Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR^FIMMTUDAGURT^JANÚA^m^ JL Sandkorn Sandkorn Sandkorn B>argvln Onflmmrt—on br«»» »kkl W- Wounum. Síðasta tHlaga Björgvins í Eins og flestum mun nú kunnugt hefur Björgvin Guðmundsson tekið við stjórnartaumunum á Bæjar- ulgerð Reykjavikur. jalnftsi- legi og það kann nú að vera á þessum óvissulimum. Björgvin ótti sæti í borgar- ráði til áramóta og síðasti fundur ráðsins var haldinn 29. desember. Eins og sönn- um flokksmanni sæmir not- aði Björgvin síðasta tækifæri sitt til þess að koma hags- munamáli krata i framfæri. Siðasta tillaga borgarráðs hljóðaði þannig: Borgarráð samþykkir að veita Sambandi ungra jafnað- armanna fyrirheit um úthlut- un lóðar við Skipholt. Af- gretðslu tillögunnar var frest- að þannig að Björgvin getur ekki fylgt henni eftir. Þetta var þó i það minnsta heiðarleg tilraun. Ekkert frí hjá imbakassanum Þeir hjá sjónvarpinu brutu allar hefðir um hátíðarnar er þeir tóku sér ekki frí til þess að vega á mótí útsendíngum tvo fimmtudaga i röð. Venju- lega hefur sjónvarpiö fellt' niður útsendingar daginn áð- ur hafi reynzt nauðsynlegt að sjónvarpa á fimmtudegi. Nú bar bæði aöfanga- og gamlársdag upp á fimmtudag þannig að álagið var með mesta móti. En þeir hjá sjón- varpinu bitu á jaxlinn og stóðu þetta allt af sér með sæmd. Sannarlega lofsvert framtak hjá rikisstofnun, sem til þessa hefur svarið sig í ætt við allt rikisbáknið. Biðkmdina þurfti ei á að reyna Gunnar okkar Thoroddsen forsætisráðherra vakti athygli fyrir síutt áramótaávarp. Greindum við frá því hér í Sandkorni og þótti vist engum mikið. Nema þeim sjónvarps- mönnum. Dálkinum barst i gær yfirlýsing frá sjónvarpinu þar sem það var skýrt tekið fram að ávarp Gunnars hefði verið 13 minútur að lengd — ekki 8 eða 10 mínútur eins og látið hafði verið liggja að i DV. Þá þykir rétt að leiðrétta þann misskilning að biðlund sjónvarpsmanna var alls ekki , misboðið þennan fagra gaml- ársdag. eftir feitu bitun> um EitJ af feitari embættum yf- irvalda losnar á næstunni, þar sem sýslumaðurinn í Árnes- sýslu og bæjarfógetinn á Sel- fossi, Páll Hallgrimsson, verður sjötugur eftir mánuð. Búizt er við tugum um- sókna um embættið og ganga þegar mörg nöfn á milii manna. Í fyrstu lotu hafa heyrzt nefndir þeir Einar Oddsson, sýslumaður I Vik, Krlstján Torfason, bæjar- fógeti i Vestmannaeyjum, Jó- hannes Árnason, sýslumaður á Patreksfirði, Allan Magnús- son, nú fulltrúi Páls, og Jakob Havsteen, áður fulltrúi Páls i 10 ár og síðast útibús- stjóri Iðnaðarbankans á Sel- fossi. Og meira að segja hvisla þvi raddir að sjálfur dóms- málaráðherrann, Friðjón Þórðarson, renni hýru auga austur fyrir fjall af þessu til- efni, en hann hefur sem al- menningi er kunnugt stundað sýslumannsstörf í víst eina tvo áratugí — og til skamms tíma, auk þess að verma þingbekki og ráðherrastól. Skrifað upp í Við fórum með Jóhannesi Snorrasyni upp í skýin í Sand- korni i gær þegar við sögðum að Flugleiðir hefðu keypt nokkur hundruð eintök af bók hans, Skrifað í skýin. Fyrirtækið keypti nokkrar bækur til að gefa starfsmönn- um eriendis en að það hafi keypt upp bók Jóhannesar er af og frá. Þeir sem vilja næla sér i eintak eiga því enn sjcns. Sigurður Sverrisson Frá vinstri: Ingibjörg Áfnadóttir, ritstjóri timaritsins Hjúkrun, frú Sigriður Eiríksdóttir, Hervör Hólmjárn bókavörður og Svanlaug Árnadóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands. HEIÐRUÐ FYRIR ÖTUL SKRIF OG BRAUTRYÐJENDASTÖRF Frú Sigríður Eiríksdóttir var nýlega Sigríður var formaður félagsins í 36 mörkum við skrif í tímaritið og er sú heiðruð af Hjúkrunarfélagi íslands ár og auk þess ritstjóri tímaritsins um eina sem enn lifir af þeim konum, sem fyrir skrif sín í tímarit félagsins og árabil. Hefur hún alla tíð lagt mikið af skipuðu fyrstu ritstjórn þess. brauðryðjendastörf í faginu. Óvenjumikið um inf lúensu- kennd s j úkdómsti „Það hefur ekkert verið um alvarlega inflúensufaraldra eða aðra skæða smitsjúkdóma á síðastliðnu ári og má ugglaust rekja það til aukinna bólusetninga á liðnum árum,” sagði Skúli Johnsen borgarlæknir í samtaii við DV. „Aftur á móti hefur verið óvenjumikið í haust um sjúkdómsein- kenni sem líkjast inflúensu, svo sem kvef, hita, höfuðverk og beinverki. Eru þar eflaust margar tegundir vírusa á ferðinni, en ekkert sem hægt er að kalla faraldur,” sagði hann. Eitthvað hefur borið á hettusótt, en ekki i miklum mæli. Sá sjúkdómur er einn af þeim fáu sem smitandi eru og ekki er farið að bólusetja við. Aftur hefur dregið mjög úr mislingum, rauðum hundum, hlaupabólu og fleiru af því tagi. Ég held ekki að kuldinn í haust hafi orsakað neitt minni mótstöðu gegn vírusum en ella, enda alveg ósannað mál að kuldi sem slíkur veiti þeim nokkuð greiðari aðgang að líkamanum. Það er frekar of mikill hiti í híbýlunum og hitabrigðin sem líkaminn verður fyrir þegar komið er út í kalt loft, sem veikir mótstöðuna,” sagði Skúli. Noregi síðastliðið sumar og var búizt við honum hér með haustinu. Ekki hefur hann þó látið á sér kræla enn, enda flest börn undir sex ára aldri þeg- arbólusett fyrir þeim sjúkdómi. Skæður mislingafaraldur gekk í -JB. 56 PRÓSENT HÆKKUN HJÁ NJARÐVÍKURBÆ Hækkun - á fjárhagsáætlun Njarðvíkurbæjar fyrir 1982 er 56%, sé miðað við fyrra ár. Nema niður- stöðutölur hennar 19.679.000 krónum. Mestu verður varið til eigna- breytinga og gatna- og holræsagerðar eða 5.5 milljónum, en þar 'á eftir koma fræðslumál, tæpar 3 milljónir. í hvorn liðanna, almannatryggingar og félagshjálp annars vegar og æskulýðs- og íþróttamál hins vegar, verður varið vel yfir tveimur milljónum króna. Helztu tekjuliðirnir eru útsvör sem hljóða upp á 10,3 milljónir og aðstöðugjöld tæpar 3,3 milljónir. Fjárhagsáætlunin kom til fyrstu umræðu á fundi rétt fyrir áramót, en verður næst tekin á dagskrá 2. febrú- ar næstkomandi. -JB. FRAMBOÐSFRESTUR Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélag Reykjavíkur fyrir árið 1982. Framboðslistum eða tillögum skal skilað á skrifstofu fé- lagsins, Hagamel 4, eigi síðar en kl. 12 á hádegi fimmtudag- inn 14. janúar 1982. Kjörstjómin. VERZLIÐ ÚDÝRT Hvalkjöt verð 26,00 kr. Hrefnukjöt verð 27,00 kr. Reykt rúllupylsa .. kg verð 32,00 kr. Slagvefja með beikoni.. . ..kg verð 29,00 kr. Saltað folaldakjöt . ..kg verð 35,00 kr. Folaldahakk .. kg verð 36,00 kr. Folalda karbonaði ■kg verð 38,00 kr. Reykt folaldakjöt . ..kg verð 41,00 kr. Folalda gúllas •kg verð 72,00 kr. Folaldasnitsel . ..kg verð 75,00 kr. Folaldabuff — kg verð 83,00 kr. Strásykur ... kg verð 6,35 kr. 0PIÐ FIMMTUDAGA TIL KL 20. 0PIÐ FÖSTUDAGA TIL KL. 22. 0PIÐ MÁNUDAGA-MIÐVIKUDAGA TIL KL. 18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.