Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1982, Síða 3
3 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 1. MARZ 1982. Hollendingarnir tveir, Pieter J. Nieuwland og Jan Jaarsveld. við litlu fsvélina sem þeir hafa sett upp til sýnis úti í örfirisey. (DV-mynd EÓ) ÍSVÉL SEM KEMST í MINNSTU BÁTA Sjálfstæðismenn á Akureyri uggandi: DREGUR FLOKKURINN HLUTAFÉ SJALLANS TIL REYKJAVÍKUR? Þórður Gunnarsson og fleiri einstaklingar hafa gert tilboð í hluta- fjáreign Sjálfstæðisflokksins i Akri hf., en það félag á og rekur Sjálf- stæðishúsið á Akureyri, sem fiokkurinn vill ganga að þegar formsatriðum hefur verið fullnægt, eins og fram hefur komið í DV. Þórður Gunnarsson staðfesti þetta í samtali við blaðið, en vildi ekki tjá sig um það frekar á þessu stigi, sagði of marga enda lausa enn til að það væri hægt. Sagði Þórður, að það vekti fyrir sér að endurbyggja skemmtistað í Sjálfstæðishúsinu, en hann sagðist ekki vita um vilja ann- arra sem að tiiboðinu stæðu, en það væru a.m.k. 10—12manns. Rúmtega helmingur hlutafjár í Akri hf. er í höndum Sjálfstæðis- flokksins, fulltrúaráðs flokksins á Akureyri, kjördæmisráðs í Norður- landskjördæmi eystra og einstaka sjálfstæðisfélaga nyrðra. Samkvæmt samtölum DV við forystumenn flokksins nyrðra óttast þeir að flokkurinn komi til með að draga þetta fé til Reykjavíkur eftir að hluta- bréfin eru seld. „Það er lítið hægt um það að segja á þessu stigi. Þetta fé kemur til með að skiptast milli þess- ara aðila samkvæmt hlutafjáreign hvers og eins, hvernig sem þvi verður svo ráðstafað. En þaðer stefnt að þvi að flokkurinn eignist húsnæði undir starfsemi sína á Akureyri,” sagði Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins í samtali við blaðið. Samkvæmt upplýsingum Björns Jósefs Arnviðarsonar, formanns full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hafa sjálfstæðismenn nyrðra ákveðið hús í huga. Er það Ráðhústorg 5, þar sem Sport- og hljóðfæraverzlun Akureyrar hefur verið til húsa, en á efri hæðum húss- ins hafa verið íbúðir. Er það hugmyndin að hýsa þar starfsemi flokksins, jafnframt því sem húseign- in gæfi leigutekjur til að standa undir eigin rekstri. Núverandi eigandi húseignarinnar er Ágúst Ólafsson. Mun þessi hugmynd hafa verið viðruð við hann. Hvort úr verður kemur í ljós þegar og ef úr sölu hluta- bréfanna í Akri hf. verður. -GS Að undanförnu hafa dvalið hér tveir Hpllendingar' á vegum fyrirtækisins Nonni h/f á Grandagarði við að setja upp og kynna nýja ísvél, sem ætluð er í báta. Koma þeir frá Promac í Hollandi en það fyrirtæki sérhæfir sig m.a. í smíði ísvéla. Þessi vél sem þeir eru með hér er frábrugðin öðrum að mörgu leyti. Hún er afkastamikil en tekur samt mjög lítið pláss og má því hæglega koma henni fyrir í minnstu skipum. Margir útgerðarmenn eru spenntir fyrir þessari vél af þeim sökum. Telja þeir að litlar ísvélar verði komnar í alla báta á næstu tveim til þrem árum og þess betra því fyrirferðarminnisem þær eru. -klp- Áfengi og tóbak hækkar um 10 pró- sent í dag Enn hækkar áfengi og tóbak og að þessu sinni um 10 prósent, en hækkun- in tekur gildi í dag. Er hækkunin sú sama yfir alla linuna, það er að segja 10 prósent hækkun á sterkum drykkjum, léttvíni og tóbaki. Vegna verðhækkananna verða allar útsölur Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins lokaðar í dag. - KÞ Skipafréttir lesnaráný Útvarpsráð hefur ákveðið að láta aftur taka upp lestur skipafrétta í út- varpinu. Þessum lestri var hætt fyrir nokkrum vikum og olli sú ákvörðun mikilli óánægju margra. Að athuguðu máli þótti því rétt að veita þessa þjón- ustu áfram. - SG Vestmannaeyjar: Aðstoðvið ný fyrirtæki Bæjarstjórn Vestmannaeyja er nú að kanna möguleika á nýjungum í at- vinnulífi kaupstaðarins. Stendur til að bæjarsjóður byggi upp húsnæði og leigi síðan, eða bjóði til kaups, húsnæðið á góðum kjörum til þeirra er vilja setja upp fyrirtæki í Eyjum. „Okkur finnst atvinnulifið full ein- hæft eins og þaðer nú,” sagði Sigurður Jónsson, bæjarstjórnarmaður og for- maður þeirrar nefndar sem hefur með þessi mál að gera i samtali við DV. „Því langar okkur til að gera könnun á þessu og leggjum áherzlu á iðngreinar sem ekki eru fyrir hendi í Vestmanna- eyjum núna.” - KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.