Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 1
4. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. trjálst, óháð daghlað Hvaösegja hílstjórarnir áSteindórí? — sjá bls. 3 Laugarásinn íbrennidepli byggjendaáný — sjá bls. 17 Bæjarútgerð Reykjavíkur: Nærallir sendirheim -sjábls.4 Hvarerlægsta vöruverðið áAkureyri? — sjá neytenda- síðurbls.6-7 íslandmalaði Portúgal — sjá íþróttir bls. 18-19 Fólkog Mannlíf — sjábls. 32-33 Þrírráðherrar vildu samþykkja tillögu Seðlabanka — en ríkisstjómin samtaka um það sem ofan á varð í morgun var talið ljóst í herbúðum ríkisstjórnarinnar að aðgerðir sem tengjast fisk- verði drægjust fram yfir helgi. Á ríkisstjórnarfundi i fyrradag studdu þrír ráð- | herrar tillögu Seðlabankans I um 10% gengisfellingu krón- j unnar strax en það sjónarmið ! varð ofan á að tengja gengis- breytingu fiskverðsákvörðun ‘ og stendur ríkisstjórnin sam- j takaaðþvínú. Þeir ráðherrar sem vildu gengisfellingu strax voru Gunnar Thoroddsen, Friðjón Þórðarson og Tómas Árnason en Tómas flutti til- lögu Seðlabankans inn á ríkis- ; stjórnarfund sem bankamála- I ráðherra. —HH oggengisfellingu „NU ER MEST UNNK) Abakvið TJÖLDIN” sagði Steingrímur Hermannsson, en bjóst ekki við neinni niðurstöðu f yrr en umeðaeftirhelgi „Þessi vika er úr sögunni og við því mátti búast fyrst ekki tókst að ieysa þessi mál fyrir áramót. Það er mikið unnið að úrlausn, á mörgum vígstöðvum, en nú er það mest á bak við tjöldin,” sagöi Steingrímur Hermannsson ráðherra í morgun, þegar DV ræddi við hann um stöðuna t fiskverðsmálunum og tengdum vandamálum. „Ég hef farið mér hægt það sem af er vikunni með þær tillögur sem ég lagði fram og beðið eftir að afstaða hagsmunaaðila skýrðist. Það er rétt, aö nú hafa útgerðarmenn slakað á þeirri afstöðu sinni að ræða ekki sjómannasamningana fyrr en fiskverð lægi fyrir. Þessi mál eru nú öll rædd í samhengi og gengis- breytingin er þar að sjálfsögðu einn þátturinn,” sagði Steingrímur ennfremur. Þá sagðiráðherrann að í dag yrði beðið eftir afstöðu sjómanna- fundarins, sem hefjast á klukkan 17, en þar koma saman fulltrúar sjómanna alls staðar að af landinu. Á morgun yrðu svo flokksstjórnar- fundir hjá Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu, svo að tæplega yrði mikill kraftur í beinni vinnu við úrlausn vandamálanna fyrr en um helgina. „Það er alrangt sem Morgunblaðið segir um þessi mál, að allt sé að springa í ríkisstjórninni út af þeim. Þvert á móti er mjög góð og sterk samstaða okkar á milli og tilögur mínar hafa hlotið þar fyllsta stuðning þótt skoðanamunur hafl vitanlega komið fram í umræðum um þær og aörar leiðir til úrlausnar,” sagði Steingrímur Hermannsson. Heimildarmaður DV úr innsta hring hagsmunaaðila í fiskverðs- samningunum kvaðst eiga von á því, að sjómannafundurinn í dag boðaði aukna hörku.Það myndi ekki slakna á spennunni að ráði fyrr en jafnvel færi að líða á næstu viku. -HERB. Séð til suöurs yfir Skaftú við SkaftúrdaL Meginstraumur hlaupsins fellur I eystri úl úrinnar og er brúin þar I nokkurri hœttu. Vegurinn heim að Skaftúrdal var vtöa undir vatni. Innfellda myndin er af nýju brúnni hjú Ásum. Ifyrri hlaupum hefur sú brú veriö / mikilli hœttu þegar úna brýtur ú eystri stöpli hennar sem stendur ú hraunhellu. Ef sú brú skemmist rofnar hringvegurinn. D V-myndir EJ/KMU. Skaf tárhlaupið í hámarki í nótt og í morgun: Alvaríegasta hættan að hringvegur rofni — tveir bæireinangr- aðirogheppnief engin hinnafjórtán brúa á Skaftá laskast —sjá myndirogfrásögn bls.5 Frá Kristjáni Má Unnarssyni, blaða- manni DV, f Vik f morgun: Vegasamband var rofið við tvo bæi, Skaftárdal og Svínadal, í morgun vegna hlaupsins í Skaftá. Vatnsrennsli fór vaxandi seint i gærkvöldi og var tal- ið að hlaupið næði hámarki í nótt eða morgun. Alvarlegasta hættan vegna Skaftár- hlaupsins er sú að hringvegurinn rofni þar sem hann liggur um Eldhraunið. Fréttir af því höfðu þó ekki borizt í mofgun. Fjórtán brýr eru á Skaftá, sem hlaupið fer undir. Sigurjón Rist, sem staddur var I Vík í Mýrdal I morgun, sagði það mikla heppni ef engin þeirra laskaðist. Hann taldi mesta hættu á að eystri stöpullinn á brúnni við Ása gæf'i sig, en sá stöpull er ekki byggður á bjargi. Hraunið þar liggur ofan á leirjarðlögum. Skaftá hefur alltaf verið að færast meía i Kúðafljót með hverju hlaupi, fellur nú stærsti hluti hlaupsins í Kúða- fljót en fer ekki áfram með farvegi Skaftár í átt að Kirkjubæjarklaustri. Hlaupið hefur valdiö því að Flögulón, sem er vestan við Kúðafljót, við.bæinn Flögu, hefur stækkað mjög. Bærinn Flaga er þó ekki talinn í hættu. —JH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.