Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 4
4 DV. — HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982. Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós FLUGLEYFISELD TtL AÐ BJARGAISCARGO? — Keypti Arnarflug velvilja framsóknarmanna? HöfuðstöOvar Itcargo 6 RaykJavíkurfíugvaMi. GJaman er taiað um skúra eóa kofaþegar mlnmt er á húsoignlrþessar. DV-myndEinar Ólason. „Það er undarlegur kapall að tvö leyfi, og hið þriðja á leiðinni, komi um leið og kaup á allt of háu veröi eru gerð,” sagði Vilmundur Gylfa-' son, þingmaður Alþýðuflokksins, i umræðum á Alþingi í fyrradag. Vilmundur var ekki sá eini af þeim þingmönnum sem til máls tóku sem hafði grunsemdir um að ekki hefði verið allt með felldu í sambandi viö kaup Arnarflugs á Iscargo fyrir 29 milljónir króna. Mörgum þingmönnum þótti „vond lykt” af máli þessu, en sam- flokksmenn flugmálaráðherra, Stein- gríms Hermannssonar, hann sjálfur og Albert Guðmundsson sögðu að þarna hefðu ekki komið til nein af- skipti ráðherra. Ekki hefði- verið verzlað með flugleyfi. í umræðunum taldi Árni Gunnarsson sig hafa upplýsingar um að skuldir Iscargo næmu samtals 32 milljónum króna. Eignir félagsins taldi Árni að verðmæti 17 milljónir, þar af væri flugvélin 15 milljóna króna virði. Ýmsir þingmenn töldu að þarna hefðu flugleyfi verið verðlögð. Mis- muninn á milli kaupverðsins, 29 milljónanna, og raunvirðis taldi Árni Gunnarsson og aðrir sem tóku undir mál hans að væri það verð sem flug- leyfin kostuðu. Þeir sem andmæltu Árna og félögum töldu það mál stjórnar Arnarflugs á hvaða verði félagið keypti Iscargo. Þeir yrðu að gefa sínar skýringar. C Hvað segir stjómarformaður Arnarfíugs? „Þetta er keypt sem einn pakki og ég treysti mér ekki til að sundurgreina þetta,” sagði Haukur Björnsson, stjórnarformaður Arnarflugs, er hann var spurður um álit sitt á verð- mæti einstakra eigna sem félag hans hefur keypt af lscargo. Á Alþingi hafa margir dregið mjög í efa að þessar eignir nálguðust það verð sem Arnarflug hefur keypt þær á. Hvert er álit Hauks á þessum skoðunum? „Þetta er bara mat þessara manna sem ég held að sé ekki byggt á neinum faglegum athugunum. Ég allavega gat ekki heyrt það. Menn voru að nefna tölur allt niður I svo ótrúlega lágar upphæðir að ég efast um að þeir hafi nokkuö fyrir sér. Ég held að þær tölur sem nefndar hafa verið, séu algerlega úr lausu lofti gripnar og ég leyfi mér að draga í efa að þeir hafi nokkrar raunhæfar heimildir fyrir þessu.” — Hefur þú heimildir fyrir þvi að Electran sé dýrari en menn nefndu? „Það sem við höfum heyrt um verðmæti á Electru er á töluvert öðru spani.” —’Hvaða „spani”? „Ég hef þetta nú ekki ná- kvæmlega hjá mér. Það eru tæknimenn hjá okkur sem kunna betri skil á þessu, sérstaklega Gunnar Þorvaldsson framkvæmdastjóri.” — Hvernig ætlið þið að borga? Eigið þið 29 milljónir? „Við raunura eiga það þegar að greiðsludögum kemur. Lítið af þessu greiðist út, en svo mjatlast þetta út á næstu árum.” — Mörgum árum? „Um þetta atriði verð ég að vísa til blaðamannafundar sem við gerum ráð fyrir að halda eftir um það bil vikutíma.” — Hver er útborgunin? „Hún er tiltölulega óveruleg. Ég hef þá tölu ekki í kollinum.” — Tölur hafa verið nefndar, 3,5 milljónir króna og 1 milljón í víxlum? „Ég held að þetta séu nokkuð há- ar tölur miðað við raunveruleikann.” — Hvað vilt þú segja um ásakanir um að þið séuð að kaupa velvilja ráð- herra og flugleyfi í leiðinni? „Ég held að hver og einn verði bara að hafa sínar getsakir um þetta. Það gefur auövitað auga leið að menn hafa mjög misjafnt mat á verð- mæti því sem þarna skiptir um eigendur, eins og fram kom í um- ræðunum. Að sama skapi geta náttúrlega, komið fram mismunandi tölur sem menn vilja ætla okkur að hafa keypt þetta á sem umframverð.” — í umræðunum á sameinuðu þingi kom fram að Útvegsbankinn mæti Electruvélina á eina milljón dollara. „Ég veit ekkert hvað liggur að baki þeirri tölu. Ég get ekki séð að hún sé raunhæf að neinu leyti. ” — En getur þú nefnt raunhæfari tölu? „Faglega séð er raunhæft verð- mæti eignarhlutar, eins og einnar flugvélar, það verð sem þú færð fyrir vélina þegar þú selur hana. Þannig að það er alls ekki hægt að tala um neitt annað verð.” — Með skynsamlegum rökum, hvað má ætla að þið getið fengið fyrir flugvélina í dag? „Ég treysti mér ekki til að nefna þá tölu.” — Má búast við frekari sundur- greiningu á verðmæti eignanna síðar frá ykkur? „Við erum núna sem óðast að taka við þessum eignum. Síðan munum við fara í frekari vinnu við áætlanagerð og verkefnaskipan og ég vona að eftir um það bil viku verði hægt að halda blaðamannafund þar sem við getum greint frá þessum hlutum sem nánast. En á þessu stigi málsins þá er . . Það koma allar fréttir varðandi þetta mál í fréttatil- kynningunni sem við sendum. Hún var af ásettu ráði samin þannig að það kom allt fram.” — En það kemur ekki fram hvernig þið sundurgreinið þessar 29 milljónir króna og hvernig þið metið einstakar eignir. Það vekur óneitanlega tortryggni að þið skuluð ekki vilja meta Electra-vélina sér- staklega, húseignirnar sérstaklega og tækjabúnaðinn. „Af hverju vekur það tortryggni? Hver maður gerir sína áætlun og engir tveir fá sömu útkomuna.” — Reynduð þið ekki að átta ykkur á verðmæti hvers hlutar? „Jú, auðvitað gerðum við það. En ég held að það sé ekki rétt af mér að telja mínar tölur fram í fjölmiðlum.” — Hafði stjórnin ekki saman einhverjar tölur? „Jú, jú. Þetta hefur verið rætt mjög náið á stjórnarfundum.” — Hverjar eru þessar tölur? „Ég held að ég mundi vilja geyma þær þangað til við höldum ærlegan fréttamannafund og greinum frá þessu máli sem nánast. Ég held að það sé heppilegra vegna þeirra vinnubragða sem við ástundum að reyna að gera þetta sem vandaðast og bezt.” — Hvað er að segja af fyrir- greiðslu íslenzkra banka vegna þess- ara kaupa? „Það eru yfirteknar áhvílandi skuldir meðal annars. Það var mikið rætt um þetta áAlþingi.” — Þú óttast ekki að Arnarflug fari á hausinn vegna þessara kaupa? „Nei, ég tel þetta góð kaup og er fyllilega ánægður með þau. Ég tel líkurnar þær að félaginu muni farnast betur eftir en áður,” sagði Haukur Björnsson, stjórnarfor- maður Arnarflugs. Útvegsbankinn ogAibert Útvegsbanki fslands kemur nokkuð við sögu í máli Iscargo og Arnarflugs. Ástæðan er sú að Iscargo hefur haft viðskipti við Útvegsbank- ann í 15 ár eða frá því það var stofn- að. Albert Guðmundsson, formaður bankaráðs Útvegsbankans, sagði á Alþingi í fyrradag að í þessi 15 ár hefði bankinn ekki undan ncinu að kvarta í sambandi við viðskipti hans við Iscargo. Albert sagði það ósæmilegt að bera á borð að viðskipti og stjórnmál, hefðu blandazt inn í mál þessi og tók upp hanzkann fyrir Steingrím Her- mannsson. Þá furðaði Albert sig á því að gögn, sem afhent hefðu verið bankaráðsmönnum sem trúnaðar- mál, skyldu hafa komið fyrir alþjóð. Átti Albert við það samkomulag sem Árni Gunnarsson skýrði frá og er á milli flugfélaganna tveggja og Út- vegsbankans. Er samkomulagíð birt hér á síðunni. í ræðu sinni rakti Albert viðskipti Útvegsbankans og Iscargo síðustu tvo mánuði en þá munu ábyrgðir vegna skulda félagsins hafa fallið á bankann. Iscargo gat ekki staðið við greiðsluskuldbindingar vegna þess að sala Electravélarinnar til Perú brást. Bankinn veitti félaginu þá hálfs- mánaðarfrest og síðan vikufrest til viðbótar og framhaldið varð það að Arnarflug tók við skuldunum. Bankinn hefði því fengið betri skuld- ara með ekki síðri veð og því hefði hagsmuna bankans verið gætt fylli- lega. Ennfremur hefði tekizt að forða sjö til tíu fjölskyldum frá gjaldþroti. Mótmælti Albert því að vond lykt væri af máli þessu. Frjáls félög í frjálsu landi hefðu átt með sér við- skipti. Kvaðst Albert ekki hafa orðið var við afskipti ráðherra áf þeim. Forstjóri Flug/eiða inntur álits „Beðið var um að við ræddum við Arnarflug undir forystu flugmála- stjóra. Við höfum að sjálfsögðu al- drei neitað að ræða við einn eða neinn. Við erum lilbúnir til við- ræðna,” sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, er hann var innt- ur eftir fundi Flugleiðamanna með Steingrími Hermannssyni samgöngu- ráðherra i gærmorgun. „Rætt var um nýja flugmálastefnu eða eitthvað slíkt. Ætli það sé ekki hægt að lýsa þessari stefnu þannig að Amarflug eigi að fljúga áætlunarflug erlendis við hliðina á okkur. Við fljúgum í samræmi við þær áætlanir sem við gáfum út í október sl. Við munum fljúga á Amsterdam og Dússeldorf í sumar. Það verður engin breyting á því. Ég hef ekki trú á því að það sé til í myndinni að við bökkum með þetta flug einfaldlega vegna þess að við er- um búnir að bóka þarna verulega. Tölurnar sem ég fékk í gær eru i kringum átta þúsund farþegar, sem eru bókaöir nú þegar á þessar tvær leiðir í sumar. Svoleiðis að við höfum enga möguleika á því að snúa til baka með það.” — Hefurðu trú á því að þið verðið sviptir flugleyfum? „Ég hef ekki trú á því. Við erum með flugleyfi á þessi lönd til ársins 1984 þannig að við teljum að það sé mjög hæpið að hægt sé að svipta okkur flugleyfi áþessa staði.” — Hvert er álit ykkar á kaupverði Arnarflugs á Iscargo? „Þetta mál var rætt á stjórnar- fundi hjá okkur í gær. Niðurstaðan af þeim umræðum var að með tilliti til þess að okkar menn í stjórn Arnar- flugs telja vafasamt að þarna sé um þessi verðmæti að ræða sem kaup- verðið hljóðar upp á, þá væri eðlilegt að hlutlaust mat færi fram á þessu.” — Hefur þú ákveðnar hugmyndir um hve verðmæt Electra - vélin er? „Nei, ég hef nú ekki neinar ákveðnar tölur um það en við fengum upplýsingar um það að svona vélar gætu verið frá sjö milljónum króna og upp í 19 milljónir. En það eru nítján flugvélar til sölu og það er náttúrlega ekki mjög uppörvandi að vera með svona vél á markaði.” — En hvað um hinar eignirnar? „Þar er örugglega ekki um niikfl verðmæti að ræða. Ég efast um að þetta sé mikið meira en milljón krón- ur,” sagði Sigurður Helgason. -KMU. Samkomulag milli Arnarflugs hf., IscarRO hf., op Ötvepsbanka Islands vegna kaupa Arnarflugs hf. á hluta- bráfiui_i íscargo hf. Iscargo hf. og Arnarflug hf. taka eftirtalin lán hjá Otvegshflnka-Islands , sem varift verði tj]—fuXlnaóar- wle' greiöslu á núverandi skuldum íscargo hf. vift bankann: Arnarflug hf. taki lán, a6 upphæ6 kr.' 2.5 millj . ísl. og íscargo hf. taki lán a6 upphæö kr. «4.5 millj. ísl., sem greiöist á 29 mánuðum á 3ja mánaöa fresti, fyrst l.ágúst 1982. Vextir veröi hæstu löglegu vextir Cnú 40% p.a.). Heimilt er a6 grei6a afborganir op vexti a láni þessu meÖ 2 1/2 árs fasteignatryggöum skulda bréfum, sem beri hæstu löglega vexti. 2. Iscargo hf. taki lán í erl. mynt, a6 upphæö 17.2. millj. kr. (miöaö viö gengi 12. febrúar s.l.), sem greiöist á 7 árum á 6 mánaöa fresti, fyrst l.septem- ber 1982. Lántökukostnaöur greiöist af lántakanda. Otvegsbankinn haldi þeim tryggingum, sem hann nú hefir meö þeirri breytingu, aö handveö, sem Kristinn Finnbopason hcfir sett bankanum veröi lakkaö í 2.0 m.kr. Arnarflup hf. setur handveö í fasteignatryggðum skuldabréfum aö upphæö 1.0 m.kr. og tekst á hendur sjálfskuldarábyrpö á allt aö US$ 100.000.-. Handveö Kristins Finnbogasonar veröur leyst, þepar lánin skv. tl. 1 hafa veriö greidd aö fullu, enda sé þá lániö skv. tl. 2 í skilum. Skuld Iscargo hf. viö Almennar Tryggingar h'f. , sem Otvegsbankinn hefir ábyrgst vepna trygginpar á TF-ISC frá s.l. áramótum veröi greidd af Iscarp.o hf. kLviCuia UuM ocuwvþ QAfNtiC^Loxjji VvY Reykjavík, 26. febrúar 1982. Samkomulagið sem Amarfíug, Iscargo og Útvegsbankinn geröu 26. febrúar sl., er tH stóð að Amarfíug keyptí hlutabróf i Iscargo. llndir sam• komulagið rha Gunnar Þorvaldsson, f.h. Arnarflugs, Árni Guðjónsson og Kristinn Finnbogason, f.h. Iscargo, og bankastjórararnir Bjarni Guð- björnsson, Ármann Jakobsson og Jónas ftafnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.