Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 22
30 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. Frá Tónlístarskólanum í Reykjavík Inntökupróf í tónmenntakennaradeild skólans verður mánudaginn 17. mal nk. Umsóknarfrestur er til 12. maí. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrif- stofu skólans og þar cru einnig gefnar nánari upplýsingar um prófkröfur og nám i deildinni. Skólastjóri Vcrkamannafélagið Dagsbrún Reikningar verkamannafélagsins Dagsbrúnar fyrir árið 1981 liggja frammi á skrifstofu félagsins. Aðalfundur verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður haldinn í Iðnó laugardaginn 8. maí 1982 kl. 2 e.h. Stjórnin. . ... í Sóley sjáum við sveitir landsins,\ hraun, goshveri, sauðkindina, íslensku ginn una, íslenska hestinn, kvöldvöku upp á gamla mátann o.m.fl. .... Hvar er Ferðamálaráð? HELGARPÓSTURINN .... Það er undravert, hversu vel tekst til í mörgum atriðum þrátt fyrir hin greinilega knöppu kjör, sem myndin er gerð við. .... Tónlist Gunnars Reynis Sveinssonar: — Bráðvel gerð. ÞJÓÐVIUINN Frá stórmeistara- mótinu í London í dag fer fram síðasta umferð á Philips & Drew mótinu í Lond- on, sterkasta móti sem haldið hefur verið í Englandi — a.m.k. siðan 1936. Þá var stórmótið í Nott- hingham, með þátttöku Aljekín, Capablanca, Botvinniks, Laskers og Euwe, svo að fáeinir séu nefndir. Sumir segja að mótið í London slái Nottingham mótinu við hvað styrk- leika varðar, en um það er auðvitað erfitt að dæma. Þeir Portisch og Andersson berjast um sigurinn, en Karpov og Spassky eru ekki langt undan. Frammistaða heimsmeistarans er óvenju slök. Hann fór hægt af stað, en sótti i sig veðrið þar til hann fékk óvæntan skell fyrir Seirawan í 11. umferð. Andersson teflir yfirvegað að vanda, en Portisch hefur komið einna mest á óvart. Lengi framan af var hann einn efstur., fékk 6 v. af 7 fyrstu skákun- um og sigurskákir hans voru einkar sannfærandi. Tvö jafntefli í tveimur fyrstu umferðunum, en svo vann hann 5 í röð! Svona fór hann með Christiansen í 5. umferð: Hvítt: Portisch Svart: Christiansen Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 dS 6. cxd5 RxdS 7. Dc2 Algengast er 7. e3 Be7 8. Bb5 + c6 9. Bd3 og síðan e3-e4. Drottningar- leikurinn undirbýr för e-peðsins fram um tvo reiti í einu stökki og er feng- inn að láni frá Harry Schtissler. Hann tefldi þannig gegn Ornstein á Norðurlandamótinu í Reykjavík í fyrra. 7. -Be7 8. e4 Rxc3 9. bxc3 0—0 10. Bd3 cS 11. 0—0 cxd4 12. cxd4 Rc6 13. Bb2 Hc814. De2 Bf61S. Hadl g6 Einkennandi staða fyrir afbrigðið. Baráttan stendur um það hvort hvita miðborðið er sterkt eða veikt. Ekki gekk 15. -Rxd4 vegna 16. Bxd4 Bxd4 17. Bb5! e5 18. Rxe5 og svartur tapar liði vegna hótananna 19. Rf3 og 19. Rd7. 16. h4! De7 16. -Bxh4 má svara með 17. d5!, t.d. 17. -exd5? 18. exd5 He8 19. dxc6 Hxe2 20. Bxe2 og vinnur. 17. h5 Hfd8 18. De3 RaS 19. Hcl a6 20. Hxc8! Hxc8 21. Hcl Eftir uppskipti á hrókum minnkar þrýstingurinn á hvítu miðborðspeðin. Kannski átti svartur að reyna 21. - Hd8!? 21. -Hxcl 22. Dxcl Dd8 23. h6! Nú vantar tilfinnanlega hrók til þess að verja 8. reitaröðina. 23. -Dc8 24. Df4 Dd8 25. Re5 bS? Tapleikurinn, en svartur var illa beygður. J0N 0G VALUR VÖRÐU TITILINN Islandsmóti í tvímenningskeppni er nýlokið með sigri Jóns Baldurssonar og Vals Sigurðssonar frá Bridgefélagi Reykjavíkur. Vörðu þeir titil sinn og bættu einni skrautfjöður í viðbót í hatt sinn eftir viðburðarika vertíð. Tuttugu og þrjú pör unnu sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni, auk fslandsmeistaranna, Jóns og Vais. Spiiuðu 62 pör níutíu spila undan- keppni og aldrei þessu vant komust „aðeins” 11 pör frá Bridgefélagi Reykjavikur í úrslitakeppnina. Átta þeirra voru hins vegar meðal tíu efstu, sem er venju samkvæmt. Röð og stig efstu para var annars þessi: stlg 1. Jón Baldurss.-Valur Slgurflss. 165 2. Ólufur Láruss.-Hermunn Láruss. 159 3. Asmundur Pálss.-Karl Slgurhjartars. 141 4. Gufllaugur R. Jóhanns.-Öm Amþórss. 122 5. AAalsteinn Jörgens.-Ásgelr Asbjörass. 112 6. Sarvar Þorbjörnss.-Þorlákur Jónss. 75 7. Hrólfur Hjaltas.-Þórlr Slgursteinss. 61 8. Esther Jakobsd.-Guflmundur Péturss. 54 9. Jón Þorvarflars.-Magnós Ólafss. 47 10. Stefán Gufljohns.-Slgtryggur Slgurflss. 32 Þrjú efstu pörin unnu sér þáttökurétt á Ólympíumótið í Biarritz i haust og er ástæða til þess að óska bræðrunum Lárussonum til hamingju með sinn góða árangur. Þeir voru ailan timann í toppbaráttunni, tóku góðan endasprett og vantaði ef til vill aðeins eina umferð til viðbótar. Jón og Valur hafa í vopnabúri sínu varnardobl svokallað, sem bannar útspil í sögðum lit doblarans. Hér er gott dæmi um það, enda þótt það gæfi aðeins meðalskor til þeirra félaga. Norður gefur/n-s á hættu V 1,511 lt * AG7 ^ K9654 * 10 6 3 * 7 Norduk A — 82 0 DG95 * AKD 10984 Austuk a K 109 5 ADG73 0 K 8 *G2 Sutiuu A D 8643 2 s? ío C A72 * 653 Með Jón og Val í n-s og Stefán og Sigtrygg i a-v, gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur 2 L dobl 2 S 3 L dobl 3 H pass 4 H dobl! pass pass pass Valur spilaði strax út spaðaáttu og benti um leið á tígulinnkomuna. Jón trompaði, spilaði tíguldrottningu, kóngur og ás. Meiri spaði, trompað, laufás tekinn og síðan tigulgosi. Tveirniður og 300 til n-s. Ef til vill ekki mikið upp í game á hættunni, en á hitt ber að líta, að það er engan veginn auð- velt að komast í það. Nú stendur fyrir dyrum að velja landslið til keppni á Norðurlandamót í bridge. Það virðist í hæsta máta auðvelt verk með tilliti til árangurs fjórmenninganna — Jóns, Vals, Sævars og Þorláks - á undangenginni bridgevertíð. Bridgefólag Selfoss Tveimur umferðum af þremur er nú lokið í Barómeter Bridgefélags Selfoss. önnur umferð var spiluð fimmtudaginn 15. apríl, í gærkveldi. Sextán pör taka þátt í mótinu og spilastjóri er Sigurður Sighvatsson. Staöa efstu para eftir 2 kvöld er þessi: 1. Kristján Jónsson-Kristján Gunnarsson 76 stig 2. örn Vigfússon-Vilhjálmur Pálss. 71 — 3. Þórður Sigurðsson-Gunnar Þórðars. 69 — 4. Úlfar-Tómas 44 — 5. Hrannar-Eriingur 40 — 6. Halldór Magnúss.-Haraldur Gestsson 25 — Níunda og síðasta umferð aðalsveitakeppni Bridgefélagsins var spiluö fimmtudaginn 25. mars sl. Þetta var stærsta mót vetrarins, 10 sveitir tóku þátt í því, samtals 40 spilarar. Sigurvegari varð sveit Sigfúsar Þórðarsonar og hlaut hún 162 stig. Auk Sigfúsar spiluöu í sveitinni: Kristmann Guðmundsson, Gunnlaugur Sveinsson, Kristján Jónsson og Jónas Magnússon. önnur úrslit urðu þessi: stig. 1. sv. Sigfúsar Þórðarsonar 162 2. sv. Arnar Vigfússonar 132 3. sv. Gunnars Þórðarsonar 115 4. sv. Sigurðar Sighvatssonar 105 5. sv. Leifs 0sterby 101 6. sv. Gests Haraldssonar 83 7. sv. Eyglóar Grflnz 79 8. sv. Úlfars Guðmundssonar 78 9. sv. Valgeirs Ólafssonar 35 10. sv. Sigurðar Ástráðssonar 0 . ... Er hrein unun að fylgjast með ferð huldumeyjarinnar Sóleyjar og bóndasonar- ins Þórðar um hulinsheima íslenskrar náttúru. Tel ég ástarleik þeirra skötuhjúa í Dimmuborgum þann fegursta, sem ég hef hingað til séð á filmu .... MORGUNBLAÐIÐ 1. maí kaffi Svalanna í Súlnasal Hótel Sögu, opnað kl. 14. Glæsilegt hlaðborð Tízkusýningar kl. 14.30 og 15.30. Skyndihappdrætti. Glæsilegir vinningar Allur ágóði rennur til líknarmála. Svölukaffi svíkur engan. Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.