Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1982, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982.
„Dansif dansi, dúkkan mfn99
—spjallað við Albrecht Roser, víðkunnan brúðuleikhúsmann
— Þú ferðast mikið um með sýning-
ar þinar. Hvernig gengur þér að fá fólk
til að skilja sýninguna eða er látbragðið
eitt látið ráða?
„Látbragðið ræður miklu, en
kannski ekki alveg öllu. Þessi sýning,
sem ég hef hér á landi nú, er mjög
einföld i allri upsetningu og fram-
setningu. Ég nota slæðustrengja-
ÚTVECSBANKINN
Greinilega bankinn íyrir þig líka.
„Éghef veriö íþessu
íþrjátíuár"
Albrecht Roser sýnir okkur hvernig á aö handleika slæðustrengjabrúðu.
Albrecht Roser býr í Stuttgart í
Þýzkalandi og er vel þekktur víða um
heim sem brúðuleikhúsmaður. Hann
hefur hlotið fjölda viðurkenninga,
meðal annars fékk hann gullverðlaun á
fyrstu alþjóðlegu brúðuleikhúshá-
tiðinni í Bukarest árið 1958.
„Ég er búinn að vera að þessu í ein
þrjátíu ár,” sagði Roser, ,,og hef alltaf
jafn gaman af, en reyndar er ég lærður
myndhöggvari og byrjaði minn feril
sem slikur. Smám saman fór ég að fikta
við leikbrúður og áður en varði var ég
orðinn svo mikill áhugamaður þar um,
að ég gat ekki slitið mig fráþeim.”
— Nú hefur þú komið áður til
Íslands og sýndir þá eins og nú.
Hvernig eru íslenzkir áhorfendur?
„Mér finnst mjög gott að sýna á
íslandi. Það er mikill áhugi almennt á
leiklist og mér þykir Íslendingar mjög
opnir og móttækUegir fyrir slíkt. Þegar
ég kom hingað ’78 fannst mér mót-
tökurnar það góðar, að mig langaði til
að koma aftur sem allra fyrst.”
— Þú ferðast mikið?
„Já, ekki get ég neitað þvi, reyndar
er ég aUtaf á faraldsfæti. Auk þess sem
ég hef farið um Þýzkaland, reyndar
Evrópu alla, með sýningar, þá hef ég
sýnt í Suður- og Norður-Ameríku,
Ástraliu og Asíu.
— En snúum okkur aftur að islandi.
Hvernig er islenzka brúðuleikhúsið i
samanburði við önnur lönd?
, ,Ég vil ekki vera að setja mig í neitt
dómarasæti, en hins vegar þykir mér
islenzka brúðuleikhúsið býsna gott.
Það er vel skipulagt hjá þeim og þetta
virðist ganga, auk þess sem mér sýnist
mikili áhugi á brúðuleikhúsinu á
fslandi. Við erum alltaf að kappkosta
að halda fólki uppteknu og ég held, að
brúðuleikhúsið þjóni meðal annars
þeim tilgangi fullkomlega.”
„Alþjóðlegar sýningar"
— Býrð þú eingöngu til slikar
slæðustrengjabrúður?
„Já,éggeri það.”
— Hefurðu einhverja tölu á þeim
brúðum, sem þú hefur búið til um
ævina?
„Nei, en þær skipta áreiðanlega
hundruðum eða enn meir.”
— Hvað eru margir strengir í þinni
flóknustu brúðu?
Námskeið í leikbrúðugerð var
haldið i Austurbæjarskóla á dögunum,
reyndar í tengslum við brúðuleikhúshá-
tíðina á Kjarvalsstöðum. Leiðbeinandi
á námskeiðinu var Aibrecht Roser, víð-
kunnur brúðuleikhúsmaður.
Við lögðum leið okkar í Austur-
bæjarskóla.
„Engamanl"
Það var ys og þys, þegar okkur bar
að garði, þvi að auk þátttakenda og
leioDeinenaa var nopur oarna, sem
fylgdist með og klappaði og hló óspart.
„En gaman,” sögðu þau hvert 1 kapp
við annað og tóku bakföll af hlátri.
Þátttakendur voru 24, allir félagar í
UNIMA, alþjóðlegum samtökum
brúðuleikhúsa. Þarna var hópur frá
Frakklandi, Kanada, Þýzkalandi,
Bandaríkjunum, auk íslendinganna.
Þátttakendur námskeiðsins með sina
brúðuna hver.
„Ætli það séu ekki einir tuttugu
strengir eða rúmlega það.”
— Hvernig gengur einum manni að
stýra slíkri brúðu?
„Maður þarf að hafa sig allan við,”
sagði Albrecht Roser og með það
kvöddum við. -KÞ.
ÁBYRGÐARTÉKKAR Á ÚTVEGSBANKANN ERU
ÖRUGGUR
GIALDMH>ILL
Útgeíandinn sýnir þér skilríki sem sannar heimild hans til útgáíu
ábyrgðartékka. Á skírteininu stendur hve hár tékkinn megi vera.
Bankinn ábyrgist innlausnina.
brúður, eins og ég er að kenna þeim að
búa til hér á námskeiðinu. í slíkri
brúðu af venjulegri gerð eru aðeins
fjórir strengir, svo að auðvelt er að
stjórna þeim. En svo við snúum okkur
aftur að sýningunni, þá koma aðeins
fram tvær persónur þar. önnur þeirra
talar hið alþjóðlega mál „bla, bla,
bla”, sem allir skilja og hin er fremur
þögul, en það sem hún segir er ætíð á
máli þeirra landsmanna, er ég sæki
heim hverju sinni, f þesu tilviki
islenzka.”
„Mitt brúðuieíkhús
erekki fyrirböm"
— Sýningin, sem þú ert með hér, er
aðeins ætluð fullorðnum og aldurs-
takmark er 15 ára. Er það svo um allar
þínar sýningar?
„ Já, mitt brúðuleikhús er ekki fyrir
börn.”
— Hvers vegna ekki?
„Mínar sýningar og uppfærslur
krefjast þess, að áhorfandinn hafi haft
einhverja reynslu af líftnu. Börnin geta
fylgzt með og hlegið með okkur og
grátið, en þau skilja ekki, hvað er að
gerast. Ef til dæmis börn og fullorðnir
eru saman á sýningu, þá fær maður
ekki rétt viðbrögð frá þeim fullorðnu,
ef svo má að orði komast. Þeir athuga,
hver viðbrögð barnanna eru og svo
verða þeirra viðbrögð eins, börnin eins
og hefta þá fullorðnu.”