Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRtL 1982.
17
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
rflmcLtta&'iómar
á hljómplötu
p\atan
söng-
ftokUöum
HÁtftÍ
HVOW>
Uonnn
MFA
Menningar- og frædslusamband alþýdu
Grensásvegi 16 Reykjavlk s. 84233
Dreifing: FÁLKINN
Kvennaframboðið ernýi valkosturinn
Um aldurstakmarkið á Rokk íReykjavík:
Grátlegur misskilningur
—og furðuleg ákvörðun
málgögn f lokkanna reyna að láta sem
minnstáþvíbera
Hólmfrfður R. Árnadóttlr skrifar:
Það dregur að kosningum og
spurningin vaknar um hvernig verja
eigi atkvæðinu dýrmæta. Hverjir eru
nú valkostnirnir? Hafa einhverjir bætzt
við? Hvemig hafa þeir reynzt scm fyrir
voru?
Jú, það er greinilegt að eitthvað
merkilegt er á seyði. Valkostunum
hefur fjölgað. Kvennaframboðið er nýi
valkosturinn.
Dagböðin, málgögn flokkanna,
reyna að láta sem minnst á því bera,
enda ekki skrítið, því hvaðan ættu
Kvennaframboðinu að koma atkvæði
ef ekki frá gömlu flokkunum? Og þar
sem hér er á ferðinni þverpólitískt
framboð, þá er enginn þeirra óhultur.
Þeir hafa að vísu sumir brugðizt við
þessu með því að fjölga dálítið konum
á framboðslistanum en varast umræðu
um stefnuskrá þessa nýja keppinautar.
Kvennaframboðið varð þó fyrst
allra framboðsaðila til þess að kynna
stefnuskrá sina. Og í henni gefur að
heyra nýja rödd — rödd sem hingað til
hefur alltaf verið yfirgnæfð af öðrum
sterkari — rödd sem vill leggja
höfuðáherzlu á fjölskylduna, á
mannieg verðmæti, og vill breyta
hefðbundinni forgangsröðun verkefna.
En gömlu flokkarnir hafa líklega
ekki treyst sér til að gagnrýna
stefnuskrána og valið þann kostinn að
reyna að þegja nú þessa rödd í hel.
I skoðanakönnun DV um daginn
hafði aðeins tæpur helmingur
aðspurðra gert upp hug sinn eða vildi
svara spurningunni um það hvernig
viðkomandi ætlaði að verja atkvæði
sínu. Kvennaframboðið reyndist þó
þriðji vinsælasti kosturinn af fimm.
Minnumst þess hversu hljótt var
um kvennafrídaginn áður en að honum
kom og hversu stórkostlegt var að sjá
miðbæinn fyllast af konum á öllum
aldri og úr öUum stéttum og fínna sam-
stöðuna. Látum þetta endurtaka sig.
Hringið/síma
86611
UESENDUR!
„Hvaöan ætti KvenrurframboOinu aö koma atkvmði af akk! fré göm/u fíokkunum? Og þar som hór er á ferð-
Inniþvipógtítkt framboö, þí mranglnn þmkrm óhullur," aogk HóknfríOur R. Ámadóttír.
Styrkið og fegriö Ukamann
Dömur og herrar!
Ný 4ra vikna námskciö hoflaíst 3. maf. Loikfimi fyrir konur ó öllum aldri.
Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar
fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðva-
bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi —
NÝJUNG: SOLARIUM
Höfum fengið solarium lampa
Júdódeild Armanns
Ármúta 32 *nnr'tun uPP*Vs’n9ar alla Virka daga
kl. 13—22 í síma 83295.
1%c'K
„Ástæðan fyrir þvi aO hér ar stungfö nUur panna er sú furíMoga ákvörðun
Kvikmyndaeftíriits ríklsins oð banna myndina ktnan fjórtén ára aldurs, " segir
I bréfi Helga Hallssonar um Rokk / Reykjavik.
Helgi Hallsson skrifar:
Ég átti þess kost að vera á
frumsýningu myndarinnar Rokk I
Reykjavík.
Það er mitt álit að þessi mynd sé
mjög vel gerð og um leið sérlega góð
heimildarmynd.
Það er þó ekki ætlun mín hér að
skrifa um myndina sjálfa, það hafa
mér hæfari menn gert að undanförnu í
fjölmiðlunum. Ástæðan fyrir því að hér
er stungið niður penna varðandi þessa
mynd er sú furöulega ákvörðun
Kvikmyndaeftirlits ríkisins að banna
myndina unglingum innan fjórtán ára
aldurs. Þessi ákvörðun kom mjög á óvart
og hefur vakið mikið umtal meðal
þeirra sem séö hafa myndina og menn
spyrja hvað valdi því að svo stórum
hópi unglinga er bannað að sjá þessa
islenzku tónlistarmynd.
Eftir því sem næst verður komizt
mun ástæðan fyrir þessu furðulega
banni vera hlátur frumsýningargesta
þegar. sýnt var viðtal við ungan
hljómlistarmann sem tjáöi sig um
reynslu sína af svokölluðu „sniffi”.
Það er algjör misskilningur hjá Kvik-
myndaeftirlitinu að ummæli þessa pilts
hafi verið höfð í flimtingum af
sýningargestum. Hlátur sá er fór svo í
taugar eftirlitsins var þvi alls ekki til-
kominn vegna vanmats á alvöru þess
máls sem um var fjallað. Ástæðan var
einfaldlega sú að þessi umræddi piltur
átti, með sinni sérstæöu framkomu og
hnittnum tilsvörum, mjög auðvelt með
að framkalla hlátur hjá sýningar-
gestum, sem voru í hinu bezta skapi
vegna ágætis myndarinnar sem þeir
voru að horfa á. Ákvörðun
Kvikmyndaeftirlitsins um að banna
myndina ákveðnum aldurshópi er því
byggð á grátlegum misskilningi og um
leið sýningargestum á frumsýningu
myndarinnar sýnd mikil lítilsvirðing.
Með þessari furöulegu ákvörðun
sinni hefur Kvikmyndaeftirlitið óverð-
skuldað lagt stein í götu hinna ungu
manna, sem lagt hafa mikið að veði til
að gera þessa ágætu heimildarmynd.
Eiga þeir ekki kröfu á því að
Kvikmyndaeftirlit ríkisins I heild geri
opinberlega grein fyrir hinni afdrifa-
ríku ákvörðun sinni og um leið þvi van-
mati sem það hefur á íslenzkum
kvikmyndasýningargestum?
—KAFFISALA
FÆREYSKA SJÓMANNAKVINNUHRINGSINS
verður sunnudaginn 2. maí frá kl. 2 og fram eftir kvöldi í Fœreyska
sjómannaheimilinu að Skúlagötu 18.
.... ....... i ................