Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Page 33
PAGBLAÐIÐ & VtSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982.
33
Menning Menning Menning Menning
Nú fer senn að ljúka yfirlitssýningu á
verkum eftir Ragnheiði Jónsdóttur
Ream, sem staðið hefur yfir að
Kjarvalsstöðum.
Ef marka má heimildir i
sýningarskrá hóf Ragnheiður seint
eiginlegt listnám. Það var i The
American University.WashingtonD.C.
U.S.A. árið 1954, og stundaði hún þar
nám til 1959.
Listakonan hélt einar 9
einkasýningar og tók þátt i fjölda
samsýninga bæði hér heima og erlendis
þar sem hún var búsett um árabil.
Ragnheiður Jónsdóttir Ream
fæddist 10. sept. 1917 og andaðist 22.
des. 1977.
HJótur þroski.
Þó svo ferill listakonunnar hafi
byrjað fremur seint, er það greinilegt,
eftir að hafa skoðað sýninguna að
Kjarvalsstöðum, að hún hefur náð list-
rænum þroska á óvenju skömmum
tima.
Ljóst er að Ragnheiður kunni að
tileinka sér myndmál amerfsku
expression-abstract málaranna, sem
voru i algleymingi um það leyti er hún
hóf listnám. En þó svo listakonan hafi
nýtt sér ytra útlit New-York skólans, þá
er myndhugsun Ragnheiðuar gjöróUk
þeim amerisku og forsenduna að
hennar málverki er fyrst og fremst, að
finna í islenzku landslagi.
Ef við Utum á ritgerðir eftir banda-
ríska gagnrýnandann H. Rosenberg um
ameriska expressionismann, sjáum við
að New-York skóUnn var gjörsamlega
abstract mynd-fyrirbrigði. Rosenberg
segir að listamennirnir hafi þurft að
tæma hug sinn og reynt að nálgast það
ástand að verða i senn efnislegur og
andlegur hluti af myndverkinu. (Gagn-
stætt súrreaUstunum sem með sinum
„automatisma” unnu út frá mynd eða
tengslum fleiri mynda.) Spurningin hjá
þeim amerísku var ekki að mála
ákveðna lifaða reynslu eða minningu,
heldur var hin myndræna útfærsla
inntak í sjalfu sér. Listamaðurinn vissi
ekki fyrirfram að hvaða niðurstöðu
hann kæmist eða hvernig myndin
mundi Uta út. Eini ásetningur lista-
mannsins var „að umbreyta einu efni
(léreftið) með öðru efni (Ut).”
Abstract-expressionisminn var (og er)
þvi ávallt stefnumót við hið óþekkta —
eins konar ævintýri.
„mynatr mmar em ekki fyUilega abstrmckt tar eru mvMega byggðar á náttúrunni. íslenskt iandsiag æsku
minnar, ómæfísvMátta og tær norðanbirta þess er hvati myndanna. Ég reyni afítaf að ná þessari vidd i verk
LandsJag
En myndverk Ragnheiðar eru alls
ekki „automatísk”. f þessum mynd-
verkum liggur forsendan, eins og áður
segir í landslaginu og nátturúnni. Lista-
konan rissar hér „nákvæmlega” upp
sjóndeildarhring, fjöll, hraun, tún og
klappir, sem hún síðan litar með kvikri
Myndlist
„Ég hataði teikningu ískóta ‘
' tR.J.Ream. úr sýningarskrá)
(Ljósmyndir: GBKJ.
GunnarB.Kvarán
áferð expressionistanna. Þannig leggur
listakonan sig fram við að brjóta upp
landslagsmótifið með blæbirgðarfkri
pensilskrift. Myndverkin eru ekki eftir-
liking á landslagi, heldur getum við
fremur talað um ákveðna samsvörun
milli litanna og náttúrunnar. Þannig að
áhorfandinn á auðvelt með að fram-
kalla skýr skyntengsl milli myndverks-
ins og umhverfisins.
Landsiag = fítur
Liturinn í málverki Ragnheiðar er
umfram litur, sem hún vinnur oft á
tíðum hratt, en þó með einbeittri
nákvæmni. Litablæbrigðin í málverki
hennar eru vilji til að tjá okkur þann
síbreytileik sem við finnum í birtunni,
AF KÓR LANGHOLTSKIRKJU
Flytur MessíasHándels íheild nú íbyrjun páskavikunnar
Kór Langholtskirkju gefur páska-
tóninn i ár með flutningi sinum á
Óratóríunni Messías eftir Hðndel í
Fossvogskirkju. Fyrirhugað var að
halda tvenna tónleika, á morgun og á
mánudaginn, en það fór sem vænta
mátti að uppselt varð jafnskjótt og
um heyrðist og því verða tónleikamir
þrennir. Aukatónleikarnir eru á
þriðjudagskvöldið. Allir eru þeir í
Fossvogskirkju og byrja kl. 16 — á
morgun en kl. 20 hina dagana.
Langholtskirkjukórinn flutti
óratóríu Hándels á páskunum i fyrra
en þá ofurlitið stytta og að þessu
sinni verður hún flutt í heild sinni.
Kammersveit skipuð félögum úr
Sinfóníuhljómsveit íslands leikur
undir stjórn Michaels Sheltons. Einir
7 einsöngvarar syngja með kórnum,
þau Ólöf K. Harðardóttir, Sólveig
Björling, Garöar Cortes, Halldór
Vilhelmsson, sem syngja stór hlut-
verk og Signý Sæmundsdóttir, Ragn-
hildur Fjeldsted og Ásgeir Bragason.
Þess má geta að Asgeir mun syngja
svonefndan counter-teonor eða i
falsettu og mun það í fyrsta sinn sem
íslendingur syngur þá rödd en það
tíðkaðist mjög í eina tið. Stjórnandi
kórsins er Jón Stefánsson, organisti
Langholtskirkju og kórstjóri frá 1 %4
enda löngu kunnur fyrir markvissa
stjóm tónlistar í Langholtinu. For-
maður kórsins, Ingimundur Friðriks-
son, sem upplýsti DV um tónleikana,
fór góðum orðum um störf Jóns við
kórinn og sagði söngfélagana mega
hrósa happi yfir áhugahans.
Kór Langholtskirkju skipa nú 60
manns og er ekki ætlunin að hann
verði stærri enda gera verkefni
kórsins ekki ráð fyrir fleirum.
Komast færri að en vilja að sögn
Ingimundar. Æfingar eru einatt
tvisvar í viku. Við messur syngur
hluti kórs í senn og er skipt verkum.
Ýmis konar félagslif fer fram meðal
kórfélaga auk söngæfinganna
ströngu og var ekki annaö að sjá af
svip formannsins en þar væri oft glatt
á hjalla.
Hljómp/ötur
ogferöakíg
Jón Stefánsson organisti og stjómandi Kórs LanghoKskirkju ásamt kórfálögum. Myndin var tekin á svokafíaðri
opinni æfingu, alveg nýlega, en slikar œfingar heldur kórinn áriega og býður þá styrktarféiögum að fylgjast
með. Styrktarfóiagar eru nú um 200.
tLjósm. Bjarnleifur)
hafinu.eða fingerðum gróðri islenzkrar
náttúm. Óskilgreind pensilskriftin,
gefur áhorfendum möguleika á að lesa
út úr viðkomandi formum — náttúru
flötum — ákveðnar sjónrænar um-
breytingar sem skirskota til hinnar
sfkviku náttúru, án þess þó að augað
geti staðnæmzt við eitt eða annað skil-
greint náttúrumótíf. Auga áhorfandans
flögrar yfir myndflötinn og framlengir
þannig hið sifellda umrót sem hin
myndræna framsetning býður uppá.
Augað og liturinn framkalla þannig
mynd sérhvers áhorfanda.
Það er augljóst að miklar breytingar
áttu sér stað i myndverki listakonunnar
í byrjun 8. áratugarins. Ný viðfangs-
efni — epli, kaffibolli, stóU, borð,
gluggi, — koma fram og umbreyta í
mörgu myndrænni hugsun
Ragnheiðar. Myndirnar verða meira
afgerandi í formi, þó Uturinn í sínum
mjúku tónbrigðum sé enn nátengdur
áðurnefndum náttúrustemmningum.
Víst er að stórir hlutir voru að gerjast í
myndverki Ragnheiðar.
Fullkomin mynd.
Sýningin í heUd, gefur afar
fuUkomna mynd af ferU listakonunnar.
Við kynnumst nokkrum klippi-
myndum, og rissmyndum (nátengdum
automatisma New-York skólans); við
sjáum modelteikningar og getum
þannig fylgzt með öllum breytingum á
list hennar, hvernig hún hefur reynt
ýmsar leiðir og smásaman kristallast sá
Ustpersónuleiki sem við getum notið í
olíuverkunum.
Þá má einnig minnast á að öll fram-
setning sýningarinnar og sýningarskrá
(R. J. Ream, úr sýningarskrá)
með almennri fræðslu um Ustakonuna
er til fyrirmyndar.
-G.B.K.
Tónlist
Tónfíst um haigina og í
næstu viku
Á laugardag 3. apríl hafa höfuð-
staðarbúar um að minnsta kosti
þrenna tónleika að velja. — Lúðra-
sveit Verkalýðsins leikur í Gamla bíói
kl. 14, Antóníó Corveiras leikur í
Fíladelfiukirkjunni kl. 17 og kl. 14.30
leikur Guðrún Th. Sigurðardóttir
einleikaraprófskonsert sinn ásamt
önnu Þorgrímsdóttur í Austurbæjar-
bíói. (Hjáhnur Sighvatsson lék sinn
konsert á föstudagskvöld).
Á sunnudag og mánudagskvðld
flytur Kór Langholtskirkju Messías
eftir Húndel í Fossvogskirkju, en sá
flutningur er orðinn árlegur stór-
viðburður.
Á mánudagskvöld kl. 20.30 leikur
Strengjasveit Tónlistarskólans í
Reykjavík fjáröflunartónleika í
Bústaðakirkju. Þar geta menn
sameinað tvennt; að njóta góðra tón-
leika og styrkt gott málefni.
Svo um páskahelgina sjálfa, 9. 10.
og 11. flytur Pólýfónkórinn
Mattheusarpassíuna í Háskólabíói og
það láta víst ekki margir fram hjá sér
fara, sem á annað borð hafa áhuga á
góðum tónfiutningi.
Eyjólfur Melsted
Óratóría Hándels er annað st(jr.
verkefni kórsins í vetur en hann flutti
jólaóratóriu Bachs um áramótin.
Kórinn kom einnig fram á Myrkum
músíkdögum. Eftir páskana er
ætluriin að æfa efnisskrá sem farið
verður með út fyrir borgina og einnig
er ætlunin að taka upp a.m.k. eina
hljómplötu með sálmalögum á
þessu ári. Verður það hin fyrsta í röð
platna, ein plata fyrir hvern hluta
kirkjuársins.
DV innti kórformanninn eftir
framvindu kirkjubyggingarinnar í
Langholti og kom fram að kórinn
gerir sér vonir um að geta haldið tón-
leika sína þar frá og með næsta
hausti. Sem stendur fer messuhald og
söngur fram í Safnaðarheimili
sóknarinnar. -Ms.
Hár eru þau Sigurveig Jónsdóttir og Magnús Ólafsson i hlutverkum
sínum.
15. sýning á Karlinum
íkassanum í kvöld
—síðasta sýning fyrir páska
í kvöld sýnir Garðaleikhúsið
gamanleikritið Karlinn í kassanum i
15. skipti. Þetta er siðasta sýningin
fyrir páska og er sýnt í Tónabæ
(gamla Lídó) eins og venjulega. Mjög
góð aðsókn hefur verið að sýningum
og verður haldið áfram af fullum
krafti eftir páskafri. Leikstjóri er
Saga Jónsdóttir og með helztu hlut-
verk fara Magnús Ólafsson, Aðal-
steinn Bergdal, Sigurveig Jónsdóttir,
Guðrún Þórðardóttir, Þórir Stein-
grímsson og Valdimar Lárusson.
Sýningin hefst kl. 20.30.
Ragnheiður Jónsdóttir Ream:
Yfirlitssýning