Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Page 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. 9 Útlönd ° Útlönd Útlönd Útlönd BYRJAÐIR YFIR- HEYRSLUR Á DOZIER Rauðu herdeildirnar á Ítalíu sendu í gærkvöldi frá sér svokölluð „afrit” af „öreiga-réttarhöldunum” yfir James Dozier hershöfðingja. Segja ræningj- arnir að þessi fyrrverandi Víetnam- stríðsmaður sé „slátrari”. Þetta fjögurra síðna afrit fannst í Róm ásamt þriðju orðsendingu ræn- ingjanna frá því að þeir rændu hers- höfðingjanum á heimili hans í Verona. Annað afrit frá „réttarhöldunum” fannstíPadua. Lögreglan telur engan vafa leika á því, að þetta sé í raun og veru frá Rauðu herdeildunum komið. í „afritinu”, sem á að vera af yfir- heyrslum ræningjanna yfir hershöfð- ingjanum, er hinn fimmtugi Dozier spurður í þaula um allan hermennsku- feril sinn. Allt frá skólagöngu í West Point til herþjónustunnar í Víetnam. „Fyrsti áfangi yfirheyrslunnar yfir janki-svíninu Dozier sýnir persónulega ábyrgð hans á löngum ferli sem slátr- ara”, byrjar afritið. Vegna þess hve dregizt hefur að hryðjuverkamennirnir sendu frá sér upplýsingar um „réttarhöldin” yfir fórnarlambinu leiða menn getum að þvi að Dozier hafi í fyrstu þverskallazt við að svara spurningum þeirra. Eftir því sem fram kemur í afritinu hefur hann nú heitið því að vera samvinnu- þýður. Á milli línanna má lesa að hryðju- verkamennirnir hafi þegar dæmt hann „sekan” í huganum en slikur „dómur” hefur til þessa jafngilt dauða fórnar- dýraþeirra. iJHp W ■ r ■ Bi y : '"í 1^;. . ' ttalska lögreglan hefur leitað dyrum og dyngjum að bandariska hershöfðingjanum sem ræningjar Rauðu herdeildanna náðu á sitt vald fyrir þrem vikum. Snióar og flóð á Bretlandseyjum Mikil snjóþyngsli eru í Skotlandi og hafa valdið erfiðleikum í umferð, bæði bíla og járnbrauta, en þar hefur ríkt mikil kuldatíð undanfarna viku. Nokkru sunnar, eða í Englandi, er komin asahláka með rigningu, sem hlotizt hafa af stórvandræði vegna flóða. Einkanlega í York og nágranna- bænum Selby. f York hefur mestallt athafnalíf legið niðri síðustu tvo daga vegna flóðanna. Hermenn eru fólki til aðstoðar við að bjarga verðmætum undan vatnsskemmdum, en margar götur verður ekki komizt nema á bátum. Fjölmörg heimili í Selby lentu undir vatni og fjölda fólks var bjargað á bátum, þar sem það var á flæðiskeri satt. Flóð og óveður í Póllandi Snjóþyngsli í norðurhluta Póllands, hvassviðri i suðurhlutanum og flóð um miðbikið bætast á aðra erfiðleika landsins. Blindbylur og skafrenningur á Eystrasaltsströndinni hamlaði vinnu í hafnarborgunum Gdansk og Gdynia og sömuleiðis voru erfiðleikar vegna hríðar í norðausturhéruðum. Miðsvæðis í landinu var komin þíða og rigning og slík asahláka, að olli flóðum í Piotrkow-héraðinu. Um 300 býii í átta kirkjusóknum voru undir vatni. — Áin Bug, norðaustur af Varsjá, hefur flætt yfir bakkasína. f Karowice-héraði í suðurhluta landsins höfðu orðið spjöll á raflínum og spennustöðvum vegna hvassviðris, eftir því sem Varsjárútvarpið segir. Kolaframleiðsla minnkarí Póllandi Kolaframleiðsla Póllands minnkaði um helming á árinu 1981 og er það a.m.k. milljarðar dala tap fyrir ríkis- kassann. Fréttastofan Pap segir að þess vegna hafi orðið að minnka innflutning sams- varandi og hefur þetta aukið fjárhags- vandræði landsins. Að sögn fréttastofunnar seldust 30,3 milljónir tonna af kolum til útlanda árið 1980, en 1981 var sú sala aðeins 15,1 milljónir tonna. Af þessu magni fóru 7,2 milljónir tonna til A-Evrópu en 7,9 mUljónir tonna til Vesturlanda. Kuldinn verri en hitinn Enski læknirinn Geoffrey Taylor heldur þvi fram að helmingi fleiri gamalmenni látist vegna kulda en hita. Hann hefur unnið aö könnunum á áhrifum veðurs á dánartölu eldri borgara síðan 1963, samkvæmt niöurstööum hans má búast viö þvi að um helmingi fleiri gamalmenni fái slag eftir slæmt kuldakast en efdr hitabylgju. Uppákoma á nýárs- tónleikum Á nýársdag varð að gera hlé á hinum hefðbundnu nýárstónleikum I Vín, þar sem tveir menn stukku skyndilega upp á sviðið og köstuðu klæðum. Otuðu þeir siðan skilti að áhcyrendum, en á það var letraö: Frelsi handa kynvilltum. Kallað var á lögreglu til að fjar- lægja mennina, en talsmaður hennar sagði siðar að sennilega hefði þetta bára átt að vera nýársgrin af hálfu mannanna. Ford er eftirlæti bíl- þjófa Danskir bilþjófar eru greinilega ekki i nokkrum vafa um eftirlætis- biltegundina sina því aö Ford er nú fimmta árið í röð í efsta sæti á vinsældalista þeirra. Skýrslur lögreglunnar i Kaup- mannahöfn sýna að 2.402 Fordbílum var stolið þar i borg á árinu 1981. Árið áður var talan 2.028 bílar. Næst á eftir Ford halda danskir bilþjófar mest upp á Morris, en síðan koma VW. Volvo og Fiat. Bílþjófar stela ekki neinum slormerkjum. Ofsaveöur í Kalifomíu Vitað er um 22 manneskjur sem farizt hafa í einhverju versta vetrar- veðri sem gengið hefur yfir Norður- Kaliforniu. Annað eins hvassviðri og rigningar hafa ekki komið þar í 30 ár. Rauk ’ann upp í hvassviðri og úrhellisrigningu á sunnudaginn og hefur úrkoman mælzt 38 cm Rigningin hefur rénað, en öll vatns- föll, ár eða lækir, hafa flætt yfir bakka sína. t kjölfar þess hafa skriður fallið og rofið sums staðar vegasamband. í bænum Ben Lomond (110 km suður af San Francisco) féll aurskriða yfir átta hús. Hamast björgunar- sveitir við að grafa sig niður að húsunum. Vitað er með vissu um 22 sem fórust í skriðunni og óttazt er um fleiri. N Loka varð Golden Gate-brúnni á þriðjudag vegna veðurofsans og er það í þriðja sinn síðan hún var smiðuð sem til slíks kemur. Hún hefur ekki verið opnuð til umferðar enn. Dansstúdió auglýsir innritun iný námskeiö - bæöi fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Allir aldurshópar frá 7 ára aldri. Sérstök áhersla er lögö á jassballett við nútimatónlist auk þess sem kenndir verða sviös-og sýningardansar fyrir bæði hópa og einstaklinga. Innritun: Reykjavík: Sfmi 91-78470 kl. 13-17. Akranes: Simi 93-1986 kl. 13-17. Stígðu réttu sporin..... .... komdu með í nýjan og ferskan jassballettskóla. dANSSTÚdíÓ Sóley Jóhannsdóttir jASSDAllETT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.