Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VlSlR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. 15 Óvopnað hlutleysi Það er næsta eðlilegt að menn greini á í öryggismálum þjóðarinnar, eins og i svo mörgum öðrum. Ein afstaðan er sú, að ísland eigi að vera hlutlaust og þvt ekki í neinu hernaðarbandalagi. í fyrirferðar- miklum skrifum Bjarna Hannessonar er þetta viðhorf grundvöllurinn. Niðurstaða hans af „eigin mati og rannsóknum” er sú, að „varnar- samningurinn” við USA hafí verið óþarfur. Hann segir: „bendi t.d. á Finnland, Austurríki, Svíþjóð, Sviss, Albaníu og Júgóslaviu sem dæmi um hlutlaus riki,” sem „hafi fengið að vera í friði í Evrópu.” Það er eins gott að BH reynir ekki að rekja söguna allt of langt aftur í tímann. En sumir okkar muna þá tima, að hlutleysi sumra þessara ríkja var rofið með blóðugu ofbeldi. En á miklir vopnaframleiðendur og hreint ekki svo litlir vopnasalar. Ég nefni aðeins Svíþjóð og Sviss. Loftvarnar- byssur og orrustuflugvélar Svía eru heimsfræg markaðsvara. En margt fleira mætti telja. Þorskastríöin Sá sem byggt getur málflutning sinn á slíkri botnleysu sem Bjarni gerir, er nú fær um fleira fávíslegt. Hann segir að Nato-aðildin hafi ekki varnað því, að einn félaginn hafi ráðist á okkur í þorskastríðunum margfrægu. Já, það er margt skrítið í kýrhausnum. Akurinn, sem Þjóð- viljinn ræktar, skilar kynlegum kvistum. Með útfærslu efnahagslög- sögunnar voru yfirráö íslenzka rikisins færð út yfir svæði, sem var lenjamín H.J. Eiríksson , sögum um ágæti hennar. Bjarni auglýsir eftir „sönnum islend- ingum”. Enginn getur verið sannur nema hann tali satt. / skjóli herveldanna öll hin mikla heimaframleiðsla BH er hreinasta kviksyndi, svona frá rökrænu sjónarmiði. Hann hefir að sjálfsögðu fullan rétt til sins tilfinningalega viðhorfs, en ekki til óframbærilegra röksemda. Háð hans og spé fellur algjörlega máttlaust til jarðar, jafnt og ruglið um Ölaf þessari röksemd um hið árangursríka og víst farsæla hlutleysi, byggir BH samt allan málflutning sinn, sem ber mikinn svip af yfirlæti og rembingi. f þessu máli er stutt að sækja gagn- rökin. Engin hinna nefndu þjóða trúir hið minnsta á málstað Bjarna: óvopnað hlutleysi. Þessar þjóðir eru allar gráar fyrir járnum og hafa allar almenna herskyldu. Þær trúa á vopnað hlutleysi. Óttinn við innrás Rúsa er þáttur daglegs lífs flestra þeirra. Svo eru þjóðir, þar sem innrásin og hernám og herseta eru þegar hörmulegar staðreyndir. í svipinn man ég ekki eftir öðrum óvopnuðum hlutleysingjum en hvölunum og allir vita um þeirra horfur. Eftir efninu mætti vel setja hér punkt. Með þessum staðreyndum, sem ég hefi vísað til, er allur málatil- búnaður BH úr böndunum, bygging röksemdanna hrunin. Eina þjóðin, sem eitthvað kveður að, og ekki hefir herskyldu, eru Bandarikjamenn. Þeir halda uppi her með sjálfboðaliðum — málaliði — með gifurlegum kostnaði og tilheyrandi skattpíningu. Hver svo sem kostnaðinn borgar, þá er dýrt að vera frjáls í heiminum eins og hann er í dag. Vopnaframleiðendur Sum þessara hlutlausu ríkja eru — að mig minnir — sex sinnum stærra en fsland. Þetta svæði, sem við bættist, hafði áður verið almenn- ingur. fslenzka ríkið tilkynnti formlega öðrum ríkjum, að hér eftir væri þessi almenningur íslenzkur. Ef þetta á að kallast árás, hver er þá árásaraðilinn? Ef bóndinn á Undirfelli helgar sér einn hluta af almenningi sveitunga sinna, hver er þá árásaraðilinn? Sveitungarnir? Aðgerðir Breta í þorskastríðunum á hafinu við ísland voru ekki hemaðaraðgerðir, heldur nánast lög- regluaðgerðir, valdbeiting án raunverulegra vopna. Aðgerðirnar voru fyrst og fremst táknrænar, gerðar fyrir heimafólkið. Ég ætla ekki að gera Bjarna upp þá heimsku- legu skoðun, að Bretar hafi beitt hér hernaðarmætti sínum, þótt skilja mætti hann þannig. Nato er varnar- bandalag, sem beinist gegn sameigin- legri ytri hættu. Þrátt fyrir þetta reyndist Nato okkur mikill styrkur í hafréttardeilunum, þar sem þátttaka okkar í bandalaginu kom í reynd í veg fyrir það, að Bretar gætu eða vildu nota hernaðarmátt sinn gegn okkur. Ég er sammála Thomasi Mazaryk um það, að engri þjóð er það til heilla að láta ljúga að sér áheyrilegum barnagælum eða uppspunnum hetju- Jóhannesson. Vegna þeirra kynna, sem ég heft af málflutningi í blöðunum, þá undrast ég mest hve greiðan aðgang BH á þar að les- endunum. Tvær siðustu langlokur hans — heilsiðugreinar — birtust, önnur sjö daga, hin fjögurra daga gömul. Hann virðist geta töfrað ritstjórana, þótt hann geti ekki töfrað alla lesendur sína. Orð hans um „vallarseppa og flugumenn” sanna þetta en betur. Skrif Bjarna sem heild minna mest á árangurinn sem verður, þegar karlmaður rembist viðað fæða. Hvar getur svona órökvís hugsunarháttur ofstækis og fáfræði dafnað? í íslenzkum afdal, sem gætt er af brezkum og amerískum flotum lofts og lagar. Þar er skjólið. Leynistarfsemi í seinustu grein sinni, hinn 15.4., segir BH berum orðum, að hann hafi hafið leynilega starfsemi á vettvangi þjóðfrelsismálanna. Þetta tel ég vera yfirlýsingu, sem ríkisstjórnin eigi erfitt með að leiða hjá sér, jafnvel þótt Bjarni Hannesson komi þarna fram í óvenjulegu gervi, gervi sem mest líkist „agent provacateur” Dr. Benjamin H. J. Eiríksson. Oabor 4-660 Utur: hvítt og dökkblátt leður, MurfóðrmOk Stæröir:3 1/2— 71/2 Varðkr. 609,- Tmg. 4-873 Utur: dökkblitt Mur Stmrök: 37-41 Vmrðkr. 466,- Tmg. 4-400 Utur: rmutt Mur m/brons bryddingu StmríUr: 31/2—7 Vmrúkr. 489,- Tmg. 4-403 Utir: drappað Mur m/brons bryddktgu Stærðk: 31/2—7 Verðkr. 409,- Tmg. 4-861 UturffósdnppMur Stærðk: 36-41 Verðkr.456,- Tmg. 4-860 Utur: hvrtt leður Stærðk: 36-41 Verðkr. 466,- Skósel KU,. Laugavegi 60 Sími 21270 10-12 aaoaaaaaaaDDDaaDDaDDaDDaDDDaaDDaaaaaaaaaaaaaD D — a D D D D D □ □ □ □ D D D B D D D D D Œ VIDEOMIDSTÖDIN Laugavegi 27, 101 Reykjavík, VHS, Beta, V-2000, videotæki og sjónvörp. Opið kl. 12—21 alla daga nema laugardaga kl. 12—18. Lokað sunnudaga. Nýir féiagar velkomnir. Ekkert klúbbgjald. Sími 14415. D D D D D D D D D D D D D D DDDDaDDaaaDDDDDDDDDDaDDDDaDDDDaDaDDDDDDDDDDDO Aðstoðarmann vantar í prentsmiðju. Uppl. gefur Ólafur Brynjóifsson. HILMIR HF. SÍÐUMÚLA 12. Til sölu er gufuketill með IRON-FIREMAN svartolíubrennara. Vinnuþrýstingur 9,0 kg/cm2. Gufuframleiðsla 3000 kg/klst. Upplýsingar veittar í tæknideild. Áburðarverksmiðja ríkisins kóp^oguR'aVOgur Sjálfstœðisfélögin í Kópavogi verða með 1. MAÍKAFF1 á frídegi verka- lýðsinsfrá kl. 14—18 í Sjálfstœðishúsinu Hamraborg 1. Allur ágóði rennur til hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.