Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Side 2
ANTIK GALLERY Miðbæ SÍMi 35997 HÁALEITISBRAUT 58-60 Úrval aforiginal ANTIK-húsgögnum ogýmsum munum ÚtxkoHnn ttóM MliðW ÚtMkortnn xkipur frén.öU SÝNING UM HELGINA kí 10-4 laugardag og sunnudag Gagnleg nýj- ung borgar stjórnar Reykjavíkur DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. LKynningarblað fum skipulagsmál —verður dreift í hvert hús á næstu dögum Borgarstjórn Reykjavíkur hefur látiö útbúa sirstakt kynningarblað um skipulagsmál i Reykjavik sem borið verður i hvert hús i borginni á næstu dðgum. Kynningarblaðiö er unnið sam- kvæmt ákvörðun borgarráðs sem stað- fest var i borgarstjórn 2. júlí á síðasta ári. Umsjón með útgáfu blaösins var í höndum Egils Skúla Ingibergssonar borgarstjóra, Þórðar Þorbjamarsonar borgarverkfræðings, Guðrúnar Jóns- dóttur forstöðumanns Borgarskipu- lagsins og Gunnars Eydal skrifstofu- stjóra. í blaðinu er lögð áherzla á kynn- ingu svonefndra austursvæða en auk þess er getiö um helztu ákvarðanir nú- verandi borgarstjórnar i skipulagsmál- um. Dreifing upplýsinga um skipulags- mál til almennings meö þessum hætti er nýjung af hálfu borgaryfirvalda. Taldi Guðrún Jónsdóttir að meö þessum hætti væri unnt að ná til' enn fleiri borgarbúa en með skipulagssýningum eins og borgarstjórn hefur áður gengizt fyrir. Taldi hún að með þessum hætti Lokaátakiö í Happdrætti SÁÁ ”Undirtektir þeirra 70 þúsund kvenna sem fengu senda happdrættis- miöa SÁÁ hafa verið mjög góðar og stór hluti þessa hóps hefur greitt mið- ana fljótt og vel,” sagði Gísli Lárusson i happdrættisnefnd SÁÁ í stuttu spjalli við blaðið. Dregið verður 7. april í happdrætt- inu og nú stendur lokaátakið yfir. Níu bílar eru í vinning, sjö Colt, einn Saab Turbo og einn Opel Ascona. „Efnt er til þessa happdrættis vegna þess að nú ætlar SÁÁ að ráðast í þá stórframkvæmd aö byggja nýja sjúkrastöð. Við getum ekki verið öllu lengur að Silungapolli, þar sem viö fengum inni til bráðabirgða og ekki hægt að standa í sffelldum flutningi milli leiguhúsa. Byggð veröur 60 rúma sjúkrastöð og borgin úthlutaði okkur lóð undir hana við Grafarvog. Framkvæmdir hefjast i vor og við ætl- um að flytja inn fyrir árslok. En þetta hefst ekki nema með sameiginlegu átaki allra landsmanna og við treystum því að almenningur leggi okkur gott lið nú sem áður,” sagði Gisli Lárusson. -SG Lumenitn CITRÖEN GSogCX nýjar fréttir fyrir þá mörgu sem beöið hafa. Nú eigum viö líka platínulausan kveikjubúnaö frá LUMENITION í kveikjur meö kasettuplatínum. Bætir stórlega gangsetningu og gangöryggi í slyddu og hríö. Ennfremur í mótorhjól. HONDA — KAWASAKI — SUSUKI sem breytir þeim í raunveruleg 9*® tryllitæki. HABERG hf Skeifunni 3e. Sími 84788 mætti vekja áhuga fleira fólks á um- hverfi sinu og hugsanlega næsta skrefi í þessum málum verið að kynna þær skipulagshugmyndir sem ekki hefðu verið teknar endanlegar ákvarðanir um. Minnihluti borgarstjórnar hefur gagnrýnt þessa útgáfu og sagt að hér væri um að ræða kosningaáróður. EgiU SkúU Ingibergsson sagði hins vegar að þessi útgáfa hefði verið ákveð- in siðasta sumar og hefði verið ráð fyrir því gert að blaðið kæmi út miklu fyrr. Kópavogur: Páskamarfcaður ■ dag í dag, kl. 14,00, mun Hjúkrunar- heimUi aldraðra í Kópavogi halda markað í anddyri hjúkrunarheimUis- ins að Kópavogsbraut 1. Þar verður til sölu ýmislegt, sem heimUinu hefur verið gefiö tU fjáröflunar, s.s. nýr fatnaður, nýbakaðar kökur til pásk- anna, ýmislegt föndur o.fl., o.fl. Nú er verið að leggja áherzlu á síðasta áfanga í hjúkrunarheimUinu áður en það verður tekið i notkun. Það er því afar mikUvægt að ná fjármagni til þessara lokaframkvæmda, þar sem margir bíða nú eftir að komast inn í heimUið og njóta þeirrar aðhlynn- ingar, sem þar verður. Við vonumst til að sjá sem flesta velunnara hjúkrunarheimilisins á páskamarkaði þessum, svo takast megi að opna á tilsettum tíma. íbúasamtök vesturbæjar: Fulltrúum framboða boðiðáfund íbúasamtök vesturbæjar syðri gangast fyrir félagsfundi á laugar- daginn kemur, þ. 3. apríl, í Tjarnar- bæ. Fundurinn hefst kl. 14. Barnakór Melaskólans mun syngja og fulltrúum framboðsflokkanna í Reykjavík hefur veriö boðið að ávarpa fundarmenn. Að sögn Odds Benediktssonar, formanns íbúasam- takanna hefur þeim Davið Oddssyni, (Sjálfstæðisfl.), Guðrúnu Jónsdóttur (Kvennaframboð) Kristjáni Benediktssyni (Framsókn), Siguröi E. Guömundssyni (Alþýðuflokki) og Sigurjóni Péturssyni (Alþýðubanda- lagi) verið boðið sérstaklega til þessa fundar. Þroskahjálpá Suðurnesjum með opið hús Þroskahjálp á Suðurnesjum tekur formlega í notkun um helgina ný- byggingu félagsins að Suðurvöllum 9 í Keflavík og verður opið hús laugar- dag og sunnudag klukkan 14—17. Húsið er 204 fermetrar að stærð, svokallað einingahús, og byggt fyrir framlag úr Framkvæmdasjóði þroskaheftra og öryrkja, úr Erfða- fjársjóði og fyrir eigið fé félagsins. Þá var og tekiö lán úr Erfðafjársjóði. í húsinu verður endurhæfingastöð og leikfangasafn, auk þess sem aðstaða er til félagsstarfsemi. Rekstrarstjóri hins nýja húss er Ásta Björnsdóttir. _________________ —KÞ. DV-BÍÓ Arabískt œvintýri, gaman- mynd í Iftum meö ísfenzk- um toxta, veröur sýnt í DV bfói 6 morgun kfukkan 13 í Ragnboganum. En vinnsla þess hafi tekið meiri tima en áætlað var i upphafi og því sé það til- viljun að það komi út svo skömmu fyr- ir kosningar. Sagði hann að ekki hafi þótt stætt á því, eftir að búið var að leggja svo mikla vinnu í verkið, að hætta nú við. Auk þess sé hér aöeins um að ræða upplýsingar sem unnar séu upp úr opinberum heimildum af em- bættismönnum borgarinnar. Kostnaður við útgáfu kynningar- blaðsins var áætlaður, í janúar sl., um 150þúsund krónur. ÓEF. SLÖKKVILIÐ 5-11-00 LEIGUBILL 5-1666 J.C. GARÐAR J.C. Garðar: Öryggiáheimilinu Öryggi á heimilinu. I dag, laugar- daginn 3. apríl, munu félagar í J.C. Görðum í Garðabæ afhenda límmiöa með símanúmerum lögreglu, slökkvi- liðs og leigubils á öll heimili í bænum. Svo eftir þessa helgi verða þessir miðar á öllum símum í Garðabæ. Með miöunum fylgja upplýsingar um ýmis atriði sem stuölað geta að auknu öryggi á heimilinu. Fyrsta „umslagið” var afhent forseta bæjarstjórnar, 1. apríl. Fella- og Hólahverf i: Skóflustungaað kirkjubyggingu Fyrsta skóflustunga að kirkjubygg- ingu fyrir Fella- og Hólahverfi verður tekin á morgun klukkan 15.15. Kirkjan kemur til meö að standa við Hólaberg gegnt EUiöaárdalnum. Verður kirkjuskipiö og safnaðar- heimilið samtals um 900 fermetrar að grunnfleti. Arkitektar eru þeir Gylfi Guðjónsson og Ingimundur Sveins- son, en þeir unnu til fyrstu verðlauna er efnt var til samkeppni um teikn- ingu að kirkjunni. Verkfræðingur er Jón B. Stefánsson og bygginga- meistari Haraldur Sumarliðason. —KÞ. Martin Berkofsky með píanótónleika á Norðurlandi Martin Berkofsky, einn af fremstu túlkendum á píanótónsmfðum Franz Liszt, heldur tónleika í Borgarbíói á Akureyri í dag, laugardag, og hefjast þeir klukkan 15. Á morgun leikur hann í félagsheimili Aðaldælinga og hefjast þeir tónleikar klukkan 16. Á efnisskránni verða verk eftir Liszt, Beethoven og Ogden. Ágóðinn af tónleikunum á Akur- eyri rennur í styrktarsjóð nemenda við tónlistarskólann þar í bæ. Berkofsky mun og i þessari íslandsferð sinni leiöbeina á nám- skeiði fyrir nemendur og kennara bæði við Tónlistarskólann á Akur- eyri og í Kópavogi. -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.