Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ& VlSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. 13 að þetta eru yfirleitt sjómennirnir, sem vinna erfiðustu og hættulegustu störfin, veiða á minnstu bátunum í verstu veðrunum. Innan sjómanna- stéttarinnar viðgengst svo hrikalegt launamisrétti, að engu tali tekur. Um það fást forráðamenn stéttarinnar ekki að ræða í neinni alvöru, fremur en forsvarsmenn margra launþega- hópa annarra. Launamisrétti innan stétta er að verða eitt mesta feimnismál íslenska feluleiks-þjóðfélagsins. Framámenn verkalýðsfélaga eru gjörsamlega mát í þessum málum. Þeir þora ekki að hrófla við neinu af ótta við að verða velt úr hægum sessi, heldur bera þeir i síbylju fram kröfur um heildar- hækkanir, fleiri krónur í umslög, sem jafnóðum eyðast í verðbólgubálinu. Það er þægilegast, þá er hægt að fylkja allri stéttinni að baki sér í vit- leysunni. Sjávarútvegsmál verður að stokka upp Ég held að Hjá því fari ekki að íslenskur sjávarútvegur standi nú á tímamótum og á miklu veltur að nú sé rétt brugðist við. Verði það ekki gert mun hann á næstunni standa frammi fyrir svipuöum vanda og landbúnaðurinn fyrir nokkrum árum, þótt aðstæður séu að visu um margt ólíkar. En fram hjá því fer ekki að augu æ fleiri eru að opnast fyrir því að ekki er allt sem skyldi. Það er vitað mál að allt of mörg og dýr skip með allt of miklum mannskap stunda fiskveiðar við fsiand. Fyrir þetta verður aflinn, hráefnið í útflutningi okkar, allt of dýr. Við blasir, að við missum fót- festuna meira og minna á þýðingar- mestu mörkuðum okkar, þótt við höfum haldið forystu þar lengst af í skjóli vörugæða, sem öðrum er i lófa lagið að ná upp. Þ6 höfum við nú misst þessa forystu að hluta á Banda- ríkjamarkaði. Allar innlendar kaup- og verðhækkanir í sjávarútvegi eru falskar. Þær koma niður á þjóðar- heildinni af fullum þunga, nema því aðeins að við getum aukið raunverulegt verðmæti fiskút- flutnings okkar að sama skapi, en fyrir því virðist hvorki geta né vilji. Endalaus aukning skipastólsins er £ „Sjómenn og útgerðarmenn hafa um langan aldur í raun ráðið stefnunni í efnahagsmálum þjóðarinnar. Eftir kröfum þeirra og fyrirskipunum hafa aðrir aðilar í þjóðfélaginu þurft að bukka sig og beygja, því þeir hafa það ógnarvald að geta stöðvað stærsta hlutann af gjaldeyrisöflun þjóðarinn- ar og í raun lokað landinu hvenær sem þeim þóknast ...” segir Magnús Bjarnfreðsson m.a. í fimmtudagsgrein sinni. mmm. Greinarhöfundur fjallar um hvaða ályktanir megi draga af stöðunni þessa dagana. afsökuð með byggöasjónarmiðum. Það segir mér ekkert annað en það að uppbygging byggðastefnu undan- farinn áratug hafi verið röng. Ekki það að byggðastefnan sjálf sé röng, það fær mig enginn til að viðurkenna, heldur hitt að hún hafi verið allt of einhæf. Hún hefur nær eingöngu lagt áherslu á uppbyggingu i sjávarútvegi, allar hugmyndir um nýjar atvinnugreinar og aukinn iðnað eru afgreiddar með gömlu gatslitnu rökunum: Að við séum og skulum vera fiskveiðiþjóð um allan aldur og þar með basta. Afleiðingin af öllu þessu er allt of stór og dýr floti með allt of mörgum sjómönnum, sem allt of margir eru háðir. Hagsmunaaðilar i sjávarútvegi geta því fremur en nokkru sinni fyrr ráðið ferðinni í efnahagsmálunum og þá virðist ekkert varða um annarra hag, á meðan gull streymir i vasa þeirra. Þetta verður að breytast. Það verður að efla annan útfíutning og gjaldeyristekjur, svo hagsmunaaðilar sjávarútvegs missi það kverkatak, sem þeir hafa á þjóðinni. Það verður að koma Iaunamálum sjómanna í skynsamlegt horf, svo þeir hafi allir góð laun og vel það, en það verður að takmarka svo stærð skipastólsins að unnt sé að borga sjómönnum þessi laun án þess að setja þjóðarfleyið í strand, og án þess að missa forystu og jafnvel fótfestu á þýðingarmestu fiskmörkuðum okkar. Magnús Bjarnfreösson. „Til skamms tfma hefur fleyg tilvitnun Jóhanns heitins Hafstein um Sjálf- stæðisflokkinn veríð heiðruð i starfi flokksins: „t húsi föður mins eru margar vistarverur”,” segir greinarhöfundur. áhugamenn um þjóðmál ætluðu þeim að binda flokkaskipun landsins við skiptingu fólksins innan atvinnuveg- anna. Þannig var Framsóknarflokkn- um falið að spanna bændasamfélögin í sveitum með samvinnubúskap kaupfélaganna að bakhjarli. Alþýðu- flokkurinn var stofnaður af Alþýðu- sambandinu um iaunafólk á mölinni og sjómenn á bátum flotans. Þessir tveir flokkar töldu sig vera málsvara vinnandi fólks í landinu. Á móti þeim átti svo að rísa lítill íhaldsflokkur fyrir atvinnurekendur og stóreignarfólk. Þannig vildu hug- sjónamenn jafnaðar og samvinnu draga pólitiska víglínu í landinu með því að etja saman stétt gegn stétt: Stefna launafólki gegn atvinnu- rekendum, bændum og búaliði gegn kaupmönnum og samvinnubúskap gegn einstaklingum. Öðrum kröftum var ekki til að dreifa á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Þá voru stofnanir ríkis og sveitarfélaga ekki orðnar að atvinnugrein. En þessi einfalda flokkaskipun gekk ekki upp þegar út I sjálfa lífs- baráttuna var komið. íhaldsflokk- urinn bar gæfu til að sameinast Frjálslynda flokknum. íhaldsmenn lögðu til kjörfylgið en frjálslyndir stefnuskrána. Fyrir bragðið reis upp öflugt bandalag íslenzkra þegna undir nafni Sjálfstæðisflokksins. Þangað leitaði fylgi úr sveitum landsins jafnt sem kaupstöðum þrátt fyrir Framsóknarflokk. Þangað leituðu launamenn ekki síður en at- vinnurekendur, þrátt fyrir Alþýðuflokk. Þar sátu eignalausir menn við sama borð og stóreigna- menn. Sjálfstæðisflokkurinn lét ekki fjandmenn einstaklingsins hefta flokkinn með stéttaböndum. Hann vildi gefa öllum þegnum kost á að ná settu marki á sínu sviði. Flokkurinn var kristið bræðralag fólks sem vildi erja sinn reit í friði við náunga sinn og önnur þjóðlönd. Sjálfstæðis- flokkurinn fann styrk sinn í einstaklingsfrelsi en ekki stétta- skiptingu. Fjöldahreyfing í fimmtíu ár Frá þessari pólitisku sólarupprás undir heimastjórn hefur flokka- skipting landsmanna haldist lítið breytt og varla farið úr böndum svo nokkru nemi. Að vísu hafa ágjafir gengið yfir stjórnmálaflokkana öðru hverju og erlend boðaföll á köflum. Eftir þyí sem kratar Alþýðuflokksins hafa til dæmis hreiðrað um sig í opinberu stjórnkerfi hefur fylgi launafólks molnað af flokknum. Úr molunum hafa svo skriðið saman öfgahópar í nafni verkalýðsbaráttu með hlutverk af erlendum toga spunnin. Þeir vilja uppskera ávöxt landsins án þess að sá til hans sjálfir. Og sækja sálrænan styrk I blóðuga heimsbyltingu. í dag heita þeir Alþýðubandalag, en hétu í gær Sósíalistaflokkur og í fyrradag Kommúnistaflokkur. Svo hörmulega er nú komið fyrir flokki alþjóða jafnaðarmennsku að þessir kolbítar úr öskustó Alþýðuflokksins hafa vaxið honum langt yfir höfuð. En Framsóknarmenn hafa einnig týnt tölunni eftir því sem vélvæðing hefur bætt afkomu sveitanna og kaupstaðalíf fært atvinnuvegina á mölina. Flokkurinn heldur ómaklega á verulegum þingstyrk úr sveitum landsins vegna hrópandi ranglætis í kosningalöggjöfinni. Auðhringar samvinnumanna raka saman fé vegna fríðinda í skatta- lögum sem einstaklingar láta sig ekki dreyma um að hljóta. Niður- greiðslur og uppbætur hafna að mestu í samlögum kaupfélaganna, þótt stjórnvöld ætli þau bændum sjálfum. Þessir peningar eru svo notaðir ásamt hermangsaurum Reginsverktaka á Keflavíkurflugvelli til að kaupa upp skattkvalinn einka- rekstur við sjávarsíðuna og reisa verzlunarmiðstöðvar til höfuðs kaup- manninum á horninu. Sam- vinnumenn hafa og alla þætti vörusölu í hendi sér. Allt frá innflutningi með eigin skipastóli til dreifingar í kaupfélagsbúðum. Þrátt fyrir það hefur þeim ekki tekizt að bjóða neytendum lægra vöruverð en kaupmenn landsins geta boðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka náð að vaxa í fjöldahreyfingu með tæpan helming landsmanna að baki. Þrátt fyrir öldurót þjóðmála hefur flokkurinn haldið stnum hlut fram á okkar daga. Styrkur Sjálf- stæðisflokksins á sér hvergi hliðstæðu hjá nágrannaþjóðum. Gœfaog gjörvileiki Gengi Sjálfstæðisflokksins sýnir að íslendingar eru hvorki sam- vinnumenn eða jafnaðarmenn í hjarta sínu. Þeir eru sjálfstæðir einstaklingar og vilja treysta á mátt sinn og megin. Landnámsmaðurinn Ingólfur Arnarson er landsmönnum öilum nokkur leiðarvísir: Hann kaus sjálfstæði og frelsi i útlegð, en hafnaði ríkisafskiptum hjá norsku kóngafólki. Gjörvileiki Sjálfstæðisflokksins er fundinn í málefnaskrá við hæfi fólksins. Sneitt er hjá erlendu trúboði til hægri og vinstri en treyst á brjóstvit og þörf einstaklingsins til að lifa eigin lifi í kristnu samfélagi. Að vera sinnar gæfu smiður og líkna minni máttar fyrir eigin reikning. Gæfa Sjálfstæðisflokksins er fólgin íaðhafa áratugum saman borið virðingu fyrir sjónarmiðum allra flokksmanna og þar með allra lands- manna. Allt fram á síðustu árin hafa raddir landshlutanna náð eyrum at- vinnuveganna í húsi Sjálfstæðis- flokksins. Og til skamms tíma hef- ur fleyg tilvitnun Jóhanns heitins Hafstein um Sjálfstæðisflokkinn verið heiðruð I starfi flokksins: — í húsi föður míns eru margar vistar- verur. Málefnanefndir miðstjórnar Á síðasta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins náðu umbótasinnar þeim mikla áfanga að fá Friðrik Sophus- son kjörinn varaformann þrátt fyrir þungan andróður. Því miður náðist ekki að kjósa flokknum nýjan for- mann þrátt fyrir brýna þörf á breytingum. Jafnframt' kaus lands- fundur nokkra nýja menn í miðstjórn flokksins og voru vissulega bundnar vonir við suma þeirra. En þær vonir eru ýmist brostnar eða hafa ekki náð að rætast ennþá. Störf miðstjórnar Sjálfstæðisflokks- ins falla eins og önnur mannanna verk undir sannleikann í gömlum málshætti: — Af ávöxtunum skuluð þér þekkjaþá! Fyrstu ávextir nýrrar miðstjórnar voru val hennar á formönnum málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins. Nefndirnar annast sérstök málefni í stefnumörkun miðstjórnar og flokks- ráðs á milli landsfunda. Til forystu í málefnanefndum miðstjórnar völdust eingöngu opinberir starfs- mann hjá stofnunum ríkis og sveit- arfélaga. Þar situr nú enginn tals- maður launafólks eða at- vinnurekenda. Þar situr enginn fulltrúi bænda eða búaliðs frekar en sjómanna og útgerðar eða iðju og iðnaðar og hvað þá verzlunar. Þar situr nefnilega enginn fulltrúi fyrir íslenzkt einkaframtak! Aðeins stofnanamenn: Homo Institutiones. Vistarveran Því verður ekki með rökum andmælt að miðstjórn hefur þarna raskað alvarlega hefðbundnu jafnvægi i starfi Sjálfstæðis- flokksins. Stofnanamenn hafa verið leiddir til forsætis í öllum málefna- nefndum flokksins, en fulltrúum einkaframtaks hvergi treyst til forystu. Hér skal ekki lagður dómur á vantraust miðstjórnar á einstaklingum flokksins því að þann dóm fellir reynsla sögunnar. En hitt er alveg víst: Fyrir fylgjendur einka- framtaks er fokið I flest skjól í húsi föður míns. Þar er nú aðeins ein vist- arvera til húsa. Afdrep stofnana- mannsins. Ásgeir Hannes Eiríksson, verzlunarmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.