Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. Síðasti vinnudagur hjá stelpunum íBæjarútgerð Reykjavíkur ígær: „VONA AÐ ÉG FÁIAÐ SJÁ ÞÆR ALLAR AFTUR SENIALLRA FYRST” —segir Magnús Magnússon yf irverkst jóri „Við erum að vinna upp síðustu titt- ina og svo er þetta búið. Það fer ekkert af stað aft'ur fyrr en togararnir koma næst af veiðum en það er ómögulegt að segja hvenær það verður.” Magnús Magnússon yflrverkstjóri — vonar að þetta verði ekki langt verkfall. DV-myndir S Þetta sagði Magnús Magnússon, yf- irverkstjóri hjá Fiskiðjuveri BÚR á Grandagarði er við heimsóttum hann og starfsfólk hans í gær. Það var sið- asti vinnudagur hjá hans fólki þvi nær öllum hjá BÚR hefur verið sagt upp eins og starfsfólki í fiskverkun almennt im land allt. „Það verður hljótt í húsinu næsta agana. Við höfum verið með þetta 230' il 240 manns í vinnu en verðum nú kki nema 10 til 15 eftir. Það lið verður ið þrifa og mála þar til við fáum fisk )g fólk inn í húsið aftur.” — Hvernig finnst þér hljóðið vera í mannskapnum þennan síðasta vinnu- dag? „Það er að sjálfsögðu enginn ánægður. Fólk býst við stuttu verkfalli og umslagið verður ekki alveg galtómt eins og margir óttuðust. Það fólk sem unnið hefur 1700 tima eða meir siðustu 12 mánuði fær sama kaup fyrir daginn og það hefði fengið fyrir 8 tíma dagvinnu — eða um 250 krónur — í atvinnuleysisstyrk. Þótt þetta sé ekki há upphæð er hún hærri „ALLTÍLAGIAÐFA SMÁFRÍ EN ENGINN HEFUR EFNIÁ ÞVÍ” — sögðu þær Halla Hafsteinsdóttir og Þórunn Söivadóttir „Það er svo sem allt í lagi að fá svo- lítið frí en hvorki við né aðrir hafa efni á því,” sögðu þær Halla Hafsteinsdótt- ir og Þórunn Sölvadóttir. „Atvinnuleysisbæturnar sem við fá- um eru um 1250 krónur á viku og sú upphæð hrekkur varla fyrir brýnustu nauðsynjum hvað þá meira.” Þær stöllur sögðu að þær hefðu 2400 til 2500 krónur á viku með bónus- greiðslum þegar full vinna væri og missa þær því vel helming tekna sinna, nú þegar þær eru sendar í frí. -klp- Halla Hafsleinsdóttir t.v. og Þórunn Sölvadótlir — þær hafa ekkert á móli smáfríi en hafa ekki efni á slíkum „lúxus” núna. en margir áttu von á og það hressti að- eins upp á skapið. Kaupið undanfarna daga hefur ekki verið hærra því við höfum bara unnið tímavinnu og það gerir ekki meira en 250 krónur á dag. Það eina sem ég vona er að þetta verði ekki langt verkfall og að maður fái að sjá allt sitt lið hér aftur að störf- um sem allra fyrst,” sagði Magnús yfir- verkstjóri og var þar með rokinn inn í allt kvennagerið sitt í vinnslusalnum. -Idp- Tvær úr gæðaeftirlitinu hjá BÚR ræða málin sfðasta vinnudaginn f hver veit hvað langan tíma. Elína Hallgrímsdóttir, gæðaeftirlitsmaður hjá BÚR „Engin vinna hjá okkur fyrr en togararnir koma aftur af veiðum” „Maður rétt nær saman endum með fullri vinnu og bónus en nú dettum við niður í launum um helming eða meir,” sagði Elína Hallgrímsdóttir, gæðaeftir- litsmaður hjá BÚR. „Þetta er mikið áhyggjumál hjá okk- ur öllum. Það er gefið mál að við verð- um lengi frá vinnu þvi þótt verkfallið leystist í þessari viku þurfa togararnir að komast af stað aftur. Þeir koma svo ekki inn með fisk að nýju fyrr en hálf- um mánuði síðar og það byrjar fyrsta vinnan hjá okkur aftur. Það eru margir sem eiga eftir að lenda í vandræðum út af skattinum vegna þessa verkfalls. Fólk á eftir að borga skattinn og svo eru það fyrir- framgreiðslurnar. Þeir háu herrar sem þar ráða gefa sjálfsagt engan frest, en það yrði vel þegið ef slíkt yrði boðið í þeim þrenginum sem margir eiga eftir aðlenda í núá næstunni.” -klp- Elina Hallgrímsdóttir — óttast að skatturínn verði mörgum erfiður á næstunni. L "v, Málhildur Sigurðardóttir — botnar ekki frekar en aðrir i þeirri lágu upp- hæð sem borguð er með hverju barni til þeirra sem fá atvinnuleysisstyrk. „Það lifir enginn á þessari upphæð” — segir Málhildur Siguiðardóttirsem ereinaf mörgum semsagtvarupp hjáBÚR „Mér lízt ekkert á þetta. Þetta verk- fall kemur ekki aðeins illa við okkur verkalýðinn heldur þjóðarskútuna alla,” sagði Málhildur Sigurðardóttir sem unnið hefur hjá BÚR í nær 25 ár. „Það lifir nú heldur enginn á þessari upphæð sem við fáum í atvinnuleysis- styrk. Það eru 253 krónur og 52 aurar á dag fimm daga vikunnar. Auk þess eru svo greiddar 10 krónur og 14 aurar með hverju barni undir 17 ára aldri. Það er upphæð sem engin okkar botnar neitt í. Þetta á eftir að verða erfitt hjá mörg- um. Það eru mýmörg dæmi um það hér að fólk eigi erfiðar greiðslur fyrir hönd- um í janúar, afborganir af íbúðum og ýmsu öðru sem verður að borga. Hvar á að fá peninga til að standa í skilum er höfuðverkur þessa fólks. Margir eru strax farnir að örvænta út af þessu og öðru sem jafnan fylgir þvi að skulda og geta ekki staðið i skilum með sitt á rétt- um tima.” -klp- Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði „Ertu að fara, elsku vinur?” Meöan vesturfararnir stóðu sem hæst settist Guðmundur Friðjónsson, skáld á Sandi, eitt sinn niður frá bú- verkum og skrifaði vini sinum, sem var á förum, bréf sem hófst á orðun- um: Erlu að fara, elsku vinur. Manni datt þessi lína í hug við lestur á grein í Þjóðviljanum, þar sem einhver spekingur um kaupmátt launa er að tíunda fólksflóttann frá Islandi á ár- unum eftir stríð og til þessa dags. Hefur hann komið saman línuriti, þar sem hann telur að kaupmáttur launa — hafnarverkamanna í dag- vinnu — segi til um fólksflóttann . Mætti alveg eins halda því fram að fólksflóttinn ætti rætur að rekja til þess hvernig kýrnað mjólkuðu í Fló- anum. Hitt er annað mál að gífurlegur fólksfiótti er staðreynd og óvíst hvar þetta endar fyrir íslendingum, sem hafa síður en svo af margmenni að státa. Kommúnistar vilja að sjálf- sögðu kenna flóltann við launabar- áttuna og mega þeir una við það óáreittir eins lengi og þeir vilja. Aftur á móti hafa þeir ekki á orði þá afsið- un hugarfarsins, sem þeir hafa staðið manna mest fyrir. Ættjarðartilfinn- ing, sem fleytti mönnum vel á nítjándu öldinni, hefur verið kveðin í kútinn með ofsalegum kjaftavaðli um atómsprengjur og herstöðvar. Þá mun einhverjum finnast að Þjóðvilj- inn sérstaklega hafi gert sér far um að halda á lofti alþjóðlegum tískustefn- um með það fyrir augum, að slikar stefnur geti samsamast íslenskri þjóð- ernistilfinningu. Það er jafnvel orðin umtalsverð list að höggva hænur. Meira er þó um vert, að hér hefur hópur vinstri menntamanna ekki linnt látum út af sósíalismanum á hinum Norðuriöndunum, og hvað hann sé dýrmætur fyrir mannlegt eðli og mannleg samskipti. Þetta eiga að vera eins konar Jesúkristsríki, þar sem séð er fyrir öllum og öllu. Vissu- iega mun þessi áróður Þjóðviljans bera árangur á löngum tíma, enda kemur það vel á vondan, að það blað skuli nú vera að býsnast yfir land- flótta. Sagt er að fjölskyldurnar fari til Svíþjóðar í öryggi og vé sósialsins en unglingarnir og einhleypir til Dan- merkur. Nú eru Danir farnir að skrifa bréf hingað í kansellíið til að spyrjast fyrir um hvernig þetta sé með íslendinga. Þeir vilji allir fara í sósialinn. Staðreynd er að þeir skipta hundruðum, íslendingarnir i Dan- mörku, sem eru á opinberu framfæri. Á móti kemur svo Svavar Gestsson og skrifar undir samninga um, að hingað megi flytjast hver sá lýður, sem æskir þess til að vinna i verstöð- inni sem kaliast ísland. Opingáttar- stefna þessara einfeldninga ríður ekki við einteyming. Það er hörmulegt þegar svo er búið að útdjöfla hugarfari fjölda fólks, að það finnur sér engan samastað i til- verunni nema i öðrum löndum. Kaupmáttur hlaut að vera aukaatriði á nítjándu öldinni og hlýtur að vera það enn í dag. í Vestmannaeyjum tók fjölskylda sér sextán video-spólur til að horfa á um jólin. Liklega er sú fjölskylda nú í verkfalli vegna kaup- máttarlcysis. Hitt er svo rétt hjá Þjóðviljamanni, að auðvitað verða kommúnistar að fá skýringar á fyrir- bærinu, sem þeir geta fellt að jórtur- tuggum sinum um ómerkilegan lífs- standard á íslandi. ísland eyðir ekki nema 15% þjóð- artekna í sósíalinn. Svíþjóð eyðir yfir 30%, Danmörk um 25%. Og nú er skollið yfir hrikalegt atvinnuleysi af mannavöldum. Þá væri nú munur að hafa sósíalinn yfir 30%. Askja gaus seint á nitjándu öld og fólk flúði án þess að þekkja orðið kaupmátt. Þeir sem gera sex þúsund manns atvinnu- lausa á einni nóttu þekkja hins vegar orðið kaupmáttur úr Þjóðviljanum. Spurningin er hvar föðurland þeirra sé að finna, eða hvort langt sé þess að biða að þeir flytji til Svíþjóðar. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.