Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 13
DV. — HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982. Ráðtilað kynnast fólki —fyrri hluti Ég lýsti því yfir um daginn á þessum stað, ef ég man rétt, að besta ráðið til að rjúfa sig úr öllum mann- legum tengslum væri að bregða sér á diskótek. Að vísu grunar mig, að fjöldi fólks sæki þangað einmilt í gagnstæðum tilgangi, en hvernig það ætlar sér að kynnast nokkrum öðrum en dyravörðunum er mér óskiljan- legt. Ég kynntist að minnsta kosti engurn í hvorugt skiptið, sem ég hef farið. Þótt ég styngi eyrnablöðkun- um á nokkrum upp í munninn á mér og hrópaði, þá heyrðu heir ekki í ntér. En jtað eru fleiri en ég, sem veitt liafa jtessum ókosti athygli og núna í mörg ár hafa verið starfandi öflug samtök dyravarða og veitingahúsa- gesta, sem utn Itverja helgi gefa fólki kosl á að kynnas: með því að efna til biðraða við dyr j>essara staða. Sé kuldinn ekki slíkur, að tennurnar detti glamrandi úl úrgestunum, gefst jiarna gott tækifæri til að brjóta ísinn og stækka vinahópinn. Þátttakan i biðröðununt hel'ur farið fram úr öllum vonum og reynsl- an yfirhöfuð verið það góð, að nú tel ég timabært að hrinda í frantkvæmd hugmynd, sem ég hef gengið með í maganum í nokkur ár. Ég ætla að leigja mér vegg niðri í bæ og setja á hann hurð. Síðan læt ég það berast út, að handan við vegginn sé verið að innrétta rosalegasta diskó- tekið í þessu flugvélamóðurskipi okk- ar og jafnvel þótt víðar væri leitað. Hamingjudjúsið verði leitt þar um veggina í fimmtán tommu rörum og Búnaðarbankinn, sem sýnt hefur þessari nýju búgrein mikinn áhuga, liafi að þessu sinni lánað svo riflega til verksins, að líkur séu á, að smiðirnir slái nýtt hraðamet. Menn eru vitanlega vantrúaðir, en hvað gerist? Nákvæntlega fyrsta april, eins og áætlað hafði verið, er opnunarhátíðin auglýst nteð heilsíðu i Mogganum og þegar uttt kvöldmatarleytið er farin að myndasl biðröð við hurðina. Úrritvél Jóns Björgvinssonar Klukkan tíu er þrem tískusýningar- dömunum hleypt inn um dyrnar til að sjá hinum í þvögunni fyrir hneyksli. Menn fá ekki orða bundist jafnvel við bláókunnuga og ævarandi vin- áttubönd skapast. Þegar tískusýningardömurnar eru búnar að hírast í klukkutíma í lilla skápnum á bak við hurðina, opnar dyravörðurinn hurðina á ný og nú með sérstökunt glussatjakk, þvi bið- röðin fyrir utan er orðin litl viðráðanleg og hleypir þeint út. Fimmti og eini starfsmaður diskóleksins, sent ég á enn eftir ónefndan, ungur, snyrtilegur og ódrukkinn ntaður, reynir að nolfæra sér tækifærið og troðast inn i skáp- inn, en dyravörðurinn rotar hann út af gallabuxunum og nær að skella hurðinni. Öll þessi alriði endurtekur starfs- fólkið siðan á tveggja tíma fresti fram að lokun, svo ekki fari milli mála, að þetta er rétta hurðin til að standa í biðröð við og kynnast nýju fólki. Vitanlega kemst aldrei neinn inn, en með því að láta starfsfólkið æfa upp nýtl sjó við dyrnar á nokkurra mánaða fresti, er ég viss ;um, að minnst fjögur, fimm ár liða áður en nokkur faltar það. Nú er spurningin aðeins þessi, hvort það geti staðið undir starfsem- inni að safna tómum blandflöskunt sem falla til í röðinni. Hnngbord jáanleg i Ijósu og dökku birki. Stœrð: 112 x 112 cm stœkkanleg í 112 x 202 cm. Ath. Síðasta sending fyrir páska. Húsgagnaverslunin Síðumúla 4. Sfmi 31900 HUSGAGNA- SÝN/NG á nýkomnum norskum borðstofuhús- gögnum sunnudag kl. 14.00—16.00. Þetta leðursófasett, sófi, tveggja manna sófi og stóll, sem er original Nancy frá Belgíu, til sölu vegna flutninga á kr. 25.000.- Ennfremur Glóbus- bar og tveir renaissance armstólar með mohair plussi. Uppl. í síma 38022 millikl. 5 og 8 7 dag, laugardag. KIRKJUFÉLAG DIGRANESPRESTAKALLS Fjáröfiunarnefnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.