Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 36
/
Stjomarandsfæðingar: „Httfum enga trú á þvíað ríkisstjómin springi núna”
Duga afsakanir eða
segir Ólafur af sér?
Talsmenn stjórnarandstöðunnar á
Alþingi hafa ekki trú á að ríkisstjórn-
in spríngi á Helguvíkurmáiinu og
flugskýlamálinu, öðru eða báðum.
Hins vegar eru uppi vangaveltur um-
það hvort duga muni afsakanir
annaðhvort ■ frá Alþýðubandalaginu'
eða Framsóknarflokknum eða til
þess komi að Ólafur Jóhannesson
utanríkisráðherra segi af sér. Talið er
að hann muni ekki hvika frá
ákvörðunum sinum um olíubirgða-
stöðinavið Helguvik.
,,Nei, ' ég hef enga trú á því að
ríkisstjórnin falli núna,” sagði Lárus
Jónsson, varaformaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, ,,Hins vegar;
hefur það verið ljóst undan-;
farið að alþýðubandalagsmenn og
framsóknarmenn eru orðnir varir um
sig og búa sig undir hugsanleg
stjórnarslit seinna á árinu. Alþýðu-
bandalagsmenn eru komnir í erfiða
stöðu, eins og öll prófkjör hafa sýnt
undanfarið,
legir.
og þeir eru orðnir óró-
Þess vegna eru þeir að reyna að>
safna sér ágreiningsmáium þótt þeir
hafi ekki ennþá dottið niður á neitt
nægilega krassandi til þess að
sprengja með. Hins vegar eru yfir-
lýsingar Ólafs Jóhannessonar
óneitanlega harkalegar og gætu
hugsanlega hróflað við honum.”
,,Ef alþýðubandalagsmenn
sprengja ríkisstjórnina á slíkum
hégómamálum og Helguvík eða flug-
skýlum þá eru þeir heilsuveilli en ég
hef haldið. Og ég vona sannarlega að
stjórnin hangi saman þangað til það
verður alveg Ijóst hvers konar
viðundur hún er. Ólafur bakkar
áreiðanlega ekki en þeir finna ein-
hverja afsökun, vertu viss ” var svar
Sighvats Björgvinssonar, formanns
þingflokks Alþýðiiflokksins.
HERB
Þmðmrstundum sagtaðmuðmaginn sé með fyrstu vorboðumm. Hvort sam það ar i
stangfí famír að vðkutínet Reykjavíkurbátaog mirtna okkuré að nú er langt ttðið 6 vetur.
Um 20 manns
hafa veikzt af
taugaveiki-
bróður:
Ekkert lát virðist á taugaveiki-,-
bróðurtilfellum sem rekja má til vatna-
skjaldbaka er til sölu hafa verið í gælu-;
dýraverzlunum 'í Reykjavík. Hafa um
tuttugu manns veikzt svo vitað sé, en
geta verið fleiri.
Vatnaskjaldbökum þeim, sem tauga-
veikibróðurinn hýsa, hefur verið:
Sýkillinn fundizt í
200 skjaldbökum
ekkl þi eru reuðmagar á
(DV-myndS)
smyglað til landsins frá Bandaríkjun-
um en hafa farið í gegnum Bretland í
sumum tilvikum. Sérstakt leyfi þarf til
að fá að flytja skjaldbökur til landsins
og að sögn Páls A. Pálssonar yfirdýra-
læknis hefur aðeins eitt slíkt leyfi verið
veitt um langt árabil. Það var árið 1977
og náði aðeins til einnar skjaldböku.
Samkvæmt upplýsingum, sem DV
fékk,voru skjaldbökur þessarar sömu
tegundar bannaðar í Bandaríkjunum
árið 1975 en þá gaus upp faraldur þar í
landi af taugaveikiætt, enda eru skjald-
bökur frægir smitberar þótt þær sýkist
sjaldansjálfar.
— En er hér á ferðinni faraldur?
RANGA LIÐASTISUNDUR
— steytti á skeri í jómf rúsiglingunni
Björgunarsveitarmönnum á vestur-
strönd írlands tókst giftusamlega að
bjarga áhöfninni af Rangá sem strand-
aði þar í gærmorgun i vonzkuveðri.
Björgunarlínu var skotið út í skipið og
hluti áhafnarinnar dreginn i land en
þyrlur náðu hinum skömmu síðar.
Enginn íslendingur var um borð í
skipinu. Skipshöfnin var öll frá Spáni.
Var hún með skipið á leið til íslands og
átti það að koma hingað á sunnudag-
inn. I
Smávægileg bilun kom í ljós þegar
skipið var statt vestur af írlandi og
ákvað skipstjórinn þá að sigla því inn í
vík og gera þar við bilunina. Þá.
breytti snarlega um vindátt og um leið1
bilaði ankerisfestin þannig að áður en
varði steytti skipið á skerjum. Er talinn
ógjörningur að bjarga því enda mun
það hafa verið farið að liðast í sundur
þegarsiðast fréttist.
Að sögn Ragnars Kjartanssonar
framkvæmdastjóra Hafskips. er þessi
skipstapi ekkert stórtjón fyrir fyrir-
tækið. Hefði Hafskip tekiðskipið, sem
er alveg nýsmíðað og var þarna í jóm-
frúsiglingu sinni, á leigu í eitt ár.
Sagði Ragnar að þeir hjá Hafskipi
hefðu verið svo til ákveðnir í að kaupa
það að þeim tíma liðnum ef það hefði
reynzt vel. Því hefði það verið skírt
Rangá þegar þvi var hleypt af stokkun-
um fyrir nokkru.
-klp-1
„Ja, það gæti orðið það og það er
ljóst að við verðum að gæta fyllstu
varúðar,” sagði Páll A. Pálsson i sam-j
tali við DV.
— Er ekki ástæða til að loka þessum'
verzlunum?
„Ekki eins og er, en maður veit
aldrei, þetta eru lúmskar pöddur sem
við erum að fást við. Það hafa verið
tekin sýni af starfsmönnum verzlan-
anna, dýrunum og fóðri sem þeim er
gefið, en ekkert hefur bent til þess að
þar sé um smit að ræða. Hins vegar
hefur sýkillinn fundizt í öllum þeim
skjaldbökum sem við höfum skoðað,
um 200, en sýklaræktun er þó ekki
lokiðenn,” sagði Páll A. Pálsson.
„Ég stend alveg grandalaus gagnvart
þessu máli,” sagði Gylfi Þór Helgason,
verzlunareigandi gæludýraverzlunar-
innar Amazon, sem kærðurhtfur verið
vegna þessa máls, í samtali við DV, „ég
hef selt og flutt inn þessar skjaldbökur
um árabil og staðið í þeirri meiningu að
innflutningurinn væri löglegur, enda
eru allar mínar skjaldbökur að finna á
tollskjölum.” -KÞ
frjálst, áháð dnghlað
LAUG ARDAGUR 13. MARZ1982.
Lokubúnaður
Sultartanga:
Átta millj-
ónamunur
á tilboðum
Framleiðslusamvinnufélag iðnaðar-
manna bauð lægst í smíði og uppsetn-
ingu á lokum ásamt tilheyrandi búnaði
fyrir Sultartangastiflu. Tilboðin vorii
opnuð i gæren verkið áað framkvæma
á þessu og næsta ári.
Alls bárust sextán tilboð í verkið,
átta frá íslenzkúm fyrirtækjum og átta
frá erlendum. Fjögur lægstu tilboðin
voru islenzk en það hæsta frá
japönsku fyrirtæki.
Tilboð Framleiðslusamvinnufélags-
ins hljóðaði upp á tæpar 7,9 miiijónir
króna. en kostnaðaráætlun ráðunauta
Landsvirkjunar hljóðaði upp á 10,9
milljónir króna. Hæsta tilboðið var
upp á 16,3 milljónir króna.
-KMU.
lökulf ell nær
Skaftafelli á
mánudaginn
Allt hefur gengið að óskum um
borð í Skaftafelli sem eins og kunnugt
er varð fyrir vélarbilun á hafinu milli
Íslands og Bandaríkjanna á laugardag-
Skipið velktist þar um stjórnlaust í 5
daga eða þar til vélstjórunum um borð
tókst að smíða nýjan hlut í stað þess
sem brotnaði. Voru þá nýir varahlutir
komnir um borð í Jökulfellið sem sigldi
með þá á eftir Skaftafellinu.
Búizt er við að skipin mætist út af
Nýfundnalandi á mánudagskvöldið og
fara þá nýju hlutirnir yfir í Skafta-
fellið.
-klp-
LOKI
Er það satt að Svavar bjóði
nú samvinnumönnum
sumarbústaðaland við
Helguvík?
hressir betur.