Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. 35 Sjónvarp „RJÚKANDIRÁД - útvarp kl. 20,30: ISLENZK OPERETTA UM REFILSHGU RÉTTLÆTISINS í fréttatilkynningu útvarpsins er efni óperettunnar, Rjúkandi ráð kynnt á þessaleið: „Stefán Þ. Jónsson veitingaraaður hefur mikið umleikis, og þá er gott að hafa ljúfa og elskulega dóttur við af- greiðsluna. Ekki er með öllu tíðinda- laust í bænum, því sá stórhættulegi Skarphéðinn Nílsen gengur laus ennþá einu sinni og allt lögregluliðið, að heita má, á hælum hans. Kristín, móðir Skarphéðins, er ákveðin kona sem veldur Stefáni veitingamanni talsverð- um áhyggjum, unz hann sér sitt óvænna og fær strokufangann í lið með sér. Eftir það má segja að fari að „hitna í kolunum”.” Þetta er endurflutningur frá 1960. Með hlutverk fara Kristinn Hallsson, Steinunn Bjarnadóttir, Erlingur Gísla- son og fleiri góðkunnir kraftar. Höf- undur var skráður Pír Ó. Man, en leik- stjóri Flosi Ólafsson. Við slógum á þráðinn til hans. „Rjúkandi ráð var frumsýnt haustið 1958,” sagði Flosi. „Það var fyrsta verkefni í fyrirtæki, sem hét Nýtt leik- hús. Var ég þar leikhússtjóri. Þá var ekkert óperuhús í bænum og fórusýn- ingar fram i Framsóknarhúsinu við Tjörnina. Áður hafði þar verið Nordalsíshús. Endanlega hefur það nú EINSONGURIUTVARPSSAL —útvarp kl. 20,05: Ólöf Harðardóttir og Erik Werba „Frábærir ljóðatónleikar,” skrif- aði gagnrýnandinn Eyjólfur Melsted um söng Ólafar Kolbrúnar Harðar- dóttur hjá Tónlistarfélaginu. i Reykjavík í haust. „Það er stór tón- listarviðburður, þegar þau leggja saman, Ólöf Kolbrún og Erik Werba.” Mörg af lögunum, sem sungin voru á þessum tónleikum, fáum við að heyra í kvöld. Og vist er, að varla hefði Ólöf getað fengið betri undir- leikara en Erik Werba. Hann þykir einn fremsti undirleikari Evrópu við ljóðasöng og kennir við ljóðadeildina við tónlistarháskólann í Vínarborg. Þar hafa íslenzkir nemendur stundað nám. M.a. Sigríður Ella, sem hann einnig hefur leikið undir hjá, á vegum tónlistarfélagsins. Hann hefur einnig þrisvar sinnum haldið námskeið í ljóðatúlkun við Söngskólann í Reykjavík. Það er hreina loftið og kyrrðin, segir hann, sem laðar hann hingað til lands. Á söngskránni í kvöld verða tólf lög eftir tónskáldin Sibelius, Schu- bert, Brahms og Richard Strauss. Flest eru þau gerð við undurfallega texta, þar sem skáldin reyna að lýsa tilfinningum ungra stúlkna. Tón- skáldin hafa siðan reynt að klæða þessi ungmeyjarljóð í viðeigandi bún- ing. 1 i Þarna á meðal er hið fræga ljóð Runebergs „Flickan kom ifrán sin álsklings möte”, lag eftir Sibelius. Og annað af fegurstu lögum Sibeliusar: „Svarta rosor”. Eftir Brahms fáum við „Stúlkan talar” og „Stúlkuljóð” og eftir Strauss „Du, meines Herzens Kröne- lein” (Kóróna hjarta míns). Loks eru lög eftir Schubert eins og við texta Goethes „Liebhaber in allen Gestalten” (Elskhugi í öllum myndum). Einnig hið fræga „An die Musik” við texta eftir Schober. -IHH Ólöf K. Harð- ardóttir þótti halda afar góða Ijóðatón- leika síðastlið- ið haust við undirleik Eriks Werba. t kvöld heyrum við ýmis ljóð- anna, Ld. „Svarta rosor” og „An die Musik”. verið keypt af hinu opinbera til að skjóta skjólshúsi yfir listina í landinu.” Flosi sagði ennfremur að óperettan Rjúkandi ráð hefði náð gífurlegum vinsældum og verið sýnd allan veturinn við mikinn fögnuð Reykvíkinga og nærsveitarmanna. „Fyrirtækið gaf ótrúlega mikið í aðra hönd og var kærkomið innlegg í menningarlíf höfuðstaðarins,” sagði Flosi alvarlegur í bragði. „Hvert er efni óperettunnar? ” „Hún fjallar um refilstigu réttlætis- ins,” sagði Flosi. „Auk þess um kven- legan yndisþokka, frjálst framtak, ást og afbrýði, óyfirstíganlega erfiðleika við að láta karlakór lögreglumanna hljóma rétt, áfengisbölið í landinu og loks óviðunandi réttarstöðu skúringa- konunnar í þjóðfélaginu.” Þess skal að lokum getið að það hef- ur valdið bókmenntafræðingum mikl- um heilabrotum hvaða skáld muni leynast bak við dulnefnið Pír Ó. Man. Úr því hefur ekki fengizt skorið. Sam- anburðarrannsóknir benda til að höf- undar kunni að vera fleiri en einn. Þess má ennfremur geta að til er griskt orð: pyroman sem þýðir: brennuvargur. IHH Menningarstofnunin. Nýtt leikhús, frumflutti óperettuna. Rjúkandi ráð. i Framsoku- arhúsinu við Tjörnina i Reykjavik árið 1958. Leikstjóri og leikhússtjóri var Flosi Ólafsson. SÍMI 15932 KAFFI- VAGNINUM V/GRANDAGARÐ íkvöld og annað kvöíd ..........\ Hárgreiðslustofan Gigja Stigahlið 45 - SUÐURVERI «. hœfl - Simi 34420 ■* Kvennatímar í badminton! 6 vikna námskeið að hefjast. Einkum fyrir heimavinnandi húsmæður. Holl og góð hreyfing. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1 — Slmi 82266. Veðurspá dagsins Frekar hæg norðlæg átt, smáél við norður og austurströndina. Bjart áSuður-og Vesturlandi. Tals- vert frost á landinu, allt upp í 16 stig, gæti dregið úr frosti með imorgni. i Kl. 6 i morgun: Akureyri snjó- Skoma -8, Bergen léttskýjað -11, Helsinki léttskýjað -22, Osló létt- skýjað -20, Reykjavík léttskýjað -9, Stokkhólmur él -6, Þórshöfn létt- skýjað -2. Veðrið hér og þar Kl. 18 i gær: Aþena hálfskýjað 14, Berlín snjókoma -7, Chicago alskýjað -7, Feneyjar þokumóða 4, Frankfurt léttskýjað -5, Nuuk skaf- renningur 4, London léttskýjað 0, Luxemborg léttskýjað -6, Las Palmas heiðskirt 20, Mallorka hálf- \ skýjað 15, Montreal alskýjað -12, New York alskýjað 6, París skýjað - 1, Róm þokumóða 13, Malaga létt- skýjað 15, Vín slydda 1. Gengið i Gengisskráning nr. 249. ‘30. desamber 1981 kL 09.15. =\ Faröa 1 Eining kl. 12.00 v Kaup T manna f ***** v|^ialdeyrir| |1 Bendarlkjadollar I 8,193 8,217 9,038 !1 Stariingspund ’ 15,579 15,625 17,187 j1 Kanadadollar 8,923 6,943 7,637 1 Dönsk króna 1,1102 1,1134 1,2247 !1 Norskkróna 1,4017 1,4058 1,5463 |1 Sasnskkróna , 1*4704 1,4747 1,6221 1 Rnnskt mark 1,8718 1*773 2,0850 1 Franskur f ranki l 1,4292 1,4334 1,5767 1 Belg. franki t 0,2136 0,2142 0,2356 1 Svissn. franki 4*6418 4,5549 5,0103 1 Hoilenzk florina | 3,2881 3,2957 3,8252 1 V.-þýzkt marfc | 3,6140 3,8248 3,9870 1 itöbk lira 0,00678 0,00680 0,00748 1 Austurr. Sch. 0,5158 0,5173 0,5690 1 Portug. Escudo 0,1248 0,1262 0,1377 1 Spánskur pasati 0,0840 0,0842 0,09262 1 Japanskt yen 0,03727 0,03738 0,04111 1 irsktound í 12*83 12*21 14,213 8DR (aérstflk 1 9,5118 9,5396 01/09 Sknsvarl vagna gangisskráningar 22190. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.