Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. Hátíðahöld verkalýðsfélaganna á Suðumesjum 1. maí: Áherzla lögð á atvinnu- uppbyggingu á Suðumesjum — rætt við Sigurbjörn Björnsson formann 1. maí nefndarinnar „Hátíðahöldin hjá okkur verða með svipuðu sniði og áður,” sagði Sigurbjörn Björnsson, formaður 1. maí-nefndarinnar á Suðurnesjum, þegar við ræddum við hann á skrif- stofu Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis,” en þó er eitt nýmæli. Þrír aldnir verkalýðs- leiðtogar verða heiðraðir og vonumst við til að svo verði í framtiðinni. Þá má geta þess að þátttaka verkalýðs- félaganna á Suðurnesjum hefur aldrei verið betri. Sandgerðingar og Garðmenn eru núna með í þessum sameiginlegu hátiðarhöldum i fyrsta sinn frá því að við fórum að minnast baráttudags verkalýðshreiyf- ingarinnar með kröfugöngu og fundi Sigurbjörn Björnsson, formaður 1. mai nefndarinnar á Suðurnesjum. Þátttaka verkalýðsfélaganna á Suðurnesjum hefur aldrei verið betri i 1. mai hátiðahöldum en nú. XB------) í Félagsbíói, með fjólbreyttri dagskrá.” Sigurbjörn sagðist vonast eftir mikilli þátttöku í kröfugöngunni, þar sem borin yrðu spjöld með hinum ýmsu kröfum. Þyngsta áherzlan yrði lögð á atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum og kaupmáttinn. Ræðumaður dagsins er að venju aðfenginn. Guðmundur Hallvarðsson, form. Sjómannafélags Reykjavíkur, annast þann þáttinn, en auk þess flytja stutt ávörp forvígismenn nokkurra aðildarfélaga 1. mai- hátíðarhaldanna á Suðurnesjum, en samtals eru þau níu. 1. maí-nefndin hefur ávallt fengið efni í dagskrána hjá einstaklingum og félögum á Suðurnesjum. „Leikfélögin og Karlakór Keflavíkur hafa veriö okkur þar mjög innan handar, ásamt tónlistarfélögunum. T.d. leikur Lúðrasveit Tónlistar- félags Keflavíkur fyrir göngunni, Tónlistarskólakórinn í Njarð- víkunum syngur, m.a. Inter- nationalinn. Þá koma fram skemmti- kraftar frá Litla leikfélaginu i Garðinum, m.a. Bandaríkjamaður, sem vinnur þar í fiskinum og hefur leikið í Gullna hliðinu, — liklega eini Bandaríkjamaðurinn sem leikið hefur í þvi verki hér á landi. Gregory Iskra heitir hann. Við gleymum ekki unga fólkinu. Síðdegis sýnir Litla leikfélagiö Litlu Ljót,” tiáði Sigurbjörn, "ókeypis sýning. Leikfélag Keflavíkur sýnir svo „Saumastofuna” um kvöldið í Félagsbíói, klukkan 9. Að lokum verður dansleikur í Stapanum fram til klukkan þrjú um nóttina.” öldruðum verður ekki gleymt i dagskránni. Fulltrúi þeirra flytur ávarp og þeir leggja sitt af mörkum í skemmtiatriðin. Fyrrverandi skip- stjóri, Kristinn Árnason I Gerðum, tekur nokkur lög á „nikkuna”, þótt kominn sé á áttræðisaldur. „Mikil eining hefur ávallt ríkt í 1. maí- nefndinni og pólitískur ágreiningur er þar óþekkt fyrirbæri,” voru lokaorð Sigurbjörns, formanns nefndarinnar. -emm. Nígeríuskreiðin: INNFLUTNINGSLEYFI TILl. Mflí Þessa dagana keppast skreiðarfram- leiðendur við að koma vöru sinni í skip en innflutningsleyfi á skreið og hertum hausum til Nígeriu gilda aðeins til 1. maí. Skreiðin er flutt til Reykjavikur og Hafnarfjarðar úr öllum áttum og var i gær heil bílalest að norðan á hafnar- bakkanum í Reykjavík með skreið í Skaftá, en hún er eitt af fjórUm skipum sem liggja hér fyrir sunnan og munu flytja skreiðina til Nígeríu. -gb. Bilalest með skreið að norðan á hafnar- bakkanum i Reykjavik til lestunar um borð i Skaftá. Meðal annars má sjá bíla frá Stefni og KEA. DV-mynd: S. Nýf ramkvæmdir miUi Hellissands ogGufuskála: Vegaframkvæmd- um f restað vegna óskaPósts&síma Nýr vegur er fyrirhugaður milli Hellissands og Gufuskála. Vegurinn milli þessara staöa er varasamur vegna blindra beygja og hæða. Hinn nýi á að vera beinn og mishæðalaus. Vegur þessi er á vegaáætlun og hefur Vegagerðin verið að undirbúa framkvæmdir. Þá gerist það að Póstur og sími, sem njóta mun góðs af þessum vegi, biður um frestun framkvæmda. Ástæðan er sögð sú, að stofnunin á ekki 1500 metra langan simastreng, sem leggja þarf meðfram hinum nýja vegi. Þessi frestun kemur mönnum spánskt fyrir sjónir, þar sem stofnunin ætti að hafa vitaö um framkvæmdina lengi. Áætlað var að leggja veginn nú í sumar, en leggja síðan á hann varan- legt slitlag næsta sumar. __________Hafsteinn, Hellissgndi. Afmælis Innra- Kólmskirkju minrad ásunnudag Innra-Hólmskirkja er 90 ára um þessar mundir, en hún var vígð 27. marz 1892. Afmælisins verður minnzt nk. sunnudag (2.maí). Hátíðarguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14. Biskup íslands, herra Pétur Sigurðgeirsson, prédikar. Guðrún Tómasdóttir syngur einsöng við undirleik Fríðu Lárusdóttur og kirkjukór sóknarinnar syngur undir stjórn Baldurs Sigurjónssonar orgel- leikara. Að lokinni hátiðarguðsþjón- ustunni bjóða hreppsnefndir Innri- Akraneshrepps og Skilmannahrepps til kaffiveitinga í félagsheimilinu Miðgarði. Þar verður rakin saga kirkju og staðar á Innra-Hólmi. Þá mun Guðrún Tómasdóttir syngja einsöng og ávörp verða flutt. Innri-Hólmur er með allra elztu kirkjustöðum á landinu. Þar reistu irskir menn kirkju löngu fyrir kristni- töku. Kirkja var lögð niður á Innra- Hólmi 1815, en reist að nýju 1891 fyrir forgöngu Árna Þorvaldssonar, hreppstjóra á Innra-Hólmi, og var kirkjan vigð í marz árið eftir, eins og fyrr greinir. Kirkjusmiður var Jón Mýrdal, skáldsagnahöfundur. Til hátiðarinnar á sunnudag er boðið öllum sóknarbúum og öðrum velunnurum kirkjunnar. Prestur Innra-Hólmskirkju er séra Jón Einarsson, prófastur í Saurbæ, og formaður sóknarnefndar er frú Ragnheiður Guðmundsdóttir, húsfreyjaáÁsfelli. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Menn eru stöðugt að velta fyrir sér efnahagsmálum, bæði á þingi og annars staðar, en eftir að dr. Jónas Nordal flutti ræðu sína á dögunum finnst mörgum að nú fyrst hafi syrt verulga i álinn. Það er að visu rétt, að ekki verður hægt að lifa alveg hömlu- lausu efnahagslifi næstu árin, eins og gert hefur verið löngum hér á landi vegna góðra og næstum árvissra toppmarkaða fyrir sjávarafurðir. En það á mikið eftir að gerast áður en nokkur maður fæst til að viður- kenna, að honum komi hugsanlegur samdráttur við privat og persónu- lega. Sagt er að þjóðartekjur á þessu ári minnki enn eftir stöðugan samdrátt sl. fímm ár. Þykir visum mönnum verst, að erlendar skuldir skuli að sama skapi aukast fyrir tilverknað einkaneyslu og samneyslu. Hin makalausu lánsfjárlög, sem byggja á árlegri skuldasöfnun sem föstum lið lenda ekki lengur í nauðsynlegum fjárfestingum, sem skapa gjaldeyris- tekjur, heldur eru þau notuð til að halda uppi samneyslunni, þar sem venjuleg fjárlög þrýtur. Allt frá árinu 1927 hefur verið rek- inn hér sósíalismi af öllum fiokkum, og hefur það um margt farið vel með þjóðina, sem ekki er svo mannmörg, að við hæfi sé að skipta henni i fá- tæka og rika. Segja má að hér séu all- ir jafn fátækir, þótt einstaka maður kunni að safna öðru en skuldum um sina daga. Þessi sósíalismi hefur stöð- ugt krafist meiri afskipta alþingis og rikisvalds af málefnum landsmanna, uns svo er komið, að venjuleg fjárlög duga ekki lengur handa þremur of- vöxnum kjörsviðum sósialismans. Þegar er komið i Ijós, að sósialisminn nærist lika á lánsfjárlögum. Á sama tima og þessu fer fram linnir ekki ár- um einhverra hópa, sem minna mega sin, uns svo er komið að maður spyr: Hvar er allt hitt fólkið? Þessi nauðarmál eru orðin svo timafrek, að varla fæst orðum eytt að ýmsum þeim þörfum, sem normalt fólk til likama og sálar telur að ástæða sé til að ræða, og snertir i raun tilvist þess. Aðeins tveir pólar eiga sér samastað i allri umræðu: samneyslan og stórvirkjanir. Svo hef- ur a.m.k. verið sl. tvö ár. Allir geta séð hvað það þjóðfélag er ófrjótt, sem lætur duga þá umræðu eina, sem kallar á útgjöld og eyðslu. Kjör almennings eru t.d. raiklu minna rædd hér en ástæða er til, einkum vegna þess að þá ber strax að góma þau óþægindi, sem eru samfara skuldasöfnun og skattpiningu. Hér er ekki einungis verið að ræða um launakjör, sem geta verið afstæð, heldur hin almennu kjör, þar sem margvisleg umsvif og útgjöld koma til greina. Myntbreytlng, hávextlr og skattar hafa mætt mjög á hverjum einstaklingi undanfarið. Til varnar þeim erfiðleikum, sem þessu þrennu fylgja, er haldið á lofti þeirri stað- reynd að hér er ekki atvinnuleysl. Myntbreytingin hefur haft í för með sér ákveðið atvinnuleysi, metið i krónum. Vegna þess að ekki tókst að frysta allt verðlag i landinu jafnhliða myntbreytingu i ákveðinn tima meðan fólk var að venjast nýju verö- skyni, laumaðist t.d. karamellan í hundrað og fimmtiu krónur stykkið. Annað fór eftir þvi nema vísitöluvör- ur, sem lentu i niðurtalningu og öðr- um kurteisisathöfnum, svo þar sluppu menn betur. Verðfrystingin var nauðsyn, en við henni var ekki lit- ið, vegna þess að á sama tíma var mjög talað um frjálsa áiagningu, sem er allt annað mál, og hefði getað komið á eftir verðfrystingu ef menn vildu. Þá hafa hávextir farið með efnahag fóiks ámóta og myntbreyt- ingin. Hér á landi verða allir skuldar- ar einhverntima á ævinni. Miklu hef- ur skipt að þær skuldir yrðu ekki að mylnusteini, sem réði flestu um fram- gang einstakllnga til æviloka. Há- vextir eru nú að binda fólki slika ævi- bagga. Og skattar gefa engin grið þeim sifækkandi hópi, sem vinnur fyrir sköttum. Ofan á þetta kemur svo fábrotið atvinnulif, sem i tveimur greinum er komið á stampinn. Eftir er aðeins iðnaðurinn, og þar er tckiö við einskonar atvinnu-leikhús fárán- leikans. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.