Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Síða 14
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. Iðnaðarhúsnæði óskast / Hafnarfirði eða Kópavogi Æskileg stærð 150—200 ferm. Lofthæð iþarf að vera 4—5 metrar og stórar innkeyrslu- dyr. Þarf ekki að vera fullbúið. Uppl. í síma 26800 milli kl. 3 og 5 í dag og næstu daga. JL húsið - Framtíðarstarf Starfsmaður óskast í rafdeild. Vinnutími: mánudaga-miðvikudaga kl. 9—18, fimmtudaga kl. 9—20, föstudaga kl. 9—22, laugardaga kl. 9—12. Upplýsingar gefur deildarstjóri. Jli Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í stjórn- og liðabúnað, rafgeyma og hleðslutæki fyrir aðveitustöðvar. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík frá og með föstu- degi 8. janúar 1982 og kosta kr. 50.00 hvert eintak. Tilboðum skal skila til skrifstofu Rafmagnsveitna rikis- ins fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 16. febrúar 1982 merkt RARIK 82001 og verða tilboðin þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Reykjavik 5. janúar 1982. Rafmagnsveitur ríkisins. Nauðungaruppboð Eftir kröfu skattheimtu rikissjóðs i Kópavogi, bæjarsjóös Kópavogi, Gjaldheimtunnar f Reykjavík, Jóhannesar Jóhannessen hdl., Gunnars Guðmundssonar hdl., Guðmundar Jónssonar hdl., LJtvegsbanka tslands, Gylfa Thorlacfus hrl., Brynjóifs Kjartanssonar hrl. og Tollstjórans I Reykjavfk verða eftirtaldar bifreiðir seldar á nauðungaruppboði, sem haldið verður við bæjarfógetaskrifstofuna í Kópavogi að Auðbrekku 57, fimmtudaginn 14. janúar 1982 kl. 16.00. Verður uppboði sfðan framhaldið á öðrum stöðum þar sem munir eru. Z—1433 Y—326 Y—852 Y—924 Y—995 Y—1014 Y—1502 Y—1586 Y—2015 Y—2302 Y—2399 Y—2501 Y—2740 Y—2961 Y—3616 Y—4140 R—47495 Y—4519 Y—4680 Y—4837 Y—4947 Yd-54 R—70981 Y—5769 Y—6077 Y—7292 Y—7342 Y—7416 Y—8057 Y—8101 Y—8214 Y—8638 Y—8661 Y—8856 R—38934 Y—9302 Y—9716 Y—9755 Y—9988 Y—10015 Y—10016 Y—10070 Y—10253 E—2566 G—3869 G—11143 G—11246 1-4116 R—31345 R—36451 X—3193 R—45415 R—61905 Payloader ámokstursvél óskráð Duster ’70, fólksbifreið og ótollafgreidd Volvo ’75, fólksbifreið skemmd eftir umferðaróhapp. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrífstofu uppboðshaldara. Greiðsla farí fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð Eftir kröfu skattheimtu ríkissjóðs f Kópavogi, bæjarsjóðs Kópavogs, Gjaldheimtunnar f Reykjavfk, Verslunarbanka tslands, Þorsteins Eggertssonar hdl., Hákonar H. Krístjónssonar hdl., Magnúsar Þórðar- sonar hdl., Þorvaldar Lúðvfkssonar hrl., Gunnars Guðmundssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Páls A. Pálssonar hrl., Benedikts Sigurðssonar hdl., Jóns Finnssonar hrl., Ólafs Thoroddsen hdl. og Gylfa Thorlacius hrl., verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á nauðungaruppboði, sem haldið verður á bæjarfógetaskrifstofunni f Kópavogi að Auðbrekku 57, Kópavogi, fimmtudaginn 14. janúar 1982 kl. 14.00. Verður uppboði sfðan framhaldið á öðrum stöðum, þar sem munir eru. I. Yamaha hljómflutningstæki, Spectra sjónvarpstæki, 2 sófasett, Kenwood hljómflutningstæki, Sanyo litasjónvarp, Hitachi lita- sjónvarp, Sony og Marantz hljómflutningstæki, Grundig plötuspilari, Superscope seguiband. II. Vohlenberg þrískeri, Polograf saumavél, Rafha hitaskápur, Egg plast- formunarvél, bandsög, rafsuðuvél, loftpressa, 2 hjólsagir, Silver-Reed rafmagnsrítvél, King gráðusög, frystikista, peningakassi, spónlagningarpressa, 2 þykktarheflar, spónsög, bandslfpivél, sildar- flökunarvél, kæUklefi, þvottavél, rafmagnsritvél, reiknivél, bókhalds- vél, 13 fjölrítarar, 2 4000 Utra stáltankar, sprautuklefi, 3 Sharp peningakassar, afréttarí, fræsarí, pússvél. III. Margskonar barna- og dömufatnaður. Uppboðsskilmálar Uggja frammi á skrifstofu uppboðshaldara. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn f Kópavogi. Menning Ménning Mennin Um jarðnesk öfí og ójarðnesk Erlendar bókmenntir á árinu Áramót eru tími uppgjörs á sem flestum sviðum. Við stillum okkur upp fyrir framan spegilinn, bókstaf- lega eða í huganum, spyrjum okkur sjálf samviskuspurninga og heitum því að hætta hinu og þessu sem ku vera lífshættulegt: að reykja, drekka og borða feitt kjöt. Að þvf loknu getum við e.t.v. leyft okkur að líta á bjartari hliðar þess árs sem er senn hlaupið frá okkur, — ef einhverjar eru. Meðal okkar sem þykjumst hafa það að köllun eða atvinnu að lesa bækur, eru ánægjulegustu stundir liðins árs oftar en ekki nátengdar góðum bókum. Á þessum vettvangi verður ekki reynt að gera úttekt á íslenskri bóka- útgáfu á því herrans ári 1981, enda varla tímabært. Hins vegar er undir- ritaður fús til að gera upp við sig hér og nú hvaða erlendar bækur veittu honum mesta ánægju á árinu, telji sig einhver hafa gagn eða gaman að slíkri upptalningu. Líklegt þykir mér að hver og einn reyni að „fylgjast með” á sínu sviði, þótt í sumum tilfellum sé það nánast ógjörningur. Ekki bætir úr skák þegar lesandinn, t.d. sá sem þetta skrifar, er haldinn óstjórnlegri for- vitni um hin ólíkustu málefni sem lofsöng en gagnrýni. 1 Menningar- stofnun Bandarikjanna er einnig að finna glæsilega myndabók um aðra ágæta listakonu, Louise Nevelson, en því miður með gagnslitlum texta. Umfram allt ævisögur Fyrir þá sem kunna að meta vel skrifaða sagnfræði, get ég heilshugar mælt með bók bandaríska rithöfund- arins Robert Massie um Pétur mikla. Massie, sem áður skrifaði um þau hjónin Nikulás og Alexöndru, hefur sannast sagna lítið nýtt fram að færa Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson um hinn stórbrotna rússneska jöfur, en samantekt hans um ævi Péturs er hreint afbragð og beinlínis hörku- spennandi. Þeir sem áhuga hafa á „alvöru” njósnasögum, gætu gert margt verra en aö lesa bók Josephs E. Perslco, Piercing the Reich, um tilurð fyrstu leyniþjónustu Bandaríkjanna, einnig sérstök að sínu leyti, m.a. sökum þess að sá sem fjallað er um varð ekki langlífur, tæplega hálf- fertugur, og lét lifið með heldur óhugnanlegum hætti. Sambýlis- maður hans barði hann í köku, með hamri í afbrýðiskasti, og fyrirfór sér eftirá. Lahr byrjar á því að rekja að- dragandann að þessu morði, en vindur sér út í æviferil Ortons að því loknu. Sá ferill var enginn dans á rósum og einkenndist mjög af fremur ruddalegri kynvillu sem höfundur skirrist ekki við að Iýsa. En ekki get ég að því gert að ein þessara bóka er mér minnisstæðari en hinar, nefnilega The Duke of 'Deception eftir Geqffrey Wolff. Þessi falsgreifi sem titillinn vísar til er faðir höfundar sem alla tíða var syni sínum hinn mestu öðlingur. Hins vegar var hann einnig landsþekktur svikahrappur, flagari og fjárglæfra- maður og í bók sinni reynir höfundur að horfast í augu við föður sinn eins og hann var, með öllum sínum kostum og göllum. Það uppgjör reynist býsna sársaukafullt, ekki síst fyrir það að sonurinn kemst að því að hann er óþægilega likur föðurnum. Krimmar og grín Það eru fáir sem ekki grípa til reyf- ara eða æsibókmennta einhvern tímann á árinu og undirritaður er þar engin undantekning. Nýjustu bók meistara Erics Ambler, The Care of Time, las ég upp til agna, sömuleiðis nýja bók annars snillings á þessu sviði, Patriciu Highsmith, og nefnist hún The Boy who followed Ripley. Ég komst í kynni við ágætan höfund sem ég ekki þekkti til áður, Ross Thomas að nafni, og las allt sem ég komst yfir eftir hann. Það er snertur af Raymond Chandler í þessum Thomas, þar að auki vaða uppi skrýtilegar sögupersónur og óprúttn- ar í bókum hans. En allt gengur þetta upp. Ég veit ekki hvort það hefur nokkuð upp á sig að flokka grín sér- staklega, en þó verð ég að nefna tvær bækur sem kitluðu svo á mér hlátur- taugarnar að ég var ekki í húsum hæfur nokkur kvöld, eða þangað til ég lánaði konunni þessar bækur. önnur var ritgerðasafn Woody Allens, Side Effects, ekta New York húmor, hin var sjálfsævisaga breska menningarvitans Clive James, Unre- liable Memoirs, en þar segir höfund- ur frá uppvaxtarárum sínum í Ástra- líu og hlær mest að sjálfum sér. I 1 hægiega kemur i veg fyrir sérhæf- ingu. Fræðimennska og skautahlaup Satt að segja las ég ekki nema tvær nýlegar bækur listsögulegs eðlis á ár- inu, en ég get fullyrt að hafi opnað fyrir mér nýjar gáttir. Önnur þeirra var Romanticism eftir breska list- fræðinginn Hugh Honour (Penguin) sem inniheldur fersk sjónarmið um einkenni rómantikur i myndlist og hefur það ennfremur til síns ágætis að hún fjallar um þessa „stefnu” i heild sinni, en ekki eftir landa- mærum. Hin bókin er gjörólík, meira í ætt við listsögulega blaðamennsku og heitir Off the wall eftir Calvin Tompkins. Fjallar hún um ævi og feril bandaríska málarans Robert Rauschenberg og opinberar ýmsar merkilegar staðreyndir um marga þá sem innvígðir eru í bandarískt listalíf. Þótt höfundur skauti mikið á yfir- borðinu, er engu að síður gagn og gaman að bókinni og umfram allt er hún lipurlega skrifuð. Fyrir þá sem hafa áhuga á konum í listum get ég bent á bók eftir banda- ríska blaðakonu, Laurie Lisle, um listakonuna Georgia O’Keefe, en vil þó taka lesandanum vara fyrir því að höfundur hefur ívið meiri áhuga á OSS, og þátttöku hennar í síðari heimstyrjöld. Á árinu 1981 las ég umfram allt margar ágætar ævisögur: Charmed Lives eftir Michael Korda, Camus eftir Herbert Lottmann, The Duke of Deception eftir Geoffrey Wolff, ævi leikritahöfundarins Joe Orton eftir John Lahr, ævi Samuel Becketts eftir Deidre Blair, rithöfundarins John Dos Passos eftir Hunter Ludington og W. Somersets Maugham eftir Ted Morgan. öllum þessum bókum get ég mælt með af öllu hjarta, svo ólíkar sem þær annars eru. Ævisögur þeirra Camus, Becketts, Johns Dos Passos og Maughams eru með tiltölulega hefðbundnu sniði og fylgja viðteknum háttum í gagnasöfnun og uppsetningu. Bók Michaels Korda er sérstök fyrir það að hún fjallar um þrjá bræður og náfrændur höfundar, sem áttu stóran þátt i því að gera Bretland aö stórveldi í kvikmynda- gerð á árunum fyrir síðara stríð. Stórbrotnastur þessara bræðra var án efa „mógúllinn” Alexander Korda, síðar „Sör” Alexander, sem ávallt virtist hafa lag á að lifa eins og kóngur, jafnvel þótt hann ætti ekki grænan eyri á stundum. Bókin um falsgreifann Bók Johns Lahr um Joe Orton er Nýuppgötvaðir höfundar og nýir Hvað svo um alvörubókmenntir ársins? Ja, hvað um þær? Margt af því sem hér hefur verið nefnt mundi ugglaust flokþast undir slíkar bók- menntir. Merkur höfundur og nú látinn var dreginn fram í dagsljósið í Bretlandi fyrir tveim árum síðan, Barbara Pym heitir manneskjan og nokkrar bækur hennar las ég á árinu og hafði mikla ánægju af. Ekki hafði ég heldur hugboð um hve firnagóður rithöfundur J.G. Farrell var, fyrr en ég las allar þær skáldsögur hans sem til eru í pappírskilju á miðju vori. Minnir mig að ég hafi lofsungið þær í DB um svipað leyti. Ungur Banda- rikjamaður, Ambrose Clancy, skrif- aði nýlega einhverja bestu skáldsögu sem ég hef lesið um vargöldina á ír- landi, Blind Pilot heitir hún. í seinni tíð minnist ég heldur ekki betri bókar um Borgarastyrjöldina í Bandaríkj- unum en þeirrar sem ástralskur höf- undur, Thomas Keneally, hefur skrifað og kallast Confederates. Ég skammast mín fyrir að hafa ekkert lesið eftir Walker Percy fyrr en á árinu 1981. Þá barst upp í hend- urnar á mér afburða góð skáldsaga eftir hann er nefnist The Second Coming og er á yfirborðinu um náið samband lífsþreytts bisnissmanns og ungrar hippastelpu. Grannt DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. 15 Menning Menning Menning f§ CASIO BASIC-TÖLVA Bankastræti 8 — Sími 27510 Til forráðamanna grunnskóla — héraðsskóla og annarra sem hug hafa á að fá danskennslu í sitt byggðarlag. Við tökum að okkur danskennslu — námskeið eftir samkomulagi. Leitið nánari upplýsinga. NÝl bMMÓUNN Ý Dans Getum bætt við okkur fáeinum nemendum í Reykjavík og Hafnarfirði núna í næsta kennslutímabil, sem hefst í janúar. Takmörkum nemendafjöida íhvern tíma Innritun þessa viku kl. 12—18 í síma jj^2996 Kennum barnadansa — gömlu dansana — samkvæmisdansa — rokk- og diskódansa. breska rithöfundarins D.M. Thomas áður en bandarískir gagnrýnendur hófu hann til skýjanna fyrir rúmu ári fyrir bókina The White Hotel. Mér segir svo hugur að ekki hafi þeir verið margir. Áður hafði Thomas gefið úr tvær skáldsögur, Birthstone og The Flute-Player og fjórar ljóðabækur, auk þess sem hann hefur þýtt mikið af skáldskap rússnesku skáldkonunn- ar önnu Akhmatovu. The White Hotel er gjörólík öllum öðrum skáld- sögum sem ég hef lesið, í rauninni nær ljóði en sögu. Eins og Burgess notar Thomas raunverulega atburði og þekktar persónur til að hengja söguþráð sinn á, aðallega sjálfan föður sálarfræðinnar, Sigmund Freud. Og ef bregða ætti mælistiku raunsæis á þessa einstöku bók, mætti segja að hún „gerðist” á árunum 1910—1942. En það er fleira líkt með doðrant- inum hans Burgess og verki Thomas- ar, nefnilega skýlaus trúnaður höf- unda við siðferðileg lögmál húman- ismans. Þeir stilla upp góðleika mannsins og lifsþorsta annars vegar, hins vegar nær takmarkalausri eyðingar- og sjálfseyðingarhvöt hans á þessari öld og reyna að grafast fyrir um hvernig þetta tvennt geti farið saman. Burgess gefur í skyn að hið „illa” hafi gegnsýrt nútímann og stjórni gerðum mannsins, sem er allt að því trúarleg útskýring, en Thomas leitar svars í manninum sjálfum. Maðurinn hefur ætíð haft jafn sterkar hvatir til lífs og dauða, segir Thomas, hins vegar hefur nútíminn gert honum kleift að svala þessum hvötum með áhrifameiri hætti en áður var hægt. Söguþráður The White Hotel er í sjálfu sér ekki flókinn. Freud fær til meðferðar unga konu af Gyðingaætt- um, Lísu Erdmann, og það er að hluta til i hugarheimi hennar sem við ferðumst gegnum bókina. í sál hennar (sem er e.t.v. sjálft hvíta hót- elið) togast á ást og losti, blíða og ruddaskapur, raunsæi og óstjórnlegt hugarflug og það er í þeim spegli sem lesandinn neyðist til að horfast í augu við eigin hvatir. En sögu Lisu lýkur ekki þótt leiðir þeirra Freuds skilji. Hún á sér langan feril sem óperu- söngvari, giftist rússneskum söngv- ara og flytur til Kiev með honum. Þar er það sem sturluð veröld nasismans, eyðingarmáttur mannsins, heldur innreið sína og í næstum óbærilegum kafla fylgjumst við með endalokum Lísu og stjúpsonar hennar við Babi- Yar. En aftan við þann kafla eru gefin fyrirheit um endurlausn: við erum aftur stödd í námunda við hvíta hótelið, á ódáinsökrum þar sem lífið hefu haldið gildi sínu. AI/Lundi. LAUSAR STÖÐUR Tvær styrkþegastöður víð Stofnun Árna Magnússonar eru lausar til umsóknar. Laun samkvsmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrrí störf sendist mcnntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrír 1. febrúar nk. M enn tamálaróðuneytiö, 4. janúar 1982. Útboð - innanhússfrágangur Tilboð óskast i innanhússfrágang tveggja parhúsa úr timbri í Vík í Mýrdal. Um er að ræða innveggi, innréttingar, lagn- ir, tæki, málun, gólfefni o.fl. Útboðsgögn eru afhent á teiknistofunni Óðinstorgi, Óðinsgötu 7 Reykjavík, og hjá Hvammshreppi, gegn 2000 kr. skilatryggingu og verða tilboðin opnuð fimmtudaginn 21. janúar. Stjóm verkamannabústaða, Vík. Vegna 50ára afinœlisHf. Skallagríms þann 23. janúar nk. hefur stjóm félagsins ákveðið að láta skrifa sögu þess. Þeir sem kunna að eiga í fórum sínum myndir af skipum félagsins eða atburðum tengdum rekstri þeirra eru vinsam- lega beðnir að lána þær félaginu. Skrifstofa félagsins er að Vesturgötu 50, Akranesi, póst- hólf 34,300 Akranesi, sími 93-1095. Stjórn félags Hf. Skallagríms. En væri mér stillt upp við vegg og ég neyddur til að láta í ljós skoðun á þvi hver eða hverjar væru bestu skáldsögur sl. árs, mundi ekki standa ámér: Earthly Powers eftir Anthony Burgess og The White Hotel eftir D.M. Thomas, sem báðar eru komnar út i Penguin. Varla gerist þörf á að rekja feril Burgess sem er einhver mesta hamhleypa sem nú skrifar, ekki bara á ensku. Frá 1960 hefur hann skrifað á þriðja tug skáldsagna, kvikmynda og sjón- varpshandrit, kennnslubækur um bókmenntir og er þar að auki tón- skáld og reglulegur bókmenntagagn- rýnandi blaða og tímarita í Englandi. Þekktastur var Burgess lengi vel fyrir A Clockwork Orange sem Kubrick kvikmyndaði, en nú eru flestir á þeirri skoðun að með Earthly Powers hafi hann markað sér bás innan enskra bókmennta svo um muni. Bókin er allt í senn, saga tuttugustu aldar þar sem fyrir koma Mussolini, Himmler, Gertrude Stein, T.S. Eliot og aðrir þeir sem settu mark sitt á vora tíma, saga hins kynvillta rithöf- undar Kenneth Toomey (sem minnir um margt á W. Somerset Maugham) og tengsl hans við þá persónu sem framar öðrum mótar söguna, séra Carlo Campanati, síðar páfi (og minnir á hans heilagleika, Jóhannes 23ja). En hér er ekki tæpt á sagn- fræðinni einni, heldur og öðrum þeim fræðum sem nútímamaðurinn verður að burðast með: sálarfræði, fagurfræði, mannfræði, málvísindi o.s.frv. Öll eru þessi fræði eðlilegur partur af textanum, eru til umræðu persónanna á meðal eða bregður fyrir i hugskoti sögumanns, Toomey. Þó er varla hægt að láta sér sjást yfir hrygglengjuna í verkinu, díalóginn um efnið og andann og einkum og sérílagi hugleiðingar höfundar um eðli góðs og ills, þar sem hið illa er á góðri leið með að ná yfirhöndinni, sjá Auschwitz. í ofanálag er svo bók- arskrattinn bráðfyndinn. Nær Ijóði en sögu Ekki veit ég hve margir þekktu til BASIC forritunarmál, GOTO, IF, FOR NEXT, GSB,.. ÖU algengustu roiknrföll innbyggð. pw Allt að 1680 forrttunarskref og 226 minni. rA— /UZr Þægileg í notkun: DEL, INS,... Möguleiki á tengingu við kasettuminni- og FP-10 prentara. Minniskubbar (ROM) fáanlegir á næstunni. Rafhlððumar endast 1240 klst. D. M. Thomas. skoðuð er þessi bók öllu heldur um leit tveggja örvinglaðra sálna að and- legri endurlausn i brjáluðum heimi. Leiðinlegasta bók ársins Og lítt þekktur breskur höfundur, Margaret Forster, sem reyndar er höfundur bókar sem varð að kvik- mynd: Georgy Girl, skrifaði ágæta skáldsögu, Mother, dan you hear me, um efni sem nú er mikið í tísku, sam- band móður og dóttur. í höndum þessa höfundar gerir þetta samband næstum út af við þær báðar. Hvað annað rak svo á fjörur mínar? Jú, tvær nýjustu skáldsögur Beryl Bainbridge, Another Part of the Wood (sem er reyndar gömul skáldsaga, endurskrifuð) og Winter Garden, báðar sneisafullar af íróníu þeirri og meinfyndni sem þessi ágæti höfundur er þekktur fyrir. Þó ekki sambærilegar við fyrri skáldsögur hans. Svo að ég var næstum búinn að gleyma mikið umtalaðri bók sem ég vil endilega útnefna leiðinlegustu bók ársins á enskri tungu, Thy Nigh- bour’s Wife eftir Gay Talese. Það þarf mikla vöntun á kímnigáfu til að steypa sér út í efni af þe$su tagi, kyn- lífsbyltinguna í Bandarikjunum síðastliðin 30 ár, og sjá ekki í henni svosem einn lítinn brandara. En þetta tekst Talese. Saga nútímans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.