Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. EMMAIUBtM^nE hjálst, aháð áagblad Útgáfufólag: Frjáls fjöímiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Framkvœmdastjóri og útgófustjóri: Höröur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aöstoöarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og IngóHur P. Steinsson. Ritstjórn: Síöumúla 12-14. Auglýsingar: Síöumúla 8. Afgreiösla, ásknftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Pverholti 11. Slmi 27022. Slmi ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: Hiimir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Askriftarvarð á mánuði 110 kr. Verö Ilausasölu (dag 10 kr. i Flokkspólitískt kjaraspil Kjarasamningarnir eru orðnir þáttur í kosninga- slagnum. Forystumenn í verkalýðshreyfingu og Vinnu- veitendasambandi leita að sniðugum leikjum í því kjara „spili”, sem þeir eru komnir í. Við höfum síð- ustu daga séð nokkra slíka. Margir forystumenn Alþýðusambandsins sitja í verkalýðsmálaráði Alþýðubandalagsins. Ráðið komst að þeirri niðurstöðu á sunnudaginn að úrslit í kjarabar- áttunni mundu ráðast á kjördegi, 22. maí næstkom- andi. „Þeir launamenn, sem styðja aðra flokka en Alþýðubandalagið í kosningunum í vor,” segir ráðið, , ,eru í raun að styðja andstæðinga sína til valda. Það er of seint að átta sig eftir að kjörstöðum hefur verið lokað. ...” Ályktunin kemur ekki á óvart. Til hvers ætti verka- lýðsmálaráð Alþýðubandalagsins svo sem að vera ef ekki til að púkka undir Alþýðubandalagið? Auðvitað gætu verkalýðsforingjar í öðrum flokkum sent frá sér sams konar ályktanir, hver fyrir sinn flokk. Forysta Alþýðubandalagsins óttast skell í kosningun- um. Þess vegna skal aftur barizt undir því kjörorði, að kosningar séu kjarabarátta. Alþýðubandalagið dregur upp úr skúffunni ýmis slagorð verkalýðsbaráttunnar, sem lítið hafa verið skoðuð frá síðustu kosningum. Ályktun verkalýðsmálaráðsins er einungis leikur i hinu flokkspólitíska kjaraspili, sem nú er hafið og standa mun fram yfir kosningar og kannski talsvert lengur. Enginn tekur ályktunina alvarlega, hvorki forystan né almenningur- og ekki heldur vinnuveit- endur. Svar Vinnuveitendasambandsins ber að skoða í því ljósi. Vinnuveitendasambandið segir að af ályktuninni megi ráða að þessir verkalýðsforingjar hafi ákveðið að hindra alla samninga þar til að kosningunum loknum. Því segist Vinnuveitendasambandið vilja fresta samningaviðræðum fram yfir kosningar. Því fer auðvitað fjarri að afstaða verkalýðsforingja Alþýðubandalagsins hafi komið vinnuveitendum á óvart. Þeir hefðu sem hægast getað sé þau fyrir, þegar samið var til 15. maí. Þegar í nóvember síðastliðnum var ljóst, að kjarasamningar hlytu að flækjast inn í kosningabaráttuna. Viðbrögð vinnuveitenda eru því einnig pólitískur leikur í kjaraspilinu til þess gerður að kenna megi Alþýðubandalaginu um, að samningar dragast. Enginn hefur, svo að vitað sé, látið sér til hugar koma að samið yrði fyrir 22. maí. í því efni hefur því ekkert breytzt. Skjótir samningar eru mjög ólíklegir af mörgum ástæðum öðrum en þeim að fara á að kjósa. Þjóðhagsstofnun hefur reiknað út, sem menn vissu fyrir, að grunnkaupshækkanir munu fara út í verð- lagið. Framleiðsla og tekjur á mann munu minnka í ár, ef marka má spá Þjóðhagsstofnunar. Kakan minnkar því en stækkar ekki. Minna verður til skipta. Vinnuveitendur verða því enn tregari en áður til að samþykkja kjarabætur, þangað til ríkisstjórnin lofar að velta þeim beint út í verðlagið. Til þess gæti komið svo sem oftáður. Alþýðusambandið ætti að einbeita sér að skatta- lækkunum og kjarabótum til handa hinum lægst launuðu til að draga úr misrétti. Hvorugur aðilinn er nú tilbúinn. ASÍ-menn og vinnuveitendur munu fram að kosningum leika hina pólitísku leiki, hvern öðrum snjallari að vanda. Haukur Helgason Sérstakur skattur á verdunar- ogskrifstofu húsnæði: Þjóðnýting á 26 árum Sjálfsagt fyndist einstaklingum það harður kostur. ef þeir þyrftu að láta íbúðarhúsnæði sitt smám saman af hendi tii hins opinbera á 26 árum. Og sjálfsagt vita fáir, að þessum afar- kostum þurfa þeir að sæta, sem eiga, verzlunar- og skrifstofuhúsnæði. Þessi atvinnugrein þarf í Reykjavík að borga 1,2% í eignarskatt, 1,25% 1 fasteignagjöid og 1,4% í sérstakan eignarskatt. Samanlagt er þetta 3,85% á árí og að 26 árum liðnum er búið að greiða jafnvirði eignarinnar til hins opinbera að öllu óbreyttu. Að vfsu er litilsháttar þjónusta, sem sveitarfélögin veita, innifalin í fast- eignagjöldum, en í meginatriðum eru fasteignagjöld aðeins skattur. „ Tímabundinn "skattur tilframtíOar Þegar þessi orð eru rituð liggur fyr- ir alþingi frumvarp um framlengingu á sérstökum tímabundnum eignar- skatti á verzlunar- og skrifstofuhús- næði. Búið er að gera ráð fyrir 32 milljónum í tekjum af honum í fjár- lögum, þannig að afgreiðsla alþingis nú er aðeins til málamynda. Frum- varpið hefur verið samþykkt í neðri deild og er að koma til afgreiðslu í efri deild. Sérstakur skattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði var fyrst greiddur í ríkissjóð á árinu 1979. Hann átti að- eins að leggja á til eins árs. Honum var ætlað að standa undir sérstakri fjárþörf ríkissjóðs á sinum tíma og var komið á undir þvi yfirskini „að beina fjárfestingu frá verzlunar- og skrifstofubyggingum”. Seinna kom í ljós að hlutfall fjármuna í verzlunar- og skrifstofuhúsnæði var ekki meira árið 1978 en árin á undan, þannig að þessi sérstaka skattlagning hafði við engin rök að styðjast. Engu að síður hefur þessi skattur verið lagður á með sérstökum lögum árlega síðan. Það er eðli skatta að festast í sessi. Fjöldi þeirra er nú á Kjartan Stefánsson milli 70—80 eða rúmlega einn skattur á hvern þingmann. Nú er orðin full ástæða til að óttast, að þessi tíma- bundni skattur verði til frambúðar. Mismunun í skattiagningu Verzlunin þarf að sjálfsögðu eins og aðrar atvinnugreinar sem og ein- staklingar að leggja sitt af mörkum til eðlilegrar samfélagslegrar þjón- ustu. Undan því verður ekki vikizt. Grundvallaratriðið í réttlátri skatt- heimtu er þó, að atvinnugreinum sé ekki mismunað. Sérstök skattlagning á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði gengur þvert gegn þessu grundvallar- atriði. Ennfremur er afkoma einstakra verzlunargreina mjög mismunandi og landsbyggðarverzlunin stendur til dæmis höllum fæti. Flestum er hins- vegar ljóst, að stjómvöld vilja halda í þennan skatt án tillits til þess, hvort hann er réttlátur eða ekki. Enda hefur það komið í ljós, að helzta röksemdin fyrir framlengingu skattsins, er að ríkissjóður megi ekki við því að missa þær tekjur sem hann gefur. Þá bólar enn á þeirri röksemd, að mikil þensla sé í byggingu verzl- unar- og skrifstofuhúsnæðis. Ætla má að þenslan sé fremur í ríkiskass- anum Hkt og þegar skattinum var komið á. Enginþörf áaukaskatti Fjárþörf ríkissjóðs er teygjanlegt hugtak. Það er endalaust hægt að bæta við verkefnum og kvarta undan fjársvelti. Það réttlætir hinsvegar ekki grófa mismunun í skattlagningu. Ef litið er á málin út frá tekjuþróun ríkissjóðs á síðasta ári kemur í ljós, að sízt er þörf á því að leggja á sér- stakan timabundinn aukaskatt. Þró- unin sýnir þvert á móti hið gagn- stæða, að ekki er þörf á slíkum skatti. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar varð greiðsluafgangur á ríkissjóði á siöasta ári vegna auk- inna tekna af aðflutningsgjöldum og söluskatti af innfluttum vörum. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum jukust inn- heimtar tekjur ríkissjóðs um 9% um- fram almenna verðlagshækkun en út- gjöld um 6. Þetta gerði það að verk- um að heildarskattheimta til ríkisins varð tveimur prósentustigum hærri m.v. þjóðartekjur á síðasta ári en ár- ið á undan, án þess að nokkrar grundvallarbreytingar væru gerðar á skattheimtu rikisins. Það er því ljóst, að svokölluð fjár- þörf ríkissjóðs er ekkert annað en út- þensla ríkisumsvifa á kostnað at- vinnustarfseminnar í landinu. Hœgfara þjóönýting Sú staðreynd er útaf fyrir sig fróð- legt ihugunarefni, að meirihluti þing- manna á alþingi skuli ljá því liðsinni sitt að atvinnuhúsnæði skuli gert upptækt á um 26 árum. Að láta slíkt viðgangast er ekkert annað en að lýsa fylgi sínu viö hægfara þjóðnýtingu. Innst inni viðurkenna menn þó, að sérstakur skattur á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði er ranglátur. Einn þingmanna lýsti því yfir, að hann teldi þennan skatt ranglátan en hann myndi samt greiða honum atkvæði. Hreinskilnin bætir það upp, sem á vantar írökfimi. Kjartan Stefánsson £ „Grundvallaratriðiö í réttlátri skatt- heimtu er þó, að atvinnugreinum sé ekki mismunað. Sérstök skattlagning á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði gengur þvert gegn þessu grundvallaratriði,” segir Kjartan Stefánsson í grein sinni þar sem hann fjallar um sérstaka skattheimtu á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.