Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Qupperneq 36
Pólarlax vill rækta lax í Sædýrasaf ninu:
Hvalalaugin leigð
til næstu 10 ára
■ Enn hafa ekki náðst samningar um kaup á heitu vatni
Fyrirtækið Pólarlax, sem starfrækt
hefur laxeldisstöð við Straumsvík,
hefur tekið á leigu hvalatjörnina í
Sædýrasafninu til næstu tiu ára. Er
meiningin að rækta þar allt að 6—10
þúsund laxa á árí.
Laxeldið er þó ekki komið af stað
því ennþá hafa ekki náðst samningar
um kaup á heitu vatni í stöðina. Að
sögn Magnúsar G. Björnssonar fram-
kvæmdastjóra sótti Pólarlax um að
fá heitt vatn keypt á ylræktartaxta,
sem er mun lægri en húshitunartaxti,
en Hitaveita Reykjavíkur hefur ekki
viljað fallast á það.
„Okkur finnst jretta mjög ein-
kennilegt þvi þarna er verið að koma
í veg fyrir nýtingu á auðlindum sem
annars koma að litlu gagni,” sagði
Magnús. „Við höfum þegar gert
Hitaveitunni ljóst að við gætum séð
af heita vatninu allt upp í tvær vikur
þegar þörfin er hvað mest annars
staðar i miklum kuldum þvi laxinn
þolir ágætiega slik hitabrigði
skamman tima í senn. Það eru allar
lagnir fyrir hendi og því ekkert annað
að gera en hleypa vatninu á.”
Hvalatjörnin hefur undanfarin ár
aðallega verið notuð sem biðstofa
fyrir háhyrninga sem veiddir eru hér
við land og seldir erlendis. Sagði
Magnús að hún yrði nýtt áfram fyrir
þær skepnur um það bil þrjá mánuði
á ári, eða frá september og fram að
áramótum.
„Það hentar okkur ágætlega þvi
við höfum gert ráð fyrir að setja fisk-
inn í tjömina upp úr áramótum ár
hvert og teljum að það taki um níu
mánuði fyrir laxinn að ná æskilegri
þyngd, eða 3—4 pundum, þarna í
lauginni.”
Eftir neikvæða umsögn Hitaveit-
unnar sneri Pólarlax sér til borgar-
ráðs sem visaði málinu til borgar-
stjórnar. Þar liggur málið nú.
„Ef við fáum vatnið ekki á þessum
ódýra taxta brestur grundvöllurinn
fyrir laxeldi á þessum stað. Liggur þá
beinast við að reyna að ná samkomu-
lagi við leigusala um breytingar á
leigusamningnum, en ég trúi varla
öðru en menn átti sig og gefi sam-
þykki,” sagði Magnús G. Björnsson.
-JB.
I
)
i
Kiwanisklúbburinn Elliöi gekkst fyrir skemmtun á Hrafnistu i I dr. Qunnar Thoroddsen forsætisróöherra sem lék á pianó viö
Hafnarfiröi í fyrrakvöU. Meöal þeirra sem þar komu fram var | góOmr undktektk. (DV-mynd GVA).
Bamabækur:
AndrésogÁrni
fengu verðlaunin
,,Ég met mikils þessa viðurkenningu.
Fyrir þann sem hefur gaman af að
skrifa um börn og fullorðna er hún
mesta uppörvun sem hægt er að fá,”
sagði Andrés Indriðason er hann tók
við verðlaunum Fræðsluráðs Reykja-
víkur í gær fyrir beztu frumsömdu
barnabókina í fyrra.
Andrés fékk verðlaunin fyrir bókina
Polli er ekkert blávatn, sem Mál og
menning gaf út. Er þetta önnur skáld-
saga hans en sú fyrri, Lyklabarn, sem
út kom 1979, fékk einnig verðlaun. Er
Andrés því sannkallaður verðlauna-
penni.
Verðlaun voru einnig veitt fyrir bezt
þýddu barnabókina. Þau fékk Árni
Þórarinsson, ritstjóri Helgarpóstsins,
fyrir þýðingu sína á bókinni Einn í
stríði eftir hollenzka rithöfundinn Ev-
ert Hartman.
„Þetta var nú ekki gert af neinni
hugsjónastarfsemi, því miður fyrir
unga lesendur. Ég þýddi bókina aðal-
lega til að fá skotsilfur meðan ég var að
Iæra úti. En það er gaman að þetta hef-
ur lukkazt sæmilega,” sagði Árni Þór-
arinsson.
-KMU.
Sigurjón Pótursson, forsatíborgarstjómar, athmntíAndrisiog Ama vmrðtmunin i hófiað Höföa igær.
(DV-mynd Einar Ólason).
frjúlst, óháð dagblað
LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982.
Myndböndin:
Gegndarlaust
brask á
svörtum
— segir umboðsmaður
Warner Brothers
„Hingað til hefur stórfyrirtækjum
eins og Warner Brothers verið gjörsam-
lega ókleift að senda myndbðnd sín á
íslandsmarkað. Ástæðan er hið
gegndarlausa svartamarkaðsbrask sem
hér hefur viðgeqgizt í sambandi við
myndbandaleigur. ”
Þetta sagði André Paulsen, umboðs-
maður Warner Brothers og forstjóri
Metronome Video í Kaupmannahöfn,
m.a. í viðtali við DV sem birt er í blað-
inu í dag. í viðtalinu kemur fram að í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur
verið gengið mjög hart til verks gegn
ólöglegum myndbandaleigum. 1 Kaup-
mannahöfn hafa myndbandamenn
myndað samtök og gera út teyni-
lögreglumenn til að fylgjast með hvort
farið er að lögum eða ekki. Þá er ekki
hikað við málsókn ef vart verður við
stolnar upptökur eða ólöglegar á annan
hátt.
-SG.
—Sjáábls.6
Dattaf
þriðju hæð
Lítið barn datt ofan af þriðju hæð og
niður í kjallara í blokk í Breiðholti
snemma í gærmorgun. Gerðist atburð-
urinn innanhúss og hafði barnið verið
að prila með fyrrnefndum afleiðingum.
Var barnið flutt á slysadeild en meiðsli
þess ekki talin alvarleg.
-KÞ.
Rektorskjörið íH.Í.
Guðmundur
vann
Guðmundur Magnússon vann naum-
lega rektorskjörið við Háskóla íslands
með 50,6 prósentum greiddra atkvæða.
Alls kusu um 253 starfsmenn skól-
ans, eða 83,5 prósent, og 958 stúdent-
ar, eða 26,6 prósent. Hlaut Guðmund-
ur 192,2 fullgild atkvæði og Sigurjón
157,1, en atkvæði stúdenta vógu aðeins
þriðjung á móti atkvæðum starfs-
manna.
-KÞ
LOKI
Er það satt að hér eigi að
stofna iyfjaverksmiðju sem
framieiði iyf gegn verðbólgu?
]