Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Qupperneq 6
6' DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982. HÚSBYGGJENDUR Aö halda að ykkur hita er sérgrein okkar: Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Aörar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar- pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappir — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pipueinangrun: frauð- plast/glerull. BORGARPLAST HF Borgamesi simi 93-737011 Kvöldslmi og helgarslmi 93—7355 Holtsbúð 22 Sími43350 - Garðabæ Jarðvinna—Vélaleiga—Br0yt X 20 Seljum fyllingarefni og mold. u Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105 SMÁAUGLÝSINGÍ m ER ENGIN SMÁ-AUGLÝSING L. ATHUGH)! r Opið alla virka daga frá kl. 9—22 Laugardaga frá kl. 9—14 Sunnudaga frá kl. 14—22 Smáauglýsingadeild—Þverholti 11—Sími27022 Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkrofu Altikabúðin Hverfisgotu 72. S 22677 Fyrstu kvenljósmyndarar á íslandi MYNDASAFNFRÁ TEIGARHORNI —sýning í Þjóðminjasafninu Myndasafn frá Teigarhorni, nefnist ljósmyndasýning, sem nú stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafns. Myndirnar á sýningunni eru eftir tvær konur, sem báðar voru lærðir Ijósmyndarar, Nico- line Weywadt, fyrsta kvenljósmyndara á Íslandi, og Hansínu Björnsdóttur. Spanna myndirnar yfir tímann frá 1872 og fram yfir 1930 og eru frá Austfjörð- um, það er úr Berufirði, frá Eskifirði og Seyðisfirði. Þjóðminjasafnið keypti manna- myndaplötur Nicoline árið 1943, en á síðastliðnu ári keypti safnið aðrar plöt- ur hennar og allt plötusafn Hansínu, og auk þess ýmsan ljósmyndabúnað úr eigu beggja. Af hverju Austfirðir? Frumbernska Ijósmyndunar á ís- landi varð i lengra lagi eða um 20 ár. Frá því fyrst er vitað til að fengizt hafi verið við þá iðn 1846 af Helga Sigurðs- syni presti á Jörfa, og þar til 1866, að Sigfús Eymundsson tekur til starfa. Veruleg fjölgun verður þó ekki í stétt- inni fyrr en eftir 1895, enda er þá kom- in nokkur festa í myndatökur og um það leyti eru opnaðar Ijósmyndastofur í stærstu bæjum landsins. Fyrir 1895 er vitað um 36 einstak- linga, er tóku myndir hérlendis gegn greiðslu, fimm þeirra voru útlendingar, en af þeim íslenzku voru 14 búsettir á Austfjörðum. Hvers vegna? Þetta var uppgangstími á Austfjörðum, erlendir menn stunduðu útgerð þaðan og þorp voru að myndast í tengslum við útgerð- ina. í þessum hópi voru sex konur bendl- aðar við ljósmyndun, þar af fjórar á Austfjörðum. Þær voru Nicoline Wey- wadt, faktorsdóttir á Djúpavogi, lærð f Kaupmannahöfn 1871 til ’72, Anna Ólafsdóttir, bóndadóttir frá Firði í Mjóafirði, lærð í Kaupmannahöfn 1892 til ’93, Margrét Möller, faktors- dóttir á Eskifirði, lærð í Kaupmanna- höfn 1893 til ’94 og Anna Klausen, faktorsdóttir á Eskifirði, líklega lærð í Bergen 1892. Tvennt er þessum konum öllum sam- eiginlegt: Þær fara ungar til náms og eru komnar af efnafólki, sem hefur bolmagn til að senda þær utan. Auk þess eru þær ef til vill að reyna að skapa sér einhvern annan lifsmöguleika en að sigla hraðbyri í höfn hjónabands- ins. En val iðngreinarinnar hlýtur meðal annars að byggjast á því, að Ijós- myndun er hreinlegt starf sem hægt er að stunda í heimahúsum. Nicoline var ein fjórtán systkina Nafn Nicoline Weywadt ber hæst af austfirzkum ljósmyndurum og kemur þar margt til. Nicoline fæddist á Djúpavogi árið 1848, dóttir Nielsar P.E. Weywadts, faktors hjá verzlun örums & Wulff á Djúpavogi og konu hans, Sophie Brochdorf. Var Nicoline næstelzt fjórtán systkina. Jafnan var heimili faktörshjónanna mannmargt, því að auk systkinahópsins bjuggu ýmsir Nicoline Mleywadt Hamkia Bfömsdóttir. Ekki er ólíklegt aó NicoHne hafi tekið myndina. <--------------m Sauðfjársiátrun á blóðvellinum í brekkunni ofan við Löngubúð á D/úpavogi. Seinna var reist siáturhús þarna. Myndina tók Hansina. <D V-myndir Einar Óiason)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.