Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. Fólk Mannlíf Fólk Mannlíf Hcnný Petersen: Er ekki bitur. Mick Jagger: I góflu formi. Rolling Stones gera það heldur betur gott — Við eigum skítnóg af peningum. Meira en nóg til að duga okkur fyrir lífstíð. En við ætlum hins vegar ekki að hætta að spila. Ég hef ekki eins mikinn áhuga á nokkrum hlut í lífinu og rokki. Ekki einu sinni kyniifi. Þetta segir Mick Jagger, foringi þeirra Rolling Stone manna, en hljóm- sveitin endaði nú nýlega langa hljóm- leikaferð um Bandaríkin. Léku þeir þar í 24 borgum og höfðu 300 milljónir króna upp úr krafsinu. Mick Jagger er nú orðinn 38 ára sem er ekki svo lítill aldur miðað við popp- listamann. — Ég er samt sannfærður um að ég get haldið áfram á sama hátt og áður, segir Mick. — Og gert betur, ef ég æfi mig nógu mikið. 38 ár eru ekki hár aldur ef maður passar bara upp á að halda sér vel í formi. Ekki þurftu þeir félagar heldur að kvarta undan aðsókninni að tónleikum sínum í Bandaríkjunum þar sem þeir löðuðu að sér rúmlega tvær milljónir áheyrenda. Missti sjónina eftir að Stjörnuspámaður spáir láti Indiru Gandhis Victoria og Andy: Eiga moir en nóg fyrir krabbakjöti. Indverjar trúa mjög á stjörnuspár. Þess vegna var engum stjórnarmeðlima hlátur í hug þegar stjörnuspámaður einn sagði að forsætisráðherrann, Ind- ira Gandhi, yrði annaðhvort ráðin af dögum í þessum mánuði eða létist af slysförum. Spádómurinn hleypti þvi aldeilis lifi í indversku öryggislög- regluna og voru fjórir stjörnuspámenn kallaðir til yfirheyrslu. Stjórnin til- kynnti spádóminn á þingi og lét það fylgja að það stæði til að ráða Indiru af dögum til að skapa öngþveiti og stjórn- leysi í landinu. Stjörnuspámaðurinn sem kom öllu þessu af stað heitir Ratnanand Shastri og birtist spádómur hans í hindúablaöi sem hefur á sér nokkuð vafasamt orð. Og fjaðrafokið sem hann olli ætti ekki að koma neinum á óvart, því ýmsir háttsettir embættismenn á Indlandi taka mikið tiilit til stjörnuspádóma. Það er meira að segja sagt að Indira ráðfæri sig sjálf við stjörnuspámenn áður en hún tekur mikilvægar ákvarð- anir, þótt hún hafi alltaf þvertekið fyrir allt slíkt. En t.d. segja þeir sem þekkja stæðingar. hana vel að hún hafi frestað setningu sinni í embætti forsætisráðherra sam- kvæmt ráði stjörnuspámanns síns. Spádómurinn er af pólitískum toga spunninn Þótt stjörnuspádómar hafi þannig mikil áhrif á meðal Indverja, þykir' Shastri hafafarið langt út fyrir öll vel- sæmistakmörk með þessum spádómi um Indiru. P. Venkatasubbaiah inn- anríkisráðherra sagði á þingi að spá- dómurinn væri greinilega af pólitiskum toga spunninn og illgjörn árás á forsæt- isráðherrann og fjölskyldu hennar. — Frú Gandhi er ekki bara forsætis- ráðherra, sagði hann ennfremur. — Hún er leiðtogi alls landsins. Og nú bendir ýmislegt til að unnið sé að þvi að skaða hana með það fyrir augum að skapa öngþveiti í landi voru. Innanríkisráðherrann upplýsti að stjörnuspámaðurinn Shastri væri ákafur stuðningsmaður annars ind-, versks stjórnmálamanns, H.N. Bahuguna.Shastri hefur líka áður spáð því að Bahuguna tæki við forystu í landinu að Indiru liðinni. Bahuguna studdi Indiru við síðustu kosningar, en sagði sig svo úr flokki hennar, Kongressflokknum, fyrir tveimur árum. Dálæti á krabba Victoría Príncipal, betur þekkt sem hún Pam í Dallas, og söngvarínn Andy Gibb, eru ákajlega ástfangin og sem betur fer hafa þau góð efni á að láta ýmislegt eftir sér sem lífgað- getur upp á tilveruna. Þau borða t.d. krabbakjöt af mikilti ástríðu og til að fullnægja henni fá þau daglegar sendingar af slíku flugleiðis frá Maryland\ til Los Angeles. Hér er um fleiri kíló að ræða og kostar dag- skammturinn um 15.000 krónur. — Hvað gerir það til? segja hjúin ástföngnu. — Hví skyldum við ekki láta þetta eftir okkur úr því að okkur langar á annað borð ikrabba? hafa tekið megrunarpillur — Ég hef ekki hugmynd um það hvernig dóttir mín lítur út. En ég er viss um að hún er f alleg telpa. Þetta eru orð Hennýar Petersen, 36 ára gamallar húsmóður í Árósum. Hún hefur verið blind síðan 1966. — Ég var lágvaxin, ekki nema 163 sm en samt vó ég 90 kíló. Mér fannst leiðinlegt að vera svona feit og ákvað að fara í megrun. Heimilislæknirinn minn lét mig hafa 30 megrunarpillur af tegundinni Mirapont. Og ég hlakkaði mikið til að verða lögulegri í vextinum. Eftir að hafa tekið pillurnar i 22 daga bað móðir mín mig að hætta. Hún sagði að augun í mér væru orðin svo undarlega útstæð. Fjórum vikum síðar var ég orðin blind. Ég hef gengið f gegnum ótal læknisrannsóknir en það er ekkert við þessu að gera. En ég er víst sem betur fer einsdæmi, enginn hefur heyrt um neinn annan sem misst hefur sjónina eftir að hafa tekið 22 megrunarpillur. Henný sér um heimilið fyrir sig, eiginmanninn og dótturina Karínu, sem er 10 ára. Hún er ekki bitur yfir þessum grimmilegu örlögum sínum. — Ég stytti mér stundir við að sauma eða hlusta á útvarpið, segir hún. — Og ég á yndislegan mann og góða dóttur. Það er aldrei hægt að fara fram á að lífið sé algjörlega fullkomið. Og ég er afskaplega fegin því að hafa fengið að halda heyrninni óskertri. 33 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. Fólk Mannlíf Fólk Mannlíf BARNALEIKRITIÐ G0SI — Rætt við leikstjóra þess, Brynju Benediktsdóttur Fyrir viku síðan frumsýndi Þjóð-' leikhúsið barnaleikrit sitt þetta leik- ár. Þar var á ferðinni sjónleikurinn Gosi. Brynja Benediktsdóttir setti verkið saman og byggir hún það á hinni víðfrægu sögu ítalans C. Collodi. Brynja leikstýrði einnig verkinu. DV sló á þráðinn til Brynju á dög- unum. Hún var fyrst spurð að því hvert inntak verksins væri. „Uppistaðan í þeim vef sem ég notfæri mér í leikverkinu er, ef svo má að orði komast, þroskasaga spýtustráks sem nefnist Gosi,” segir Brynja. „Leikritið fjallar um þennan spýtustrák og ferð hans út í hinn vonda heim. Þar fellur hann fyrir ýmiskonar freistingum sem verða á vegi hans. Þær verða siðan til þess, að hann lærir af eigin reynslu sem verður síðan þess valdandi að líkami hans breytist í hold og blóð. í stað þess að vera spýtustrákur verður hann aðmanni. í gömlu sögunni, sem leikverkið byggir á, er mikið fjallað um alls- konar innrætingu, t.d. að börn eigi að taka inn lyfin sín, feta í fótspor feðranna o.s.frv. Þetta hef ég ein- faldað fyrir leiksviðið. Gosi lætur freistast af Gervileikhúsinu annars vegar — ætlar sér að slá í gegn með auglýsingunni einni. Hin freistingin Brynja Benediktsdóttlr, loikstjóri. er Undralífsvagninn — þar sem hann étur á sig gat og reykir út um naflann. Þar fær hann asnaeyrun. Á þessu og ýmsu öðru lærir hann, snýr lífi sinu til betri vegar og verður reynslunni ríkari.” Er þetta þá ekki leikrit fyrir alla aldurshópa? „Þetta hefur vissulega verið nefnt barnaleikrit til þessa, en eins og allir vita, þá er einatt erfitt að skilgreina það hvað er barnaleikrit og hvað ekki. Hitt er svo annað mál, að leikstjóri verður ekki síður að vanda sig við uppsetningu barnaleikrits en þegar- •hann vinnur að leikriti fyrir full- orðna. Börn eru t.d. mun skynugri á þá hluti sem eru að gerast hverju sinni á sviðinu heldur en hinir fullorðnu. Hitt er líka að börnin eru ekki eins þolinmóð og hinir fullorðnu. Þau láta það hiklaust í ljós ef þeim leiðist. Það gerum við hin siður. Ef börnin skilja ekki það sem fram fer á sviðinu fela þau það ekki. Menningarsnobbið hefur líklegast ekki enn gripið þau eins föstum tökum og okkur full- orðnu sem þykjumst skilja allt.” Hver er þá munurinn á því að setja saman barnaleikrit annarsvegar og fullorðinsleikrit hinsvegar? „Varla nokkur. Hvað mig snertir, þá vil ég ekki ræna börnin ævintýra- blænum — ekki heldur fegurðinni. svo verður maður lika að muna það að bömin skilja táknmál — þau kunna að meta dæmisöguna,” segir Brynja Benediktsdóttir. -SER. Úr sýningu ÞfóOMkhússins i bantaMkritínu Gosa. Gosi (Ami Biandon) sést hir é tafí viö Hukiu tMargréti Ákadóttur). Þess mi geta aö Hulda er fyrsta hkitverk Margrútar Ákadóttur i sviöi Þjóöieikhússins. D V-mynd Bjarnieifur. Kvikmyndun „Okkar á milli" er lokið — Kvikmyndin veröur frumsýnd í vor Upptöku á kvikmyndinni „Okkar á milli í hita og þunga dagsins” er nú lokið, en kvikmyndatakan hófst í apríl 1981. Myndin hefur verið unnin að mestu um helgar og í fríum, en í upptökugenginu sjálfu voru aðeins fjórir menn auk leikstjóra, þeir Karl Óskarsson og Jón Axel Egilsson, kvikmyndatökumenn, Gunnar Smári, hljóðmeistari, og Vilborg Aradóttir, aðstoðarmaður leikstjóra. Leikstjóri og höfundur handrits er Hrafn Gunnlaugsson. „Okkar á milli” gerist í nútím- anum og fjallar um Benjamín Eiríks- son, verkfræðing, og umhverfi hans, vinnustað og fjölskyldu. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum Benedikts Árnasonar, en í öðrum stórum hlutverkum eru Andrea Oddsteinsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Júlíus Hjörleifs- son, María Ellingsen, Sigríður Geirs- dóttir, Valgarður Guðjónsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Frumsýning myndarinnar, sem er 90 mínútna breiðtjaldsmynd, er áætl- uð í apríl eða maí. Framleiðandi „Okkar ámilli” er Film hf. -ATA. Samskipti íslands og Kóreu alhaf að aukast — segir Haraldur Ólafsson, sem nýlega lét af starfi ræðismanns „Ég er nú kominn á níræð- isaldurinn og þetta starf var hreinlega orðið of umfangs- mikið fyrir mig, ” sagði Har- aldur Ólafsson hjá Fálkanum í stuttu spjalli við DV, en hann lét nýlega af störfum sem ræðismaður S-Kóreu á íslandi. Við tók Árni Gestsson for- stjóri hjá Globus og var hann settur inn í embættið með viðhöfn í hófi sem sendiherra S-Kóreu hélt á Hótel Sögu fyrír skömmu. Sá hefur að- setur í Osló. Um leið og Har- aldi voru þökkuð vel unnin störf og ómetanleg, var hann sæmdur Shangri-orðunni, sem er virðingarorða þessa fjar- læga lýðveldis. Haraldur hefur verið ræðis- maður íellefu ár og kvað hann störf í sambandi við það alltaf vera að aukast, bæði á sviði menningarmála og við- skipta. „Iðnaður i Kóreu er háþróaður, kaupið lágt, lítil Sendiherra S-Kóreu sœmdi Harald Olafsson (f. miflju) sérstakri virðingarorflu mefl þakklæti fyrir vel unnin störf, um leið og hann setti Áma Gestsson (til hægri) í embætti ræðismanns S-Kóreu ð íslandi. DV-mynd Bj.Bj. Benedikt Amason og Maria Ellingsen i hlutverkum sinum { „Okkar á milli f hita og þunga dagsins". sem engin verðbólga og ekk- ert atvinnuleysi. Þeir bjóða upp á mjög góða vöru á sam- keppnisfæru verði og kaupa íslendingar aðallega vefnaðar- vöru, bíladekk og rafmagns- og rafeindavörur þaðan, ” sagði hann. Haraldur kvað sendiherr- ann hafa gefið yfirlýsingar um, að nú yrði hafizt handa um meiri innflutning til Kóreu frá íslandi. Yrðu það svipaðar vörur ogJapanir keyptu, svo sem grásleppu- hrogn, loðna, lýsi og fleira. Einnig hefði hann heitið dyggri aðstoð við að greiða götu íslenzkra viðskiptaaðila, sem hefðu áhuga á að kynna sér sýningar og framboð í S- Kóreu. í umræddu hófl voru samankomnir hátt í hundrað manns, sendiherrar og aðilar úr utanríkisþjónustunni, ásamt fleiri boðsgestum. -JB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.