Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. 3 Grunnskóla- prófin: „Er Reykjavíkur- og lands- byggðarnemendum mismunað?” — spyr Páll Dagbjarf sson skólastjóri „Óneitanlega kemur upp sú spurning hvort samræmdu prófin séu léttari fyrir nemendur í Reykjavík en úti á landi,” sagði Páll Dagbjartsson. skólastjóri í Varmahlíð í Skagafirði en hann skrifaði fyrir nokkru grein í héraðs- blaðið Feyki og gagnrýndi samræmdu prófin frá sjónarhóli landsbyggðar- innar. Páll skýrði sjónarmið sín í samtali við blm. DV: „Ákveðin landsvæði koma verst út úr samræmdu prófunum þ.e. Vestfirðir og Norðurland vestra. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu undanfarin ár hafa engar tilraunir verið gerðar til að leita orsakanna. Almenningur á þessum svæðum getur ekki tekið þessu þegjandi því stór hópur nemenda kemst ekki í framhaldsnám. í fyrsta lagi er það gagnrýnisvert að erlend tungumál vegi 50% á móti íslenzku og stærðfræði. í Reykjavík býr menntaðasta fólk þjóðarinnar sem hefur gjarnan verið erlendis og því auð- veldara fyrir börn þess að læra erlend tungumál. Aðeins 200 nemendur þarf til að taka toppinn og aðrir færast þá niður og eiga ekki tækifæri. Annað atriði í þessu máli er að framkvæmd prófanna er misjöfn. í síðasta enskuprófi urðu þau mistök að hluti prófsins var lesinn í belg og biðu og engar þagnir, þannig að ekki var hægt að skrifa niður svo”. Þetta var vegna þess að prófanefnd hafði gleymt að setja þagnir í upplesturinn. Nú, sumir skólar tóku málið í sínar hendur og léku þennan hluta af segulbandi tvisvar til þrisvar sinnum eða bjuggu sjálfir til þagnir. Skólar leggja einnig misjafnlega mikið upp úr samræmdu prófunum. Sumir kenna eingöngu samræmdu greinarnar fyrri hluta vetrar. Aðrir setja lélega nemendur í sjúkrapróf og koma þeir þannig ekki til mats. Þannig er hægt að fara í kringum hlutina. Lítið virðist tekið tillit til aðstöðumunar nemenda. í íslenzku- prófinu var til dæmis verkefni eitthvað í þessum dúr: Inn eftir Hverfisgötu kjagar malbikunarvél með ungahóp. Útskýrið þessa líkingu. I þessu sambandi mætti spyrja: Hversu margir nemendur á landsbyggðinni hafa séð malbikunarvél? Þetta er bara eitt dæmi. í upphafi áttu samræmdu prófin aðeins að vera hluti af allri einkunna- gjöfinni í níunda bekk en raunin er sú að framhaldsskólarnir miða eingöngu við samræmdu einkunnirnar,” sagði Páll Dagbjartsson, skólastjóri í Varma- hlíðaðlokum. -Gb. VIÐ TEUUM að notaðir VOLVO bflar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum Volvo 245 GLárg. 1980 iekinn 43 þús. km, beinskiptur. Verð 178.000 Volvo 244 GL árg. 1980 lekinn 31 þús. km, sjálfskiptur. Verðkr. 160.000 Volvo 343 DL árg. 1979 ekinn 33 þús. km, sjálfskiptur. Verð kr. 100.000 Volvo 245 DL árg. 1979 ekinn 46 þús. km, sjálfskiptur. Verð kr. 160.000 Volvo 244 GL árg. 1979 ekinn 51 þús. km, sjálfskiptur. Verðkr. 145.000 Volvo 244 GL árg. 1979 ekinn 76 þús. km, beinskiptur. Verð kr. 140.000 Volvo 244 DLárg. 1978 lekinn 60 þús., beinskiptur. Verð 116.000 Volvo 244 DL árg. 1978 ekinn 53 þús. km, sjálfskiptur. Verð kr. 118.000 Hellissandur: Landsbankinn byggir Tilboð í nýja Landsbankabyggingu á Hellissandi voru opnuð fyrir nokkru. Miðað er við að steypa upp húsið fyrir októberbyrjun í haust. Lægsta tilboð átti Ólafur Auðunsson Selfossi, rúmlega 1,7 milljónir króna, en næstlægsta boð var frá Ómari og Smára Lúðvíkssonum á Hellissandi, 1.892 milljónir króna. Lægsta tilboði vartekið. Hafsteinn Hellissandi. co 35200 VELTIR SUÐURLANDSBRAUT16 H JOLBARO AHUSIÐ h F SKEIFAIM 11 — við hliðina á Bflasölunni Braut — SIMI 31550 Sérlega góð inniaðstaða OPIfí kla 8—21 virka da9a XJwwmJ kl. 9—5 laugardaga og sunnudaga Ef einhvers staðar er opið þá AiH^ÍU er °Pið hiá okkur — ^ og alltaf kaffi á könnunni RADIAL DIAGONAL SÓLUÐ JEPPADEKK MICHELIN KANADADEKK DUNLOP BRIDGESTONE GOOD YEAR VS'-r?...... hríngi' ‘ urva". GOOD YEAR BRIDGES TONE GENERAL ISLENZK AMERÍSK OG ÞÝZK MARGAR GERÐIR Á GÓDU VERÐI GERIÐ VERÐ- OG GÆÐASAMANBURÐ. Mikið úrval af krómfeigum og jeppafelgum [ŒOHOHOEOEOI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.