Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 9
DV. - HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982.
9
Slík gróska er í menningarlífi
landsmanna um þessar mundir að
það vekur undrun og aðdáun út-
lendinga sem kunnugir eru þessum
málum víða um lönd. Okkur sjálfum
finnst þetta varla umtalsvert. En
vissulega er ástæða til að velta örlítið
vöngum yfir svo öflugu lista- og
menningarlífí.
Lauslega talið er svo að sjá sem
íbúar höfuðborgarsvæðisins geti
valið milli 14 og 16 sýninga í leik-
húsinu um þessa helgi. Þar ber að
sjálfsögðu hæst sýningu Þjóðleik-
hússins á ballettverkinu Giselle sem
frumsýnt var í gærkvöldi. Þar dansar
Helgi Tómasson aðalhlutverkið en
nafn hans þekkja ballettunnendur
um allan heim. Sýningin á Giselle er
mikill viðburður og Þjóðleikhúsinu
og forráðamönnum þess til mikils
sóma.
Ekki má heldur gleyma Óperunni
sem alltaf sýnir fyrir fullu húsi eða
þeirri góðu aðsókn sem er að
innlendum og erlendum verkum leik-
húsanna. Og það eru ekki bara at-
vinnuleikhúsin sem sýna heldur
einnig félög áhugamanna. Meira að
segja kemur leikflokkur frá
Hvammstanga í heimsókn á
suðvesturhornið um helgina og einnig
standa yfir sýningar hjá Nemenda-
leikhúsinu.
Þeir listunnendur sem ekki sækja
leikhús um helgina geta svo valið
milli fjölmargra málverkasýninga,
tónleika og kvikmynda. Útivist og
Ferðafélagið eru með ferðir og
skíðalöndin eru í næsta nágrenni.
Bridgehátíð stendur yfir og þannig
mætti lengi telja.
Lyftir huganum
Þótt listsýningarnar séu eflaust
misjafnar að gæðum er það eitt af
einkennum listar að hún krefst sjálf-
stæðrar hugsunar af þeim er hennar
njóta. Við leggjum mat á verk
höfunda, frammistöðu leikara,
tölum um góð málverk og önnur
lakari. Listin fær okkur til að líta upp
frá brauðstritinu og lyfta huganum
upp yfír dægurþrasið sem oft á tíðum
er svo andlaust, ómerkilegt og
leiðinlegt að geðheilsu landsmanna er
stefnt í voða á köflurn.
Þeir sem vilja geta svo dembt sér
út í fjölskrúðugt skemmtanalífið
meðan enn aðrir sitja heima og njóta
dagskrár útvarps og sjónvarps.
Þúsundir eiga svo video eða hafa
aðgang að slíkum kerfum. Gróskan i
menningarlífinu bendir ekki til þess
að almenningur láti umfangsmikla
fjölmiðlatækni stjórna gerðum
sínum, heldur velja menn og hafna
að vild. En vonandi verður allt þetta
framboð á listum og afþreyingu af
ýmsu tagi ekki til þess að menn týni
sjálfum sér.
ÁJið og Helguvík
Af vettvangi stjórnmálanna hefur
álmálið verið mjög til umræðu að
undanförnu og deildar meiningar um
samskipti Hjörleifs og Alusuisse.
Telja sumir ráðherrann hafa komið
fram af of miklu offorsi í þessum
málum og framkoma hans geti aðeins
orðið okkur til tjóns í frekari
samningum við álfurstana
svissnesku. Aðrir telja Hjörleif hafa
sýnt nauðsynlega festu og ákveðni
sem sé forsenda þess að á okkur sé
hlustað og mark tekið á okkar
kröfum. Deilur alþýðubandalags- og
sjálfstæðismanna um álmálin hafa
farið fram í moldroki stjórnmála-
umræðna og erfitt fyrir almenning
að gera .greinarmun á áróðri og
staðreyndum. En það virðist ekki
fara milli mála að Alusuisse verður
að breyta um aðferðir ef fyrirtækið
hyggst áfram taka þátt í rekstri
álversins.
1 Helguvíkurinálinu er það svo
Ólafur Jóhannesson sem hefur orðið
skotspónn alþýðubandalagsmanna.
Ólafur hefur heimilað flutning á
olíugeymum varnarliðsirts . til
Helguvíkur eða I nágrenni hennar.
Um rétt sinn til að taka ákvörðun i
þessu máli vísar utanríkisráöherra til
þingsályktunartillögu sem gerð var á
Alþingi um að honum væri falið að
flýta framkvæmdum í þessu máli.
Eins ogjafnanáður skerst í odda' milli
Alþýðubandalags og annarra flokka
þegar um er að ræða einhverjar fram-
kvæmdir viðvíkjandi varnarliðinu.
Það er ósköp eðlilegt þar sem
Alþýðubandalagið vill varnarliðiö
burt með allt sitt hafurtask. Sú bar-
átta er þó meira i orði en á borði eins
og allir vita.
Ólafur Jóhannesson er hins vegar
ekki á þeim buxunum að gefa neitt
eftir í þessu máli. Gamli maðurinn
svarar alþýðubandalagsmönnum
fullum hálsi og segist hvorki
knékrjúpa fyrir þeim né rétta þeim
hina kinnina. Þar með hefur hann
tekið af skarið og ef ekki á að koma
til stjórnarslita verður Alþýðubanda-
lagið að sætta sig við orðinn hlut
enda ljóst að allir aðrir flokkar styðja
Ólaf í þessu máli. Athygli vekur að
fram til þessa hefur forsætisráðherra
neitað að láta sína skoðun á málinu í
Ijós opinberlega. Er þögn hans í ýms-
um málum er athygli vekja orðin anzi
áberandi en sáttasemjarar verða
auðvitaðaðgæta hlutleysis.
Vafasöm viðskipti
Af öðrum málum sem hátt hefur
borið að undanförnu hafa kaup
Arnarflugs á lscargo vakið einna
mesta athygli. DV skýrði frá því 3.
marz að kaupin væru ákveðin og 9.
ma’rz upplýsti blaðið að kaupverðið
væri um 30 milljónir króna. Þeir
aðilar sem stóðu að samningagerð-
inni vildu hins vegar ekki við neitt
Laugardags-
pistill
Ssmundur Guðvinsson
f réttastjóri skrif ar
kannast á þessum tima.
Leynimakkið i kringum þessa
samningagerð vakti illar grunsemdir.
Menn gátu ómögulega komið auga á
hvaða hag Arnarflug hefði af þvi að
kaupa upp gjaldþrota félag,
skuldum vafið upp fyrir haus. Hins
vegar lá i augum uppi að flugleyfi
Iscargo voru eftirsótt. Með þau i
höndunum væri staða Arnarflugs
mun betri i áætlunarleiðum milli
landa og raunar forsenda þess að unt
arðbært flug gæti verið að ræða. Þar
sem það var á allra vitorði að Iscargo
var komið á hausinn lá beinast við að
ætla að flugleyfi þess yrðu brátt á
lausu. í samræmi við fyrri yfír-
lýsingar Steingríms Hermannssonar
um að hann ætlaði að veita Arnar-
flugi nokkurn hlut af áætlunarflugi
milli landa virtist augljóst að flug-
leyfið til Amsterdam kæmi í hlut
Arnarflugs. Ráðherrann var hvort eð
er búinn að lýsa því yfir að hann
ætlaði að ógilda yfirlýsingu fyrri
samgönguráðherra um að eitt flug-
félag, Flugleiðir, annaðist áætlunar-
flug til og frá landinu.
Samstarf ogsamruni
Út af fyrir sig var það auðvitað
njieyksli að veita Iscargo flugleyfi til
Amsterdam sem félagið nýtti svo með
erlendum flugvélum rneð erlendum á-
höfnum og bara yfir hásumarið.
Staða félagsins þegar leyfið var veitt
hefði vart þolað gagnrýna endur-
skoðun. En hvað um það. Þótt
Iscargo væri augljóslega á kúpunni
hélt samgönguráðherra þvi fram að
félagið ætlaði að halda áfram flugi til
Amsterdam á þessu ári. Arnarflug
þyrfti að fá leyfí til millilandaflugs og
svo hefðu Flugleiðir leyfi. Þetta væru
bara orðin allt of mörg félög. Nú
þurfti að fara að koma á samruna,
samstarfi og skiptingu leyfa. Undir
þessu yfirskini byrjaði þrýstingurinn
á Arnarflug um að taka við Iscargo.
Það var látið lita svo út opinberlega
að þetta væru svona álíka öflug
félög!
Ekki blés byrlega fyrir samningum
Arnarflugs og lscargo lengi vel.
Var það ekki að furða, þvi að
fscargomenn vildu ekki leggja fram
gögn urn fjárhagsstöðu félagsins.
Tölur skrifaðar aftan á umslög gátu
ekki komið í stað bókhalds.Engu að
síður var stöðugur þrýstingur á
Arnarflugsmenn um að ganga til
samninga. Þeir létu undan að lokum
og þá fengu þeir fyrst flugleyfi til
Diisseldorf og Ziirich og síðan vilyrði
um flugleyfí til Amsterdam. Það var
ekki fyrr en Arnarflug samþykkti að
kaupa vöruflutningavél langt yfír
matsverði, skúra og færiband á 29
milljónir sem það fékk leyfin.
Að vonum blöskraði mönnum
þessi viðskiptamáti. Árni Gunnars-
son brá við hart og tók málið upp á
Alþingi. Margt fróðlegt korn fram
við þær umræður sém þar spunnust
og er frá því greint á öðrum stað í
blaðinu. En það er hverjum manni
Ijóst að hér hafa ekki farið fram
eðlileg viðskipti, báðum aðilum í
hag. Eða býr hér eitthvað enn meira á
bak við sem á eftir að koma fram í
dagsljósið?
Opinbera rannsókn
tafarlaust
Öll þessi samningagjörð og
aðdragandi hennar eru þess eðlis að
ekki verður hjá því komizt að taka
undir kröfur urn opinbera rannsókn
og að fram fari mat hlutlausra aðila á
eignum þeim er Iscargo átti. Hér
blandast hagsmunir ríkisins, ríkis-
banka, einstaklinga og hlutafélaga
saman á þann hátt að fyllsta ástæða
er til að fara i saumana á þessum
samningum. Hafi Steingrímur
Hermannsson ekki haft afskipti af
björgun Iscargo, hver var það þá sem
kippti í spottann?
Þótt kaupin hafi leyst mesta fjár
hagsvanda nokkurra einstaklinga,
sem höfðu flogið fyrirtæki sínu í
strand skapar þessi „lausn” önnur
vandamál.
Ef samgönguráðherra bítur
höfuðið af skömmunni með því að
svipta Flugleiðir leyfum sem þær
hafa og rýmir þar með til á
markaðinum fyrir Arnarflugi þá eru
miklar skaðabótakröfur borðliggj
andi. Ef bæði félögin fljúga á sömu
leiðum er Ijóst að bæði tapa. Hvað
hefur þá áunnizt? Er þetta flugmála
stefna samgönguráðherra í fram
kvæmd?
Sæmundur Guðvinsson.
Gróska í menningu en
illgresi í viðskiptum
mmwo
——- £4óM ~ f/X
ö