Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 19
Myndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson DV. — HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982. öngun til að samfélaginu téttsvikari” tir skáld—handhafi menningar- Ijóðabók sína, Ljóð ■HBsflnHSBHi mcnntir. Yrkirðu kvennaljóð? „Ljóðin mín geta náttúrulega aldrei orðið neitt annað en kvenna- Ijóð. Ég er ekkert í vafa um það að ég er kvenmaður og það hlýtur að koma skýrt fram í ljóðunum.” Eru efnistök Ijóðanna þá öðruvísi en karlmanna? „Það taka engir tveir einstaklingar eins á sama efniviðinum. Það er ekki bara kynbundið, það er líka stétt- bundið.” Kvenréttindabarátta. Þú hefur all- mikið látið hana til þin taka. Jafnrétti „Ég hef alltaf haft áhuga á félags- legu réttlæti. Þróunin í átt til jafnréttis hefur verið hæg og konur eiga ennþá langt í land til að ná jafn- stöðu við karla. Lagalegt jafnrétti vantar að vísu ekki, en það ætlar að taka sinn tíma að breyta þjóðháttun- um.” Eigum við langt i land með jafn- rétti kynjanna? „Launamisréttið er óskaplegt og það er ekki eingöngu konur sem líða fyrir það. íslenzka þjóðfélagið er stéttskipt og þeir eru margir sem búa við lítil réttindi. Og þó við séum stolt af lýðræðinu okkar, þá er það nú samt tilfellið að völdunum er mis- skipt og anzi er ég hrædd um að vinnulýðræði sé víða ábótavant.” En lausnir eða leiðir til úrbóta. Hverjar eru þær? „Að unga fólkið geri sér grein fyrir því hve nauðsynlegt er að byggja upp réttlátara samfélag. En það verður ekki gert með Apartheid!” héngu á festingunni eins og dálitið ljósker til að lýsa okkur í myrkrinu. Þar uppi i dýrðarljóma sat algóður guðfaðir og fylgdist með öllu sem gerðist. í tunglinu sat svo annar karl. fískimiðin En hvað er það að missa himininn samanborið við það að uppgötva hversu jörðin er takmörkuð og sjá fram á að þar muni verða þröngt í framtíðinni? Að mannkynið rúmist ekki á jörðinni. Að það séu ekki bara fiskimiðin okkar sem geti gengið til þurrðar, heldur öll heimsins gæði. Og að gera sér grein fyrir þvi að maðurinn er ekki miðpunktur heims- ins. Hann hefur engan rélt til að ryðja sér alls staðar til rúms, traðka allt niður, eyðileggja og hrifsa til sin. Hrekja dýrin i burtu, eyða gróðrin- um, menga og skemma.” Bölsýni eða bjartsýni? „Ég held ég sé fyrst og fremst raunsæ. Striðið hafði mikil áhrif á mig. Ég man gleðina þegar þvi lauk, en svo rann upp fyrir mér að það var enginn friður. Það var mér áfall. Okkur hættir til að miða hlutina við okkar heimaland. Alltaf er einhvers staðar strið og aldrei hefur komizt á friður í heiminum. Ég hef ferðast dálitið um og hef kynnst öðruvísi samfélagsháltum en hérna eru og reyni að fylgjast með þvi sem er að gerast i heimsmálunum hverju sinni. Þetta held ég að komi fram i Ijóðum minum. Við getum tekið sem dæmi ljóðið „Og enn sem fyrr”, sem ég orti i tilefni sex daga stríðsins sögufræga. Dætur ísraels, farið ofan í fjöllin og grátið: Stuttur frestur er ykkur gefinn. Altari er reist fyrir brennifórnina. Grimmurer Jave. Grimmur er drottinn hinsslóttuga Moshe Dayan. Hugsanir Ég get ekki sagt hvað ég er iengi að yrkja Ijóð eins og þetta. Það getur kannski tekið mörg ár og það getur lika tekið stuttan tima að þvi er virðist, en ég veit ekki hvað hugsanir minar eru gamlar. Maður er alltaf að hugsa sömu hlutina upp aftur og aftur, en sér þá frá öðrunt hliðum eftir þvi sem manni eykst reynsla og þekking. Það sem ég er að skrifa um þessar mundir getur allt eins átt upptök sin aftur í bernsku minni heima á Vest- dalseyrinni. Þannig er erfitt að leggja mælikvarða og segja hvað maður hefur verið lengi eða fljótur með eitt- hvert tiltekið ljóð.” En yrkirðu á einhverjum ákveðnum timum sólarhringsins? „Nei, ég geri það nú ekki. Þetta sem ég hef verið að yrkja eru flest stök kvæði — og ég hef þá hugsað um þau lengi og unnið þau í hugan- um áður en ég skrifa þau á blað og það geri ég bara þegar ég fæ stund til þess.” L/óðhugsi Svartnætti Þú munt vera guðleysingi? „Æ, ætli það sé ekki bara af þvi ég er kvenmaður sem ég treysti ekki guði.” En ertu trúuð? „Það veit ég ekki. Ég er að minnsta kosti i sátt við lífið og sjálfa mig. Ég lifi ekki i neinu svartnætti óhamingjunnar þó ég trúi ekki á guð. Mér finnst svo margt spenn- andi að gerast í heiminum að ég hef ekki við að trúa. Þegar ég var barn var allt á sinum stað. Himinninn hvolfdist yfir jörðinni og stjörnurnar „Og enn sem fyrr" Nú blása þeir i hrútshornin, sigurvegararnir, hlæjandi við Grátmúrinn. Með fótinn á hálsi Egifta. Jórdani og Sýrlendinga hafa þeir lagl að fótum sér. Verði setja þeir á vöðin. Og enn sem fyrr mun ung dóttir hlaupa út um dyrnar á húsi föður síns með bumbuslætti og dansi að fagna bardagahetjunni. Að lokum Vilborg. Hugsarðu i Ijóðum frá degi til dags. Ertu ljóð- hugsi, ef svo má nefna? „Ekki get ég sagt að ég hugsi í Ijóðum. En ég les gjarnan mikið af Ijóðum og hef haft gaman af kveðskap frá þvi ég man eftir mér. Líklega hugsa ég ekki meira i Ijóðum en gengur og gerist um fólk. Allir skynja heiminn eins og skáld. Menn velja sér bara ólikar leiðir til að tjá hugsun sína. Sumir yrkja sin ljóð í stramma, aðrir hlaða steinvegg af list. Það er hægt að yrkja Ijóð af því að aðrir skynja hlutina á líkan hátt og skáldið. Ef svo væri ekki, þá væru enginljóðtil.” -SFR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.