Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. IMauðungaruppboð annaö og siðasta á hluta i Bolholti 6, talinni eign Ólafs Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Þórarins Árnasonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 3. maí 1982, kl. 13.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Lönguhlið 13, þingl. eign Elinar S. Gunnarsdóttur, íer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Kristjáns Ólafssonar hdl., Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri mánudag 3. maí 1982, kl. 10.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 15., 17. og 19. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta i Laugamesvegi 67, þingl. eign Óla Harðarsonar, fer fram eftir kröfu Gjaldhcimtunnar i Reykjavik á eignninni sjálfri mánudag 3. mai 1982, kl. 15.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 15., 17. og 19. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Laugarnesvegi 116, þingl. eign Haraldar Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldhcimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri mánudag 3. mai 1982, kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. TIL SÖLU Opel Record 1,9 árg. 1978 sjálfskiptur, ekinn 56 þús. km. Eins og nýr. Uppl. í síma 50040 eða 51220. ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í hreinsun stíflugrunna og idælingu við Svartárstíflu, Þúfuversstiflu og Eyvindarversstíflu og byggingu botnrásar í Þúfuversstíflu, í samræmi við útboðsgögn 340. Helztu magntölur: Gröftur o.fl. 25.000 m' Borgun 16.300 m Efja 1.550 m’ Sement í efju 620 t Steypa 1.000 m’ Mót 520 m’ Bindistál 25.000 kg Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavik, frá og með þriðjudeginum 4. maí 1982, gegn greiðslu óaftur- kræfs gjalds að upphæð kr. 250,- fyrir hvert eintak útboðsgagna. Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir kl. 14:00 föstudaginn 21. mai 1982, en þá verða tilboðopnuðopinbcrlega. Reykjavik, 28.04 1982 Landsvirkjun ÚTBOÐ Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum í gerð bundins slitlags í eftirtalin þrjú útboðsverk: 1. Biskupstungnabraut, slitlag 1982. Helztu magntölureru eftirfarandi: Burðarlag 2700 rúmmetrar Olíunlöl 19000 fermetrar Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 1982. 2. Suðurlandsvegur, slitlag 1982. Helztu magntölur eru eftirfarandi: Burðarlag 5200 rúmmetrar Olíumöl 37000 fermetrar Verkinu skal að fullu lokiðeigi síðar en 1. september 1982. 3. Slitlög 1982, yfírlög í Árnessýslu. Helztu magntölureru eftirfarandi: Olíumöl 58000 fermetrar Verkinuskalaðfullu lokiðeigi síðar en 15. ágúst. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vegagerðar rikisins, Borgartúni, Reykjavík, frá og með mánudeginum 3. maí nk. gegn 1000 kr. skilatryggingu fyrir hvert verk. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 10. maí. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 14:00 hinn 12. maí 1982, og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavik, í april 1982- Vegamálastjóri. SeKoss: Nýja félagsheimilið helzta baráttumálið Núna rétt fyrir kosningar þeysast flestir fulltrúar flokkanna fram á rit- völlinn og telja upp það sem betur má fara og það sem áunnizt hefur, að sjálf- sögðu það sem jveir einir komu á og unnu fyrir. Ein er sú umræða sem hæst rís hjá öllum frambjóðendum og hún er um nýja félagsheimilið sem nú er 1 byggingu á Selfossi. Öllum kemur saman um að framkvæmdum skuli hraða, 1 það minnsta skuli bygging- unni ljúka á næsta kjörtímabili. Hvað sem öllu þessu liður er það óhagganleg staðreynd að byggingarframkvæmdir standa yfir núna, uppsteypu hússins á að vera lokið i október nk. að undan- skildri einnar hæðar útbyggingu sem á að koma þar sem gamla hótelið stendur nú. Ekki er til fastmótuð áætlun um hvenær starfsemi getur hafizt í húsinu en húsiö á að hafa forgang í fram- kvæmdum á vegum bæjarins og eru menn farnir að gera sér vonir að sam- komusalurinn verði tekinn i notkun kringum áramót ’83 og ’84. En á meðan við bíðum eftir nýja húsinu hímir gamla félagsheimilið við hlið þess nýja og þjónar enn íbúunum, þótt að hruni sé komið og illa vatnshelt. Þess má geta til gamans að gamla húsið, sem byggt var árið 1944, er 2832 m’, kemst átta sinnum inn í þaö nýja en það er tæplega 23 þúsund rúmmetrar. í nýja húsinu verður 400 sæta leikhús og bió- salur, leiksvið sem snýst, einnig aðrir salir af ýmsum stærðum, hótel með tuttugu og þrem herbergjum, kaffi- tería, stórt eldhús, stúdió fyrir lands- hlutaútvarp o.fl. o.fl. og verður án efa gaman að lifa þegar pólitikusarnir verða nú loks búnir að hrófla þessu öllu upp. -KE/Selfossi. Félagsheimilið sóð frá vígslubiskupshúsinu, en þess má geta að hœgra megin verður leiksviðið, einni hæð ofar en það sem nú sést D V-mynd Kristján Einarsson. Tæplega 3 þúsund nýir bðar á þremur mánuðum Nýjum bifreiðum landsmanna fjölg- aði um 2.913 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Er það tæplega tvöföldun miðað við sama tíma í fyrra, en þá voru fluttarinn 1.599 bifreiðir. Af öllum þessum fjölda er um 2.373 glænýjar fólksbifreiðir, auk 125 sem fluttar hafa verið inn notaðar, en alls eru notaðir bílar í þessari tölu 173 talsins. Volvo hefur verið vinsælastur, því af gerðinni 244 voru flutt inn 191 stykki. Þar á eftir kemur Saab 99 og 900 með 186 bíla. Mazda 626 er í þriðja sæti með 140 bíla og Subaru fólksbíll þar á eftir með 131 bíl. Næst á eftir koma Mazda 323, Lada 2105 og 2106, Suzuki SS80 og Daihatsu Charade. Nýir sendibílar sem fluttir voru inn töldust alls 147 og 207 splunkunýjar vörubifreiðir komu á sama tíma. Með sama áframhaldi mun bifreiða- eign landsmanna aukast um 11.652 bif- reiðir á árinu. -JB. Sjálfsbjörg þátttakandi í kröfu- göngu verkalýðsfélaganna 1. maí Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykja- vík og nágrenni, hefur ákveðið að taka þátt í kröfugöngu verkalýðsfélaganna á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí og gangaundir kröfuumjafnrétti. Safnazt verður saman á Hlemmi og gengið niður Laugaveg á Lækjartorg og fer gangan af stað klukkan 14. Hvetur Sjálfsbjörg félaga sína til að taka þátt í kröfugöngunni. Fatlaðir, sem þátt munu taka í göng- unni, fá að leggja bifreiðum sinum á bifreiðastæði lögreglunnar hjá Lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Þá mun Ferðaþjónustan verða starfandi og meðal annars sjá fötluðum fyrir ferðum að loknum útifundinum á Lækjartorgi að bifreiðastæðunum við Hverfisgötu. -KÞ Sauðárkrókur: Framboðslisti Óhádra kjósenda Birtur hefur verið framboðslisti kosningarnar á Sauðárkróki. Efstu Óháðra kjósenda fyrir bæjarstjómar- sæti listans skipa: Sjöundi maí síðasti dagur netavertíðar —fyrir Suður- og Vesturlandi Netaveiðar verða stöðvaðar frá og með 8. maí næstkomandi fyrir Suður- og Vesturlandi, samkvæmt ákvöðrun s jávarútvegsráðuneytis. Samkvæmt upplýsingum Fiskifélags f slands voru tæpar 130 þúsund lestir af þorski komnar á land 21. apríl síðast- liðinn hjá bátaflotanum og má búast við að viðmiðunarafli vertiöarinnar náist i fyrstu viku maímánaðar, en hann var í upphafi árs ákveðinn 155 þúsund Iestir. -KÞ 1. Hörður Ingimarsson símvirki, 2. Brynjar Pálsson framkvæmdastjóri, 3. Kári Valgarðsson byggingameistari, 4. Dagur Jónsson rafvirki, 5. Jón R. Jósafatsson verkstjóri, 6. Steingrímur Aðalsteinsson hafnarvörður, 7. Sverrir Valgarðsson byggingameistari, 8. Ingi- mar Antonsson vélvirkjameistari og 9. Gísli Kristjánsson byggingameistari. Kosið er um 9 bæjarfulltrúa á Sauðárkróki. Við síðustu kosningar hlutu Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur 3 fulltrúa hvor en Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1 hvor. Samtökin bjóða ekki fram í þessum kosningum. -GÞG/ÓEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.