Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 5
„Hallgrímur var ákaflega heiðariegur” —segir ekkja hans, Oddný Pétursdóttir hjúkrunarkona Sjálfboðaliðar í Spánarstyrjöldinni mættu mikilli tortryggni þegar þeir komu til sinna heima eftir ósigurinn. Í Bandaríkjunum voru þeir stimplaðir kommúnistar og sættu margir hverjir ofsóknum. Margir spænskir kommún- istar fóru til Sovétríkjanna og lentu flestir í hreinsunum Stalins og voru fluttir til Síberíuvistar. Sannaðist á örlögum þeirra að Kremlverjar óttuðust meira „endurskoðunarsinna” eins og trotskista og anarkista en hina raunverulegu fjendur Sovétríkjanna. Þegar Hallgrimur Hallgrímsson kom heim frá hildarleiknum á Spáni var honum ekkert fjær en að láta þar við sitja í baráttunni fyrir hugsjóninni og telja nóg gert. Hann steypti sér strax út í verkalýðsbaráttuna á íslandi. í janúar 1941 hófst verkfall hjá Dagsbrún og voru brezkir hermenn látnir vinna verkamannavinnu. Sjö verkamenn voru handteknir fyrir að dreifa flugriti til brezku hermannanna þar sem skorað var á þá að láta ekki nota sig til verkfallsbrota. Einn af þeim var Hall- grímur. Hann og Eggert Þorbjarnarson komu sér saman um að segjast hafa skrifað bréfið og taka málið á sig til að hindra frekari aðgerðif gagnvart Sósía- listaflokknum. Hallgrímur, Eggert, Ásgeir Pétursson og Eðvarð Sigurðsson voru dæmdir í nokkurra mánaða fang- elsi og fluttir á Litla-Hraun. í marz 1941. Þar skrifar Hallgrimur formál- ann að „Undir fána lýðveldisins”. Hann sat 11 mánuði á Litla-Hrauni, og var stundum mánuðum saman í einangrun. Kona hans var Oddný Pétursdóttir hjúkrunarkona og fæddist þeim dóttir, Halla, 15. júní 1941 meðan Hallgrímur sat í fangelsinu. Hann losnaði úr fangelsinu í apríl 1942 og um haustið sama ár tók hann sér ferð á hendur í þágu Sósíalistaflokksins um landið. Fyrir Norð-austurland sigldi hann með línuveiðaranum Sæborgu í nóvember sama ár. Það skip hvarf og hefur að öllum líkindum rekist á tundurdufl. Fórust með Sæborgu sjö manns þar á meðal Hallgrímur, 32 ára að aldri. Mikill aðdáandi Staiíns Blm. DV heimsótti Oddnýju Péturs- dóttur ekkju Hallgríms og Höllu dóttur þeirra. Hvers konar manngerð var Hallgrimur? „Hallgrímur var ákaflega heiðar- legur maður. Hann var sannfærður kommúnisti og lifði svo til aðeins fyrir hugsjón sína þótt auðvitað væri hann mjög góður heimilisfaðir þennan stutta tíma sem við vorum gift. Hann hafði á unga aldri farið til Sovétríkjanna svo sem margir aðrir sem voru kommún- istar þá og unnið í verksmiðju. Á þess- um árum var mikið atvinnuleysi á íslandi og þeir sem voru framarlega í verkalýðsbaráttunni fengu alls ekki vinnu. Hann hefur efiaust verið eitt- hvað á hugmyndafræðilegum nám- skeiðum í Sovétríkjunum því hann var mikill aðdáandi Stalíns. Á þessum tima litu kommúnistar til Sovétríkjanna sem fyrirmyndar og á Stalín sem leiðtogann sem gæti frelsað verkalýðinn. Við Hallgrímur giftumst ekki fyrr en hann kom heim frá Spáni en ég hafði þekkt hann í nokkur ár og þegar hann fór til Spánar vissi það ekki nokkur maður fyrr en hann var kominn á stað- inn og sendi bréf í Verkalýðsblaðið. Ferðir sjálfboðaliðanna voru mjög leynilegar. Þegar hann kom heim vildi hann lltið um styrjöldina tala og það var augljóst að honum hafði verið þetta mikil reynsla. Mikið var skrifað um þetta í blöðum og sýndist sitt hverjum. Á þessum árum var mikil tortryggni gagnvart komm- únistum og var til dæmis ritstjórn Þjóðviljans og Einar Olgeirsson hand- tekinn og flutt til Bretlands á stríðs- árunum. Hallgrímur og Aðalsteinn Þorsteins- son komu heim i nóvember 1938 og tóku félagar þeirra á móti þeim. Við giftum okkur svo í desember 1940 og voru samvistirnar við hann stuttar því i marz 1941 var hann settur í ellefu mánaða fangelsi.” „Slíkirmenn berjast fyrir skoðunum sínum " Eggert Þorbjarnarson var vinur Hallgrims um langt skeið og sat á Litla- Hrauni með honum vegna dreifibréfs- málsins: „Hallgrímur var mjög minnisstæður maður og sérlega heilsteyptur, vilja- sterkur og fastur í skoðunum. Hann minntist sjaldan á styrjöldina en sagðist hafa kynnst þar mörgum og merki- legum mönnum. Hann varð mun alvörugefnari en áður þótt auðvitað ætti hann til að slá á létta strengi. Þaö er sjaldgæft að menn séu svona sam- kvæmir sjálfum sér og það eru slíkir menn sem berjast fyrir skoðunum sínum.” -gb. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRtL 1982. Oddný Pótursdóttir hjúkrunarkona á haimkl sktu. Ljósm. BjamMfur. LNINGAR- TILBOÐ ÆT NU geta allir farið að mála lér kemur tilboð sem erfitt er að hafna. •J Ef þú kaupir máiningu fyrir500kr. £ Ef þú kaupir máiningu í heiium eða meir færðu 5% afslátt tunnum, þ.e. 100 lítra, borgarðu VERKSMIDJUVERD og í 2 Ef þú kaupir málningu fyrir 1000 kaupbæti færðu frían heimakstur kr. eða meir færðu 10% afslátt hvar sem er á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. HVER BÝÐUR BETUR! Aukþess ótrúlega hagstæðir greiðs/uskilmá/ar. OPIÐ: mánud.-fimmtud. kl. 8—18 föstud. kl. 8—22 laugad. kl. 9—12 GB HRIIMGBRAUT119. S. 10600/28600 Munið aðkeyrsluna frá Framnesvegi Kjörbók kvenna á öllum aldri Get ég fengið pilluna án þess að fara til læknis? Er ekki sárt að fara í kvenskoðun? Er brjóstkrabbamein ættgengt? Hvað ef hann gengst ekki við barn- inu? Hvað er óhætt að vera lengi í einu á pill- unni? Minnkar kynhvötin þeg- ar legið er tekið? Er hægt að fá blóðtappa af hormónameðferð? Nýi kvennafræðarinn svarar spurningum kvenna á öllum aldri Nýi kvennafræðarinn seldist upp á fáeinum dögum fyrir jól en er nú aftur fáanlegur MállMlog menning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.