Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 10
10 DV. — HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Handverksbakarar eiga heiður skilinn Eitt af því gleðilegasta sem gerzt hefur í íslenzkum matvælaiðnaði er sá frábæri árangur sem íslenzkir bak- arar haf náð í brauðbakstri. Það er ekki nóg með að brauðin séu góð heldur er úrvalið mjög mikið. Það er því full ástæða fyrir okkur fslendinga að boröa meira brauö, hefzt 6—8 sneiðar á dag, segja sérfræðingar, og munið að brauð er ekki fitandi. íslenzkur matvælaiðnaður mætti taka sér bakara til fyrirmyndar. Herferð íslenzku bakaranna og kollega þeirra á Norðurlöndum var þörf. Við íslendingar mættum að ■skaðlausu minnka kökuátið og borða meira brauö. Sælkerasíðan óskar íslenzkum bökurum til hamingju með hinn góða árangur. Söluhöllin i Gautaborg, ihugaveröur staður fyrir sœlkora. SÖLUHÖLLIN í GAUTABORG I hverjum bæ í Mið- og Suður- Evrópu er sölutorg. Bændur koma á sölutorgin á morgnana og selja afurðir sínar. Því miður hafa sölu- torg ekki tíðkast hér á landi, enda kannski ekki heppileg veðrátta. í Gautaborg búa á milli 800 og 1000 íslendingar. Þar er torg sem kallast Konungstorg og hefur verið sölutorg í áratugi. Á Konungstorginu stendur merkiieg bygging sem kölluð er Sölu- höllin. Þessi bygging var reist árið 1888 og í henni eru margar smá- verzlanir. Segja má að Söluhöllin hafi verið byggð yftr útimarkaðinn. Það er eins og að vera kominn til Suður-Evrópu að koma inn í Sölu- höllina, þar er líf og fjör og ávallt mikið um að vera. í höllinni eru margar matvöruverzlanir, flestar eru þetta sérverzlanir. í Höllinni má finna grænmetisbúðir, kjöt- og fisk- búðir, þar er verzlun sem aðeins selur te og kaffi og önnur sem selur ein- ungis krydd o.s.frv. f Söluhöllinni eru nokkrir litlir veitingastaðir þar sem menn geta keypt sér mat, kaffi og bjór. En menn koma ekki bara í Söluhöllina til að verzla heldur einnig til að skoða mannlifið því þó að sölu- höllin sé í Gautaborg í Sviþjóð eru viðskiptavinirnir margir hverjir Tékkar, Júgóslavar, Spánverjar og Pólverjar. i Söluhöllinnieru verzlanir sem hafa sérhæft sig, t.d. í tékkneskum matvörum. Hinir fjöl- mörgu erlendu verkamenn sem búa í Svíþjóð kunna því vel að verzla á markaðstorgum. í Söluhöllinni geta þeir keypt mat sem ekki er til í venju- legum sænskum verzlun- um. Andrúmsloftið í Söluhöllinni er því svo sannarlega alþjóðlegt eða öllu heldur evrópskt. Við hliðina á matvöruverzlun Birger Johanson er matvöruverzlun Júgóslavanna Milorad og Zagorka. Ef þið lesendur góðir eruð á leið til Gautaborgar ættuð þið að heimsækja þennan skemmtilega stað, Söluhöllina á Kóngstorgi. Helgarmaturinn Hvað ætlið þið að hafa i matinn næstu helgi? Sennilega eru fæst ykkar farin að hugsa út í samsetningu matseðilsins enda heil vika þangað til. Hér kemur uppástunga að mat- seðli. Seðillinn er þannig saman settur að það er frekar auðvelt að laga þessa rétti og að þeir eru frekar óvenjulegir á íslenzkum heimilum. Að vísu er i því sambandi undanskil- inn eftirrétturinn. Uppskriftirnar eru miðaðar við fjóra. Fyrsti réttur- inn eða forrétturinn er „ostasúpa sjó- mannsins”. í.hana þarf: 1 /2 blaðlaukur (púrrulaukur) 2 matsk.smjör 3 matsk. hveiti 1 lítri kjötsoð 3 dl rifinn ostur 1 eggjarauða 1 dl rjómi 50 g rækjur 50 g kræklingur Byrjið á því að útbúa kjötsoðið. í I lítra af vatni þarf 3—4 teninga af kjötkrafti. Bláðlaukurjnn er skorinn í þunnar sneiðar og skolaður. Bræðið smjörið í potti og látið blaðlaukinn malla í því’í um 2 mín. Hrærið svo hveitið saman við smjörið og hellið svo kjötsoðinu varlega i pottinn og hrærið í um leið. Súpan er svo látin malla í 3 mín. Hrærið þá ostinn saman við súpuna, hrærið stanzlaust í pottinum þar til osturinn er bráðnaður. Minnkið strauminn og passið að súpan sjóði ekki. Kryddið hana með salti og pipar. Hrærið saman eggjarauðuna og rjómann og blandið þeirri blöndu saman við súpuna — því næst eru rækjurnar og kræklingurinn sett í pottinn. Hann er tekinn af hellunni og súpan látin standa í 3 mín., þá er hún tilbúin. Þá er komið að aðalréttinum, sem er franskur lambakjötsréttur og nefnist „Cotes D’Agneau a la Maintenon”. í þann rétt þarf: 12 lambakótelettur. 4 matsk. smjör 250 g fínsaxaðir sveppir 1 fínhakkaður laukur 12 sneiðar reykt skinka 75 g rifinn ostur Snöggsteikið kóteletturnar í smjörinu, þær mega alls ekki vera gegnumsteiktar. Þeim er svo raðað á eldfast fat. Því næst er útbúið svo- kallað „duxelles”. Þið steikiðsaman á pönnu laukinn og sveppina, þessari blöndu er svo jafnað á kótelettumar. Þá er skinkusneiðunum raðað á kóteletturnar og rifna ostinum stráð yfir. Þá er fatinu stungið undir grillið í 3—5 mín . Þar með er þessi franski lambakjötsréttur tilbúinn. Berið fram með þessum rétti kartöflumús og grænar baunir. Fram að þessu hefur ostur verið rauði þráðurinn í gegnum máltíðina. Það er því upp- lagt að enda máltíðina á Camembert osti. Þetta er bragðmikill matur, það er því rétt að drekka „þungt” rauð- vín með þessum rétti t.d. St. Emilion, Mercurey eða þá Chateauneuf Du Pape. Hvað er að íslenzkum kjúklingum? Á síðustu árum hefur neyzla fslendinga á kjúklingum aukizt nokkuð, þó neyta íslendingar frekar lítils af þessu holla kjöti ef miðað er við ýmsar aðrar þjóðir, svo sem Dani og Bandaríkjamenn. Franskur meistarakokkur sem starfaði um tíma í Svíþjóð sagði að sænskir kjúklingar væru alls ekki i sama gæðaflokki og þeir frönsku. Sælkerasíðan leyfir sér að fullyrða að sænskir kjúklingar séu almennt í nokkuð hærri gæðaflokki en þeir íslenzku. Sælkerasiðan hefur nú í tvígang keypt kjúklingaiverzlun í i Reykjavik sem alls ekki voru hæfir til neyzlu. Lítið hold utan á þeim, kjötið var seigt og bragðlitið. Bringurnar vor'U-mjög kjötlitlar og kjötið þurrt. Auðvitað getur hér verið um óhöpp að ræða. Sælkera- síðan hefur fengið hér í verzlunum ljómandi kjúklingakjöt. En svo virðist sem gæðin séu allmisjöfn, hvernig sem á því stendur. Má vera að kjúklingar sem koma frá einum framleiðanda séu betri en frá öðrum. Það er kannski kominn tími til' að flokka kjúklinga i tvo—þrjá flokka. Máveraað það sé gert í einhverjum mæli en við neytendur verðum harla lítið varir við þá flokkun. Það virðist nær ómögulegt að fá ófrysta kjúkl- inga hér i verzlunum. Það ætti nú að vera hægt að hafa ófrysta kjúklinga á boðstólum í stærri verzlunum borg- arinnar, þó ekki væri nema einu sinni í viku, t.d. á föstudögum. Kjúklinga- og hænsnakjöt er hollt og getur verið ljómandi gott. Svo sannarlega mættu íslending^r neyta meira af þessu kjöti en gæðin verða þá að batna og verða jafnari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.