Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 2
\ 2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. Mikill samdráttur í byggingariðnaðinum á Akureyri „DAPURLEGT’, „DODI” EDA „STBNDAUTT’ „Útlitið er vægast sagt dapurlegt í okkar atvinnugrein hér í bænum, þann- ig að allt útlit er fyrir að við verðum að leita út fyrir bæjarmörkin eftir verk- efnum,” sagði Hörður Tuliníus, fram- kvæmdastjóri Híbýlis hf. á Akureyri, i samtali við DV. Mikill samdráttur hefur átt sér stað í byggingariðnaðinum á Akureyri sið- ustu ár. Sem dæmi má nefna sölu i steinsteypu. Árið 1978 seldi Möl og sandur hf. 24.520 rúmmetra, en sl. ár var salan komin niður í 14.732 rúm- metra. Þó hefur Malar- og steypustöð- in hætt starfsemi á þessum tíma, en hún var eini samkeppnisaðili Malar og sands hf. í steinsteypuframleiðslunni. Má áætla að hún hafi framleitt a.m.k. 5 þús. rúmmetra 1978, þannig að sam- drátturinn í steinsteypuframleiðslu á Akureyri á þessu timabili er yfir 50%. Þetta segir sína sögu enda er svo komið að akureyrsk byggingarfyrir- tæki eru farin að leita eftir verkefnum út yfir bæjarmörkin. Ýr hf. hefur á annað ár starfað við byggingar i Þor- lákshöfn og í Mosfellssveit. Norður- verk hf. vinnur um þessar mundir við verkefni á vegum Hitaveitu Suðurnesja og Híbýli hefur augastað á verkefni á Austfjörðum og á Sauðárkróki. Næg verkefni fyrir sunnan Það kom fram í samtalinu við Hörð að fjárveitingar til opinberra fram- kvæmda á Akureyri væru minni en ver- ið hefði undanfarin ár. ,,M.a. þess vegna sjáum við ekki fram á nægileg verkefni í bænum þann- ig að við sjáum ekki annað fært en leita út fyrir bæjarmörkin. Á sama tíma frétti ég frá kollega mínum í Reykjavik að þar séu byggingafyrirtæki að kafna í verkefnum,” sagði Hörður Tuliníus. Forsvarsmenn annarra fyrirtækia höfðu svipaða sögu að segja. Franz Árnason hjá Norðurverki hf. sagði, að fyrirtækið hefði aðeins eitt verkefni tryggt á Akureyri, sem væri viðbygging við stöðvarhús Pósts og síma. Sagði Franz, að aðeins tvö tilboð hefðu bor- izt í þetta verk, frá Norðurverki og Aðalgeiri og Viðari hf., og aðeins hefði munað 3.000 kr. á þessum tilboðum sem bæði voru vel yfir áætluðu kostn- aðarverði. Þetta hefði komið á óvart i verkefnaskortinum, þegar búast hefði mátt við mörgum tilboðum og undir- boðum. Norðurverk hf. vinnur þessa dagana að verkefni fyrir Hitaveitu Suðurnesja, en auk þess hefur fyrirtækið boðið í verkefni fyrir hitaveitu á Hellu og Hvolsvelli.en þar var um slík undirboð að ræða að tilboð Norðurverks komu ekki til álita. Sagði Franz dæmi um til- boð sem verið hefðu 70% undir áætl- uðu kostnaðarverði og jafnvel lægri. „Það er í sjálfu sér ekkert nema gott um það að segja, að akureyrsk bygg- ingarfyrirtæki leiti verkefna út fyrir bæjarmörkin en einhver verkefni verða þau þó að hafa heima fyrir, þannig að þau flytji ekki alfarin burt,” sagði FranzÁmason. Af sem áður var Fyrir nokkrum árum voru byggð 2— 3 fjölbýlishús árlega á Akureyri og íbúðirnar seldar á frjálsum markaði. Slíkt er nú að mestu úr sögunni, en í staðinn hafa komið verkamannaibúð- irnar, sem hvergi ná þó að fylla skarð- ið. Pan hf. og Aðalgeir og Viðar hf. auglýstu fyrir nokkru íbúðir, sem þeir fyrirhuga að hefja byggingu á í sumar. „Þetta er steindautt, það er aðeins ein íbúð seld af 10,” sagði Sigurður Jakobsson hjá Pan hf. Sigurður sagði að mikið hefði verið spurt eftir þessum íbúðum fyrst eftir að þær voru auglýst- ar. Það væri því ljóst að það væri markaður fyrir þessar íbúðir. Kaup hefðu hins vegar strandað á peninga- hliðinni, fólk treysti sér einfaldlega ekki til að kljúfa fjárhagshliðina með þeim lánakjörum sem í boði væru. Fólk vildi frekar reyna að komast inn í „verkamannaíbúð”, þar sem ekki þyrfti að greiða nema 10% af íbúðar- verðinu i upphafi. Fólk hugsaði hins vegar minna um afborganirnar sem væru verulegar næstu áratugi. Þau verkefni sem byggingaverktakar á Akureyri horfa einkum til í sumar eru bygging brúar yfir Glerá, bygging verk- smiðjuhúss fyrir Sjöfn og innréttingar í fyrsta áfanga Verkmenntaskólans. Þá gera menn sér vonir um að stjórn verkamannabústaða kaupi 24 ibúðir. en ekki er ljóst enn hvort úr því getur orðið þar sem byggingarsjóður er fjár- vana. Það ríkir því ekki mikil bjartsýni hjá mönnum í byggingariðnaöinum á Akureyri. „Ég er svartsýnn á að næg atvinna -voru þau orðsem forsvarsmenn byggingarfyrir- tækja höf ðu um ástandið verði t byggingariðnaðinum á Akureyri í vetur, ef svo fer í sumar sem horfir. Finnst mér andvaraleysi bæjaryfirvalda undarlegt í þessum efnum því bæjar- stjórn hefur nánast ekkert gert til að sporna við þeirri þróun sem átt hefur sér stað í byggingariðnaðinum á Akur- eyri undanfarin ár,” sagði Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri Smárans hf„ og við látum hann hafa lokaorðið umþessiefni. GS/Akureyri Húsgagnasýning sunnudag kl. 14—17. Einnig nýkomið úrval eininga í Senator veggsam- stœður. Pan tanir óskast staðfestar. G.Á-húsgögn SKEIFANS. - SÍMI39595V ** Opið til kl. 19 í kvöld. Lokað laugardag 1. maí. Hollenzkur dans stiginn á Torginu Hvort þeir eru á einhverjum sér- samningi við veðurguðina, hollenzku listamennirnir sem staddir eru hér þessa dagana, skal ósagt látið. Það benti þó allt til þess þegaf þeir tróðu upp á Lækjartorgi nú í vikunni. Þá stund stytti allt í einu upp og dró frá sólu, nokkuð sem er sjaldgæf sjón á þessu nýbyrjaða sumri. Hollendingarnir eru hér annars staddir til að skemmta með músík og dansi á hollenzkum dögum sem nú fara fram að Hótel Loftleiðum. Þar er fram á sunnudagskvöld boðið upp á hol- lenzkan mat, spilað happdrætti um Hollandsferðir og ýmislegt fieira til kynningar á landi og þjóð. Shermer Dansers heitir þjóðdansa- flokkurinn, er skipaður 18 körlum og konum sem allt er áhugafólk. Er til- gangur þess að endurvekja áhuga á þjóðdönsum og þjóðbúningum, og hafa þau farið víða í því skyni. Jón Ingimarsson Minningarskákmót um lón Ingimarsson haldið á Akureyri Minningarmót um Jón Ingimars- son sem lézt á sl. ári hófst í skák- heimili Skákfélags Akureyrar í gær- kvöldi. Margir af sterkustu skák- mönnum landsins eru á meðal kepp- enda enda vegleg verðlaun i boði. Jón Ingimarsson var í áraraðir einn helzti forvígismaður Skákfélags Akureyrar. Hóf hann starf með fé- laginu 1935 og var virkur félagi allt til dauöadags. Var Jón því heiðursfélagi Skákfélags Akureyrar. Hann var einn- ig í áratugi formaður Iðju á Akur- eyri. Hefur félagið gefið verðlaun til mótsins, aö upphæö 7.000 kr. sem skiptast millli 5 efstu manna á niót- inu. Auk þess fá vinningshafar vcrð- launagripi,- Tefldar verða 7 umferðir sam- kvæmt Monrad kerfinu og lýkur mótinu með kaffisamsæti og verð- launaafhendingu á sunnudagskvöld- ið. Meðal keppenda á mótinu eru dr. Ingimar Jónsson, núverandi forseti Skáksambandsins, sonur Jóns Ingi- marssonar. GS/ Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.