Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 6
6 Swinging Bkte Jeans fíokkurinn eins og hann or skipaöur í dag og hofur varið frá upphafí. Þess skal getíð aö trommuteikari grúppunnar, sem er /engst tíl vinstri á myndinni, komst ekki tíl landsins, vogna lasleika. Var ann- ar trommari og yngri fenginn i hans> stað. Swinging Blue Jeans rokka um helgina Það verða lög á borð við „Hippy- hippy-shake” og önnur álíka rokkuð sem væntanlega hljóma i sölum, Hollywood annað kvöld, en þar mun brezka rokkgrúppan Swinging Blue Jeans leika af sinni alkunnu snilld. Hefjast tónleikarnir um klukkan 21.30. Eins og kunnugt er kom hljómsveitin hingað til Iands á vegum Þorsteins Viggóssonar sem hefur haft milligöngu um komu nokkurra erlendra hljómsveita hingað til lands á undanförnum vikum. Swinging Blue Jeans mun halda aðra tónleika sína í Broadway á mánudagskvöldið og hefjast þeir á sama tíma og hinir fyrrnefndu. Þar verður rifjuð upp gamla Glaumbæjarstemmningin þvi ásamt brezku rokkstrákunum mæta til leiks félagarnir í Lúdó og Stefán og rokka fyrir liðið. Þess má að lokum geta að aldurinn hefur nokkuð færzt y.fir félagana i Swinging Blue Jeans, þó það verði hins vegar engan veginn greint á sviðsframkomu þeirra og hljóðfæra- leik. Eru strákarnir á aldrinum 35 til 38 og eru að sjálfsögðu engu búnir að gleyma. -SER. ALÞÝÐU0RL0F — Orlofssamtök launþega — Háaleitisbraut 68 -108 Reykjavík - sími 81496 Oríofsferðir til Danmerkur Alþýðuorlof og Dansk Folke-ferie, í samstarfi við Samvinnuferðir/Landsýn, munu á næsta sumri efna til þriggja gagnkvæmra orlofsferða fyrir félagsmenn verka- lýðssamtakanna á íslandi og i Danmörku. Hér er um að ræða framhald og aukningu á því sam- starfi sem hafið var á síðasta ári milli þessara samtaka. Ferðirnar til Danmerkur verða sem hér segir: 1. ferð: Frá 28. júní til 17.júlí. Verd kr. 5.700.00. Innifalið f verðinu er rútuferð um Danmörku frá 28. júni til 10. júlí þar sem er gisting og fullt fseði ásamt leiðsögn. Gist er t sumarhúsum og skólum hinna einstöku félaga innan danska verkalýðssambandsins. 17. júlí heimferð til Keflavikur. 2. ferð: Frá 17. júlí til 31. júll. Verð kr. 3.700.00. Hér er um að ræða 2ja vikna ferð þar sem hóparnir dvelja eina viku í senn í sumarhúsum í Karrebeksminde og Helsingör. Farin verður ein dagsskoðunarferð á hvorum stað en að öðru leyti er dvölin þar án skipulagðrar dagskrár. Fæði ekki innifalið. 31. j úlí heimferð til Keflavíkur. 3. ferð: Frá 31. júlí til 18. ágúst. Verð kr. 5.700,00 31. júlí til 7. ágúst, dvalið um kyrrt á einum stað í 7 nætur í sumarhúsum, án skipulagðrar dagskrár. Fæði ekki innifalið þann tíma. Frá 7. ágúst til 18. ágúst er rútuferð um Danmörk þar sem er gisting og fullt fæði ásamt leiðsögn. Gist er í sumarhúsum og skólum hinna einstöku félaga innan danska verkalýðssambandsins. 18. ágúst, heimferð til Keflavíkur. Afsláttur fyrir börn innan 12 ára er krónur 800,- 1 hverja ferð. Rétt til þátttöku I ferðunum eiga félagsmenn í aðildar- félögum Alþýðuorlofs, sem eiga orlofshús I ölfusborgum, Svignaskarði, Vatnsfirði, Illugastöðum eða Einarsstöðum ■ og fær hvert orlofssvæði tiltekinn fjölda þátttakenda I hverja ferð. Alls verða 120 sæti bókuð i hverja ferð eða samtals 360 sæti I allar ferðirnar. Bókarnir i ferðir þessar fara fram á tímabilinu frá 17. mars til 31. mars 1982 og er tekið við bókunum á eftirtöld- um stöðum: Alþýðuorlof, Lindargötu 9, Reykjavík, zsími 91-28180 (kl. 13.00-17.00). Alþýðusamband Vestfjarða, Alþýðuhúsinu ísafirði, sími 94-3190. Alþýðusamband Norðurlands, Brekkugötu 4 Akureyri, sími 96-21881. Alþýðusamband Austurlands, Egilsbraut 25, Neskaupstað, simi 97-7610. Stjórn Alþýðuorlofs. _ DV. - HELG ARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982. Bolvíkingar raðaáfram- boðslistana — í forkosningum um helgina Forkosningar verða í Bolungarvík í dag og á morgun vegna framboða til bæjarstjórnar í vor. Kosið verður í Ráðhúsinu og er þátttökuréttur bund- inn við þá sem náð hafa 18 ára aldri á sunnudaginn. Fjórir listar eru í boði og er athyglis- vert að meirihluti núverandi bæjarfull- trúa, fjórir af sjö, gefur ekki kost á sér. Það eru sjálfstæðismennirnir Guð- mundur B. Jónsson og Hálfdán Einars- son, framsóknarmaðurinn Guðmundur Magnússon og Hörður Snorrason, af lista j.afnaðarmanna og óháðra. í kosningunum 1978 voru fjórir listar í boði. Þá fékk B-listi Framsóknar- flokksins 80 atkvæði og einn mann, D- listi sjálfstæðismanna 222 atkvæði og 3 menn, E-listi sjö ungra manna 47 atkvæði og engan mann og vinstri menn og óháðir 182 atkvæði og þrjá menn. í forkosningunum nú eru talsverðar breytingar á listum eins og fram kemur í upptalningu: B-listi, Framsóknarflokkur: Benedikt Kristjánsson, Bragi Björg- mundsson, Elisabet Á. Kristjánsdóttir, Guðmundur H. Guðmundsson, Gunnar Leósson, Kristján Friðþjófs- son, Sveinn Bernódusson, örnólfur Guðmundsson. D-listi, Sjálfstæðisflokkur: Björg Guðmundsdóttir, Björgvin Bjarnason, Einar Jónatansson, Eva Hjaltadóttir, Guðmundur Agnarsson, Gunnar Halls- son, Hreinn Eggertsson, Ingibjörg Sölvadóttir, Ólafur Kristjánsson, Sig- urður B.J. Hjartarson, Víðir Bene- diktsson, Örn Jóhannsson. G-listi, Alþýöubandalag: Benedikt Guðmundsson, Egill Guðmundsson, Guðmundur Óli Kristinsson, Guð- mundur H. Magnússon, Hálfdán Sveinbjarnarson, Hallgrimur Guð- finnsson, Kristinn H. Gunnarsson, Lára Jónsdóttir, Magnús Sigurjónsson, Margrét S. Hannesdóttir, Stefán Ingólfsson, Þóra Hansdóttir. H-listi, Jafnaðarmenn og óháðir: Aðalsteinn Kristjánsson, Daði Guðmundsson, Ingibjörg Vagnsdóttir, Jón S. Ásgeirsson, Jónmundur Kjart- ansson, Kristín Magnúsdóttir, Kristný Pálmadóttir, Selma Friðriksdóttir, Steindór Karvelsson.Sverrir Sigurðs- son, Valdimar L. Gíslason. HERB Forkosningar í Grindavík á morgun: VEUA í NÝIA BÆJARSTJÓRN Grindvíkingar, sem verða orðnir 18 ára eða þaðan af eldri á kjördegi í vor, eiga þess kost á morgun að koma í Festi og raða á framboðslista flokkanna vegna bæjarstjórnarkosninganna. Kosið verður í forkosningunum frá klukkan 10 til klukkan 22. Það má segja að nú standi til að velja nýja bæjarstjórn því einungis þrír af núverandi bæjarfulltrúum gefa kost á sér í forkosningunum. Þeir sem ekki eru í framboði eru Svavar Árnason alþýðuflokksmaður, Dagbjartur Einarsson sjálfstæðisflokksmaður, Guðni ölversson alþýðubandalags- maður og framsóknarmaðurinn Bogi Hallgrímsson. í síðustu bæjarstjórnarkosningum fékk A-listi 271 atkvæði og 2 menn, B- listi 166 og 1 mann, D-listi 216 atkvæði' og 2 menn og G-listi 189 atkvæði og 2 menn. í forkosningunum eru: A-listi, Alþýðuflokkur: Björg Einarsdóttir, Guðný Ragnarsdóttir, Jón Hólmgeirsson, Jón Gröndal, Kjartan Ragnarsson, Lúðvík P. Jóels- son, Magnús Ölafsson, Pétur Vil- bergsson, Sigurður M. Agústsson, Sverrir Jóhannsson. B-listi, Framsóknarflokkur: Bjarni Andrésson, Guðmundur Karl Tómas- son, Gunnlaugur Hreinsson, Gunnar Vilbergsson, Gylfi Halldórsson, Halldór Ingvarsson, Helga Jóhanns- dóttir, Kristinn Gamalíelsson, Kristján Finnbogason, Ragnheiður Bergmunds- dóttir, Salbjörg Jónsdóttir, Þórarinn Guðlaugsson. D-iisti, Sjálfstæðisflokkur: Agnes Jónsdóttir, Björn Haraldsson; Eðvarð Júlíusson, Guðmundur Guðmundsson, Guðmundur Kristjánsson, Hjálmey Einarsdóttir, ívar Þórhallsson, Jó- hannes Karlsson, Magnús Ingólfsson, Ólína Ragnarsdóttir, Stefán Tómas- son, Viktoría Ketilsdóttir. G-listi, Alþýðubandalag: Guðrún Matthíasdóttir, Helga Enoksdóttir, Hinrik Bergsson, Hjálmar Haraldsson, Jón Guðmundsson, Kjartan Kristó- fersson, Már Valdimarsson, Ólöf Ólafsdóttir, Sigurlaug Tryggvadóttir, Steinþór Þorvaldsson. -HERB. Sjálf stæðisf lokkur Grundarf irði: Árni Emilsson efstur Sjálfstæðisflokkurinn í Grundar- firði efndi til prófkj örs um síðustu helgi. Alls tóku 153 þátt í próf- kjörinu. Efstur varð Árni Emilsson með 136 atkvæði, 2. Sigríður Þórðar- dóttir með 113 atkvæði, 3. Ásgeir Þorsteinsson 101,4. Auðbjörg Árna- dóttir 93,5. Jensína Guðmundsdóttir 78 og 6. Pálmar Einarsson 76. 4 seðlar voru auðir og einn ógildur. -Bæring Grundarfirði. Götuskrá ef tir 3 vikur Prentsmiðjan Oddi er nú að vinna að götu- og númeraskrá fyrir Póst og síma. Verður skráin tilbúin eftir um það bil þrjár vikur. Henni er ekki dreift eins og símaskránni heldur er hún seld. Götu- og númeraskráin hefur komið út á nokkurra ára fresti og gjarnan skömmu fyrir kosningar. Síðast kom hún út árið 1978. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.