Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1982, Blaðsíða 8
8
DV. - HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 13. MARZ 1982.
frjúlst, áhái dagblai
Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðiun hf.
Stjómarformaður og útgófustjóri: Svainn R. Eyjólfsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjónsson og Eliert B. Schram.
Aöstofiarritstjóri: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson.
Auglýsingastjórar: Páli Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjórn: Sfðumúla 12—14. Auglýsingar: Sfðumúla 8. Afgreiðsla, áskrfftir, smáaugiýsíngar, skrtfstofa:
Pverholti 11. Simi 27022.
Sími ritstjómar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Áskriftarverð á mánuöi 110 kr. Verö í lausasöki 8 kr. Helgarblað 10 kr.
Keflavíkurundrin
Ef stjórnarslit verða út af Keflavíkurundrum síðustu
daga, er brotin hin pólitíska hefð, að Alþýðubandalag-
ið hlaupi úr ríkisstjórnum á öllum öðrum forsendum
en ágreiningi um herinn og Atlantshafsbandalagið.
Ekki er líklegt, að frá hefðinni verði vikið að þessu
sinni, þrátt fyrir töluverðan hávaða í félagsmálaráð-
herra flokksins og nokkurn í formanni þingflokksins.
Þeir bölva að vísu upphátt, en geta raunar aðeins bitið
á jaxlinn.
Utanríkisráðherra hefur þrætt yztu nöf stjórnarsam-!
starfsins í Keflavíkurundrunum. Hann segist hafa tek-
ið tillit til sjónarmiða Alþýðubandalagsins og segist
jafnframt bara vera að gera það, sem honum hafí verið
falið.
Ólafur Jóhannesson hefur löngum verið talinn!
klókur maður. Þess vegna mætti ætla, að einhver tor-
skilin klókindi fælust í að haga þannig meðferð mála,
að ekki aðeins Alþýðubandalagið fari á hvolf, heldur
einnig sveitarstjórnir syðra.
Hingað til hefur verið efnt til varnarliðsfram-
kvæmda í góðum sáttum við sveitarstjórnir nágrennis-
ins, enda hafa þær haft tilhneigingu til að meta at-
vinnuástand sem mikilvægasta þáttinn í svokölluðu
varnarsamstarfí.
Að þessu sinni er urgur í bæjarstjórnum Keflavíkur
og Njarðvíkur út af staðsetningu flugskýla og í sveitar-
stjórnum Garðs og Sandgerðis út af staðsetningu olíu-
geyma. Hvort tveggja var óþarfi, ef betur hefði verið á
málum haldið.
Flugskýlin hefði mátt reisa annars staðar, þar sem
minni líkur eru á flugtaki yfir þéttbýli. Fullyrðingar um
annað eru bara tilraun til að breiða yfir alvarleg mistök
í skipulagsmálum á athafnasvæði hersins.
Að því er varðar olíugeymana er staðsetningin ekki
vandamálið, heldur skorturinn á samráðum við Garð-
inn og Sandgerði. Með heldur meiri lipurð hefði utan-
ríkisráðherra sparað sér mótmæli annarra en Alþýðu-
bandalagsins.
Kannski er Ólafi Jóhannessyni bara alveg sama. Ef
til vill þykir honum ágætt að fá sem mestan hávaða út
af málum þessum, svo að siðara undanhald Alþýðu-
bandalagsins verði þeim mun meira áberandi. Hann
kann að vera að hefna sín.
Þegar litið er yfír feril þessarar ríkisstjórnar, má sjá,
að innri friður hefur verið með bezta móti, að öðru
leyti en því, að Alþýðubandalagið hefur stundum verið
að agnúast út í meðferð Ólafs á varnarmálum.
Hvað sem hann hugsar undir niðri, þá hefur hann
gætt þess að halda sig innan hins óskrifaða ramma, að
herinn megi efla, þegar Alþýðubandalagið er utan
stjórnar, en máttur hans eigi að standa í stað, meðan
það er í ríkisstjórn.
Ef Alþýðubandalagið ætlaði nú úr stjórn vegna
rangrar staðsetningar á flugskýlum eða tilfærslu olíu-
geyma án stækkunar þeirra, væri það sjálft að fara úr
hinum óskrifaða ramma, sem hefur gert það að sam-
starfshæfum flokki í ríkisstjórnum.
Flokkur, sem hefur um og innan við 20% af fylgi og
er ekki meirihlutaflokkur í ríkisstjórn, getur ekki
vænzt þess að ráða ferðinni í málum, þar sem allir hin-
ir flokkarnir og kjósendur þeirra eru í stórum dráttum
samferða.
Keflavíkurundur Ólafs munu því sennilega ekki leiða i
til, að Alþýðubandalagið taki ákvörðun, er stimpla!
mundi það sem ósamstarfshæfan flokk um ríkisstjórn
og er þrengja mundi mynztur stjórnarmyndana í ná-
inni framtíð.
Jónas Kristjánsson
Mcðal annarra orða
Ég byrjaði á
þriðjudaginn
Það hringdi til mín kona skömmu
fyrir síðustu' helgi. Þegar hún hafði
lokið erindi sínu við mig, tók hún að
lesa yfir mér um skaðsenti reykinga.
Og sagði að ég ætti að skammast
mín. — Þú þykist vera á móti sóun
náttúruauðæfanna og þú þykist vera
á móti mengun. Og hvað gerirðu svo?*
Þú mengar andrúmsloftið fyrir
öðrum, sóar dýrmætu súrefni, eitrar
fyrir börnunum þínum . . . Já, þetta
er víst alveg rétt sagði ég og kveikli
mér í annarri sígarettu.
Reykingavamaaðgerðir hafa aldrei
haft áhrif á mig.nema þá öfug. Og
eins og einhvcr sagði á þriðjudaginn,
svei mér ef ég bara byrja ekki að
reykja i dag! Ég vissi alveg hvað hann
átti við. Gagnfræðaskólakrakkar
sitja undir klukkutíma fræðsluntynd
um lungnakrabba, sjá uppskurði og
hvaðeina. Þegar bíóið er búið hlaupa
þau öll út í næstu sjoppu til að fá sér
smók — líka þau sem alls ekki
reykja. Krakkar eru svona gerðir.
Við vorum svona líka, minnir mig.
Já, og ég veit að konur sem reykja
fæða smærri börn, að lífslíkurnar eru
miklu minni, að, að, að hvað sem
það nú allt saman er, sem sigaretturn-
ar gera okkur. En þetta er minn
skrokkur, mín lungu og ég get alltaf
hætt þegar ég vil. Það er enginn
vandi að hætta ef maður vill það í
raun og veru. Og svo heldur maður
áfram eins og engum komi það við.
En eins og konan í símanum sagði,
það kemur ekki bara þér við. Reyk-
irðu í bílnum með krakkana aftur í?
Vinnurðu í herbergi með reyklausum
manni? Reykirðu á meðan þú fyllir út
eyðublaðið í bankanum. Hver var að
tala um mengun?
Sem sagt, ég fór að hugsa mig um.
Alvarlega. Það var reyklaus dagur
framundan. Kannski . . . Á föstudag
heimsótti ég asmasjúkling og fékk að
sitja við arininn og blása reyknum
upp strompinn. Á leiðinni heim
þaðan kom ég við hjá konu, sem er
skorin upp frá hvirfli til ilja eða þar
um bíl vegna reykinga. Við fengum
okkur kaffi og sígarettu. Svo fór ég
heim og reykti dálitið framan í stelp-
urnar mínar og pabbi þeirra hjálpaði
mér — hapn reykti líka þá. Og um
kvöldið reyktum við svolítið framan í
hvort annað og daginn eftir var
daunninn upp úr öskubökkunum
ógeðslegri en nokkru sinni fyrr. Við
skötuhjúin fórum að tala um reyk-
ingar og hvað þær væru viðbjóðsleg-
ar, óheilsusamlegar, dýrar, and-
styggilegar . . . Við töluðum um
þetta í þrjá daga og þá var korninn
mánudagur. Á mánudag hætti hann,
ég var enn ekki tilbúin. En á
þriðjudaginn hætti ég eins og margir
aðrir.
Raunar ætlum við alls ekki að
segjast vera hætt, heldur byrjuð.
Byrjuð að haga okkur eins og viti
bornar mannverur! En mikið
skrambi er það erfitt!
Það er reyndar ekki bara erfitt,
heldur beinlínis vont. Og mikið á ég
erfitt með að trúa þessu fólki, sent
segir: Hva, þetta er enginn vandi, ég
bara drap i og sagðist ætla að hætta
og hef ekki byrjað aftur. Það geta
ekki verið sannir reykingamenn, sent
segja svona lagað! Það er svakalegur
vandi að hætta. Helzt hefði ég viljað
fá frí úr vinnunni á meðan. Reyndar
kom ég þar að litlu gagni alla vikuna
svo ég hefði alveg eins getað verið
heima hjá mér. Jafnvel þótt maður
vilji hætta, er það erfitt. Því viljinn
verður svo fjári veikur frammi fyrir
þessari ofsalegu löngun eftir bara
einum smók! Maður bara hættir að
vilja hætta!
Sjónvarpið kom að góðu gagni á
mínu heimili, þökk sé Sigrúnu Stef-
ánsdóttur.
Flest hafði ég e.t.v. heyrt áður en
aldrei hlustað af neinni athygli. Þó
hafði ég aldrei heyrt að aðeins einn af
hverjum 10, sem reyna að hælta
standist þrautina. Þar kom að því að
sannleikurinn kom fram! Ég held ég
hafi í raun og veru haldið, e.t.v. af
óskhyggju einni saman og til að róa
samvizkubitið — að það væri enginn
vandi að hætta. Og ég hefði viljað
vila fyrirfram hvurs lags kvalir áttu
eftir að hellast yfir mig. Þorsti, nála-
dofi, svimi, les- og skrifblinda, þung-
lyndi, ofsakæti.'skapvonzka, þvöglu-
mæli, skortur á einbeitingu, svitaböð
. . . Og þessi eina hugsun, sem tróð
sér inn á allar aðrar — æ, á ég
nokkuð að vera að þessu streði, gerir
það nokkuð til þótt ég fái mér eina?
Á þriðja degi tók ég eftir því sérstak-
lega, ef ég hafði gleymt smástund að
mig langaði í sígarettu. Eitthvað
annað komst að í heilanum en
tóbakið! Og ég held þau gleymsku-
tímabil séu að lengjast. Einn góðan
veðurdag hlýtur að koma að því að
mér detti ekki tóbak í hug. En hvað
er langl þangað til? Og verður þetta
svona slæmt lengi? Nenna allir vinir
minir og fjölskyldan að hlusta á
rausið í mér endalaust um hvað það
sé vont að hætta að reykja og hvað ég
eigi bágt? Því það er eiginlega það
sem heldur mér gangandi núna, sam-
úðin í kringum mig. Maðurinn minn
virðist standa sig miklu betur að
þessu leyti, hann segir ekki orð, bara
syndir og hleypur og hakkar í sig gul-
rætur. Eg get ekki farið að synda,
sund er það leiðinlegasta sem ég veil
af öllu. Mikill voðalegur aumingi
getur maður annars verið! En ég
skammast mín þó minna fyrir það að
finnasl vonl að hælla, heldur en hitt
að reykja. Því eflir þessa fjögurra
daga umhugsun var ég farin að
skammast mín fyrir reykingarnar. Nú
er ég orðin öfgasinni gegn þeim.
Leiðinleg. Kannski er það bara til að
stappa í mig stálinu? Kannski verð ég
svona leiðinleg það sem eftir er
ævinnar? En ég er samt nokkurn veg-
inn alveg viss um að það er skárra að
vera hrútleiðinlegur reykingarvarnar-
seggur en að vera mengunarvaldur,
hræsnari og kjáni.
Sjónvarpið ælti að hafa reglu-
bundna þætti um skaðsemi reykinga,
jafn reglubundna og Óskalög sjúkl-
inga eru í útvarpinu. Slíkur sjón-
varpsþáttur mætti ekki vera langur.
Nokkrar mínútur myndu nægja til að
halda okkur, þessum sem erum að
reyna að hætta, á mottunni. Gera
okkur fegin og montin af sjálfum
okkur, og dagblöðin ættu að birta
myndir og nöfn þeirra, sem eru að
hætta ásamt með hátíðlegri yfirlýs-
ingu. Þá getur enginn sagt seinna: —
Ja, ég ætlaði nú bara að hætta í
nokkrar vikur! Helgarblað DV lýsir
sig reiðubúið til að taka við slíkum
yfirlýsingum! Þær gætu verið eitt-
hvað á þessa leið: — Ég undirrit-
uð/aður lýsi því hér með opinberlega
yfir að ég hef frá og með deginunt í
dag sagt skilið við tóbak og byrjað að
hegða mér af einhverri skynsemi. Að
viðlagðri æru minni — Magdalena
Schram!
-ms.