Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Page 22
22 DV. — HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982. AÐALFUNDUR Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1982 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14.00 laugardaginn 27. marz 1982. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf í sam- ræmi við ákvæði 18. gr. samþykkta bankans. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í afgreiðslu lögfræðideildar bankans dagana 22. marz til 26. marz að báðum dögum meðtöldum. Reikningar bankans fyrir árið 1981 ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja eru hluthöfum til sýnis á sama stað. Roykjavík 15. fobrúar 1982 Gunnar J. Friðriksson, form. bankarððs ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í 1150 tré- staura fyrir Suðurlínu. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins Laugavegi 118,105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 16. mars nk. og kostar hvert eintak kr. 100. Tilboðum skal skila til skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins fyrir kl. 14.00 föstudaginn 30. apríl 1982 merkt RARIK 82015 og verða tilboðin þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Reykjavík 12. mars Rafmagnsveitur ríkisins Bókhald Veitum alhliða bókhaldsþjónustu allt árið. Útskrift bók- halds til viðskiptamanna eftir óskum. Söluskattskýrslur, mánaðarleg þjónusta. Tollskýrslur, alhliða þjónusta við gerð tollskýrslna, úttekt beiðna á Tollvörugeymslu o.s.frv. Tölvuúrvinnsla Fjárhags-, viðskipta- og launabókhald. Leitið upplýsinga í síma 82027 og 83860 Ármúfísf. sérhæft þjónustufyrirtæki. Ármúla 11 Ballettinn um Giselle er í tveimur þáttum. Sá fyrri gerist í sveitaþorpi í Rínardalnum þar sem Gisella á heima með mömmu sinni. Gisella er trú- lofuð Hilarion skógarverði en veit ekki að Albrecht, hertogi af Silesíu, er ástfanginn af henni. Albrecht er annars heit- bundinn Bathilde nokkurri prinsessu. En vegna ástarinnar á Gisellu, dulbýr Albrecht sig sem sveitastrák og fer á fjör- urnar við hana þrátt fyrir að- varanir Hilarions skógarvarð- ar. Og elskendurnir Gisella og Albrecht dansa með þorpsbú- unum. Tignir gestir koma í þorpið og í glaðværðinni tekst Hilarion loks að segja Gisellu hver Albrecht er í raun. og veru. Hún verður harmi slegin og deyr í lok fyrsta þáttar. Annar þáttur gerist við gröf Gisellu úti í skóginum þar sem unnusti hennar, Hilarion, syrg- ir heitmey sína ákaft. Þá kem- ur til hans Myrtha, en hún er drottning hinna svonefndu Vilia, anda framliðinna stúlkna, sem voru heitbundnar en létust fyrir brúðkaup sitt. Þær leita hefnda á öllum karl- mönnum sem koma í skóginn þeirra með því að tæla þá í dansinn og ofgera þeim svo þeir örmagnast. Og nú kallar Myrtha þær fram til að hefna sín á Hilarion. Albrecht kemur líka að gröfinni og Viliurnar leggja snörur sínar fyrir hann. En ást Gisellu á honum bjarg- að lífi hans og hann sleppur lif- andi eftir að hafa syrgt Gisellu mjögvið gröfina. Ballettinn Giselle var frum- sýndur í París árið 1841 og í London þ. 12. marz 1842. Síðan má segja að ballettinn hafi verið á efnisskrá allra dansflokka um allan heim allar götur fram að þessu og enn er hlutverk Gisellu líklega það sem ballerínur þrá mest að Joyn Gi/pin og Anton Dofín með örn Guðmundsson á mfífí s/n. V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.