Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ & VlSlR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982.
45
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
J.R.
ívækkaði
íverði
Leikarinn Larry Hagman, sem við
þekkjum bezt sem J.R. í Dallas, segist
sjálfur hafa tekið mikla áhættu eftir að
þátturinn sem fjallaði um morðtilraun-
ina á J.R. var sendur út í Bandaríkjun-
um í marz 1980. Hann notfærði sér
nefnilega hinar miklu vinsældir sínar til
að fara fram á töluverða kauphækkun.
— Ég vissi að ég tók þarna mikla
áhættu, segir hann í viðtali við banda-
ríska tímaritið TV-guide. — Ef ég tap-
aði átti ég ekki aðeins á hættu að missa
hlutverkið heldur yrði ég líka „bann-
færður” af öllum öðrum sjónvarps-
stöðvum.
Og í fyrstu virtist hann ætla að tapa.
Framleiðendur Dallas komu þeim sög-
um á kreik að í næsta þætti mundi
kvikna í sjúkrabílnum sem flytti J.R. á
sjúkrahúsið eftir morðtilraunina. And-
lit J.R. færi svo illa af brunasárum að
hann yrði að gangast undir aðgerð sem
breytti honum töluvert. Auðvitað var
tilgangurinn sá að undirbúa jarðveginn
fyrir það að skipt yrði um leikara í hlut-
verki J.R.
— Ég lét samt ekki undan í neinu
þar sem heilbrigð skynsemi mín sagði
mér að ég væri of vinsæll til að fólk
sætti sig við slíka lausn, segir Larry
Hagman.
Leikarinn hefur aldrei viljað viður-
kenna opinberlega hversu mikla kaup-
hækkun hann fékk. Heyrzt hefur þó að
hún hafi numið tæplega milljón dölum
og einnig fékk hann sinn hluta af gróð-
anum á sölu skyrtubola með myndum
úr Dallasþáttunum. Framleiðendurnir
urðu sem sagt að láta í minni pokann.
— Margir hafa sagt að jafnvel J.R.
hefði orðið stoltur af þessum árangri,
segir Larry Hagman. — Ég efast samt
um það. Ég held frekar að J.R. hefði
sagt við mig: — Fífl ertu. Þú hafðir þá í
hendi þér, þú hefðir getað pressað
meira út úr þeim.
— En það er ekki minn still. Sá
árangur sem ég náði nægði mér alveg.
Larry Hagman: Nmstum því Jatn
sJóttvgur og J.R.
■ j \ j j
\\Ak
Wm rj,
Dómnefndln s/tur hér Hgt og auönyúkfega fyrir framan keppmnduma. an í veétfngamaöur. Nöfn keppenda em tatið i sömu röO. GuOrún Sókmsdóttir,
henni eru taliO fri vinstri: „Ungfrú Hoitywood 1981" VaigerOur Gunnars- HaMa BryntMs Jónsdóttir, HUdigunnur HHmarsdóttir, KoMtrún Anna Jóns-
dóttw, Þórarihn Matptússon og Ohfur Hatdtsson, ritstjórar Samútgófunnar, dóttir, Maria BJörk Sverrisdóttir og Gunnhifdur Þórarinsdóttir. Lengst til
Steinn Lintsson, forstjóri Feröaskrifstofunnar Úrvai og Óhrfur Laufdal hmgri er svo Magnús Kristjinsson, skemmtanastjóri í Hol/ywood.
Ungfrú HoHywood krýnd á Broadway
Sex ungar, hressar og glæsilegar
dömur eru það sem keppa um titilinn
„Ungfrú Hollywood” að þessu sinni
og styttist nú óðum í þá stóru stund,
þegar hann verður afhentur.
Stúlkurnar voru kynntar með
pompi og prakt í Hollywodd eitt
kvöldtö nú í vikunni, ásamt dóm-
nefndinni, sem sannarlega á úr vöndu
að ráða. Að keppninni standa sem
áður SAM-útgáfu og veitingahúsið
Hollywood.
Og það er ekki að litlu að keppa,
því sú sem hnossið hlýtur, fær glæsi-
leg verölaun. Fyrst ber að telja
skemmtiferð til allra helztu borga
Bandaríkjanna og þar á meðal auð-
vitað Hollywood. Þá fær hún 3 vikna
stjörnuferð til Ibiza með Ferðaskrif-
stofunni Úrval og í báðum ferðum er
henni útilátinn ríflegur farareyrir. En
þar með er ekki allt upptalið, því að
hún fær jafnframt 10 þúsund króna
fataúttekt í verzlunum Karnabæjar.
Ekki geta þær allar orðið númer
eitt, en hinar þurfa nú heldur ekki að
kvarta. Þeim verður öUum úthlutað
vikuferð til Ibiza og 1500 króna fata-
úttekt hjá Karnabæ. Ekki amalegur
bónus fyrir að tapa.
Krýningarhátíðin fer fram á
Broadway 14. maí næstkomandi.
Verður hún hin glæsilegasta svo sem
vænta má. Hljómsveit kvöldsins
verður Mezzoforte, nýkjörin hljóm-
sveit ársins af Stjðrnumessu DV, og
hafa þeir félgar samið sérstakt lag
fyrir krýninguna. Nefnist það
Drottningardans og við það hefur
Sóley Jóhannesdóttir, danskennari,
samið sérstakan dans. Fjölmörg önn-
ur glæsileg skemmtiatriði verða á
boðstólum.
Þeir sem vilja láta til sin taka í
kosningunni, geta næstu vikur lagt
leið sína í Hollywood, fengið þar at-
kvæðaseðil og skilað á sama stað.
Verður keppnin væntanlega jöfn og
spennandi ef að líkum lætur.
-JB
„Tak for sidstÓhfur Laufdai, ve/tingameOur í Hoiiywood og Broad-
way, smaHir hór vmntanlega elnum hufHttum i ValgerOi Gunnarsdóttur,
enhún var kosin, „Ungfrú HoBywood"í fyrra.
„Þarfjafnvel að kenna
fóikinuað borða fiskinn"
— segir Jóhannes Guðmundsson sem nú er farinn
tiiBurma á vegum FAO
Þeir eru sennilega ekki margir íslend-
ingarnir sem lagt hafa leið sína til
Burma, hvað þá heldur dvalizt þar um
lengri eða skemmri tíma.
Einn slíkur hélt þó af landi brott nú í
vikunni. Jóhannes Guðmundsson, heit-
ir hann, er skipstjóri að starfi, fæddur
og uppalinn í Reykjavík. Erindi hans á
svo fjarlægar slóðir er að hleypa nýju
blóði í fiskveiðar landsmanna þar,
auka á tækni þeirra og þekkingu í öllu
því sem að fiski og fiskvinnslu lýtur.
Fer hann á vegum FAO, Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, en verkefnið fellur undir
þróunaraðstoð stofnunarinnar. Hafa
íslendingar lagt æ þyngri hönd á plóg-
inn við þá aðstoð siðari ár.
,,Ég er lítið kunnugur þessu verkefni
sem þama bíður mín, en veit þó að
ætlunin er að stunda nótaveiðar, reyna
að þróa upp frekari tækni á því sviði,”
sagði Jóhannes í samtali við DV,
skömmu áður en hann fór. „Þetta er
búið að vera í gangi í einhvern tíma en
það vantaði skyndilega mann til við-
bótar og því var ég kallaður til starfa
næstu mánuðina.”
Jóhannes hefur áður starfað hjá
FAO, dvaldi um sex ára skeið í Norður-
og Suður Yemen á þeirra vegum.
„Þessar þjóðir eru mjög frumstæðar í
öllu er lýtur að fiskveiðum, og á al-
gjöru fornaldarstigi, miðað við það
sem þekkist hér á norðurslóðum. Það
er því mjög varasamt að fara of hratt i
breytingar í atvinnuháttum, fólkið er
hreinlega ekki tilbúið að taka við nein-
um stökkbreytingum. Aðstoðin þarf að
koma jafnt og þétt, hægt og sígandi,
helzt án þess að nokkur uppgötvi að
breytingar séu á ferðinni.”
„í Yemen vorum við með íslenzkt
skip, Barða frá Neskaupstað, við veið-
arnar og það gekk bærilega. Þó er það
dæmigert fyrir ólíka vinnuhætti þarna
suður frá, að á skipinu var tæplega 30
manna áhöfn, en hér heima eru aðeins
um 11—12 menn á slíkum báti. Fólkið
fer sér hægt við vinnu og hefur hrein-
lega ekki líkamlegt þrek og burði á við
okkur hér á Islandi. En það er þó alls
ekki latt.”
Jóhannes sagði aðstoð FAO vera
mjög fjölþætta. Það væri ekki einungis
veiðitækni sem kennd væri. Leiða
þyrfti þessum þjóðum fyrir sjónir
hvaða aðstaða þarf að vera fyrir hendi
þegar fiskurinn kemur í land, hafnar-
skilyrði, kæligeymslur, flutningatæki,
nú, eða bara vegir til að koma aflanum
á markað. Og síöast en ekki sízt þyrfti
að kenna fólkinu að borða fisk, en það
væri óþekkt fyrirbæri víða inni i landi.
„Þaðtókstnú betur en búizt var við
í Yemen. Ég man til dæmis að einu
sinni lögðum við af stað með fullan bil
af fiski langt inn í landið. Þegar við
vorum komnir um 200 km, hittum við
kaupmann sem var heldur tregur að
kaupa þennan varning. Féllst hann þó á
að taka af okkur þrjá kassa. í næsta
skipti tvöfaldaði hann skammtinn. Og
þá virðist fólkið hafa komizt á bragðið,
þvi að í þriðju ferðinni vildi hann fá
fullan bíl af nýjum fiski. Á þeim
slóðum var aðalatríðið að koma aflan-
um á markað um leið og landað var,
þvi aö kæligeymslur voru engar og fisk-
urinn úldnaði fljótt í öllum hitanum.
En hvað er það sem freistar íslend-
ings til að leggja upp í slíka langferð?
„Það er sennilega ævintýraþrá mikið
til, löngun til að kynnast fjarlægum
þjóðum og ólíkri menningu. Maður
kynnist landinu á allt annan hátt með
því að starfa þar, heldur en að renna í
gegn á skömmum tíma eins og ferða-
menn gera. Og svo dregur sjálfsagt
ekkert úr að launin eru mjöggóð.”
Eitthvað sérstakt sem saknað er frá
fslandi?
„Ég held að maður sakni nú flestra
hluta héðan, nema ef vera skyldi verð-
bólgunnar. Jafnvel veöurfarsins. Ég
vildi heldur búa við rigninguna og sval-
ann hér heima, en hitana og þurrkinn
sem er þarna suður frá. Verst að geta
ekki fengið hvort tveggja í bland.”
Hefurðu trú á að þú ílengist eitthvað
í þessu fjarlæga landi?
„Nei, varla. Verkefnið sem ég er ráð-
inn til nær aðeins til sex mánaða, svo
að væntanlega kem ég heim að því
loknu. Annars er aldrei að vita.”
Nú, Jóhannes er sennilega kominn
langleiðina til Burma þegar þetta birt-
ist. Héðan flaug hann til Luxemborgar
og Rómar, þar sem dvalizt skyldi í þrjá
daga. Siðan liggur leiðin beint til
Burma og við óskum honum góðs
gengis, hvar sem hann er staddur nú.
-JB