Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. . Stjórnarformaflur og útgéfustjóri: Svainn R. Eyjólfsson. _ , ^ Framkvramdastjóri og útgáfustjórirHöröurEinarsson. ____ Ritstjórar: Jónas Kristjénsson og Eilart B. Schram. \ Aðstoóarritstjóri: Haukur Heigason. Fréttastjóri: Saamundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: PéllStafénsson ogingólfur P. Stainsson. *' , Ritstjóm: Sfðumúla 12—14. Auglýsingar Siðumúla 8. Áfgreiðsía, éskriftir, sméaugtýsingar, skrHstofa:' * Pvarholti 11. Skni 27022. -........ , Sfmiíritstjómar 88611. Satning, umbrot, mynda- og plötugerð: HHmir hf., Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. ‘ Áskriftarverð é ménuði 100 kr. Verð f iausasöiu 7 kr. Helgarblað 10 kr. Lengra út í fenið Stjórnmálamönnum er tamt að bregða upp glans- mynd af ástandinu, þegar þeir sitja í stjórn, en mála það of dökkum litum, þegar þeir eru í stjórnarand- stöðu. Vissulega er lítið mark takandi á fullyrðingum flokksforingja í áramótagreinum og -ræðum. Þeir leggja áherzlu á það, sem þeim hentar. En hvernig eru horfurnar í raun og veru á hinu nýbyrjaða ári? Óvissa ríkir um framtíð stjórnarsamstarfsins vegna ágreinings um aðgerðir eða aðgerðaleysi í efnahags- málum. Sjálfsagt er að geta þess, sem vel gengur. Við höfum komizt hjá langvarandi og miklu atvinnuleysi á liðnu ári, þótt annað sé uppi á teningnum þessa dagana vegna seinlætis ríkisstjórnarinnar við efnahagsaðgerð- ir. Kaupmáttur launa verkafólks hefur haldizt. Margir hafa nú úr miklu að spila. Það sýnir kaupæðið um jól- in. En velmegunin stendur á brauðfótum. Erfiðari tím- ar eru framundan. Hversu erfiðir þeir verða, fer eftir því, hvort ríkisstjórninni tekst að ná einingu um að- gerðir, sem einhverju skipta. Nú stefnir í ört vaxandi verðbólgu. Minnkun verð- bólgu á liðna árinu byggðist að miklu á blekkingu. Rík- isstjórnin óttaðist verðbólguáhrif gengislækkana og hélt gengi krónunnar of háu miðað við afkomu at- vinnuveganna. Með fölsku gengi gátu verðhækkanir orðið minni en ella, en í staðinn varð hallarekstur í mörgum atvinnugreinum. Þetta er ekki unnt til lengd- ar. Seðlabankinn hefur lagt til 10 prósent gengisfell- ingu, mest til að mæta uppsöfnuðum vanda. Síðan þarf enn meiri gengisfellingu til að mæta hækkun fiskverðs. Launþegar hafa samið til skamms tíma um litla kauphækkun. Með því er þeim vanda einnig að miklu velt yfir á nýbyrjað ár. Þannig hefur verðbólgan verið dulin. Brátt kemur hún upp á yfirborðið. Margt bendir til, að framleiðslan vaxi í ár minna en áður var talið. Loðnuafli verður minni. Sölutregða hamlar ál- og kísiljárnframleiðslunni. Því verður ekki grundvöllur til að efla velmegunina. Stjórnarliðið er sundrað í afstöðu til þessara mála. Alþýðubandalagsmenn hafa sem fyrr tilhneigingar til að skeyta litlu vaxandi verðbólgu. Lúðvík Jósepsson taldi verðbólguna ekki vandamál, og eftirmenn hans hugsa svipað. Framsóknarmenn hafa helzt í frammi tilburði til að hamla gegn verðbólgunni. Á þeim ágreiningi gæti stjórnin fallið. Margir telja þó líklegra, að stjórnarlið- ar muni að lokum koma sér saman um einhver lítilfjör- leg úrræði, hinar hefðbundnu bráðabirgða,,redding- ar”. í vanda sínum kom nokkrum forystumönnum stjórnarliðsins það ráð í hug, að þing skyldi rofíð og efnt til nýrra kosninga. Þá mætti vera, sögðu þeir, að rikisstjórnin héldi meirhluta sínum á þingi og alþýðu- bandalagsmenn fengjust til að taka verðbólguna taki, eftir að búið væri að kjósa. Nú fer minna fyrir slíkum tillögum en var fyrir viku. En þess sjást heldur ekki merki, að stjórnarliðar viti, hvernig brugðizt skuli við vandanum. Með hverjum degi sem líður höldum við lengra út í fenið. NU ÞARF AÐ BRJÓTA BLAÐ Enn einu sinni þurfa stjórnendur íslensku þjóðarskútunnar að beygja sig fyrir öflugum og háværum þrýstihópi, sem kemur rök og þjóðarhagur ekkert við. Enn einu sinni eru viðnámsráðstafanir íslenskra stjórnvalda gegn verðbólgu að engu orðnar og ný verðbólguholskefla mun æða yfir þjóðfélagið á næstu mánuðum, þótt kannski sjái einhverjar bráðabirgða- ráðstafanir dagsins ljós, svo öldufaldinn beri við himin, þegar gengið verður til kosninga eftir tæplega hálft annað ár, svo að aðrir þurfi að hreinsa flórinn til fulinustu. Á þetta horfa hnipnir stjómmála- menn og meirihluti þjóðarinnar án þess að geta neitt að gert. En hve lengi gengur þetta svona? Hvenær kemur að því að meiri hluti þjóðarinnar rekur upp eitt fima mikið öskur og segir: Hingað og ekki lengra! í ystu myrkur með þrýstihópa og fyrirgreiðslupostula, byrjum að byggja upp skynsamlegt þjóðfélag. Ógnarvald Sjómenn og útgerðarmenn hafa um langan aldur í raun ráðið stefn- unni í efnahagsmálum þjóðarinnar. Eftir kröfum þeirra og fyrirskipunum hafa aðrir aðiiar í þjóðfélaginu þurft að bukka sig og beygja, því að þeir Kjallarinn Magnús Bjamfreösson hafa það ógnarvaid að getá stöðvað stærsta hlutann af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og í raun Iokað landinu, hvenær sem þeim þóknast. Fyrir slíku ógnarvaldi hljóta menn að beygja sig, enda varðar forystumenn þessarar atvinnugreinar hvorki um skoðanir né rök annarra manna, þess vegna gætu höfuð þeirra verið gerð úr tré í stað þeirra efna sem höfuð annarra manna em mynduð úr. Vogi einhver sér að vefengja skilyrðislausan rétt þeirra tilþéss að ráðskast með fjöregg þjóðarinnar, efnahagsmálin, er hann úthrópaður sem afglapi og óvinur alþýðunnar! Hrikalegt launamisrótti En hvemig eru launakjör sjómannastéttarinnar? Lepja hetjur hafsins dauðann úr skel? Er vinnuálag þeirra óhóflegt? Er þjóðin dæmd til þess að dansa eftir pipu þeirra um aldur og ævi. Litum fyrst á launakjörin. Það veröur ávallt matsatriði, hvort hlutur sjómanna í heild sé of hár eða ekki. En þegar rætt er um launakjör sjómannastéttarinnar blasa gjama við augum manna háar launatölur. Þau laun eru svo há að hátekjumenn í landi þurfa ekki að láta sig dreyma um að komast nálægt þeim, jafnvel ekki þótt þeir vermi ráðherrastóla. Hitt gleymist gjarna, viljandi eða óviljandi, að fleiri eru á sjó en þessir menn. Fjöldi sjómanna er á lágum launum, svo lágum að við land- krabbar eigum erfitt með að skilja, hvernig þeir fást til þess að sinna störfum sínum fyrir þau. Og það sem er allra verst í þessum málum er það, Lopinn teygður um stof nanamenn: í húsi föður míns voru marg ar vistarverur í starfsmannaskrá íslenzka ríkisins segir frá mannaráðningum Alþingis árið 1980. Þar kemur fram að þinginu eru heimiluð 22.19 stöðugildi eins og það heitir á stofnanamáli. Þrátt fyrir þessa ótvíræðu heimild hefur Alþingi ís- lendinga ráðið í 48.76 stöðugildi árið 1980 eða .26.57 stöðugildi umfram heimildir. Á íslenzku máli þýða þess- ar auka ráðningar Alþingis á starfs- fólki að rúmlega helmingur fólksins er ráðinn utan við lög og rétt. Þetta er fallegt fordæmi sem löggjafarsam- koma þjóðarinnar veitir óbreyttum þegnum enda er skákað í skjóli þess að einstaklingurinn er ekki vanur að svara fyrir sig. Von bráðar má þvi vænta þess að önnur hver fjölskylda landsins hafi einn opinberan starfsmann ríkis eða sveitarfélaga á sínu framfæri. Kjallarinn Ásgeir HannesEiríksson Ármenn f dagrenningu Hugsjónir aldamótafólksins fengu farsælar lausnir með heimastjórn á síiium tíma. Þar með riðluðust hiut- verk gömlu stjórnmálaflokkanna í byrjun aldarinnar. Á rústum þeirra risu upp ný pólitísk öfl og margir Q „Til forystu í málefnanefndum miðstjórn- ar Sjálfstæöisflokksins völdust eingöngu opinberir starfsmenn. Þar situr enginn tals- maður launafólks eöa atvinnurekenda. Þar sit- ur enginn fulltrúi bænda eöa búaliðs frekar en sjómanna og útgerðar eða iðju og iðnaðar, hvað þá verzlunar. Þar situr nefnilega enginn fulltrúi fyrir íslenzkt einkaframtak,” segir Ás- geir Hannes Eiríksson í grein sinni. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.