Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982.
Nauðungaruppboð
Að kröfu Magnúsar Þórðarssonar hdl., Jóns G. Briem hdl., Garðars
Garðarssonar hdl., Vilhjálms H. Viihjálmssonar hdl. og fleiri, svo og
innheimtumanns rikissjóðs verða eftirtaldir lausafjármunir seldir á
nauðungaruppboði, sem fram fer föstudaginn 7. mai nk. kl. 16.00, við hús
Tolivörugeymslunnar, Hafnargötu 90, Keflavik.
Bifreiðarnar: 0-6353, Ö-7380, Ö-1260, Ó-445, Ö-6053, Ó-6459, Ö-3698,
Ó-3229, Ö-734, Ö-7392, Ö-4441, Ö-6856, MF 70 traktorsgrafa, litsjón-
vörp af gerðinni Hitachi, National, Asa og B.Ó., Hotvard rafmagnsorgel,
Fischer myndsegulbandstæki, Marantz magnari o'g Telefunken hljóm-
flutningstæki.
Þá verða cinnig seldar að kröfu skiptaráðandans í Keflavík, eignir þrota-
bús Bílavíkur hf. þar á meðal bifreiðin 0-1112, scm er Mercury Comet
árg. 1973.
Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu cmbættisins.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn í Keflavik.
Nauðungaruppboð
scm auglýst var í 113. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 og 1. og 4. tölu-
blaði 1982 á eigninni Þernunes 9, Garðakaupstað, þingl. eign Þóris
Steingrímssonar, Sögu Jónsdóttur og Steingrims Pálssonar, fer fram eftir
kröfu Innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 4. mai 1982, kl.
15.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Hæðarbyggð 1, Garðakaupstað, þingl. eign
Jóns Kristinssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 3. maí 1982, kl.
16.30.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 113. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 og 1. og 4. tölu-
blaði 1982 á eigninni Tjarnarflöt 4, Garðakaupstað, þingi. eign Sigríðar
Bjarnadóttur, fer fram eftir kröfu Landsbanka Islands, Innheimtu rikis-
sjóðs, Veðdeildar Landsbanka Islands og Garðakaupstaðar á eigninni
sjálfri mánudaginn 3. maí 1982, kl. 15.00.
Bæjarfógetinn I Garðakaupstað.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 113. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 og 1. og 4. tölu-
blaði 1982 á eigninni Miðvangur 10, 2. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign
Gísla Reynis Sigurðssonar, fer fram cttir kröfu Innheimtu rikissjóðs og
Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri mánudaginn 3. maí 1982, kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 113. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 og 1. og 4. tölu
blaði 1982 á eigninni Arnarhraun 21, 1. hæð, Hafnarfirði, tal. eign
Bjarkar Eiríksdóttur, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs á eigninni
sjálfri mánudaginn 3. mai 1982, kl. 14.00.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem augiýst var i 113. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 og 1. og 4. tölu-
blaði 1982 á eigninni Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði, þingl. eign
íslenzkra matvæla hf., fer fram eftir kröfu Sambands almennra lífevris-
sjóða, Sýslumannsins í Snæfells- og Hnappadalssýslu, iönþróunarsjóðs
og Innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri mánudaginn 3. maí 1982, kl.
13.30.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 113. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 og 1. og 4. tölu-
blaði 1982 á eigninni Brekkutangi 2, Mosfellshreppi, þingl. eign
Guðmundar K. Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Ara ísberg hdl., Sveins
H. Valdimarssonar hrl., Jón Magnússonar hdl., Tryggingastofnunar
ríkisins, lnnhcimtu ríkissjóðs og Árna Einarssonar hdl., á eig ninni sjálfri
þriðjudaginn 4. maí 1982, kl. 13.30.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 84., 85. og 86. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í
Miðtúni 15, talinni eign Valdimars Thorarensen, fer fram eftir kröfu
Ólafs Axelssonar hdl., Þorsteins F.ggertssonar hdl., Jóns Halldórssonar
hdl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Ólafs Ihoroddsen hdl., Landshanka
íslands og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á eigninni sjálfri mánudag 3.
maí 1982, k 1.14.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Menning Menning
Það kann að vera áhættuspil að færa Ærsladrauginn upp með lítt reyndum leikurum, en það lánaðist vel.
Trómetasinfóní
Tónleikar Trðmat-blésarasveitarinnar í Nor-
ræna húsinu 25. aprfl.
Stjómandi: Pórir Þórisson.
Efnisskrá: Ernst Krenek: Þrfr fjörlegir marsar,
op. 44; Igor Stravinsky: Úr Blásaraokett (1923);
Robert Sanders: Trló fyrir trompet, bósúnu og
hom, Jónas Tómasson: Trómetasinfóní;
Charles Gounod: Petite Symphoníe.
Það ætti kannski ekki að þurfa að
vekja svo ýkja mikla athygli að
„lúðrasveit” framhaldsskólanna
haldi tónleika. Víða um lönd þykir
það sjálfsagður hlutur að hver fram-
haldsskóli eigi feikna stóra lúðrasveit
sem blæs við hvert mögulegt og
ómögulegt tækifæri sem skólastarfið
veitir og finnur sér ótal tækifæri þess
utan. Skólahljómsveitir eru til hér og
starfa sumar hverjar með ágætum,
þótt ekki virðist áhuginn endast
langt fram yfir neðri táningamörkin
og minnu hafa þær skilað til eflingar
lúðrasveitalífsins í landinu en efni
stóðu til, en það er önnur saga.
Tttjafns við
strengina
Blásarasveitin Trómet er ekki
venjuleg lúðrasveit. Hún er fyrst og
fremst blásarakammersveit. Og hún
hefur veigamiklu hlutverki að gegna.
Það er nefnilega ómótmælanleg stað-
reynd að á vegum tónlistarskólanna
fá aðeins strengjaleikarar forsvaran-
leg tækifæri til að spreyta sig við
hljómsveitarleik, þegar undan eru
skilin hin stórmerku námskeið Pauls
Zukofskys. Tekið skal fram að ekki
er við stjórnendur tónlistarskólanna
að sakast í þessum efnum. Þessum
hlutum ráða atriði eins og fjöldi og
úrval, og tæpast hefur nokkur einn
tónlistarskóli úr nógu að velja þegar
tilkastannakemur.
Tónleikar
Eyjólfur Melsted
Auðvitað væri nauðsynlegt að
blásarasveit fengi álíka sinningu og
Strengjasveit Tónlistarskólans, en sú
sveit hefur rækilega sýnt og sannað
hvers íslensk tónlistaræska er megn-
ug ef lögð er góð rækt við þjálfun
hennar. Blásararnir eru því miður
dreifðir á ýmsa skóla en þó ætti það
ekki að standa sveitinni fyrir þrifum
ef betur væri stutt við bakið á þeim.
Blásarasveitin Trómet er nauðsynleg
þjálfunarstöð fyrir unga blásara.
Hún sinnir hlutverki sem hinar hefð-
bundnu lúðrasveitir sinna ekki. Að
sjálfsögðu eru meðlimirnir misjafnir
að getu en þó er heildarsvipurinn
góður. Innan sveitarinnar má heyra,
ef grannt er hlustað, í stórblásaraefn-
um sem eiga mikið framundan ef rétt
er á haldið.
Kjarkurog
nýjungagirni
einsoghjá
öðrum
Ekki stendur á kjarkinum og nýj-
ungagirninni fremur en hjá öðrum
ungmennamúsíkhópum. Trómetasin-
fóní fékk sveitin hjá Jónasi á ísafirði
samkvæmt sérpöntun. Eitthvað er ég
hræddur um að Jónas hafi ekki verið
alltof viss um getustig ungu blásar-
anna, því að það var þvi líkast að
hann þyrði ekki að kveikja 1 púðrinu,
nema í smáskömmtum. Fannst mér
því minna púður í þessari Trómeta-
sinfóní Jónasar en mörgum af hans
skemmtilegu verkum. En vitaskuld
má ekki heimta af mönnum snilldar-
verk á færibandi, allra sist þegar þeir
eru að semja fyrir bláókunnugt fólk.
En hvað um það— það var hressandi
að hlusta á ýmsa vel blásandi ung-
linga spila þetta kvöld í Norræna
húsinu og síst ástæða til að kvíða
framtíðinni í blásaramálum.
EM
Hressilegur drauga-
gangur í Sandgeröi
Leikfálag Sandgerflis.
Ærsladraugurinn.
Höfundur: Noel Coward.
Leikstjóri: Amhildur Jónsdóttir.
Sandgerðingar láta flóðbylgju fjöl-
miðlunar, myndbandaæðið sem
gengið hefur yfir Reykjanesskagann,
ekki aftra sér frá þvi að miðla öðrum
af heimafengnum bagga, en hann er
nú hollastur talinn. Leikfélagið á
staðnum tróð upp með Ærsladraug-
inn, eftir Noel Coward, rétt eftir
páska undir stjórn Amhildar Jóns-
dóttur. Það kann að vera hættuspil
að færa „drauginn” upp með lítt
reyndum leikurum en Arnhildur lét
skeika að sköpuðu og henni lánaðist
vel. Sýningin var í heild ágæt. Það
eina sem á skyggði fyrstu mínúturnar
var ekki hennar sök. Niður í
loftblásurum, sem gleymzt hafði að
stöðva, truflaði bæði leikendur og
gesti en strax og búið að að kippa því
í lag gekk allt eins og í sögu.
Leikurinn gerist á heimili Charles
rithöfundar, þar sem barnabóka-
höfundurinn og miðillinn frú Arcati
er tiður gestur. Óvænt kemur látin
eiginkona rithöfundarins fram á
miðlisfundinum og það sem verra var
— yfirgaf ekki heimilið fyrr en henni
var varpað út — af hverjum? Bezt er
að Suðurnesjamenn kynni sér það
sjálfír hjá þeim Sandgerðingum.
Gunnar Sigfússon fer vel með hlut-
verk rithöfundarins, kannski ögn
fljótmæltur á stundum. Tekst vel
þegar hann er ýmist að þrátta við sína
seinni konu og hina látnu, sem er
honum aðeins sýnileg en ekki öðrum
sem koma á heimilið, þegar hún
ærslast um með því að færa hluti úr
stað og skaprauna rithöfundinum
með ýmsum uppátækjum. Júlía
Ólafsdóttir fer glimrandi vel með
„draugshlutverkið” — mátulega
fjarræn og svif-andi og lokaatriðið
var eftirminnilegt.
Leijclist
Magnús Gíslason
Ruth, seinni kona rithöfundarins,
er leikin af Ágústínu Ólafsdóttur.
Hún tjáir vel skilningsríka eiginkonu,
sem reynir að umbera létttruflaðan
rithöfund — en hún kemst í lokin að
raun um annað....
Miðillinn, upphafsmaður að öllum
vandræðunum, þótt óviljandi væri,
var kröftug persóna í meðförum
Guðrúnar Pétursdóttur. Hreyfingar,
svipbrigði og röddin voru í fullu
samræmi við raunverulegan miðil, —
svo sem maður hefur til þeirra séð.
Góð frumraun hjá Guðrúnu á leik-
sviði.
Gunnlaugur Hauksson var mátu-
lega virðulegur í hlutverki hr.
Bradmans læknis, sem reyndi að
skilja og skilgreina sjúklegt ástand
vinar síns, rithöfundarins, í anda
læknisfræðinnar að sjálfsögðu.
Eiginkona hans kemur lítillega við
sögu en hún er þokkaleg í höndum
Kristbjargar Ólafsdóttur.
Vinnukonan á heimilinu má þola
margt. Vera með augun á öllu en
samt undirgefin sínum húsbændum
og á þönum um húsið. Að öðrum
ólöstuðum fór Hanna Þóra Friðriks-
dóttir snilldarlega með hlutverkið án
þess að ofleikanokkrusinni.
Margar hendur hafa lagzt á eitt til
að koma sýningunni upp.
Leiktjöldin eru unnin í hópvinnu og
voru vel í anda verksins — nema
kannski hefði mátt vera rithöfundar-
legra hjá Charles, ritvél og
pappírsdót á borðum. Ljósa- og
hljóðmaðurinn, Reynir Sveinsson,
skilaði sínu verki vel og húsmunirnir
voru langt að komnir, alla leið frá
Línunni í Kópavogi, og voru gott
framlag i heildarmyndina.
emm