Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 7
dur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Það er mjög gagnlegt að færa minnisbók. Sama í hvaða starfi þú
ert. Með því sleppur þú við áhyggjur og ótta, auk margvíslegra
leiðinda og jafnvel hárra aukaútgjalda.
Auk þess eru minnisbækur gagnlegar til uppsláttar síðar meir. í
Pennanum er eitt mesta úrval dagbóka við hæfi allra.
Nýttu vel tímann þinn, notaðu minnisbók.
cm>
Hallarmúla 2, Laugavegi 84,
Hafnarstræti 18
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982.
Mismunur á raf magni og hita á Selfossi og
á Eskifirði:
Okkur hjónunum
finnst við
borga smáaura
- segir Regína og telur mismuninn svakalegan
á þessum tveimur stöðum
„Okkur hjónunum finnst þaö
smáaurar sem við borgum fyrir
rafmagn og hita miðað við á
Eskifirði,” sagði Regína, fréttaritari
DV á Selfossi, í spjalli við Neytenda-
síðuna.
,,Ég bý hér í 130 fermetra íbúð og
borga 953 krónur fyrir rafmagn og
hita í tvo mánuði. Sonur minn sem
býr í piparsveinablokkinni á Eskifirði
sagði mér hins vegar að þau hefðu
þurft að greiða 3.630 krónur fyrir 108
fm íbúð í jafnlangan tíma.
Sonur minn og kona hans eru
barnlaus og vinna úti allan daginn.
Drekka bæði morgun- og eftir-
miðdagskaffi í vinnunni. Og ég held
að piparsveinablokkin sé vel
einangruð,” sagði Regína. „Þetta er
alveg svakalegur munur og þó er
þetta ekki stærsta dæmið sem ég veit
um.
Ég fór á fund með Steingrími og
fleiri ráðamönnum þegar ég var á-
Ströndum og þá stóð upp ráðsettur
maður, Guðmundur Valgeirsson.
Hann sagðist hafa hlakkað mikið til
að fá rafmagnið. Núna sæi hann ekki
fram á annað en loka fyrir það.
Rafmagnið væri of dýrt til að nota
það.
Ég held að það sé alveg rétt sem
einhver verkalýðsforingi á Vest-
fjörðum sagði að það ætti að koma
upphitunarkostnaði úti á landi inn í
samningana,” sagði Regína.
Þá sagði hún að ennþá væri unnið
af fullum krafti í fiskinum á Selfossi
og væri ekki annað að sjá en allt
gengi vel. -ELA.
.Kegina er onress meö verðmismuninn á rafmagninu á Selfossi og á Eskifirði.
Myndin sýnir lagningu rafmagnslinu.
Hvaó þurfti ég
aðgetaídagr
Fisksalar i Reykjavfk vinna nótt og dag við að aka milli Reykjavfkur og hafnarstaða úti á landi, i þeirri von að fá nýjan fisk
fyrir viðskiptamenn sfna.
Slegizt um hverja ýsu á höfnunum hér í kring:
EINN FISKSALINN
SÆKIR FISK VESTUR
A SNÆFELLSNES
—og konumar hamstra í f rystikisturnar
Nýr fiskur er sjálfsagt aldrei ljúf-
fengari en einmitt eftir stórhátíðar.
Það var því hálfgert áfall fyrir margar
fjölskyldurnar þegar í ljós kom að
flestallar fískbúðir í bænum eru
lokaðar þessa dagana. Þó deyja ekki
aUir fisksalar ráðalausir og sumir gátu
boðið upp' á glænýjan fisk þrátt fyrir
verkfaU og fiskleysi.
Fiskbúðin Hafrún í Skipholti auglýsti
t.d. mikið úrval af nýjum fiski 1 fyrra-
dag og einstaka fleiri verzlanir. Eigandi
Hafrúnar, Magnús Sigurðsson, gerði
sér líka ómak til að ná í fiskinn. Hann
ók sem leið lá vestur á Snæfellsnes eftir
honum.
Þá munu einhverjir físksalar hafa
farið á hafnirnar hér 1 kring,
Þorlákshöfn, Sandgerði og viðar, en á
þeim stöðum var að sögn slegizt um
hverja ýsu.
Fisksalar þeir sem DV ræddi við
voru á einu máli um að á næstu dögum
yrði erfiðara að ná í nýjan fisk og
margir físksalar myndu því neyðast til
að loka búðum sínum.
{ þeim fískbúðum sem opnar voru í
fyrradag og í gær hefur yerið stanzlaus
ös. Var á mörgum að sjá að
frystikistuna ætti að fylla af fiskinum
meðan hann fengist.
-ELA.
DANSSKOLI
Siguróar
Hákonarsonar
ALLIR ALMENNIR DANSAR
ATH. einnig rock — stepp — dömubeatog fleira
KENNSLUSTAÐIR:
Félagsheimili Víkings v/Hæöargarð
Þróttheimar v/Sæviðarsund
Félagsheimili Kópavogs v/Fannborg 2
Kennsla hefst frá og með 11. janúar.
Innritun og upplýsingar í símum
41557 og 74651 milli kl. 10 og 19.
SÍÐASTIINNRITUNARDAGUR
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
DSÍ