Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. 3 Enn þjarkað um söluna á Biff reiðastöð Steindórs: Hvað segja bíl- stjórarnír? Sala Bifreiðastöðvar Steindórs hef- ur vakið mikla athygli og umtal. Rætt hefur verið um að salan sé ólög- leg eins og að henni hefur verið staðið. Stendur samgönguráðherra frammi fyrir þvi áð taka ákvörðun um hvort viðskiptin skulu ógilt eða látin standa. Formaður Félags atvinnubílstjóra, Úifur Markússon, hefur látið stór orð_falIa um sölu stöðvarinnar._ Hefur Tiann nefnt hana „óprúttna fjárplógsstarfsemi”, sagt fyrrverandi eigendur hennar vera þarna að losa sig við gamalt útgengið drasl á topp- véfði,' þar sem atvinnuleyfin séu not- uð sem agn. En hvað segja bílstjórarnir sem keyptu stöðina. DV hitti þrjá þeirra að máli í gær. -JSS „HELBER OG RAKALAUS ÓSANNINDI” — segir Kristján Benediktsson bifreiðastjóri um fullyrðingar formanns Frama ”Margt af því sem sagt hefur verið vegna sölu Bifreiðastöðvar Steindórs eru helber og rakalaus ósannindi,” sagði Kristján Benediktsson bifreiða- stjóri er DV leitaði álits hans. „Aðalatriði málsins er að þarna er ekki verið að selja leyfi. Bifreiðastöð Steindórs tilheyra 45 atvinnuleyfi. Við göngum inn í þetta starfandi fyrirtæki. Leyfin eru skráð á stöðina og verða það áfram en tilheyra okkur ekki sem ein- staklingum. Þaðan af síður fylgja þau bílunum. Þetta vil ég undirstrika ræki- lega. Verð bilanna var metið af sérfróðum aðilum. Þeir voru siðan keyptir á mats- verði. Gjaldmælar og talstöðvar sem ekki teljast fullnægjandi samkvæmt nútímakröfum, fylgdu með án endur- gjalds. Síðan greiddum við ákveðið fyrir viðskiptavild, sem einnig var metin af sérfróðum aðilum á sínu sviði. En eins og ég sagði áður eru leyfin sem slík ekki seld. En að sjálfsögðu eru þau forsenda fyrir rekstri stöðvarinnar. Víst er rétt að töluverður hluti bíl- anna þarfnast endurnýjunar. Hún verður framkvæmd sem allra fyrst. Við greiddum fyrir þá bíla miðað við ástand og aldur. Hins vegar má ekki gleyma því að álíka margir bilar eru í þokkalegu eða góðu ástandi. Vegna þess sem haft hefur verið eftir Úlfi Markússyni, formanni Bifreiða- stjórafélagsins Frama, vil ég taka það fram að margt af því sem hann hefur fullyrt um Bifreiðastöð Steindórs eru helber ósannindi. Ég ítreka að atvinnu- leyfi á stöðinni eru 45 talsins. Þessi tala breytist ekkert við sölu stöðvarinnar. Það verður því hvorki um fjölgun né fækkun að ræða á leyfum í Reykjavík. Því er þessi berserksgangur sem Úlfur hefur gengið, alveg óskiljanlegur. Hvað nú gerist get ég ekkert sagt um. Við munum standa fast á okkar rétti. Þarna er um að ræða atvinnu 34 manna. Við tókum frekar þann kostinn að kaupa fyrirtækið, sem starfað hefur frá 1914 en að missa atvinnuna. Við berjumst þvi réttlætisbaráttu. Salan er að okkar mati fullkomlega lögleg. Við Iétum kanna itarlega hvort svo væri. Víst eru til staðar ákveðin ágreiningsefni. Okkur þykir eðlilegast að dómstólar verði látnir skera . lúr um þau frekar en að óbætanlegt tjón hljótist af gerræðislegum aðgerðum,” sagði Kristján að lokum. -JSS „Bjartsýnn á að þetta blessist á endanum” — segir Þórður Valters brfreiöastjóri „Ýmislegt sem fram hefur komið í sambandi við söluna á Bílastöð Stein- dórs er þvílík endaleysa að engu tali tekur,” sagði Þórður Valters bílstjóri. ”Við, bílstjórarnir á stöðinni, höfum ákveðið að svara ekki stórum orðum með öðrum stærri. Hins vegar er ýmis- legt sem þarf greinilega leiðréttingar við. Við kaupum bilana til dæmis á gangverði, eða því verði sem fengizt hefði fyrir þá á bílasölum. Því er ekki að neita að sumt af því dóti sem þeim fylgir er orðið lélegt, svo sem gjald- mælar. Fyrir gömlu mælana borgum við ekkert. Sama gildir um talstöðvar sem eru úr sér gengnar. Þá þarf varla að taka fram að lögð verður áherzla á að endurnýja þessa gömlu hluti sem allra fyrst. Mér finnst fjölmiðlar í sjálfu sér ekki hafa farið illa að ráði sínu í þessu máli. Hins vegar hafa aðrir aðilar látið alltof stór orð falla og stundum hefur verið um hreinar rangfærslur að ræða. Við hér á stöðinni höfum á hinn bóginn reynt að sýna skilning og vinna að þessu máli i rólegheitum. Mér kemur í hug eitt atriði sem mætti gjarnan leiðrétta. t fjölmiðlum hefur verið talað um að reynsluleysi okkar bílstjóranna í akstri. Þetta er alveg út í loftið. 95% þeirra manna sem hér starfa hafa unnið þessa vinnu í fjölda ára. örfáir hafa verið í akstrinum af og til. Það er þvi ekki hægt að tala um reynsluleysi í þessu til- viki. Þrátt fyrir öll þessi læti er ég bjart- sýnn á að þetta blessist allt á endanum. Verði svo heldur fyrirtækið áfram eins og áður. Á því verður engin breyting. ” -JSS Kari Karlsson bifreiðastjóri: „BJÓST ALLTAF VIÐ EINHVERJUM LÁTUM” -• '.$0* ... .... j*, -x , í,x xíi ■- 'b.-w V Ein af bifreiðum Steindórsstöðvarinnar. DV-myndir Bjarnleifur. ”Ég bjóst alltaf við að það yrðu einhver læti út af þessari sölu. Það Iá einhvern veginn í loftinu,” sagði Karl Karlsson bílstjóri. „En hitt er annað mál að hún er gjörsamlega lögleg. Það gilda sér- stakar reglur um bifreiðastöð Stein- dórs. Það er anzi hart ef ekki má selja hana sem venjulegt fyrirtæki. Víst eru bílarnir gamlir, sumir hverjir en flestir eru þeir i sæmilegu eða góðu standi. Þá lélegustu er fyrir- hugað að endurnýja við fyrsta tæki- færi eða eins og gerist og gengur í til- fellum sem þessu. Við höfum þegar farið í nokkur umboð og leitað eftir tilboðum í þá. Okkur hefur alls stað- ar verið tekið vel og við vitum alveg að hverju við göngum. Þetta sem fram hefur komið í blöðum um gangverð bílanna er alls ekki rétt, gangverðið er töluvert meira. Eg vil aðeins segja að iokum að vonandi verður salan ekki ógild. Það er mikið í húfi fyrir þá sem vinna hér, svo mikið, að það verður að láta reyna á þetta,” sagði Karl að iokum. -JSS. Verd frá kr. 99,- Flauelsbuxur Verð frá kr. 159,- Flannelsbuxur Verðfrá kr. 180,- Laugavegi 37 Laugavegi 89 kr.99,- Skyrtur Veró frá kr. 69,- Verðfrákr.49,- Verðfrákr.99,- Kuldajakkar Verðfrákr.390,- Bolir Peysur Komið og fáið mikið fyrír lítið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.