Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 5
DV. — HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982.
5
SJÖNVARPSMIÐSTÖÐIN HF
SfÐUMÚLA 2 105 REYKJAVlK
SlMAR: 91-39090 VERSLUN - 91-39091 VERKSTÆÐI
10% STAÐGREIÐSLU-
AFSLÁTTUR
FRAM YFIR FERMINGAR
HÚSGAGNASÝNING
sunnudag milli kl. 2 og 4
Sýnunt m.a. glæsileg leðursófasett á ótrúlega góðu verði.
Gjörið svo vel og lítið inn og skoðið okkar mikla húsgagnaval,
það borgar sig.
Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt.
Opið kl. 9—12 f.h. laugardag.
Trésmiðjan
Dúnahúsinu
’Síðumúla 23
Sími 39700
SENCOR S 4540
kr. 4.880 SENCOR S 4380
kr. 2.575 SENCOR S 4370
kr. 2.790
Hvergi meira úrval — Besta verðið
Jóhann Guðmundsson, forstöðumaður
Framleiðslueftirlitsins:
„EKKIGEFIÐÞESS-
ARIVÉL NEINN
GÆÐASTIMPIL”
- fagna því ef framleiðanda tekst að
bæta úrgöllunum
Vegna fréttar í blaðinu í gær um
ónothæfar seilingarvélar frá fyrir-
tækinu Stálberg í Kópavogi hafði
Jóhann Guðmundsson, forstöðu-
maður Framleiðslueftirlits sjávar-
afurða, samband við blaðið og vildi
koma eftirfarandi á framfæri:
„Framleiðslueftirlitið hefur ekki
gefið þessari vél sem slíkri neinn
gæðastimpil. Við sáum vélina í
prufukeyrslu og gerðum að vísu
athugasemdir en vélin var ekki full-
reynd þótt hún gæti unnið vel eða
viðunandi í stuttri prufu.
Setja þarf allar Fiskvinnsluvélar í
samfellda vinnsluprófun í fiskiðnað-
inum þannig að fram komi þeir gallar
sem oftast eru á nýhönnuðum vélum
og lagfæra þá áður en vélin er send á
markað. Hafi þetta ekki verið gert þá
er þaðslæmt.
Við höfum ekki skoðað vélina
nema í þetta eina skipti og ekki mælt
afköst hennar enda er það ekki í
okkar verkahring að dæma vélina
tæknilega eða út frá arðsem-
issjónarmiði, heldur aðeins hvort
verkið, þ.e. seilingin, sé vel unnið.
Við höfum sent út skrifleg fyrirmæli
um hausaþurrkun og hvaða aðferðir,
hafa gefizt .vel. Sé farið eftir þeim á
verkunin að takast vel.
Ef heppnast að vélvæða hausaseil-
ingu þannig að gæðin verði í lagi og
vélin fjárhagslega hagkvæm þá er vel
farið. Ég vil undirstrika að þegar við
skoðuðum vélina var hún ekki full-
hönr.uð og því alls ekki um neinn
gæðastimpil að ræða frá
Framleiðslueftirliti sjávarafurða.
Framleiðslueftirlitið myndi að sjálf-
sögðu fanga því ef framleiðanda
tækist að bæta úr göllum sem kunna
að vera á vélinni.
í fiskiðnaðinum eru fjöldamörg
óleyst verkefni fyrir véíaframleið-
endur og væri vonandi að islenzkum
iðnaði tækist þar vel upp. Við ættum
frekar að vera útflytjendur fisk-
vinnsluvéla en innflytjendur.” ÖEF
Kirkjudagur Ásprestakalls
Arlegur kirkjudagur Safnaðarfélags
Ásprestakalls er á morgun, sunnu-
dag. Fer dagskrá kirkjudagsins
fram að Norðurbrún 1, þar sem
söfnuður Áskirkju hefur aðstöðu sina,
og hefst klukkan 2 á helgistund sem
sóknarprestur og kirkjukór Áspresta-
kalls annast. Síðan er borið fram
veizlukaffi sem verður á boðstólum til
klukkan 5. Jafnframt gefst kostur á að
hlýða á góð og fjölbreytt dagskrár-
atriði, bæði i tali og tónum og við hæfi
eldri og yngri.
Kaffisala og dagskrá kirkjudagsins
hefur ávallt verið fjölsótt enda veit-
ingar þær sem fram hafa verið bornar,
sem og dagskráratriði, rómað og
kirkjudagurinn því verið ein helzta
fjáröflunarleið safnaðarfélagsins sem
starfað hefur af fágætum áhuga og
þrótti i þágu Áskirkju og safnaðar
hennar. En ekki varðar minna hve
kirkjudagurinn hefur ætíð verið
ánægjulegur þáttur í starfsemi
safnaðarins og dýrmætur með því að
stuðla að kynnum og reynast safnað-
arlífi vekjandi.
Er það von mín að sem allra flest
sóknarbörn Áskirkju og velunnarar
leggi leið sína í Norðurbrún 1 á sunnu-
daginn, sjálfum sér til gleði og gest-
gjöfum og góðu málefni til stuðnings.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Magadansá
Loftleiðum
Ferðaskrifstofan Úrval og Hótel
Loftleiðir efna til skemmtana á Loft-
leiðum í kvöld og annað kvöld með
arabísku yFtrbragði. Matur verður að
hætti Túnisbúa og tvær ekta maga-
dansmeyjar frá Túnis sýna listir sínar
ásamt þarlendum hljómlistarmönnum.
Einnig kemur gítarleikarinn Paul
Weeden fram á þessum kvöldum.
Skíðaganga á sunnuúag:
Almennings-
ganga yfir
Hellisheiði
Almenningsskíðaganga verður frá
Kambabrún í Hveradali á sunnudag.
Skiðafélag Selfoss gengst fyrir göng-
unni sem nefnd hefur verið Kamba-
gangan. Er ætlunin að hún verði
árlegur viðburður héðan í frá.
Lagt verður af stað frá Kambabrún
klukkan fjórtán á sunnudag. Ekki
verður fylgt þjóðveginum heldur
gengin mjög skemmtileg leið norðar.
Hraunjaðrinum verður fylgt frá
Kambabrún upp undir Hengil. Þaðan
verður gengið vestur með Skarðsmýir-
arfjalli, að gömlu, vörðuðu göngu-
leiðinni yfir Hellisheiði og staðnæmzt
við hinn margfræga hellukofa. Þar
verður áð og fólki boðið upp á hress-
ingu. Loks verður gengið niður að
Skíðaskálanum í Hveradölum, um
Fleningargil.
Áætlað er að um eina og hálfa
klukkustund taki að ganga þessa leið á
skíðum. Allir mega vera með en þátt-
tökugjald er 50 krónur. Að göngu lok-
inni verða veitt viðurkenningarskjöl.
-KMU
Fermingargjafir!
SENCOR S 4440 kr. 3.680
SENCOR S 4600 kr. 4.590
SENCOR S 8060 kr. 1.215