Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 30
30 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. Skagamenn fram í svidsl jósið í poppinu á nýjan leik: „UTANBÆJARHUÓMSVEITIR ERU OFTAST STIMPLAÐAR LÉLEGAR ÁÐUR EN HEYRZT HEFUR í ÞEIM” —segja strákamir í Tíbrá á Akranesi og láta ekki fordóma hafa áhrif á sig Gamla íþróttahúsið á Akranesi lætur ekki mikið yfir sér þar sem það stendur við Laugarbrautina. Eitt sinn gegndi húsið þó mikilvægu uppeldishlutverki i bænum og þar stigu flestir beztu knatt- spyrnumenn Skagamanna sín fyrstu spor í innanhússknattspyrnu þrátt fyrir að hvorki væri hátt til lofts né vítt til veggja. Þótt ekki séu lengur stundaðar íþróttir í gamla húsinu, sem byggt var af rausnarskap og framsýni fyrir hart- nær fjórum áratugum, fer þar fram tónlistarsköpun i ríkum mæli. Ekki er það tónlistarskóli bæjarins, sem þar hefur aðstöðu, heldur æfa meðlimir poppflokksins Tibrár þar eins og þeir ættu lífið að leysa. Æfingarnar fara fram í þeim hluta hússins er eitt sinn gegndi hlutverki fundarsalar og þótti bara góður, sem slíkur. Þegar við DV-menn litum þar inn fyrir nokkru um hádegisbilið einn sunnudaginn bárust okkur til eyrna Flosi Einarsson, hljómborös- Mkari Eiríkur Guömundsson, trymbill. Tíbrár-fíokkurinn í góðu yfíriæti í fundarsai gamta íþróttahússins á Akranesi. Lengst til vinstri er Kari öm Karisson, sem var seinn fyrir á æfinguna. tónar kröftugrar rokktónlistar er við nálguðust húsið. Þeir taka daginn snemma, strákarnir í Tíbrá, og höfðu verið að síðan klukkan 11 um morgun- inn. Eða svo var okkur a.m.k. sagt. Við sættum lagi og náðum að berja á dyrnar, rétt á milli laga, svo til okkar heyrðist. Sex ára gömul hljómsveit „Við erum búnir að vera saman í þessu í ein 6—7 ár með mismunandi mannskap. Þrír hafa þó verið allt frá byrjun, ég, Eiríkur og Jakob,” sagði Flosi Einarsson, sem fyrstur varð til að svara spurningunni. „Núverandi lið- skipan er ekki nema ársgömul eða svo, þá kom Valli (Valgeir Skagfjörð) til liðs við okkur. Nú, eitt sinn hétum við Axlabandið og gerðum stormandi lukku undir því nafni. Það var nú bara eins- konar „flipp” hjá okkur, en féll vel í kramið hjá lýönum. Hins vegar urðum við fljótt leiðir á þessu og snerum okk- ur aftur meira að örlítið alvörugefnari hlutum.” „Það var nú eiginlega hálfkyndugt jjegar þeir komu til mín i fyrra,” segir Valgeir og tekur orðið af^||psa. „Þeir stóðu þarna eins og froskar á tröppun- um og gátu eiginlega ekkert sagt. Það var svo loksins Jakob sem hafði orð fyrir hópnum og erindið var þá að kanna hvort ég hefði ekki einhver lög, sem þeir gætu fengið að nota.” „Við vorum orðnir ansi þreyttir á okkar eigin,” skaut einhver inn í. „Það varð úr á endanum að ég færi það í tal við strákana hvort þeir væru ekki til í að spila með mér á SATT-kvöldi í Klúbbn- um. Þeir tóku vel í það en svo þegar til kom var ég orðinn veikur og þeir léku þaránmín.” Fólk fókk ranga mynd af okkur „Það var ferlegt og fólk hefur fengið alranga mynd af okkur þar. Við vorum með handónýtt prógramm þannig að þetta varð hálfmisheppnað allt saman. Við höfum leikið einu sinni í Reykjavík síðan. Það var á Borginni í vor og það tókst miklu betur á allan hátt, en við stefnum að meiriháttar tónleikum í höfuðborginni síðar meir.” Tíbrá er þessa stundina skipuð 6 mönnum. Eiríkur Guðmundsson leikur leitt ekki upp á pallborðið en hjá Tíbrá eru hljómborðsleikararnir tveir og ekki er laust við að þess gæti nokkuð í lögum flokksins. ,,Við filum það vel að hafa tvo hljómborðsleikara. Það gefur mikla möguleika í þeirri tónlist, sem við erum nú að spila,” sögðu strákarn- ir. Verðum fyrir alls kyns áhrifum — Hverjir eru ykkar helstu áhrifa- valdar? „Það eru svo margir. Hljómsveitirn- ar í dag eru alltaf að gorta sig af þvi að enginn hafi áhrif á þær en auðvitað verður maður fyrir einhvers konar áhrifum af öllu því sem maður hlustar á. Það er hins vegar engin ein hljóm- sveit sem við tökum mið af, ef þú átt við það.” Valgeir Skagfjörð semur öll Iög hljómsveitarinnar, en hann hefur fyrir löngu skapað sér nafn sem fyrsta flokks hljómborðsleikari. Hann lék m.a. í Cabaret, sem heimsótti Akranes mjög oft sumarið 1976. Eins og áður hefur komið fram er Tíbrá í plötuhugleiðingum og var stefn- an tekin á stúdíó næsta vor. „Við erum eiginlega ekkert búnir að ákve^a í þeim efnum,” sögðu jreir félagarer ég bar það undir þá. ,,Við sendum Svavari Gests spólu á sínum tíma og hann tók mjög vel í efnið á henni, utan hvað honum fundust textarnir slakir. Það var hárrétt hjá honum, en nú höfum við algerlega skipt um tónlist og myndum aldrei gefa þau lög, sem hann samþykkti, út á plötu. Við erum ein- faldlega orðnir leiðir á þeim og finnst ekki lengur vera þess virði að þrykkja í plast. Við vitum hins vegar ekki hvort hann er reiðubúinn til að gefa þessi lög út á plötu.” Eftir að hafa heyrt sýnis- horn er ekki ástæða til að ætla annað en útgefandi fáist að plötu Tíbrár því tónlistin gefur bestu hljómsveitum landsins lítt eftir eða ekkert eftir. Strákarnir eru allir prýðis hljóðfæra- leikarar svo ekki ætti það að koma I veg fyrir góða útkomu. Gerþekkjum hver annan „Það skiptir okkur ekki höfuðmáli hvort platan kemur til með að seljast eða ekki. Aðalmálið er að dga eitthvað eftir sig á plötu, sem er þess virði aö á trommur, Flosi Einarsson og Valgeir Skagfjörð á hljómborð, Eðvarð Lárus- son á gítar, Jakob Ggrðarsson á bassa og Karl Karlsson meðhöndlar hljóð- nemann. „Við reyndum I fyrra að bjóða ein- ungis upp á frumsamda tónlist á dans- leikjum en vinsældirnar hröpuðu niður úr öllu valdi við það. Það er rétt núna að við erum að rétta okkur við á ný. Jakob Garöarsson, bassa- ieikari. Við læðum alltaf einu og einu frum- sömdu með núna, en fólkið vill bara fá skallapoppið beint í æð á böllum. Enda hafa margar hljómsveitir farið út í það að vera með tvöfalt prógramm; annað fyrir dansleiki og hitt fyrir tónleika.” Hljóðfæraskipanin hjá Tíbrá er nokkuð óvenjuleg ef tekið er mið af hljómsveitum þeim er hvað mestra vin- sælda njóta í dag. Hljómborð eiga yfir- gefa út. Óháð því hvort almenningur er móttækilegur fyrir tónlistinni eða ekki. Annars ríkja vissir fordómar gagnvart hljómsveitum útan Reykjavíkur. Við erum hinsvegar engir Dúmbó og Steini. Menn eru gjarnir á að stimpla utanbæj- arhljómsveitir sem lélegar án þess jafn- vel að hafa heyrt í þeim. Við höfum aldrei verið ferskari en einmitt núna. Hljómsveitin væri farin í hundana ef það hefði einhvern tíma staðið til. Við erum búnir að vera það lengi saman að við gerþekkjum orðið hver annan. Við stefndum eitt sinn að því að gefa út ,,hit-plötu” en nú hefur allt breyst og nú fyrst erum við að gera það sem okkur hefur líkast til innst inni alltaf langað til að gera. Annars máttu láta það fylgja með í lokin að draumurinn er að eignast Bose og svo að fara í hljómleikaferð til Bandaríkjanna . . . mamma hans Kobba þekkir nefnilega hótelstjórann þar.” -SSv. Vaigmir Skagfjörð, hijóm- borösMkari. Eðvarð Lárusson, gharisti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.