Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. Andlát I Afmæli Maria Jéasdéltir lézt 28. desember 1981. Hún var fædd 10. júní 1914 aö Amarhóli í Vestmannaeyjum. Foreldr- ar hennar voru Ólafia Jóhannsdóttir og Jón Tómasson. María var gift PáU Sveinssyni, þeim varð ekki barna auðið. Maria Jónsdóttir, áður til heimilis að Háteigsvegi 11, verður jarðsungin í dag frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Guðmundina Asa Víglundsdóttir lézt 25. desember 1981. Hún var fædd 28. desember 1889 á ísafirði. Foreldrar hennar voru Víglundur Ásbjörnsson og Sigríður Jónsdóttir. Guðmundína Ása var gift Sigurbirni Bjarnasyni, þeim varð ekki barna auðið, en systurdóttir hennar ólst upp hjá þeim. Guðmundína vann fiskvinnu og margt fleira. Útför hennar fer fram í dag, 7. janúar. Anton Sigurðsson, Unufelli 31, verður jarðsungin föstudaginn 8. janúar 1982 kl. 15 frá Bústaðakirkju. Ármann Jónsson hæstaréttar- Iögmaður, Rauðalæk 38 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 8. janúar nk.ki. 10.30 f.h. Boðvar Ingvarsson frá Ásum, Vest- mannaeyjum, Álfheimum 30 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 9. janúar kl. 14. Guðný Sverrisdóttir, Nýbýlavegi 36 Kópavogi, lézt í Landspítalanum 5. janúar 1982. Herdís Þorleifsdóttir lézt i sjúkrahúsi Siglufjarðar 5. janúar. Jón Jónsson frá Litlahvammi, Álfhólsvegi 43 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 13.30. Magnús Helgason verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 8. janúar kl. 13.30. Ragnheiður Laufey Vilmundardóttir, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 6. janúar. Sigurður Normann Júlíusson, Safamýri 52 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. janúar kl. 15. Sólveig Erlendsdóttir, Köldukinn 12 Hafnarfirði.er lézt á St. Jósepsspitala Hafnarfirði 3. janúar sl., verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 8. janúar kl. 15. Sveinsina Bergsdóttir, Suðurgötu 5 Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 9. janúar kl. 2e.h. Tryggvi Kristvinsson yfirlög- regluþjónn, Húsavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 8. janúar kl. 13.30. 90 ira er I dag Gnðný Guðjénsdéttir Guðný er fædd 7. janúar árið 1892, að Böðvarshóli i V-Húnavatnssýslu, en þar bjuggu foreldrar hennar, Guðjón Helgason, ættaður frá Vopnafirði, og Kristín Ámadóttir. 90 ára afmælið heldur Guðný hátíð- legt á heimili Hans Johannsen og fjöl- skyldu hans að Furugrund 20 Kópavogi, fráklukkan 16-19. Tilkynningar. Laxness-sýning á Kristalssal Þjóðleikhússins í tilefni sýningar Þjóðleikhússins á Húsi skáldsins og áttræðisafmæii Halldórs Laxness nú í vor hefur Þjóðleikhúsið efnt til sýningar á Kristalssal á ýmsu myndefni sem rifjar upp feril skáldsins i leikhúsum. Auk mynda úr sýningum á verkum skáldsins í leikhúsum Reykjavíkur er einnig t.d. veggspjald frá sýningu Silfurtúnglsins í Moskvu, myndir af sýning- unni á Kristnihaldi undir jökli í Þrándheimi og Dúfnaveizlunni í Árósum. Þá er sýnt frumhandrit Laxness að leikgerð íslandsklukkunnar og annað tengt efni, en hún var sem kunnugt er ein af opnun- arsýningum leikhússins. Þá er málverk sem Jó- hannes Kjarval málaði af því tilefni og nefndi Is- landskiukkuna, sömuleiðis teikning af Laxness, sem var gerð af sama tilefni. Eftirtalin verk Laxness hafa verið flutt í Þjóðleik- húsinu: íslandsklukkan (1950 og 1968), Silfurtúnglið (1954 og 1975), Strompleikurinn (1961), Prjónastof- an Sólin (1966) og Sjálfstætt fólk (1972), leikgerð Baldvins Halldórssonar. Loks var svo Hús skáldsins í leikgerð Sveins Einarssonar frumflutt nú um hátið- irnar, eins og kunnugt er og hefur fengið afbragðs viðtökur. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa. Svartur köttur týndur Svartur fressköttur fór frá heimili sínu, Otrateig 5, á gamlársdag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar kötturinn er vinsamlegast hringi í síma 37276 eftirkl. 18. Fundarlaun. Kvenfélag Háteigssóknar býður eldra fólki i sókninni til samkomu i Domus Medica sunnudaginn 10. janúar kl. 15. Fjölbreytt skemmtiatriði. Gullna hliðið í Keflavik Lítla Ieikfélagið, Garði, sýnir Gullna hliðið eftir Davið Stefánsson í Féiagsbiói i Keflavík föstudaginn 8. janúar kl. 21. Leikstjóri er Jón Júlíusson. Takmarkanir á þorskveiðum Sjávarútvegsráðnuneytið hefur nýlega gefið út reglu- gerð um takmarkanir á þorskveiðum togskipa árið 1981, reglugerðnr. 688/1981. Þorskveiöitakmarkanir togskipa verða samtals i 150 daga á árinu og skiptast þannig: 1. í janúar—apríl: alls 45 dagar, þar af a.m.k. 15 dagar i janúar og febrúar. 2. í mai—ágúst: alls 60 dagar, þar af a.m.k. 35 daga á tímabilinu frá 1. júli til 31. ágúst. 3.1 spet.—des.: alls 45 dagar. Lcyfilegt hlutfall þorsks i afla á togskip, sem cru i þorskveiðibanni, má ekki fara fram úr: 5°7o í 40daga, 15<7o í 55 daga og 30% í 55 daga. Útgerðaraðilum er gert að tilkynna að lokinni löndum hverju sinni hve lengi skip lét af þorskveiö- um, hvert var hlutfall þorsks í afla og i hvaða pró- sentuflokk veiðiferð falli. Sérprentun af reglugeröinni verður fljótlega dreift til hlutaðeigandi útgerðarmanna. Sextán. Unglingablað. Unglingar skrifa í pósthólflð, svör við ýmsum spurningum, smásaga, viðtal við Her- mann Gunnarsson, Hildur Eiriksdóttir, stjórnandi Laga unga fólksins, spurð ýmissa spurninga, kyn- ferðisfræðsla, snyrtikennsla og fleira. Refsigleöi kerfisins sýnir enga miskunn Af hverju verða börn afbrotamenn? Bókstafurinn ræður ferðinni í fangamilum Ársskýrsla framkvæmdastjórnar Verndar Vernd — Fangahjálpin fjallar um ýmislegt sem viðvíkur fangamálum, af hverju börn verða afbrotamenn, stóraukna veltu félagssamtakanna Verndar og fleira. í gærkvöldi ' í gærkvöldi LÍTIÐ VARIÐ í NÁTTÚRUNA í SVART/HVÍTU Ósköp var ég litlu nær þó ég fylgd- ist e.t.v. óvenjunáið með dagskrá sjónvarps í gærkvöldi. Útvarpið varð því miður að víkja að mestu, þar sem yngri meðlimur fjölskyldunnar er hlynntari skjánum og fékk að ráða, aldrei þessu vant. Barnaefnið hlýtur að hafa verið í betra lagi, fyrst þriggja ára gutti gat setið svo til grafkyrr milli sex og sjö, eða hvað? Talandi um barnaefni, þá er aUt í lagi að slást í hópinn og heimta meira af slíku. Og þar mætti gjarnan sýna þessum litlu, „sak- lausu” sálum eitthvað annað en sí- fellda hrekki og prakkarastrik. Mln athygli vaknaði fyrst í frétta- tímanum. Ég stend aldrei svo upp frá honum að ég finni ekki til smáöfund- ar út í sjónvarpið yfir þeim möguleik- um sem þar bjóðast til að koma frétt- um fljótt og vel til skila. Enda standa þeir sig oftast vel. Una álfkona var bara á^æt, af þjóðlegu efni að vera, mátulega langt ti! að vera ekki leiðinlegt. Vaka vakti ekki hjá mér neina löngun til leikhús- ferða, enda sennilega talin ómenning- arleg í meira lagi. Dallas var ekkert verra en venjulega. Ég held nú, hvað sem aðrir segja, að á meðan maður hefur sig ekki til frekari afreka en að sitja fyrir framan sjónvarpið, þá sé þetta ekkert verra en margt annað. Þar sem kassinn minn er svo gam- all og lúinn og ekki farinn að fram- leiða lit ennþá, sleppti ég síðasta liðnum enda lítið varið í að skoða náttúruna í svart/hvítu. Heimilisstörfin tóku við undir stöðugum húrrahrópum Hermanns Gunnarssonar, sem var að lýsa lands- leik í útvarpinu. Þetta hlýtur að hafa verið eitt af þessum frábæru sterku erlendu liðum sem svo oft er talað um þegar sigur vinnst. Og Guðjón Matt. kvaddi jólin þægilega með nikkunni, alls ekki svo galið svona á þrettánd- anum. -JB. IðnaOarfolaöið. Meðal efnis þcss er að þessu sinni: Streita, varúð í notkun stiga og trappa, framfarir í matvælaiðnaði, hnakktöskur, sumarhús, stórbyggingar og fleira. Freyr, desemberblað, fjallar að þessu sinni um Bændaskól- ann á Hvanneyri, nythæstu kýr nautgriparæktarfé- laganna 1980, viöbrögð fólks í sveit I N-Noregi þegar hreppurinn lagði á sorphiröingargjald, sagt frá viku Grænlandi og fleiru. Kirkjuritið. í þriöja hefti 1981 er ræða dr. Sigurbjörns Einars- sonar og afmæliskveðja til hans. Sr. Sigurður Guðmundsson Grenjaðarstað skrifar um Pétur Sig- urgeirsson biskup og fleira. t fjórða heffl Kirkjuritsins er aöalefni: Friður á jörðu.ijreinar skrifaðar af þátttakendum á ráðstefn- unni um frið á jöröu í Skálholti. Skólamót Blaksambands ís- lands — innritun fyrir 10. janúar. Skólamót BLÍ fer fram i febr.-apríl. Keppt verður I þremur flokkum karla og kvenna, grunnskóla- flokki, framhaldsskólaflokki og háskólaflokki. Þátttökugjald er kr. 350 fyrir lið í grunnskóla- flokki, en kr. 500 fyrir hina. Þátttaka tilkynnist skrifstofu BLÍ pósthólf 864 Reykjavík, s. 86895, fyr- ir 10. janúar. Þátttökugjald fylgi með tilkynningu, yfirstrikuði ávísun. íslandsmól yngrí flokka 1982. íslandsmót yngri flokka fer fram í febr.-april, keppt verður í 2., 3. og 4. flokki pilta og stúlkna, þar sem 2 eða fleiri lið tilkynna þátttöku. Þátttökugjald er kr. 450 fyrir hvert liö, en félagi er nú heimilt að senda 2 lifl I flokk. Þátttaka tilkynnist BLl fyrír 10. janúar, og skal þátttökugjald fylgja. Ægir, desemberblað, fjallar að þessu sinni um fiskiþing. Ný fiskiskip, fiskverð, útfluttar sjávarafurðir, reglu- gerð um loðnuveiðar og fleira. Hlýnur. Útgefendur blaðsins eru LÍS og NSS. Meðal efnis í 5. blaði 1981 er viðtal við Björn Ingvarsson, sem fellur af hestbaki með spjót i sér I kvikmyndinni Út- laginn. Stjórn og framkvæmdastjórn LÍS kynnt, viðtöl, vísur og fleira. Sin(ónkihljómsveit íslands — Vínarkvöld Áttundu áskriftartónleikar þessa starfsárs verða fimmtudaginn 7. jan. ’82, og hefjast að venju kl. 20.30. Tónleikar þessir bera nafniö ,,Vínarkvöld” þvi að eingöngu verður leikin og sungin létt óperutónlist frá Vín, m.a. eftir Strauss, Lehar o.fl. Stjórnandi er Páll P. Pálsson, sem óþarfi er að kynna íslenzkum tónlistarunnendum, þó má í þessu tilefni taka fram, að Páll er fæddur Austurrikismað- ur og er þessi tónlist í blóð borin. Einsöngvarinn, Sigrid Martikke, er fædd í Magde- burt í Þýzkalandi. Hún var fyrst ráðin að „Kom- ische Oper” í Ðerlín, óperustjóri þar var þá Walter Felsenstein. Siöan var hún í tvö ár óperettu,,diva” í Sviss og eftir þaö fimm ár óperu- og óperettusöng- kona við óperuhúsið i Graz. Frá 1975 hefúr hún ver- ið ein af aðalsöngkonum Volksoper í Vín. Sigrid Martikke hefur sungiö víöa sem gestur m.a. við óperurnar í Hamborg (Musetta í Boheme) og Mtlnchen (greifynjan í Brúðkaúpi Fígarós). Enn- fremur hefur hún farið í tónleikaferöir til Bandaríkj- anna, Hollands, Belgíu, Englands, Israels, Norður- landaog Japans. Auk þess hefur hún sungið inn á hljómplötur og komið fram í útvarpi og sjónvarpi í Austurríki, Þýzkalandi og Danmörku. Skókþing Kópavogs hefst nk. laugardag. 9. janúar 1982, kl. 14. Teflt verður að Hamraborg 1, kjallara, á laugardögum og miðvikudagskvöldum, alls 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Tímamörk verða 2 klukkustundir á 40 leiki og síð- an 1 klst. á hverja 20 leiki þar framyfir. Þátttökugjöld hafa veríð ákveðin kr. 100.- fyrir fulloröna, en kr. 50.- fyrir unglinga (19 ára og yngri). Sérstakt drengjameistaramót (14 ára og yngri) hefst aö þessu móti loknu. Hjólagrind undan bamavagni tekin í Mávahlfð Forcldrar, vinsamlega spyflifl bðrn ykkar hvort þau hafi séð hjólagrindina. Þetta er glænýr barnavagn og tnjög bagalegt að fá ekki hjólin undir hann. Þeir sem vita hvar grindin undan barnavagninum er vinsamlega hringi I slma 12082 eða Iátið vita á af- greiðslu DVI sima 27022 eða 86611. Herrakvöld Njarðar Lionsklúbburinn Njörður heldur sitt árlega herra- kvöld föstudaginn 8. jan. kl. 19.30 í Lækjar- hvammi, Hótel Sögu. Þar veröur margt til gamans gert, og verður ómar Ragnarsson aðal- skemmtikraftur kvöldsins. Svavar Gests mun annast uppboö málverka, sem eru eftir flesta þekktustu listamenn landsins, einnig verður happdrætti með fjölda vandaðra vinninga. Heiðursgestur kvöldsins verður Guðmundur Magnússon háskólarektor og aðalræðumaöur er Davíð Oddsson borgarfulltrúi. Allur ágóöi rennur til liknarmála. Aðgöngumiðar fást keyptir hjá Verzluninni Tékk-Kristal, Laugavegi 15. Skyndileghálka: Metdagur í árekstrum Skyndileg hálka á götum Reykja- víkur olli árekstrameti í gær. Tilkynnt var um 27 árekstra frá kl. 6 í gær- morgun til kl. 20 í gærkvöld. Þá urðu þrjú umferðarslys. Ekið var á gangandi vegfaranda á horni Rauðarárstígs og Hverfisgötu. Þá var ekið á gangandi vegfaranda við Bústaðaveg. í báðum tilfellum voru viðkomandi fluttir á slysadeild. Þá var ekið á umferðar- merki á móts við Hringbraut-Njarðar- götu um tvöleytið í nótt og var ökumaður fluttur á slysadeild. -ELA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.