Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Page 37
DAGBLAD1D& VÍSIR. LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981
37
Tilkynningar
Kveikt á jólatré í Hafnarfirði
Fyrir hverja jólahátið í tæpa þrjá áratugi hafa íbúar
Frederiksberg vinabæjar Hafnarfjarðar i Danmörku
gefið Hafnfirðingum jólatré.
Bæjarstjórn Frederiksberg hefur nú sent veglegt
tré, sem komið hefur verið fyrir á Thorsplani við
Strandgötu.
Ljós verða tendruð á jólatrénu kl. 16.00 sunnu-
daginn 13. desember nk. Danski sendiherrann,
Janus Paludan, afhendir tréð og dönsk stúlka kveik-
ir Ijósin á því. Einar I. Halldórsson bæjarstjóri veitir
trénu viðtöku.
Við athöfnina leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar og
Karlakórinn Þrestir syngur jólalög.
Jólasveinar í Hafnarfirði
Laugardagana 12. og 19. des mun JC Hafnarfjörður
standa fyrir skemmtun um allan Hafnarfjörð. Ekið
verður á 5—6 vörubílum um öll hverfi bæjarins með
lögregluna í broddi fylkingar.
Á vörubilunum verða jólasveinar, Grýla og
Leppalúði. Fyrirhugað er að stoppa á 8 stöðum víðs
vegar um bæinn og mun hljómsveitin Dansbandið
leika jólalög og jólasveinarnir syngja meö, og gefa
börnum sælgæti. Um leið og ekið verðum um hverf-
in munu jólasveinarnir kynna verzlanir og fyrirtæki 1
bænum sem vilja taka þátt í þessari skemmtun, jafn-
framt sem þeir munu spila jólalög (þessi kynning fer
fram gegnum hátalarakerfi). Á hliðum vörubilanna
verða hengd stór auglýsingarspjöld sem minna
Hafnfirðinga á hinar ýmsu verzlanir i bænum JC
Hafnarfjörður hefur gengizt fyrir miklum áróðri í
þá átt að hvetja Hafnfirðinga til að verzla allt til jól-
anna i Hafnarfirði. í þessu sambandi hefur JCH gef-
ið út og hengt upp i allar verzlanir i bænum miöa
sem ástendur:
„HAFNFIRÐINGAH GERMJ JÚUINNKAUPIN iHAFNARfíROI"
Síðan 1978 hefur JC Hafnarfirði gefið út Jóla-
gjafahandbók sem inniheldur frekari kynningar á
verzlunum með auglýsingum o.fl. Mælzt er til þess
aö forcldrar taki börn sín með sér í verzlunarleiöang-
urinn laugardagana 12. og 19. des. á milli kl. 13.30
og 17.00 og lofi þeim að sjá jóiasveinana koma i bæ-
inn i fyrsta skiptið i ár.
Jólamarkaður
Goðatúni 2
viö Hafnarfjarðarveg I sömu byggingu og Blóma-
búöin Fjóla. Opið alla daga vikunnar frá kl. 13.00.
Hafnarfjarðarkirkja
Jólavaka við kertaljós kl. 20.30 sunnudagskvöld,
Háskólakórinn syngur undir stjórn Hjálmars H.
Ragnarssonar. Sigurður Magnússon rithöfundur
fiytur ræðu. Einleikur á selló, cinsöngur og fleira.
Sóknarprestur og sóknarncfnd.
Verk Picasso í Gagnfræða-
skólanum á Akureyri
„Guernica”, eitt frægasta verk Picassos, Ijósprent-
un í upprunalegri stærð, verður til sýnis i Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri ásamt skissum af þessu
verki og ljóðmyndum er sýna þróun og tilurð þess.
Sýningin var áður i Listasafni Alþýðu og er nú kom-
in til Akureyrar fyrir tilstuðlan nemcnda og kennara
Myndlistarskólans á Akureyri.
Sýningin verður opin 11.—16. desember, virka
daga frá kl. 20—22 en laugardaga og sunnudaga frá
kl. 14—22.
Fólagar úr Alþýðuleikhúsinu
f jólasveinabúning
Eins og undanfarin ár fara nú félagar úr Alþýðuleik-
húsinu aftur á kreik i jólasveinaklæðum. Þeir hafa
samið og æft að undanförnu prógramm meö ýmis-
konar sprelli og uppátækjum. Ef fólk hefur áhuga á
að fá jólasveinana á jólaböllin sín getur það leitað
frekari upplýsinga í simum 19567 og 20050. Jóla-
sveinarnir senda öllum sinar beztu kveðjur.
IMæsti fræðslufundur Fugla-
verndarfólags íslands
verður haldinn i Norræna húsinu þriöjudaginn 15.
desember 1981 kl. 8.30.
Fundarefni: 90 minútna mynd um Galapagoseyj-
arnar i Kyrrahafi, um fugla og dýralíf þar.
önnur mál.
öllum heimill aðgangur. Stjórnin.
Bifreiðaíþróttaklúbbur
Reykjavíkur
heldur rally-cross keppni á is á Leirtjörn við Úlfars-
fell i dag, laugardag, 12. desember kl. 13.30.
Perusala Lions
Fyrir jólin munu félagar úr Lionsklúbbnum Baldri
selja ljósaperur i miöborg Reykjavikur, eins og und-
anfarin ár.
Ágóðanum af perusölunni er varið til aðstoðar við
aldraða og hefur féð einkum farið til kaupa á ýms-
um búnaði fyrir Hrafnistuheimilin. Baldursmenn
treysta þvi að samborgaramir kaupi Lionsperur og
sýni með þvi skilning á þörfinni fyrir aðstoð við
aldraða.
Meðfylgjandi mynd er tekin þegar nokkrir
Baldursfélagar afhentu forráðamönnum Hrafnistu-
heimilanna sjúkrarúm að gjöf.
Frá Vélprjónasambandi ís-
lands
Markaður með ýmsar prjónavörur sem félagar i Vél-
prjónasambandinu hafa gert verður opnaður að
Hallveigarstöðum sunnudaginn 13. desember kl.
13.00. Opið til kl. 18.00. Aðeins opið þennan eina
dag.
Basar:
Islenzka íhugunarfélagið heldur basar aö Hverfis-
götu 18, annarri hæð, gegnt Þjóðleikhúsinu, sunnu-
daginn 13. desember kl. 14.00, á boöstólum verða
m.a. þurrkaðir blómvendir, kökur, alls konar
handavinna og margt fleira.
Jólavaka við
kertaljós í Hafnar-
fjarðarkirkju
Þriðja sunnud. í Aðventu, 13. des., kl. 20.30 verður
hin árlega Jólavaka við kertaljós haldin i Hafnar-
fjaröarkirkju. Nú sem endranær verður vakan með
fjölbreyttu sniöi og mjög til hennar vandaö.
Aðventukvöld í
Laugarneskirkju
Sunnudaginn 13. des. kl. 20.30 veröur aðventu-
kvöld I Laugarneskirkju.
Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson verður
ræðumaöur kvöldsins. Belcanto-kórinn úr Garða-
bæ syngur undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur.
Kórinn fiytur Kantötuna: Lobet Christen eru en
Heiland eftir Buxtehude og nokkur jólalög. Undir-
leikarar með k'órnum veröa Sigrún Eðvaldsdóttir,
Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurður Halldórs-
son ásamt organista kirkjunnar Gústaf Jóhannes-
syni sem einnig leikur einleik. Upplestur annast
Pálmi Hjartarson kennari og börn úr barnastarfi
Laugarncskirkju flytja helgileik undir stjórn
Margrétar Hróbjartsdóttur safnaðarsystur. Sam-
komunni lýkur með almennum safnaðarsöng.
Helgihald þessa dags verður aö öðru leyti með
hefðbundnu sniði þ.e. barnaguðsþjónusta kl. 11 og
messa kl. 14.
Dansklúbbur
Heiðars Ástvaldssonar
Jólagleðin verður laugardaginn 12. des. að Brautar-
holti 4 og hefst kl. 21.00. Jólamatur og ýmislegt til
skemmtunar.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Dagsferð sunnudaginn 13. des. kl. 11.
Gengið verður um Lágaskarð að Stóra Sandfelli
( 424 m). Fólk er beðið að athuga að búa sig vel I
gönguferðina. Fararstjóri: Hjálmar Guðmundsson.
Farið frá Umferöarmiðstöðinni, austanmegin.
Farmiðar við bíl. Verð kr. 50.-
Ath. Engin ferð kl. 13.
Áramótaferö i Þórsmörk 31. des.—2. jan.; brottför
Id. 07.
Gönguferðir eftir þvi sem birtan leyfir.’áramóta-
brenna, kvöldvökur. Ef færð spillist svo, að ekki
yrði unnt að komast i Þórsmörk, verður gist í Hér-
aösskólanum að Skógum.
Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, öldu-
götu 3.
Útivistarferðir
Sunnudagur 13. desember kl. 13.00 Geidinganes.
Létt ganga fyrir alla, 40 kr., fritt fyrir börn með full-
orðnum. Farið frá BSÍ vestanverðu.
Nýársferð i Þórsmörk, 1.—3. janúar.
II. Tveir hátaiarar, viðrrrkassi: Tðpphljómgífði, ekkerr glamur.
TTT -,lT"-*"n“t4Tverá"videosendiíigu stéfi'dur.^ '
Húsavík: Bókaversl. Þórarins Stefánssonar á J| .
&Sóku,ERadS“ií'1|jSWnuStan J
...............:................................— ----------------------—■----:---——-