Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Page 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. 11 „Prestsstörfin eru köllun hjá mér’ —segir sr. Sigurður H. Guðmundsson, p* to Víðistaðasóknar og formaður Öldrunarráðs „Meginmarkmiðið með stofnun öldunarráðs var að skapa samstarfs- vettvang fyrir þá aðila sem vinna að málefnum aldraðra, þannig að vinnan nýtist betur og kraftarnir sameinist,” sagði séra Sigurður H. Guðmunds- son, formaður nýstofnaðs öldrunar- ráðs. öldrunarráð íslands samanstendur af 28 félagssamtökum og stofnunum, sem á einhvern hátt vinna þjónustu- störf við aldraða og starfa með öldruðum. Það var stofnað síðastliðið haust. „Afskipti mín af málefnum aldraðra hófust fyrir alvöru eftir að ég fór með séra Páli heitnum Þórðarsyni til Skotlands 1978. Sr. Páll var þá að kynna sér málefni aldraðra og æskulýðsmál í Skotlandi og í ferðinni fékk ég mikinn áhuga á þessum mála- flokki. Nú, svo hafði ég skrifstofu og mína aðstöðu sem prestur Víðistaða- sóknar í Hrafnistu í Hafnarfirði.” Að loknu landsprófi fór sr. Sigurður í Samvinnuskólann. Að námi loknu þar fór Sigurður heim til Sauðárkróks, en Sigurður er fæddur á Króknum. ,,Ég kenndi í tvö ár og vann jafnframt við bæjarútgerðina á Sauðárkróki, en ákvað svo að fara i menntaskóla haustið 1961. Það var svolítið erfitt á þessum árum að hafa sig upp í að hefja nám á nýjan leik — hafa sig upp úr straumnum, kominn þetta á þrítugs- aldurinn. Ég sat meira að segja á skóla- bekk með nokkrum gömlum nemendum mínum.” — Ætlaðirðu þér þá að verða prestur? „Nei, til að byrja með stefndi ég að því að fara út í nám í raunvisindum. Ég kenndi til að mynda stærðfræði meðan ég var í Menntaskólanum á Akureyri. Svo má segja að ég hafi fengið köllun og ákvað að fara í guðfræði.” Sigurður lauk prófi úr guðfræðideild Háskóla íslands árið Sr. Sigurður H. Guðmundsson, prestur i Vfðistaðasókn og formaður öldrunarráðs. vinnudag. Frístundir gefast helzt inn á milli þjónustustarfa. Þá les ég mikið eða vinn að félagsstarfsemi.” Séra Sigurður H. Guðmundsson býr 'í Hafnarfirði ásamt konu sinni, Brynhildi Ósk Sigurðardóttur, og þremur börnum þeirra. -ATA 1970 og viku seinna vígðist hann til Reykhóla. Að Reykhólum var sr. Sigurður í tvö ár, en fór þaðan til Eskifjarðar og sat þar í fímm ár. Siðan hefur sr. Sigurður verið prestur í Víðistaðasókn. — Hvað gerir þú f tómstundum? „Prestar hafa langan og óreglulegan VIÐTALIÐ: „Sultarlaun” íatvinnuleysinu: Fullar bætur eru 253.52 kr. á dag „Það er óskað eftir þessari at- vinnuleysisskráningu til að fá heildar- mynd af ástandinu. Sjómannaverk- falliö kemur við það marga að það gjörbreytir öllum tölum og áætiunum sem við höfðum,”sagði Óskar Hall- grlmsson hjá Vinnumálad’eild félags- málaráðuneytisins í viðtali við DV i gær. Flestir hafa þegar látið skrá sig á atvinnuleysisstyrk af þeim sem sagt var upp hjá frystihúsunum fyrir ára- mót. Eiga þeir von á fyrstu greiðsium nú i lok þessarar viku. Við spurðum Óskar að þvi hvað hver maður ætti rétt á miklum bót- um. „Þaö fer eftir því hvað mörgum vinnustundum viðkomandi hefur skilað á siðustu 12 mánuöum, ” sagöi hann. „Sá sem hefur unnið 1700 stundir eða meir á rétt á fullum bót- um. Þær eru 253,52 krónur á dag. Minnstu bætur eru fjórðungar af þeirri upphæð, en til þess að fá þær verður viðkomandi að hafa skilað minnst 425 vinnustundum á síðustu 12 mánuðum. Almenn skerðingarákvæði voru felld niður á miðju siöasta ári. Nú fá hjón bæði fullar bætur og auk þess 10,14 krónur á dag með hverju barni undir 17áraaldri.” Óskar taldi að það þyrfti að leita aftur til áranna 1968 til 70 til aö finna hliðstæður i þeim bótagreiðslum sem nú yrði að inna af hendi. Ef verk- fallið myndi dragast á langinn mætti búast við enn fleirum i hópinn. Neta- gerðamenn, vörubílstjórar, flutn- ingaverkamenn og fleiri aðilar tengd- ‘ir fískiðnaði um allt land yrðu þá at- vinnulausir og þeir yrðu iíka að fá styrk úr atvinnuleysistryggingasjóði. -klp- Grund greiðir uppbót um miðjan mánuðinn ,, Við höfum aldrei neitað að borga jng j fréttum á aðfangadag. Ég vissi þetta. Annað er ekki rétt. Aðalheiður ekki að þetta stæði til. Samninginn sá Bjarnfreðsdóttir hlýtur að hafa mis- ég fyrst i gærmorgun og skrifaði þá skilið eitthvað,” sagði Guðrún Gísla- undir. Það stóð aldrei á okkur. dóttir, starfsmannastjóri elliheimilis- Ég veit ekki til þess rikið né borgin ins Grundar í gær vegna fréttar í hafí greitt þetta ennþá en býst við þvi blaðinu um desemberuppbót tii að þau geri það fljótlega. Við munum Sóknarkvenna. Nemur uppbótin greiða þetta um miðjan mánuðinn,” 1.825 krónum. sagði Guðrún Gísiadóttir. „Ég heyrði fyrst um þennan samn- -KMU- Nýr f lugvöllur við Hvammstanga Hönnun nýs flugvallar við Hvammstanga er nú langt komin. Vindmælingar hafa staðið yfir og hefur þegar verið mælt fyrir 800 metralangri braut. I Nýi flugvöllurinn verður rétt norðan við þorpið. A hann að koma í staöinn fyrir flugvöll á Krókstaða- melum i Miðfirði, sem þjónað hefur sem flugvöllur fyrir Hvammstanga. Sá flugvöllur er hins vegar í um 20 kUómetra ijarlægð frá þorpinu. Þessi mikia fjarlægð hefur án efa átt sinn þátt í þvi að reglubundnu áætiunarflugi er ekki haldið uppi til Hvammstanga. Arnarflug hefur sér- ieyfi á flugleiöinni Reykjavík- Hvammstangi. -KMU- Hveijir . veroo eii eppnu • ISUZU GEMINi DREGIÐ 27. JANÚAR VERÐ KR. 102.000,- • OPEL KADETT DREGIÐ 28. JÚLÍ VERÐ KR. 132.000,- • SUZUKIJEPPI DREGIÐ 28. APRÍL ÁSKRIFTASfMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.