Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRlL 1982. 19 Þátttakendur á námskeiði mólm• og skipasmiöa og útvegsmanna. Utvegsmenn og máhn- og skipasmiðir með sameig- inlegt námskeiðshald Samband málm- og skipasmiðja og Landssamband íslenzkra útvegsmanna hafa um nokkurt skeið haft samvinnu um umbætur í undirbúningi og fram- kvæmd skipaviðgerða og hafa haldið tvö námskeið í þessu skyni. Námskeiðin hafa verið að norskri fyrirmynd og hafa alls sótt þau um þrjátíu manns frá smiðjum, útgerðum og tryggingafélögum. Á nám- skeiðunum er fjallað um verklýsingar, áætlanagerð, mat á verkum, mat á tilboðum, val á verkstæði, undirbúning fyrir framkvæmd sjálfrar viðgerð- arinnar og uppgjör. Þá hafa verið flutt- ir fyrirlestrar um starfsemi Siglinga- málastofnunar ríkisins og eðli og starf flokkunarfélaga. Leiðbeinendur hafa verið þeir Brynjar Haraldsson tækni- fræðingur og Kristinn Halldórsson út- gerðarmaður. Námskeið þessi hafa mælzt vel fyrir og í ráði er að halda fleiri slík námskeið og víðar en í Reykjavík, ef tilefni gefst. -KÞ. Reykjavík: Nýjar leiðir í naf ngiftum gatna? Fyrir liggur að velja 16 götum nöfn í Ártúnsholti innan við Elliðaár, milli Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Stungið hefur verið upp á, að notaður verði síðari liðurinn -mói eða -bær. Til eru götun’Öfn í Garðabæ, sem enda á -móar, og í Árbæjarhverfi er -bær seinni liður götunafna. I stað þessara nafngifta leggur Þórhallur Vilmundar- son til að nöfn verði valin út frá eftir- farandi grundvallarsjónarmiði: Elliðaár eru eina laxveiðiáin, sem fellur gegnum höfuðborg í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Laxveiðar í Elliðaánum eiga sér langa sögu. Þeirra er getið í sérstökum „máldaga um veiði — a Akranesi Framboðslisti Alþýðuflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Akranesi hefur verið birtur og er þannig skipaður: 1. Guðmundur Vésteinsson, 2. Ríkharður Jónsson, 3. Rannveig Edda Hálfdánardóttir, 4. Haukur Ár- mannsson, 5. Sigurjón Hannesson, 6. Guðmundur Páll Jónsson, 7. Amfríður í Elliðaánum” frá árinu 1235, og á síðustu öld gerðust söguleg tiðindi í sambandi við kistuveiði í ánum. Og enn setja laxveiðar í Elliðaánum svip á borgarlífið. Af þessum sökum sýnist vera við hæfi, að veiðiskapur .í straumvötnum verði götunafnaminni í næsta hverfi innan við Elliðaár, í Ártúnsholti. Ekki verði aðeins notaðir seinni nafnliðir til að minna á þennan þjóðlífsþátt, heldur bæði fyrri og síðari nafnliðir, og þannig hagnýttir kostir beggja nafngiftakerfanna, en þó tekið tillit til æskilegrar fjölbreytni í nafn- giftum. Leggur hann til að aðkomubraut Valdimarsdóttir, 8. Svala ívarsdóttir, 9. Erna S. Hákonardóttir, 10. Guð- mundur H. Gíslason, 11. Böðvar Björgvinsson, 12. Hrönn Rikharðs- dóttir, 13. Kristmann Gunnarsson, 14. Ólafur Arnórsson, 15. Kristín Ólafs- dóttir, 16. Jóhannes Jónsson, 17. Þor- valdur Þorvaldsson, 18. Sveinn Kr. Guðmundsson. hverfisins heiti Veiðimannavegur, og eru þar til samanburðar gömul íslenzk veganöfn eins og Sölvamanna- og Sildarmannagata. Meginbraut i tveimur hlutum gegnum hverfið verði nefnd Straumur og Strengur, en að þeim götum, sem nú hafa verið nefndar, liggja ekki hús. Til Straums og Strengs falla níu marggreindar götur sem hann leggur til að nefndar verði nöfnum sem enda á -kvísl, en í fyrri lið séu heiti straumvatnafiska: Birtinga-, Bleikju-, Bröndu-, Fiska-, Laxa-, Reyðar-, Seiða-, Silunga- og Urriðakvísl. Austast í hverfmu eru þrjár götur, sem ekki greinast i kvislar og enda í einum botni, og verði þær nefndar nöfnum, sem enda á -hylur, en í fyrri lið sé heiti veiðitækis: Stangar-, Net- og Kistuhylur. Til hliðsjónar eru þar íslenzk bæjamöfn eins og Berghylur og Skiphylur. Loks er miðja vegu í hverfinu ein gata sem einnig endar I einum botni. Við hana eiga að risa skóli, verzlunar- og félagsmiðstöð, sem viðskiptalíf hverfisins snýst væntan- lega um. Þeirri götu er ætlað að heita Árkvöm, og er þá höfð hliðsjón af því, að nokkrir hyljir í Elliðaánum heita nöfnum, sem enda á kvörn. Framboðslisti Alþýðuflokks Skáksveit Útvegsbankans sigraði skáksveitir stærstu banka Bretiands Skáksveit Útvegsbanka Islands fór á dögunum í skákför til Lundúna þar sem sveitin þreytti skákkeppni við sveitir Lloyds Bank, Midland Bank og National Westminster Bank og urðu úrslit þau að landinn fór með sigur af hólmi, hlaut 11 vinningagegn 3. Skáksveit Útvegsbankans skipuðu þeir Björn Þorsteinsson, Gunnar Kr. Gunnarsson, Jóhannes Snæland Jóns- son, Bragi Björnsson og Jakob Ár- mannsson. Þess má geta að sveit National Westminster Bank er um þess- ar mundir stigahæst í deildarkeppni brezkra bankamanna. -KÞ. Á undanförnum áratugum hefur verið fylgt þeirri venju að gefa götum i einstökum hverfum borgarinnar samstæð nöfn og voru snemma á öldinni notuð í fyrri liðum t.d. goðfræðileg nöfn í götuheitunum Óðinsgata, Þórsgata, Lokastigur, Mímisvegur o.s.frv. Síðar var tekinn upp sá siður að hafa sama síðari lið í götunöfnum i hverju hverfi, t.d. Víðimelur, Reynimelur, Grenimelur; Efstasund, Skipasund, Njörvasund o.s.frv. Þessi regla hefur að heita má verið allsráðandi í hartnær hálfa ðld. Virðist því tímabært að huga að því, hvort ekki sé unnt að leita nýrra leiða i nafngiftum gatna. BrS. 2JA MANIMA SVEFNSOFAR Margargerðir tíMgreiMukjör Mjog vandaöir ° Opiö í dag til kl. 19.00 35% afsláttur 70%samsett kr. 1.890,- 100% samsett kr. 1.990,- Einnig 3ja gíra barna og fjölskylduhjól á stórafslætti 70% samsctt kr. 1290,- 100% samsett kr. 1390,- Takmarkað magn. Viðgcrða- og varahlutaþjónusta Póstsendum. G. ÞORÐARSON Sævangi 7 — Haf narfirði. Opið kl. 18-20. Sími 53424. Utsala á 12 gíra hjólum með öllu Síðasta seldist strax upp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.