Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐ1Ð& VlSlR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Margbrýndur dipló- mat og varkár eftirþvf Hinnnýifram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna: Hinn sextíu og eins ára gamli diplómat frá Perú, Javier Pérez de Cuellar, sem tók við embætti aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna af Kurt Waldheim um ára- mótin, hefur ekki áður vakið á sér at- hygli í heimsfréttunum, og því ekki mörgum kunnur utan aðalstöðva, Sameinuðu þjóðanna eða síns heimalands. Þess er hinsvegar að vænta, að nafn hans beri oftar á góma í fréttum hér efdr, því að kjörtímabil fram- kvæmdastjórans er fimm ár. Reynslan af forverum hans er sú, að sem oddvitar Sameinuðu þjóðanna hafa þeir verið áberandi í deilumálum heims, ýmist sem sáttasemjarar eða sem talsmenn samtakanna. — Embættistími Péresar á ekki að renna út fyrir en 31. desember 1986. Pérez de Cueliar á að baki langa reynslu við Sameinuðu þjóðirnar. Síðast var hann sérstakur erindreki Waldheims framkvæmdastjóra í Afganistanmálinu, en hann hefur starfað sem einn aðstoðarfram- kvæmdastjóra Waldheims, og þá aðallega á stjórnmálas viði. Hann fæddist í Lima í Perú 19. janúar 1920, og er maður kvæntur. Eiga þau hjón tvö börn. Pérez lauk embættisprófi í lög- fræði frá kaþólska háskólanum í Lima 1943 og gekk fljótlega í utanríkisþjónustu Perú. Starfaði hann við sendiráð Perú í Frakklandi, Bretlandi, Bólivíu og Brasilíu. Frá 1964 til 1966 var hann sendiherra Perú í Sviss, sem var síðan skipaður ráðuneytisstjóri í utanrikis- ráðuneytinu. — Með utanríkisþjón- ustunni hafði hann einnig kennslu í þjóðarrétti og milliríkjatengslum við ýmsar menntastofnanir í Perú. 1964 gaf hann út bók um þjóðarrétt. 1969 lét Pérez af ráðuneytisstjóra- störfunum til þess að verða fyrsti sendiherra lánds síns í Sovét- ríkjunum, en því gegndi hann til 1971. — Jafnframt gegndi hann sendiherrastarfi í Póllandi. Samskipti hans við Sameinuðu þjóðirnar hófust þegar á fyrsta allsherjarþingi þeirra 1946, enþávar Pérez fulltrúi í sendinefnd Perú. Hann var aftur fulltrúi Perú á 25. allsherjarþinginu og 30. 1971, þegar hann lauk sendiráðsstörfum i Moskvu, varð hann fastafulltrúi eða sendiherra Perú við Sameinuðu þjóðirnar í New York. Sem slíkur var hann formaður sendinefnda lands síns við öll allsherjarþingin fram til loka 1975. 1973 og 1974 átti Perú sæti í öryggisráðinu og fór sendiherrann eðlilega með umboð síns lands þar. Pérez var forseti öryggisráðsins í júlí 1974, þegar Tyrkland gerði innrásina á Kýpur, eftir að þjóðvarðliðið á Kýpur setti Makarios erkibiskup og forseta frá völdum. 18. september 1975 útnefndi Waldheim fram- kvæmdastjóri Pérez sem sinn sér- staka erindreka í Kýpurdeilunni og gegndi Pérez því til desember 1977. Eftir það var Pérez sendiherra lands síns í Venezúela þar til í febrúar 1979, að hann hóf störf sem aðstoðarframkvæmdastjóri, hjá Sameinuðu þjóðunum í stjórnmála- deildinni. Frá april 1981 var hann erindreki Waldheims í Afganistanmálinu og hélt því áfram, þótt hann hætti sem aðstoðar- framkvæmdastjóri 31. mai 1981. Allsherjarþinginu virðist því hafa tekizt vel valið með tilliti til þess að fá til embættisins reyndan mann. Óneitanlega hefur Pérez mikla reynslu, bæði sem diplómat í fundar- sölum Sameinuðu þjóðanna og eins utan þeirra. Og einnig sem einn af starfsmönnum stofnunarinnar. Meðal samstarfsmanna í aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna hefur Pérez orð á sér fyrir að vera orðvar maður og varkár eins og sæmir manni með slíka diplómatíska skólun. Eftir eiðtökuna sem fram- kvæmdastjóri boðaði Pérez allsherjarþinginu að í embættinu mundi hann vinna að því að örva viðræður um að miðla auði hinna þróaðri ríkja til þróunarlandanna. — Aðspurður síðar af fréttamönnum um, hver væru hans hjartans mái önn- ur sem hann hygðist beita sér fyrir i krafti síns nýja embættis, varaðist hinn varfæmi diplómat að hafa stór orð um nokkur slík. Sagðist hann einna helzt hafa hug á að endur- skipuleggja og hagræða til í skrif- stofubákni samtakanna. Guðmundur Pétursson Pérez de Cuellar, hinn nýi fram- kvæmdastjóri, svarar spurn- ingum frétta- manna af al- kunnri dipló- matiskri var- fæmi. Frá töku embættismannaeiðsins á allsherjarþinginu, en Pérez er fyrír miðri mynd undir forsæti þingforsetanna, en forverí hans er á leið til sætis. „ Tossinn” sezt í stól Kissingers William P. Clark, sem Reagan for- seti hefur nú útnefnt til þess að taka við embætti öryggisráðgjafa af Richard Allen, átti sjálfur ekki of góðri byrjun að fagna í sínu em- bættisgengi hjá Reaganstjórninni. Eða öllu heldur, áður en hann tók við embætti. En síðan hefur hann unnið sér virðingu og traust sem ömgg hjálpar- hella Alexanders Haigs, utanríkisráð- herra, þótt ekki hafi verið fyrirferðin á honum í fréttum sem aðstoðarutan- ríkisráðherra. Má telja það Clark til hygginda, þvi að erfitt mundi þeim samstarfið við Haig, sem gjarnt væri að beina frá honum sviðsljósinu og að sjálfum sér. Clark var áður dómari í Kaliforníu og náinn samstarfsmaður Reagans bæði þar og á leiðinni til Hvíta húss- ins. Þar í liggur skýringin á uppgangi hans innan stjórnarinnar. Enda þurfti Clark áhrifaríks vinar með, eftir frammistöðu sína í yfir- heyrslum þingnefndar í febrúar í fyrra, þar sem gengið var úr skugga um embættishæfni hans eins og ann- arra ráðherraefna forsetans. Hinn verðandi aðstoðarráðherra í utanríkismálum gataði þar á spurn- ingum eins og þeim, hverjir væm for- sætisráðherrar Suður-Afríku og Zimbabwe. Hann vissi nánast ekkert um andúð Evrópumanna á kjarn- orkuvopnum, og raunar voru flest utanrikismál honum næsta ókunn. Clark játaði hreinskilnislega fáfræði sína. Eitt dagblaða V-Evrópu hafði þessa fyrirsögn yfir fréttinni um skip- an hans í embætti þá: "Reagan velur hálfvita fyrir ráðherra!” — Annað blað á meginlandinu lét í ljós, að bandamenn vonuðust til þess að Clark væri ekki settur við stjórnvöl, þegar á reyndi. — Charles Percy, for- maður utanríkisnefndar öldunga- deildarinnar, játaði, að hann hefði greitt atkvæði sitt með Clark af ein- skærri tryggð við flokkinn. ”Viðget- um aldrei aftur samþykkt mann, sem játar algjöra fákunnáttu sína á því sviði, er hann skal starfa við,” sagði Percy þá. í Bandaríkjunum heyrir þetta for- tiðinni til og er gleymt og grafið. Má maðurinn enda njóta þess sannmæl- is, að hann sýndi fljótlega í starfi sinu. lúsiðni og skerpu til þess að tileinka sér það, sem áður þótti á skorta. Fljótlega gegndi hann mikilvægu hlutverki í mótun stefnunnar gagn- vart Suður-Afríku og svo núna síðast Póllandi. 4 Embættismenn í Washington segja, að hann hafi fljótlega áunnið sér traust Haigs og virðingu sem mikilvægur tengiliður milli hins oft William Clark frammi fyrir próf- spurningum öldungadeildarþing- manna, sem ráku hann léttilega á gat í utanrikismálum. svo uppvæga utanrikisráðherra og innsta hríngs Kaliforníumannanna, sem næst stóðu forsetanum í Hvita húsinu. Einn þeirra fullyrðir, að þeir Clark og Haig hafi fljótt orðið góðir vinir, þrátt fyrir grunsemdimar í upphafi um, að Clark hefði verið settur Haig til höfuðs og til njósna fyrir innsta hringinn. í blaðaviðtali nýlega bar Clark ein- dregið á móti þvi, aö honum hefði nokkurntima verið ætlað slfkt njósnaverk: ”Frá því að ég kom’ hingað, hefur A1 verið kunnugt um allt, sem mér og Hvíta húsinu hefur farið á milli, bæði áður og á eftir. Hann hefur um leið sýnt mér fullan trúnað og deilt með mér öllum sínum upplýsingum og vandaákvörðun- um,” sagði Ciark. Tilf viðbótar við gamlan og gróinn kunningsskap við sjálfan forsetann hefur Clark lengi átt náið samstarf við Edwin Miese, ráðgjafa forsetans, Michael Deaver, starfsmannastjóra Hvíta hússins og Caspar Weinberg- er, varnarmálaráðherra frá fornu fari allt frá því 1960, þegar Clark gegndi ýmsum embættum í Kaliforníu, eins og þegar hann var starfsmapnastjóri Reagans ríkisstjóra. Clark þykir hið mesta ljúfmenni bæði í viðkynningu og daglegri umgengni. Orðvar er hann í bezta lagi. Hann er fæddur í Oxnard í Kaliforníiu, 23. október 1931 og var því fimmtugur í haust. Hann nam við Stanfordháskóla og gegndi herþjónustu í gagnnjósnadeild hersins árin 1954 til 1956. Embættis- prófi í lögfræði lauk hann frá Loyola-lagaskólanum í Los Angeles. Hann varð dómari 1969 og tók sæti í hæstarétti Kaliforníu 1973 Dags dag- lega í utanríkisráðuneytinu er hann kallaður manna á milli ”Clark dómari”. Nú sezt hann i þann stólinn, sem áður höfðu ekki minni menn en Kiss- inger og Zbresinski. ÍlHJll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.