Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. 31 26. Bc3t Rc4 í mótsblaðinu er gefið í skyn að þetta sé tapleikurinn, en aðrir ridd- araleikir leiða einnig til taps. Ef 26. - Rb3 27. Bc2 og riddarinn fellur og ef 26. -Rc6, þá 27. Rxc6 Bxc6 28. d5 Ci Skák Jón L Árnason Bxc3 29. dxc6 og vinnur eins og eftir- farandi afbrigði gefa til kynna: 1) 29. -e5 30. c7! Dxc7 31. Df6 og mátar. 2) 29. -f6 30. c7 Dd7 31. Dd6! Dxd6 32. c 8 = D Df8 33. Dxc3 og vinnur. 3) 29. -Bh8 30. c7 Dd7 31. a4 e5 32. Dcl Dc8 33. axb5 og vinnur. 27. Bxc4 bxc4 28. Ba5! De7 Eða 28. -Dxa5 29. Dxf6 og mátið blasir við. 29. Rd7! — Og svartur gafst upp. Ef 29. - Bh8, þá 30. Db8 + og mátar og 29. - Dxd7 30. Dxf6 leiðir til sömu niður- stöðu. Fyrrum heimsmeistari Boris Spassky hefur átt hugi og hjörtu áhorfenda á Philips & Drew mótinu fyrir líflega taflmennsku. í skákum hans hefur þung undiralda ráðið ríkjum. Hann byggði upp fallega kóngssókn gegnSeirawan, hleypti lífi í skákina við Portisch með tvíeggjaðri skiptamunsfórn og skák hans við undrabarnið Nigel Short var einnig mjög fjörlega tefld. Þar gaf hann tvo hróka og riddara fyrir drottninguna, sem þykja að öðru jöfnu slæm skipti. En hér var það samvinna mannanna sem réð úrslitum, og fyrir henni hefur Spassky einkar næmt auga. Hvítt: Spassky Svart: Short Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5. a3 Bxc3 6. bxc3 cS 7. Rf3 b6 8. Bb5 + Hugmyndin er að hindra uppskipti á hvitreitabiskupum. Karpov kærði sig kollóttan í 1. umferð gegn Short og fékk þægilegra tafl eftir. 8. a4 Ba6 9. Bxa6 Rxa6 10. 0—0 Rb8 11. Rg5 h6 12. Dh5 g6 13. Dh3 o.s.frv. 8. -Bd7 9. Bd3 Ba4 Annars leikur hvítur 10. a4. Ókost- ur leiksins er auðvitað sá, að biskup- inn tekur lítinn þátt í taflinu kóngs- megin. 10. h4! Rbc6 11. hS h6 12. 0—0 Dc7 13. Hel c4 Mikilvæg ákvörðun. Eftir að svart- ur losar um spennuna á miðborðinu getur hvítur óáreittur sótt fram á kóngsvængnum. Spassky þreifar fyrst fyrir sér á drottningarvæng. 14. Bfl 0—0—0 15. Rh2 Hdf8 16. Ha2 Kb7 17. g3 aS 18. Bh3 Rd8 19. De2 Ka6 20. Bd2 Be8 21. Hb2 Rec67 Mun betra er 21. -Rdc6!, því þá má svara 22. Hebl með 22. -Rc8 og treysta b6-reitinn. 22. Hebl Rb8 23. Hxb6 + Hárrétt ákvörðun. Svartur fær tvo hróka fyrir drottninguna, en hrókar þurfa linur til að lifa á. 23. -Dxb6 24. Hxb6+ Kxb6 25. Rfl Rbc6? Eðlilegt framhald er 25. -Bb5 26. Re3 Rbc6 27. f4 ásamt f5. Hvítur sækir þá fram kóngsmegin og þrengir enn að svarta taflinu. Eftir textaleik- inn eygir Spassky annan möguleika. 26. Re3 Re7 27. Rxc4+! dxc4 28. Dxc4 Rb7 29. Db3+ Kc7 30. c4 Svarta staðan er töpuð. Menn hans standa eins og illa gerðir hlutir, en hvíta drottningin, biskupaparið og hreyfanlegt peðamiðborð vinna mjög vel saman. 30. -Bc6 31. Be3 Hb8 32. dS Rd8 Ekki 32. -exd5 vegna 33. Bb6 mát. 33. Dc3 Hbl+ 34. Kh2 Bb7 35. Dxa5+ Kd7 36. Da4+ Kc7 37. Da5 + Kd7 38. Dc5 Rc8 39. Bd2 Rb6 40. f3 Ra8 Hér fór skákin í bið. Engum dylst að hvítur hefur vinningsstöðu. 41. Ba5 Hcl 42. Bg4 Hxc2+ 43. Kh3 He2 44. f4! Hc2 45. f5 exd5 46. f6 + Re6 47. De7 + Kc6 48. Dd6 mát. HE Smurbrauðstofan BJORIMIIMIM Njólsgötu 49 — Simi 15105 Esslingen dísillyftari til sölu er dísillyftari, 3,2 tonn, innfluttur notaður. Upplýsingar hjá K. Jónsson í síma 26455. 270 ferm skemma - Kranamót Tilboð óskast í 270 ferm skemmu, miðað við niðurrif og brottflutning, einnig óskast tilboð í Breiðfjörðs kranamót 40 lengdarmetra ásamt fylgihlutum. Uppl. á skrifstofu BSAB, Suðurlandsbraut 30, sími 33699. Hermann Nýlega lézt i Hollandi góðvinur minn og fleiri íslendinga, bridge- meistarinn Herman Filarski. Kynnum okkar bar fyrst saman árið 1962, er ég sem formaður Bridge- félags Reykjavíkur fór þess á leit við Filarski að hann kæmi til keppni á 20 ára afmæli félagsins með sveit úrvals- spilara. Filarski brá skjótt við og kom með félaga sína Hans Kreyns og Bob Slavenburg, sem stuttu síðar urðu heimsmeistarar í tvímenningskeppni. Fjórði maður var Goerge Lengyel, hollenzkur bridgemeistari, búsettur í Bretlandi. Var þetta með meiriháttar bridgeviðburðum á þeim tima. Filarski dvaldist lengur en hinir Filarski m.a. til þess að rita greinar um ísland og menningu þess fyrir hollenzka blaðið Elsevier Weekly. Síðan höfum við hitzt oft og skrifazt á sem góðir vinir. Filarski fékk hjartaáfall fyrir nokkrum árum og það var einmitt sá sjúkdómur sem olli dauða hans nú. Á sínum yngri árum var Filarski fastamaður í landsliði Hollands, en hin seinni ár sneri hann sér að því að útbreiða bridge, skrifa bækur og annast útvarps- og sjónvarpsþætti. Hann var einn af forustumönnum bridgeblaðamanna og er það mikið honum að þakka, hve sterk samtök þaueru ídag. FJÖLMENNUM ÍAÐGERÐIR RAUÐRAR VERKAL ÝÐSEININGAR gegn auðvaldi, kreppu og hervæöingu Safnast verður til kröfugöngu á Hlemmi upp úr 12.30. Eftir stuttar hvatningar verður gengið niður Laugaveg og að Miðbæjar- skóla. Ræður flytja: Ómar Harðarson í Fólagi bókagerðarmanna og Pétur Tyrfingsson verkamaður í Dagsbrún. Ennfremur flytja Sigríður Albertsdóttir Rauðsokka- hreyfingunni og Birna Gunnlaugsdóttir í El-Salvador-nefndinni fundinum stutt ávörp. Fundarstjóri verður Ásgeir R. Helgason, gæslumaður á Kleppi. 1.MAÍ LAUNAFÓLK - BARÁTTUSINNAR! Mætum öfí og sýnum styrk okkar og baráttuvfíja 1. maí. ípt Dvöl í orlofs- %Ji húsumlðju Iðjufélagar sem óska að dvelja í orlofshúsum félagsins í Svignaskarði sumarið 1982 verða að hafa sótt um hús eigi síðaren þriðjudaginn 18. maí nk. kl. 16.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16. Dregið verður úr umsóknum sem borizt hafa á skrifstofu félagsins 18. maí nk. kl. 16.30 og hafa umsækjendur rétt á að vera viðstaddir. Þeir félagsmenn sem dvalizt hafa i húsunum á þrem undanförnum árum koma aðeins til greina ef ekki er full- bókað. Leigugjaldið verður kr. 700,- á viku. Sjúkrasjóður Iðju Sjúkrasjóður Iðju hefur eitt orlofshús til ráðstöfunar handa Iðjufélögum sem eru frá vinnu vegna veikinda eða fötlunar og verður það endurgjaldslaust gegn framvísun læknisvottorðs. St|órn |ð|u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.