ensku heitir: President Vigdís — Her Election and First year in Office. í bókinni er frásögn af fyrsta starfsári Vigdísar í forseta- embættinu og fjölmargar myndir frá ferðalögum hennar, heima og erlendis. Kjörbók til þess að senda vinum og viðskiptamönnum er- lendis. Tvær góðar bækur í bókaklúbbi Eins og flestum mun kunnugt var Bókaklúbbur Arnars og Örlygs nýlega stofnaður. Tvær fyrstu bækurnar 5 klúbbnum voru: Víkíngar í stríði og friði eftir hinn þekkta rithöfund og sjónvarpsmann Magnús Magnússon og skáldsagan Björt mey og hrein eftir ungan höfund, Guðberg Aðalsteinsson. Þessar bækur eru einungis seldar klúbbfélögum, en allir þeir sem eru orðnir lögráða geta gerst klúbbfélagar. Er tekið á móti skráningum í klúbbinn í síma 84866. SAGAN UM ÞRÁIN Eftir Hafliða Vilhelmsson, höfund bókanna „Leið 12 Hlemmur-Fell“ og Helgarlok. Sagan um Þráin fjallar um mann sem mótaður er af um- hverfi sínu og venjum. Bak við skelina býr persóna búin mörgum eðlisþáttum sem togast á og eiga í innbyrðis styrjöld. Hvað gerist svo þegar viðjarnar bresta? Sag- an um Þráin er nútímasaga — átakasaga og eins og áður nálgast Hafliði viðfangsefni sitt tæpitungulaust og fær lesandann til að hrífast með sér og taka þátt í átökunum með söguhetjunni. JÖRVAGLEÐI Eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum. Guðmund- ur er löngu landsþekktur rit- höfundur, bæði fyrir smásög; ur sínar og skáldsögur. I hinni nýju sögu Guðmundar er undirtónninri hið við- kvæma deilumál sem nú er ofarlega á baugi á íslandi, stórvirkjanamálin og allt það umrót er þeim fylgir. Jafnframt segir svo Guð- mundur frá Jörvagleði nú- tímans, þegar fólk slær tjöld- um við félagsheimilið pen- ingahelgina miklu og unir þar um stund við gleðskap og glaum. SUMARBLÓM í PARADÍS Eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. Fyrri bækur Snjólaugar hafa fengið mjög góðar viðtökur ,og hún oft verið í hópi mest seldu höf- undanna. Sumarblóm í Para- dís fjallar um unga Reykja- víkurstúlku sem stendur á tímamótum í lífi sínu í upp- hafi bókarinnar. Örlögin haga því þannig að hún verð- ur þátttakandi í ævintýri sem gerist í Breiðafjarðareyjum, en þar hefur verið komið upp sumarhóteli — sumarpara- dís. Örlaganornirnar spinna hinni ungu stúlku vef sinn og margt fer á annan veg en ætlað var. Gegnum holt og hæðir Eftir Herdísi Egilsdóttur. Gullfallegt ævintýri um krakka, fullorðið fólk, tröll- skessu, tröllastráka og álfa. Bókin er myndskreytt af Herdísi. Jafnframt er komin út samnefnd hljómplata með lögum og ljóðum Herdísar. Ragnhildur Gísladóttir sá um útsetningu laganna, en fjöl- margir listamenn koma við sögu við flutning laganna. ÖRN&ÖRLYGUR Síöumúla 11, sími 84866 BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR H/F, SÍÐUMÚLA 11, SÍMI 84866

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.